Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
Fréttir
DV
Sleipnismenn halda fast í 50% hækkun við undirritun samnings:
Vonlausar kröfur
- engin leið að mæta þeim, segir Gísli Friðjónsson hjá Hagvögnum-Hópbílum
Hjá Hagvögnum-Hópbíl-
um hefur starfsemin legið
að mestu niðri frá því að
verkfall Sleipnismanna
brast á 8. júní síðastliðinn.
Að sögn Gisla Friðjónsson-
ar, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, eru 50 bílstjórar á
vegum þess meðlimir í
Sleipni og einungis 12-14
manns sem standa utan fé-
lagsins.
„Það er lítil sem engin
starfsemi á vegum fyrirtæk-
isins og lítið fyrir okkur að
gera annað en að bíta á jaxlinn,"
sagði Gísli í samtali við DV.
Sleipnismenn halda fast í kröfur
sínar sem kveða á um 50% launa-
hækkun við undirritun samnings og
Gísli Friðjónsson
Fyrir okkur lítiö aö
gera annaö en aö
bíta á jaxlinn.
70% út samningstímann
samkvæmt mati Samtaka
atvinnulífsins.
„Það er náttúrlega engin
leið fyrir okkur að koma til
móts við þessar kröfur og
sem dæmi um það var
launakostnaður Hagvagna í
fyrra 140 milljónir króna
þannig að 50% ofan á það
myndu þýða 70 milljónir
aukalega í launagreiðslur.
Á sama tíma var hagnaður
fyrirtækisins 12 milljónir
svo að 58 milljónir vantar
upp a.
Gisli bendir á að olía hafi hækkað
um 60 prósent frá því i janúar í fyrra,
þungaskattur um 20% og tryggingar
um 40%. „Við höfum reiknað það út
að ef við eigum að samþykkja 10%
launahækkun, sem við erum tilbúnir
að gera, þurfa aðrir útgjaldaliðir fyr-
irtækisins að lækka um 5% að með-
altali. Ég sé ekki hvar sú lækkun á
að eiga sér stað þannig að sú launa-
hækkun ein er nógu mikil að ekki sé
talað um 50 prósent."
Að sögn Gísla hefur nokkuð borið
á kvörtunum frá þeim sem ekki kom-
ast leiðar sinnar vegna verkfallsins
og segir Gísli að það bitni hvað harð-
ast á þeim sem síst skyldi.
Aðrir í sömu vandræðum
Kristján Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kynnisferða, sagði í samtali
við DV að verkfall Sleipnismanna
hefði haft veruleg áhrif á starfsemi
fyrirtækisins og ljóst að fjárhagslegt
tjón af völdum þess væri mikið. Að-
spurður sagði hann um 35 menn að
störfum hjá fyrirtækinu sem ekki
væru í Sleipni og að þeir mættu til
vinnu eins og vant væri. Hins vegar
væri ljóst að þetta ástand gengi ekki
til eilífðar.
Hjá Guðmundi Jónassyni og Teiti
Jónassyni fengust þau svör að lág-
marksstarfsemi væri haldið uppi en
menn hefðu orðið að vísa fjölda
verkefna frá vegna verkfallsins. Hjá
Kristnihátíðarnefnd fengust þær
upplýsingar að þrátt fyrir fögur lof-
orð væri engan veginn unnt að
bjóða upp á fríar rútuferðir til Þing-
valla um næstu helgi og að einungis
yrði ekið með hreinsunarmenn,
kóra og aðra starfsmenn hátíðarinn-
ar. -KGP
Leigubílstjórar sakaðir um pínlega fégræðgi:
Neituðu að
keyra til
Njarðvíkur
- starfsstúlka Ökuleiða vísar ásökunum á bug
Þetta voru ansi pínlegar mótttök-
ur á ferðamönnum við komuna til
landsins," segir Jóhann Bjömsson,
starfsmaður í komusal Leifsstöðvar,
sem sjálfur ók frönskum ferða-
mönnum á gistiheimili í Innri-
Njarðvík eftir að keflvískir leigubíl-
stjórar höfðu neitað þeim um þjón-
ustu. Jóhann segir að bílstjórarnir
hafi neitað þar sem þeir vilji fremur
langa og dýrari túra til höfuðborg-
arsvæðisins.
„Frönsku ferðamennimir höfðu
ekki fengið annað hjólið sitt með
fluginu en áttu von á því daginn eft-
ir og var ráðlögð gisting í Innri-
Njarðvík. Eini möguleikinn til að
komast þangað er að taka leigubíl og
þeir fóru út fyrir en komu fljótt inn
aftur og sögðu að enginn vildi keyra
þá. Ég fór út með þeim og þar biðu
15 til 20 leigubílar í röð. Bílstjórinn
í fyrsta bílnum sagðist ekki geta
keyrt þá þar sem hann tæki ekki
hjól í bílinn og aðrir neituðu á þeim
forsendum að fyrsti bílinn í röðinni
ætti að taka túrinn. Einn sagðist
reyndar mundu keyra Frakkana ef
hinir bílstjóramir féllust á að
hleypa honum aftur inn á sama stað
í röðina að túmum loknum en von
var á stórri vél eftir hálftíma. Hinir
tóku það ekki í mál og á endanum
gafst ég upp og ók þeim sjálfur á
gistiheimilið," segir Jóhann og bæt-
ir við að starfsfólk flugstöðvarinnar
kunni fleiri slíkar sögur.
Harkarar úr höfuöborginni
Keflvísku leigubílastöðvarnar
tvær, Aðalstöðin og Ökuleiðir, hafa
einkcdeyfi til leigubílaaksturs frá
flugstöðinni og ber þar með að
sinna allri eðlilegri þjónustu. Akst-
ur til Reykjavíkur gefur hins vegar
um átta þúsund krónur af sér en
akstur inn til Keflavíkur aðeins um
eitt þúsund krónur. Bílstjórarnir
keppast því við að ná sem flestum
Reykjavíkurtúrum og sérstök upp-
grip eru í þeim nú í Sleipnisverk-
fallinu. Sumir bílstjóranna munu
ná allt að átta ferðum til höfuðborg-
arinnar á dag.
Starfskona á Ökuleiðum, sem
ekki vifl láta nafns síns getið, segist
ekki kannast við að bílstjórar stöðv-
arinnar neiti nokkrum manni um
akstur. „Mínir bílar lenda alveg
jafnt niðri í Keflavík. Þeir fara þá
einfaldlega upp eftir aftur enda er
brjálað að gera og þeir eru fljótir að
renna í gegn.
Þegar það er svona mikil keyrsla
i gegn skiptir þetta engu máli og ég
hef ekki orðið vör við aö menn hafi
neitað einum einasta túr,“ segir
hún.
Starfskonan segir hins vegar að
nokkur brögð séu að því i Sleipnis-
verkfallinu að leigubílstjórar af höf-
uðborgarsvæðinu séu að „laumast"
til að að hinkra eftir farþegum við
flugstöðina eftir að þeir hafi sjálfir
flutt þangað farþega frá sínu eigin
starfssvæði. „Þetta er okkar mín-
útusvæði og þeir mega ekki vera að
harka þetta en gera það samt þegar
allt er orðið bíflaust og menn vita
þetta,“ segir hún. -GAR
Sumarleikur
Feögar að leik í sundlaugunum í góöa veörinu á dögunum.
Stóri-Kroppur ekki seldur:
Bóndinn orðinn að-
stoðarbankastjóri
- í 4000 manna fjárfestingarbanka í Sviss
DV, BORGARFIRÐI:
Frá því var greint í Skessuhorni,
fréttablaði Vestlendinga, að jörðin
Stóri-Kroppur i eigu Jóns Kjartans-
sonar væri seld. Væru kaupendur
ung hjón á Suðurlandi og væri kaup-
verðið um 45 milljónir. DV greindi
frá þessu i stuttum fréttum.
„Það er ekki rétt að það sé búið að
selja Stóra-Kropp. Máíið er á við-
ræðustigi en það hefur ekkert verið
gengið frá neinum málum í því sam-
bandi og ég vil ekki geta þess hverjir
það eru sem ég er að ræða við en það
er ekkert komið bindandi af minni
hálfu né þeirra sem eru að spá í
kaupin," sagði Jón á Stóra-Kroppi.
- Er það rétt að þú sért orðinn að-
stoðarbankastjóri úti í Zúrich í Sviss?
„Já, ég er aðstoðarbankastjóri hjá
Investek í Zúrich í Sviss. Ég starfa í
verðbréfaviðskiptum, þetta er 4000
manna banki sem sérhæfir sig i
vörslu og umsýslu verðbréfa fyrir
viðskiptavini.
Bankinn er í eigu aðila í Jóhann-
esarborg í Suður-Afríku. Það er mjög
stórt útibú bankans í London með
um 1100 manns og við i Sviss erum í
raun og veru dótturfyrirtæki
London-deildarinnar en samtals
vinna hjá þessu fyrirtæki um 4000
manns og ég er aðstoðarbankastjóri
útibúsins í Sviss." -DVÓ
Segjast aka hvert sem er
„Einn sagöist reyndar mundu keyra Frakkana ef hinir bílstjórarnir féllust á aö
hleypa honum aftur inn á sama staö í rööina aö túrnum loknum, “ segirJó-
hann Björnsson, starfsmaöur í Leifsstöö.
Lögreglan sinnir dýravernd
Lögreglan í Reykjavík þurfti að
hafa afskipti af andarungum og
hestum um helgina. Á föstudaginn
var tilkynnt um að útilistaverk, sem
komið hefur verið fyrir á miðri brú
í Víðidal fyrir neðan efstu stífluna
og gefur frá sér morshljóð, hafi fælt
tvo hesta, en hestamenn nota brúna.
Tveir menn féllu af baki við atvikið.
Lögreglan tilkynnti atvikið til borg-
arstarfsmanna.
Um hádegisbilið á laugardaginn
var lögreglan kölluð til vegna fjög-
urra andarunga í Garðastræti.
Andamamma hafði yfirgefið þá og
kettir höfðu uppgötvað ungana. Lög-
reglan fór með ungana í Húsdýra-
garðinn. -SMK
Frá hommum til ráðherra
Gunnar Þor-
steinsson, forstöðu-
maður Krossins,
segir það vera
merkilegt að drott-
inn hafi fært sig og
sitt fólk „frá homm-
unum í Hestgjá yfir
á paflinn hjá forsæt-
isráðherra", eins nú hafi verið gert
samkomulag um. Dagur sagði frá
Áfrýjun í dópmáli
Júlíus Kristófer Eggertsson, sem
dæmdur var í fimm og hálfs ára
fangelsi í stóra fíkniefnamálinu
gegn neitun sakar, mun áfrýja
dómnum til Hæstaréttar. Kristján
Stefánsson, verjandi Júlíusar, segir
sakfellingu hans „hanga á horrim-
inni“. Dagur sagði frá.
Skot á samstarfsflokk
Ummæli Halldórs Ásgrímssonar
um að hefja beri af alvöru umræður
um ísland og Evrópusambandið
hafa vakið mikla athygli og Össur
Skarphéðinsson túlkar þau m.a.
sem skot á Davíð Oddsson. Dagur
sagði frá.
Á ystu mörku siðferöis
Davíð Oddsson
sagði að hefði til-
raun spákaup-
manna til að lækka
gengi krónunnar
tekist, hefði það get-
að haft alvarlegar
afleiðingar, m.a. á
milliuppgjör fyrir-
tækja og gengi hlutabréfa í þeim.
„Manni finnst þetta vera á ystu
mörkum þess sem unandi er við og
viðskiptasiðferði á bak við slíka at-
lögu er náttúrulega afar hæpið, svo
ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði
forsætisráðherra. Mbl. sagði frá.
Alvarlegt mótorhjólaslys
Alvarlegt bifhjólaslys varð á
Nesjavaflavegi í Grafningi í gær-
kvöld. Ökumaðurinn ók út af vegin-
um og meiddist töluvert, en líðan
hans er góð eftir atvikmn. Bylgjan
greindi frá.
Ekki Geysisgos
Að sögn Þóris Sigurðssonar, um-
sjónarmanns Geysissvæðisins, var
ekki um raunverulegt Geysisgos að
ræða þegar hverinn byrsti sig í gær.
Aðeins sé hægt að kalla hræring-
arnar Geysisgos ef hverinn tæmir
sig algjörlega, sem gerðist ekki. Vís-
ir.is sagði frá.
Kristni takmarkar flug
Flugmálastjórn íslands hefur, að
beiðni Ríkislögreglustjóra, ákveðið
að grípa til takmarkana á almennri
flugumferð yfir Þingvöllum á með-
an Kristnihátíð stendur yfir laugar-
daginn 1. júlí og sunnudaginn 2. júlí
nk. Vísir.is sagði frá.
Moussaieff áhrifalaus
Samkvæmt niðurstöðum könnun-
ar sem ráðgjafarfyrirtækið
PriceWaterHouseCoopers gerði á
dögunum sögðust 80% þátttakenda
ekki telja að samband Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta íslands, og
Dorritar Moussaieff hafa áhrif á for-
setaembættið. Vísir.is sagði frá.
Milljónir gegn barnaþrælkun
Biskup íslands,
Karl Sigurbjörns-
son, afhenti í
J Kirkjuhúsinu í dag
þrjátíu milljónir
króna til baráttunn-
ar gegn barna-
þrælkun. Vísir.is
sagöi frá.
Morð í stóra fíkniefnamálinu
Hollenskur maður, sem sagður er
hafa verið aðfli að stóra fíkniefna-
málinu sem dæmt var í í Héraðs-
dómi Reykjavíkur í gær, var myrtur
fyrir nokkru í heimalandi sínu.
RÚV sagði frá.