Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 6
6 Fréttir MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 I>V Forseti FFSÍ sakar útgerðarmenn um kvótaþjófnað: Omerkilegt kjaftæði - og sóðakjaftur, segir Þórður Jónsson hjá SR-Mjöli „Við lítum á þetta sem ómerki- legt kjaftæði og sóðakjaftsorðalag og mér þykir furðulegt að ríkisfjölmið- ill skuli senda slíkt út án þess að tala við hlutaðeigandi aðila. Sjó- menn ræða þessi mál venjulega af mikilli skynsemi, þó þar séu undan- tekningar á,“ segir Þórður Jónsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá SR-mjöli á Siglufirði, og gefur lítið fyrir yfirlýsingar Grétars Mars Jónssonar, forseta Farmannasam- bandsins í Ríkisútvarpinu þar sem hann sakaöi útgerðarmenn um þjófnað á kvóta og svindl á nóta- veiðisjómönnum. Grétar sagði í samtali við DV að fullfermi nótaveiðiskipa heföi minnkað um allt að 100 tonnum og megi það rekja til breyttra hátta í löndun og geymslu afurðarinnar sem dragi allan vökva úr fiskinum, með þeim aíleiðingum að hann létt- ist til muna. „Það hefur vantað allt að 100 Grétar Þóröur Mar Jónsson. Jónsson. tonnum eftir löndunina frá því sem áður var og þetta er kvóti sem út- gerðarmenn stela,“ segir Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins, og ásakar útgerðarmenn um bellibrögð í löndun á uppsjávarfiski. Grétar Mar segir marga sjómenn hafa komið að máli við sig og beðið FFSÍ um að ganga í málið og hafi sambandið kvartað við kaupendur á uppsjávarfiski og útgerðarmenn, en án árangurs. Hólmavík: Reikna með mik- illi umferð vegna kristnihátíðar DVj~HÓLMAVÍK: Um nokkurra ára skeið hafa lög- gæslumenn á svæðinu frá Hólmavik til Húsavíkur haft með sér samstarf og komið saman vor hvert og lagt á ráðin varðandi helstu verkefni kom- andi sumars. Að þessu sinni var fundur þeirra haldinn á Café Riis á Hólmavík og stóð í tvo daga. Undan- farin ár hefur sameiginlegu vegaeft- irliti verið komið á og lögreglubif- reiö farið um allt svæðið einu sinni til tvisvar í viku. Svo verður einnig á þessu sumri í viðbót við það eftir- lit sem svæðisbundnir löggæslu- menn sinna á sólarhring hverjum. Vegna mikillar aukningar á ferðum fólks um hálendi landsins á margs konar farartækjum og i margs kon- ar erindagjörðum er mikilvægt talið að sinna frekar þeim eftirlitsþætti, einkum er varðar akstur utan veg- slóða, sem gróðurskemmdir geta af hlotist og koma í veg fyrir ólöglega notkun skotvopna, svo og ölvun- arakstur og að sjálfsögðu að vera til aðstoðar fólki í nauð. Vegna væntanlega mikUlar um- ferðar í sambandi við Kristnitöku- hátíð á Þingvöllum verður sérstak- ur viðbúnaður og umferðarlöggæsla efld til mikilla muna þá daga sem hátíðin stendur. Á fund þennan mættu tveir full- trúar ríkislögreglustjóra og kynntu það sem efst er á baugi hjá þvi emb- ætti. Fundinn sátu sýslumenn, yfir- lögregluþjónar og æðstu menn í lög- regluliði á hverjum staö. -Guöflnnur Dv-MYND GUÐFINNUR FINNBOGASON Línur lagöar fyrir sumariö Fundarmenn, löggæslumenn á noröursvæöinu, á tröppum Cafe Riis á Hólmavík. Þelr lögöu línurnar áöur en sumarumferöln skellur á á Noröur- landl. Að sögn hans hafa kaupendur á síld, loðnu og kolmunna komið upp sílóum á löndunarhöfnunum með fyrrgreindum afleiðingum. „Þetta er að verða svona á öllum löndunarhöfnum fyrir uppsjávar- fisk og þetta er mikil tekjuskerðing fyrir sjómenn svo ekki sé minnst á kvótaþjófnaðinn sem þama fer aug- Ijóslega fram af hálfu útgerðar- manna,“ segir Grétar. Að sögn Þórðar má rekja þann mun sem sjómenn sjá á farmi sínum til þess að sjómagn í lestum hafl aukist til muna frá því sem áður var. „Skipin hafa mörg fengið kröft- ugri fiskidælur sem þó hafa ekki stærri síur. Við höfum líka tekið eftir því að þau skip sem eru með sjókælingu, og þeim hefur fjölgað, hafa miklu meiri sjó í lestum sínum en önnur,“ segir hann. Þórður segir tankana ætlaða til þess að geyma þann mikla sjó sem skipin koma með að landi, þar sem ekki megi dæla honum i höfnina óhreinsuðum. „Við getum auðvitað einstaka sinnum gert mistök, við erum ekki hafhir yfir þau, en þá eru þau gerð upp við þá aðila sem verða fyrir. Það eina sem við höfum tekið eftir á milli ára er að saltmagnið í flski- mjölinu hefur aukist til muna og það er mikill vandi því mjölið verð- ur verðminna fyrir vikið,“ segir hann. -jtr Jónína á uppleiö „í fjarskiptamiðstööinni ergeysilega góður hópur og ekkert nema bjart fram undan. Þar er enginn munur á konum og körium, við vinnum vinnuna okkar og allt er í mesta bróðerni." Nýskipaður aðstoðaryfirlögregluþjónn: Ekki vegna þess að ég er kona - lögreglukonum fjölgar ár frá ári „Ég fór nú bara í lögguna af því ég ætlaði að prófa, síðan hef ég ver- ið hérna,“ segir nýráðinn aðstoðar- yfirlögregluþjónn, Jónína Sigþrúð- ur Sigurðardóttir. Hún hefur verið ráðin við embætti ríkislögreglu- stjóra og er það í fyrsta sinn sem kona gegnir svo hárri stöðu innan lögreglunnar. Jónína var valin úr hópi 17 umsækjenda en hún hefur starfað í lögreglunni í rúm 20 ár. Þá hefur Friðgerður Brynja Jónsdóttir verið ráöin í stöðu aðalvarðstjóra og er hún fyrsta konan sem gegnir því embætti. „Ástæðan fyrir fáum konum í stjórnunarstöðum innan lögregl- unnar er sú aö við erum fáar sem höfum nægan starfsaldur til að komast í þessar stöður. Starfsaldur er metinn hvort sem um er að ræða karl eða konu og þar ríkir jafnræði. Ég fékk stöðuna ekki af því að ég er kona. Ég vil að við njótum sann- mælis til jafns við karlana." Ástæð- una fyrir tiltölulega fáum konum i Lögreglunni telur Jónína vera þá að vinnutíminn sé langur og vinnu- harkan nokkur. „Eins eru launin ekki hvetjandi," segir hún. í daglegu starfi mun Jónína stjórna Fjarskiptamiðstöð rikislög- reglustjóra sem tekur til starfa inn- an fárra daga og mun hafa miklar breytingar í för með sér. Um er að ræða sameiginlegt fjarskiptakerfi til löggæslu í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Keflavík, á Keflavíkur- flugvelli og Selfossi. Þá verða ný og fullkomin tæki tekin í notkun. „Kerfið er þaö öflugt að það gæti hæglega annað öllu landinu enda er það líka framtíðin," segir Jónína. „Allar aðgerðir fara þá í gegnum stjómstöð í Reykjavík og um allt land verður sama löggæsla og þjón- usta þegar þar að kemur." -HH fef ' Umsjón: Hörður Kristiártsson netfang: sandkorn@ff.is Kinks-minnið að daprast Ray Davies, gamli Kinks- söngvarinn, kom, sá og sigraði á ný hjörtu aðdáenda sinna frá sjöunda áratugnum i Laugardalshöll- inni um helgina. _ Hreif hann liðið upp úr skónum líkt og hann gerði með félögum sínum í Kinks á tónleikum hér á landi 1965. Virtist hann engu hafa gleymt á tónlistarsviðinu þó minnið sé eitt- hvað farið að daprast að öðru leyti. í sjónvarpsviðtölum við kappaim um helgina rámaði hann jú óljóst í að hafa verið að dandalast hérlendis fyrir einhverjum áratugum. Frétta- mönnum sem reyndu af mætti að draga upp úr kappanum einhverja speki um stemninguna á þeim tón- leikum varð lítið ágengt. Eitt taldi kappinn sig þó muna, svona nokkurn veginn; hann hafði jú hald- ið tU á hóteli í borginni... Vist lögfræðingur í sambandi við deUu Þróttara við tónleikahald- ara Elton John á dögunum greindi Sand- korn frá fuUtrúa Þróttara í því máli sem þá ný- verið hafði skot- ist upp á stjörnu- himininn. Þarna var um að ræða Vilhjálm H. Vilhjálmsson, for- mann Ungra jafnaðarmanna, sem unnið hefur sér ýmislegt tU frægð- ar. HeimUdarmaður Sandkorns mun hins vegar hafa efast um rétt- mæti þess að Vilhjálmur kaUaði sig lögfræðing þar sem hann væri enn i námi. Nú hefur kappinn hins vegar upplýst að víst sé hann lög- fræðingur og misvísandi fregnir 1 fjölmiðlum um að hann sé búinn að vera við lögfræðinám um ára- tugaskeið séu stórlega ýktar... Hættur í umferðinni Óskar Stefáns- son, formaður bíl- stjórafélagsins Sleipnis, sagði skemmtUega frá verkfaUsátökum í samtali í helgar- blaði DV. Ing- veldur Teits- dóttir, gjaldkeri hópferðafyrirtæk- isins Teitur Jónasson, hafði þá lent í hremmingum við verkfaUsverði og lenti m.a. fyrir einum bU þeirra sem notaður var við verk- fallsvörslu. Varð hún fyrir áverk- um er hún varð fyrir bílnum sem kom akandi yfír umferðareyju. Óskar sagði að konan hefði gengið aftur á bak á kyrrstæðan bUinn þó hann hefði ekki séð það sjálfur. Þykir Sandkornsspekingum þetta sanna framburð fjölda bUstjóra sem lent hafa í þeirri skeUUegu lífsreynslu að vera á kyrrstæðum bU er ljósastaur kom æðandi á móti ökutækinu... Lélegur brandari Þríeykið úr )— Hafnarfirði, Dav- íð Þór Jónsson, Jakob Bjarnar Grétarsson og Steinn Ármann Magnússon, hafa i gegnum tíðina verið áberandi í ís- lenskum fjölmiðl- um. Þeir segjast sjálfir hafa breytt íslensku útvarpi á sínum tima en á mánudagskvöldið var röðin komin að sjónvarpinu. Þá fór í loftið nýr sjónvarpsþáttur þeirra á Stöð 2, HNN - Hafnflrska fréttanetið. Segja gárungar að þeim hafl þar sannar- lega tekist að breyta sjónvarpinu, - í lélegan brandara...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.