Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
Fréttir DV
Sjúkrahús og Heilsugæslustöö Akraness:
Stefnir í 30 til 40
milljóna króna halla
DV, AKRANESI:__________________________
Halli ársins í heild hjá SHA gæti
numiö að lágmarki 30 til 40 m.kr.
miðað við óbreytta starfsemi og
óbreytt þjónustustig. Þetta kom
fram á fundi stjórnar SHA í maí en
þá var kynnt rekstraryfirlit janúar
til maí. Á síðasta fundi stjórnarinn-
ar var lagt fram rekstraryfirlit yfir
mánuðina janúar til april á þessu
ári. Þar kom fram að rekstrartekjur
næmu 245,7 m.kr. og rekstrargjöld
251,2 m.kr.
Rekstrarhalli tímabilsins er því
5,5 m.kr., eða 2,3%. Til samanburð-
ar má geta þess að rekstrarhalli á
sama tíma í fyrra nam 22 m.kr. eða
11% af tekjum. Helstu orsakir vand-
ans eru viðvarandi aukning á starf-
semi, s.s. fjölgun sjúklinga, aðgeröa
og rannsókna. -DVÓ
Undirritun samningsins
F.v.Gunnar Sigurösson, formaöur stjórnar UKV, Sturla Böövarsson samgönguráöherra og Magnús Oddsson feröamála-
stjóri. Þær 8 miöstöövar sem deila meö sér milljónunum 15 eru Flugstöö Leifs Eiríkssonar, Borgarnes, Akureyri,
Hornafjöröur, Reykjavík, ísafjöröur, Egilsstaöir og Selfoss.
Ferðamálaráð greiðir:
Fimmtán milljónir í ár
- til 8 upplýsingamiðstöðva
DV, BORGARNESI: _______________
Ferðamálaráð Islands hefur á
undanförnum árum lagt mikla
áherslu á eflingu upplýsingamiðlun-
ar. Á það við um uppbyggingu raf-
rænnar upplýsingamiðlunar, útgáfu
rita og í vaxandi mæli um aðild að
rekstri upplýsingamiðstöðva. í fjár-
lögum þessa árs var fjármagn til
þessa málaflokks aukið verulega.
Hluti þess er notaður til aðildar að
rekstri upplýsingamiðstöðva og
hluti til að vinna að grunnþáttum
þeirrar upplýsingagjafar sem fer
fram með samræmingu hennar og
samtengingu.
Breytt ferðamynstur
Nýlega var gerður samningur
milli Ferðamálaráðs íslands og Upp-
lýsingamiðstöðvar Vesturlands
(UKV). I samkomulaginu segir að
miðstöðin muni starfa eftir ákveðn-
um gæðareglum og eru verkefni
hennar skilgreind í samkomulag-
inu. Framlag Ferðamálaráðs til mið-
stöðvarinnar er 1.250.000 í ár. Á
þessu ári á Ferðamálaráð aðild að
rekstri 8 upplýsingamiðstöðva og
samkvæmt fjárlögum ráðsins er 15
milljónum króna varið til sam-
starfsins. Með breyttu og sjálfstæð-
ara ferðamynstri erlendra gesta
eykst þörfin fyrir upplýsingamiðlun
eftir komuna til landsins. Þá gegna
upplýsingamiðstöðvar sífellt stærra
hlutverki í kynningu einstakra
landshluta til innlendra ferða-
manna og dreifingu ferðamanna um
landið.
UKV tekin tll starfa
Þá hefur Upplýsinga- og kynning-
armiðstöð Vesturlands tekið til
starfa en Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra opnaði formlega
Upplýsinga- og kynningarmiðstöö
Vesturlands í Borgamesi nú nýver-
ið. Fyrirtækið UKV var stofnað
þann 2. júní 1999 í Borgarnesi.
Stofnaðilar voru 72, þar af sveitarfé-
lög á Vesturlandi með langstærsta
hlutinn sem sýnir hversu mjög
þeim er i mun að vel til takist. Til-
gangurinn með stofnuninni er aö
starfrækja eina móðurstöð á Vestur-
landi. Einnig að veita innlendum og
erlendum ferðamönnum upplýsing-
ar um framboð ferðaþjónustu á
Vesturlandi svo og á landsvísu og
að beina ferðamannastraumi á Vest-
urland.
Gert er ráð fyrir að UKV verði
samstarfsvettvangur sameiginlegra
markaðsmála ferðaþjónustuaðila á
Vesturlandi. Sigríður Hrönn Theo-
dórsdóttir, atvinnuráðgjafi og ferða-
málafulltrúi Samtaka Sveitarfélaga
á Vesturlandi, hefur að mestu unn-
ið að undirbúningi stofnunar UKV
og mun hafa umsjón með skrifstof-
unni. DVÓ/HH
Bylting í umhverfisþjón-
ustu í Vesturbyggð
- heildarsamningur undirritaður
Undirritu samninga
Fulltrúar verktaka og Vesturbyggöar innsigluöu samn-
inga meö undirskrift á Hótel Sögu
Sveitarfélagið Vesturbyggð
og Umhverfistækni Vestur-
byggðar ehf. undirrituðu í
gær sannkallaðan tímamóta-
samning um umhverfisþjón-
ustu í Vesturbyggð. Samning-
urinn nær yflr alla þjónustu
við sveitarfélagið á sviði sorp-
mála, þar með talið fjármögn-
un, byggingu og rekstur end-
urvinnslustöðvar. Þetta er
fyrsti samningurinn af þessu
tagi sem gerður er á íslandi.
Verkefnið var boöið út í lok
siðasta árs, og barst eitt til-
boð. Það kom frá íslenskri
umhverflstækni ehf., og var
sveitarfélaginu boðin þátttaka
í sjálfstæðu fyrirtæki um verkiö.
Umhverflstækni Vesturbyggðar er
hið nýja hlutafélag, stofnað af Is-
lenskri umhverfistækni ehf. í Kefla-
vík og sveitarfélaginu Vesturbyggð.
Næstu 20 ár mun hið nýja fyrir-
tæki sjá um sorphirðu frá öllum
íbúum og fyrirtækjum Vesturbyggð-
ar, endurvinnslu sorps sem og sorp-
eyðingu. Rekin verður afar fuUkom-
in varmaendurvinnslustöð,
og orka frá henni skal meðal
annars nýtt til upphitunar á
sundlaug. Mengun frá stöð-
inni verður með allra
minnsta móti og uppfyllir
stöðin ströngustu kröfur
heilbrigðisyfirvalda. Molta
sem fyrirtækið hyggst vinna
með lífrænni endurvinnslu
mun notuð til uppgræðslu í
sveitarfélaginu, brotamálmi
verður safnað saman og
hann sendur til endur-
vinnslu á höfuðborgarsvæð-
inu auk þess sem spilliefnum
verður safnað saman og þau
búin til flutnings til viður-
kenndra aðila. Könnun annarra val-
kosta leiddi í ljós að þessi samning-
ur er sveitarfélaginu hagstæður
bæði fjárhagslega sem og umhverf-
islega séð.
Barnfóstrunámskeið RKÍ í Snæfellsbæ:
DV-MYND PSJ
RKI-námskeiöiö
47 krakkar læröu skyndihjálp á námskeiöinu og hér er hluti hópsins
ásamt leiöbeinendum.
Læra framkomu við
börn, leiki og fleira
Rauði krossinn í Snæfellsbæ hélt
fyrir skömmu námskeið fyrir ungar
barnfóstrur. Að sögn Ara Bjarna-
sonar, tannlæknis og formanns
Rauða kross-deildar Snæfellsbæjar,
voru alls 47 krakkar úr Snæfellsbæ
á aldrinum 11 til 13 ára á námskeið-
unum sem voru þrjú, tvö í Ólafsvík
og eitt á Lýsuhóli.
Leiðbeinandi var Sveinbjörg Ey-
vindsdóttir, hjúkrunarkona við
Heilsugæslustöðina i Ólafsvík, en til
aðstoðar voru Alda Vilhjálmsdóttir,
Ásdís Kristjánsdóttir og Ari Bjarna-
son. Karlpeningurinn lét ekki sitt
eftir liggja en strákarnir á nám-
skeiðinu voru fimm. Að sögn Ara
voru krakkarnir mjög áhugasamir
við námið.
Námsefnið, sem tekið er saman af
Maríu Haraldsdóttur leikskólakenn-
ara, fjallar m.a. um framkomu við
börn, leiki og leikföng, skyndihjálp
og fl. -PSJ
Heimahús:
Slysum í fjölgar
- börn tíðir gestir á Slysa- og bráðamóttöku
Dag hvern er leitað með fjögur
börn undir fimm ára aldri til Slysa-
og bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur, vegna slysa í heima-
húsum. Þetta kemur fram á heima-
siðu Landlæknisembættisins. Sam-
kvæmt upplýsingum sem þar má
finna hefur verið samfelld aukning
á slysum í heimahúsum á höfuð-
borgarsvæðinu undanfarin ár. Á
heimasíðunni er meðal annars að
finna ýmsar tölfræðilegar upplýs-
ingar um tíðni slysa, aldur þeirra er
slasast og algengustu slysstaði. Þar
kemur til dæmis fram að fyrri hluta
ævinnar eru drengir líklegri til að
slasast en stúlkur en eftir fjörutíu
og fimm ára aldur eru þaö konur
sem slasast oftar heldur en karlar.
Flest slysin innanhúss verða annað
hvort í svefnherbergi eða stofu og
það eru böm undir níu ára aldri og
fólk á milli tvítugs og fimmtugs sem
slasast oftast í þessum vistarverum.
Böm og unglingar á aldrinum níu
til nítján ára slasast oftast í næsta
nágrenni við íbúðina og fólk yfir
fimmtugu einhvers staðar í næsta
nágrenni heimilisins.
Á síðasta ári leituðu alls 8.844 ein-
staklingar til Slysa- og bráðamót-
töku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna
slysa í heimahúsum en til saman-
burðar er nefnt á áðurnefndri
heimasíðu að árlega slasast um
2.500 til 3.000 manns 1 umferðarslys-
um.
Aðalheiður Sigursveinsdóttir,
framkvæmdastjóri Slysavamaráðs,
segir að ekkert bendi til þess að
dregið hafi úr slysum það sem kom-
ið er af þessu ári. Hún bendir þó á
að í febrúarmánuði hafi Landslækn-
isembættið staöið fyrir átaki til
kynningar á slysahættu í heimahús-
um en ekki liggja fyrir neinar tölur
um hugsanlega fækkun slysa eftir
átakið. „Við teljum að öll umræða
sem vekur viðbrögö og spumingar
hjá fólki skili árangri, þó að erfitt
geti verið að meta nákvæmlega hve
mikill sá árangur er.“ -hds
Verkfall
Samtök feröaþjónustunnar vilja meina aö verkfalliö sé raunverulega háö
vegna starfa tiltölulega fárra manna
Samtök ferðaþjónustunnar:
5 fyrirtæki með 7 Sleipnismenn
- þar af aðeins 3 í fullu starfi
I tilefni af fréttaflutningi Sleipnis-
manna mn að samningur þeirra við
5 fyrirtæki utan Samtaka atvinnu-
llfsins nái til 20-30 félagsmanna
þeirra vilja Samtök ferðaþjónust-
unnar koma eftirfarandi á framfæri:
Samkvæmt upplýsingum frá um-
ræddum 5 fyrirtækjum starfa þar
samtals 7 Sleipnismenn, þar af ein-
ungis 3 í fullu starfi.
Aðrir starfsmenn eru í öðrum
verkalýðsfélögum og mun samning-
urinn því ekki hafa áhrif á laun
þeirra. Þessi 5 fyrirtæki reka 50
hópbifreiðir.
Stærstu fyrirtækin eru Vest-
fjarðaleið, sem reka 19 hópbifreiðir
og hafa 2 Sleipnismenn í vinnu, og
Guðmundur Tyrfingsson sem rekur
22 hópbifreiðar og hefur 1 fastráð-
inn Sleipnismann í vinnu og 2 laus-
ráðna. Hin 3 fyrirtækin reka 2-3
bíla hvert og hafa enga fasta Sleipn-
ismenn í vinnu.