Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 7
7
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
I>V Fréttir
Þriggja stjörnu hótel í sveitasælunni
- þótt afskekkt sé verður nýja hótelið á Laugum í Dölum opið allt árið
DV, BUDARDAL:____________________
I byrjun mánaðarins opnaði
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra nýtt hótel að Laugum í
Dalabyggð. Um er að ræða endur-
byggingu elstu heimavistarinnar.
Eigendur hótelsins eru Dalagist-
ing ehf. sem Dalabyggð á um
helming hlut í ásamt Búnaðar-
sambandi Dalamanna, Byggða-
stofnun, Flugleiðahótelum h/f auk
fleiri smærri aðila.
Flugleiðahótel h/f hafa tekið
hótelið á leigu og munu reka það í
sumar undir merkjum Edduhót-
ela. Hóteliö er búið 22 herbergjum
með alls 40 rúmum. Öll herbergi
eru með snyrtingu, síma, sjón-
varpi og öðrum þeim þægindum
sem eru í 3ja stjörnu hóteli. Jafn-
framt hefur verið útbúin glæsileg
móttaka ásamt bar og 30 manna
fundarsal.
Áætlaður kostnaður er um 70
milljónir króna. Aðalverktaki við
framkvæmdimar var Glerfell ehf.
en framkvæmdastjóri þess er Hall-
dór Guðmundsson. Farhús ehf., en
framkvæmdastjóri er Ágúst
Magnússon, sá um að klæða húsið
utan. Auk þess komu að verkinu
margir fleiri og með samstilltu
átaki tókst að ljúka þessu verki á
4 mánuðum.
í boði, sem efnt var til í tilefni
opnunarinnar, fluttu ávörp odd-
viti Dalabyggðar, Sigurður Rúnar
Friðjónsson, sveitarstjóri Dala-
byggðar, Einar Mathiesen, og
samgönguráðherra, Sturla Böðv-
arsson. Kári Kárason tók við lykli
að hinu nýja hóteli úr hendi Ein-
ars Mathiesen sveitarstjóra og
sagði hann við það tækifæri að
þeir hygðu á gott samstarf við
Dalamehn og hótel á þessum stað
væri góð tenging höfuðborgar-
svæðisins við Vestflrði, auk alls
þess sem Dalasýsla hefur upp á að
bjóða.
Samgönguráðherra klippti sið-
an á borða og opnaði hótelið form-
lega og sagði að þetta væri glæsi-
legt framtak í ferðaþjónustunni í
Dalasýslu. Hann vék síðan að
samgöngumálunum en þau hafa
lengi brunnið á Dalamönnum og
nú er unnið að uppbyggingu veg-
arins um Bröttubrekku og verður
því verki lokið innan fárra ára.
Hann minntist einnig á hina nýju
höfn i Búðardal og þá möguleika
sem hún gefur varðandi siglingar
um Breiðfjörð.
Að lokum var viðstöddum boðið
að þiggja veitingar í boði Flug-
leiðahótels og Dalagistingar.
-MelB
DV-MYND NH
Glaðbeittar ásatrúarkonur
Diana Paxton, einn leiötogi ásatrúar-
manna í Vesturheimi, og Birgitte
Knorr, þýskættuö en býr í Bandaríkj-
unum. Hér leita þær upprunans og
orkunnar.
Þingvellir:
Hér er mikil
andleg orka
- segir bandarísk ásatrúarkona
„Jörmundur Ingi sóttist eftir að fá
ásatrúarfólk sem víðast að úr heimin-
um og þess vegna ákváðum við að
koma hingað á þessa hátíð íslenskra
ásatrúarmanna. Þar sem ég er einn af
leiðtogum ásatrúarmanna í Banda-
ríkjunum er ég fulltrúi þeirra hér,“
sagði Diana Paxson á Sólstöðuhátíð
ásatrúarmanna á Þingvöllum á laug-
ardaginn. Hún segist hafa komið hing-
að til landsins til að hitta aðra ásatrú-
ariðkendur og til að sjá Þingvelli. Hún
segist sérstaklega áhugasöm um að
finna alia þá orku sem eigi að vera á
Þingvöllum og það hafi ekki svikið
hana því nóg sé af henni þar. „Þetta er
virkilega áhugaverður staður, það eru
eflaust eldfjöllin sem eiga sinn þátt í
þessu, en það er mikið af orku héma
svo ég er viss um að andar náttúrann-
ar eru mjög sterkir hér, mun meira en
maður finnur annars staðar," sagði
Diana. Hún aðhylltist ásatrú fyrir um
15 árum, en áður hafði hún rannsak-
að og stundað ýmiss konar andleg
málefni í um 30 ár.
Leita upprunans með
ásatrúnni.
„Við Diana þekkjumst vel og við
höfum stundað trú saman í nokkur
ár. En minn áhugi á ásatrú er ef til
vill ekki síst vegna þess að ég er fædd
í Norður-Þýskalandi og hjá mér
kviknaði áhugi á því hvernig trúarlif
forfeðra minna var. Þeirra trú og
menning var eyðilögð þegar kristni
tók völdin þar en hér á íslandi er til
miklu meiri fróðleikur um ásatrú.
Fólk ritaði bækur um þessa tíma og
geymdi sögurnar því betur," sagði
Birgitte Knorr sem einnig var á sól-
stöðublótinu. Henni fmnst Islending-
ar bera mun meiri virðingu fyrir því
sem liöið er og sögunni. „Þetta er eins
og að finna uppruna sinn. Með því að
skoða líf íslendinga til foma og lesa
sögumar finn ég á ný mínar saxnesku
rætur því þegar mínir forfeður tóku
kristna trú urðu þeir að afneita með
öllu og gleyma norrænu guðunum.
Þannig hafa þeir ekki lifað með þjóð-
inni i gegnum aldirnar eins og með ís-
lendingum," sagði Birgitte Knorr.
NH
Mazda station 4x4, árg. '93.
Verð 450 þús.
Egill Vilhjálmsson, Smiðjuvegi 1.
sími-------------
Toyota touring 4x4, árg. ‘92.
Verð 550 þús.
Chevrolet pick-up S-10 4x4, árg.
'95-Verð 980 þús.
Grand Cherokee Limited, árg. 2000,4,7 vél,
quadro drive, sóllúga, ekinn 17 þús. km, 10xcd
magasín.
Verð 4.450 þús.
Pajero dísil, árg. 91,ekinn 190
þús. km, ssk.. Verð 950 þús. Grand Cherokee Laredo, árg. 1996,rauður, ekinn
45 þús.Verð 2.100 þús.
Dodge Caravan, árg. '98,3,3 vél, 5 d., ekinn 39
þús. km, centrallæsingar, rafdr. rúður og speglar.
Air con, control, cruise.Verð 2.100 þús.
Toyota Avensis 1800, árg. 1999,vínrauður, ekinn
15 þús. km, ssk., spoiler, álfelgur.Verð 1.530 þús.
BILAR
Dodge Caravan, árg. '93, 7
manna.Verð 880 þús.