Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2000, Side 8
Viðskipti________________________
Umsjón: Viðskiptablaðiö
Breytingará
Úrvalsvísitölunni
- Össur, Opin kerfi og Skeljungur inn í stað ÚA og Olíufélagsins
Þrjú ný félög koma inn i Úrvals-
vísitöluna sem tekur breytingum
þann 1. júlí næstkomandi, Össur,
Opin kerfi og Skeljungur. Það
verða þó aðeins tvö félög sem detta
út úr úrvalsvísitölunni að þessu
sinni en það eru ÚA og Olíufélagið.
Ástæða þess að fleiri félög koma
inn heldur en detta út er sú að
vegna sameiningar íslandsbanka
og FBA i byrjun apríl sl. eru í raun
aðeins 14 félög í vísitölunni í stað
þess að vera 15 eins og venjulega.
Af félögunum sem eru að koma
inn í vísitöluna í fyrsta sinn er
Össur að koma inn í fyrsta skipti
en hin félögin hafa verið í henni
áður. Engin atvinnugrein dettur út
úr Úrvalsvísitölunni en upplýs-
ingatækni kemur inn í hana.
Úrvalsvísitala VÞÍ er vísitala
sem samanstendur af fimmtán fé-
lögum er skráð eru á Aðallista
VÞÍ. Valið i visitöluna fer fram
tvisvar á ári og skiptast tímabilin
þann 1. janúar og 1. júlí ár hvert.
Af þeim 20 félögum á Aðallista
þingsins sem tíðust viðskipti eru
með á þinginu á tólf mánaða tíma-
bili eru það 15 stærstu félögin að
markaðsverðmæti i lok timabilsins
sem mynda Úrvalsvísitöluna
næstu sex mánuði.
Úrvalsvísitalan er því samsett af
þeim félögum sem hafa hvað
virkasta verðmyndun á þinginu en
Verðbréfaþingið leggur þó áherslu
á að val í Úrvalsvísitöluna beri að
öðru leyti ekki að túlka sem gæða-
stimpil á viðkomandi hlutabréf.
Annars mun Úrvalsvísitala VÞÍ
á næsta tímabili lita út sem segir í
meðfylgjandi töflu.
llHHIII— I I III
Sjóvá-Almennar
á Aöallista VÞÍ
Hlutabréf Sjóvár-Almennra voru
skráð á Aðallista Verðbréfaþingsins
í morgun. Skráð hlutafé er 585
m.kr. að nafnverði. Auðkenni fé-
lagsins er „HL/SJOVALM“. Miðað
við að gengi bréfa félagsins á opna
tilboðsmarkaðnum var, þegar þetta
var ritað, um 44 er markaðsverð-
mæti þess, um 25,7 milljarðar króna
,og V/H-gildi þess því um 74. Félag-
ið er því orðið, miðað við markaðs-
verðmæti, það fjórða stærsta á VÞÍ.
Til samanburðar er V/H-gildi
Tryggingamiðstöðvarinnar nú um
51 og markaðsverðmæti þess um 12
milljarðar króna. Hafa ber þó í
huga að í árslok 1999 nam samtals
eign Sjóvár-Almennra um 17,5 millj-
örðum króna.
í skráningarlýsingu félagsins
kemur fram að bókfærð iögjöld
fyrsta ársfjórðungs 2000 hafi numið
2.262 m.kr. og hafi aukist um tæp
17% miðað við sama tíma 1999.
Samsvarandi hækkun var 6% árið
áður. Bókfært tjón fyrsta ársfjórð-
ungs 2000 nam 1.377 m.kr. sem svar-
ar til 43% hækkunar milli ára. í
bráðabirgðarekstraráætlun fyrir
árið 2000 er gert ráð fyrir að afkoma
félagsins í vátryggingarekstri verði
með svipuðum hætti eða jafnvel
heldur lakari en árið 1999.
Aftur á móti er gert ráð fyrir tals-
verðum hagnaði af sölu fjárfestinga
og fram kemur að mestum hluta
hans verði varið til að styrkja út-
jöfnunarskuld félagsins. Fram kem-
ur jafnframt að líklegt sé að rekstr-
arafkoma félagsins geti orðið betri
á þessu ári en á því síðasta. Á síð-
asta ári skilaði félagið um 346 m.kr.
hagnaði sem var um 25% samdrátt-
ur milli ára. Hagnaður af vátrygg-
ingarekstri nam um 134 m.kr. og
dróst saman um rúm 20%.
Félag Atvinnugrein Markaðsvirði Vægi í vísitölu Velta í millj. (12 mán.)
Íslandsbanki-FBA hf. Fjármál og tryggingar 50.000 20,3% 11.978
Hf. Eimskipafélag íslands Samgöngur 31.496 12,8% 4.574
Landsbanki íslands hf. Fjármál og tryggingar 27.820 11,3% 5.401
Búnaðarbanki íslands hf. Fjármál og tryggingar 20.910 8,5% 2.021
Össur hf. Iðnaður og framleiðsla 18.628 7,6% 3.404
Baugur hf. Þjónusta og verslun 13.807 5,6% 2.238
Samherji hf. Sjávarútvegur 12.235 5,0% 3.089
Tryggingamiðstöðin hf. Fjármál og tryggingar 12.005 4,9% 1.678
Marel hf. Iðnaður og framleiðsla 11.130 4,5% 3.156
Opin kerfi hf. Upplýsingatækni 10.710 4,3% 2.804
Grandi hf. Sjávarútvegur 9.465 3,8% 1.272
Flugleiðir hf. Samgöngur 7.728 3,1% 3.309
Skeljungur hf. Olíudreifing 7.441 3,0% 578
Þormóður rammi-Sæberg hf. Sjávarútvegur 7.085 2,9% 1.040
SÍF hf. Sjávarútvegur 5.915 2,4% 2.335
Samtals 246.375 100,0% 48.876
Verð á hráolíu hátt
um þessar mundir
- útlit fyrir aö verð á olíu haldist hátt
í morgunpunktum Kaupþings
í gær kom fram að verð á hráol-
íu hefði hækkað síðustu daga og
á mánudag hefði verð á tunnu
farið i 31,75 dollar. Verð á bens-
íni hefði að sama skapi hækkað
talsvert en eftirspurn væri mjög
mikil nú á sumarmánuðum og
héldist væntanlega mikil fram á
haustið. Á mánudag hækkuðu
hlutabréf olíufélaga í Bandaríkj-
unum en almennt lækkuðu
hlutabréf í verði þar vestra.
„Þar sem olíu- og bensínverð
hefur verið mjög hátt á árinu er
gert ráð fyrir að hagnaður þeirra
haldist hár og að afkoma á öðr-
um ársfjórðungi verði góð. Full-
trúar OPEC-ríkjanna hittust síð-
ast í lok mars og ákváðu þá að ef
verð á tunnu færi upp fyrir 28
dollara þá myndu þeir auka
framboð um 500 þúsund tunnur á
dag. Þeir hafa hins vegar ekki
brugðist við þessum hækkunum
og er talið að ekkert verði að-
hafst fyrr en seinni part júni-
mánaðar en þann 21. júní munu
fúlltrúar OPEC hittast i Vín og
ákveða hvort og hve mikið skuli
auka framleiðsluna," sagði í
morgunpunktum Kaupþings.
„Fram að fundinum er búist
við að verð haldist hátt en það
sem menn hafa mestar áhyggjur
af er að þó svo að OPEC auki fram-
leiðslu þá sé of seint brugðist við þeirri
miklu eftirspurn sem nú er. Frá því far-
ið er að pumpa meiri olíu upp þarf að
flytja hana til neytenda og vinna úr
henni bensín. Þetta ferli tekur að
minnsta kosti sex vikur þannig að auk-
ið framboð og væntanlega lægra verð
myndi ekki skila sér fyrr en í sumar-
lok. Auk þess telja sérfræðingar að
aukið framboð, um 500 þúsund tunnur,
sé ekki nægjanlega mikið þar sem
birgðir í Bandaríkjunum eru mjög litl-
ar um þessar mundir og eftirspurn er
almennt að aukast í heiminum með
auknum hagvexti og aukinni bdaeign,"
segir Kaupþing.
Á laugardag hófst verkfall olíu-
verkamanna í Noregi og ýtti það enn
frekar undir hækkun á olíuverði. Útlit-
ið fyrir bifreiðaeigendur hér á landi,
sem og annars staðar í heiminum, er
því ekkert sérstaklega bjart um þessar
mundir. Áhugavert verður að fylgjast
með fundi OPEC þann 21. júní og
munu vangaveltur manna um hver
niðurstaða fundarins verður hafa
nokkur áhrif á markaðinn næstu daga.
Óvissan mun væntanlega verða til þess
að verð helst hátt fram að fundinum.
Út frá ofangreindu er ekki ólíklegt að
við sjáum enn eina bensinhækkunina
um næstu mánaðamót en siðast hækk-
aði bensinlítrinn um mánaðamótin
maí/júni um 3,20 krónur.
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000
I>V
Þetta helst__________j
«E3333aa3BEBa
HEILDARVIÐSKIPTI 608 m.kr.
| Hlutabréf 159 m.kr
1 Ríkisbréf 261 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Húsasmiðjan 38 m.kr.
0 Landsbankinn 35 m.kr.
0lslandsbanki-FBA 19 m.kr.
MESTA HÆKKUN
QHéðinn 3,7%
Qíslenskir aðalverktakar 3,2%
©ÚA 2,6% i
MESTA LÆKKUN
©Tryggingamiðstöðin 5,8%
0 Þorbjörn 5,2%
©Skagstrendingur 5,0%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.512 stig
- Breyting © 0,73%
ESB rannsakar kreditkorta-
geirann
Framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins hefur staðfest að fram fari
rannsókn á starfsemi kreditkorta-
fyrirtækja i Evrópu. Rannsóknin
beinist m.a. að þeim þóknunum sem
bankar greiða hver öðrum og að
samskiptum kreditkortafyrirtækja
og verslana. Gert er ráð fyrir að
rannsókninni ljúki fyrir áramót.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðl-
um stendur bandaríska dómsmála-
ráðuneytið nú í málaferlum við
VISA og Mastercard í Bandaríkjun-
1 MESTU VIÐSKIPTI19 síöastlidna 30 daea
o
o o o
o
síöastliöna 30 daza
| © Samvinnuf. Landsýn 17 % j
| Q Nýherji 13%
i ©Tæknival 11%
i © Stálsmiðjan 9%
i 0 Frumherji 8%
síöastliöna 30 daga
í O Rskm. Breiðafj. hf. -26 %
i Q Loðnuvinnslan hf. -20 %
i © SÍF -13 %
: O Vinnslustöðin -12 %
i © Eimskip -11 %
China Unicom í samstarf viö
Vodafone
China Unicom, sem er annað
stærsta símafyrirtæki Kína, hefur
gert samstarfssamning við breska far-
símafyrirtækið Vodafone um samstarf
fyrirtækjanna við rekstur farsíma-
kerfa í Kína. China Unicom hyggur á
skráningu hlutabréfa á markað i
Hong Kong á næstunni og eru uppi
áform um sölu 2,83 milljón hluta fyrir
allt að 5,8 milljarða Bandaríkjadala.
Enikkei
S&P
NASDAQ
DAX
I JÍCAC 40
IBggHfffflEL
O
O
o
o
o
o
o
TU HLUTA
DOWJONES 10621,84
16654,42
1469,44
3851,06
6478,80
7265,60
6531,05
0,55%
1,54%
1,62%
2,21%
0,49%
0,05%
0,03%
PBMl 14.6.2000 kl. 9.15
KAUP SALA
Hffjpollar 75,440 75,820
j-jr/Pund 114,350 114,940
1*1 Kan. dollar 51,230 51,550
; Dönak kr. 9,7200 9,7730
Rr^Norsk kr 8,7480 8,7960
ESsænsk kr. 8,7440 8,7920
f*ÖFi. matk 12,1918 12,2651
Ljfra. franki 11,0509 11,1173
1 Belg. franki 1,7970 1,8078
m Sviss. franki 46,3800 46,6300
a^Hoil. gyllini 32,8943 33,0919
jjjÞýskt mark 37,0633 37,2860
lú. líra 0,03744 0,03766
1 T Aust. sch. 5,2680 5,2997
p.JPort. escudo 0,3616 0,3637
iXZjSpá. peseti 0,4357 0,4383
1 ♦ Jap. yen 0,70880 0,71310
I irskt pund 92,042 92,595
SDR 100,6800 101,2900
EÍECU 72,4894 72,9250