Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 11
FMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
DV
11
Fréttir
Nýtt öryggiskerfi fyrir sumarbústaði sett upp í haust:
Bylting á öryggi sum-
arbústaðaeigenda
erfitt að finna íbúa sem eru hjálparþurfi
„Það er stórhættulegt fyrir fólk að
veikjast eða slasast í sumarbústöð-
um þar sem björgunarsveitarfólk á
oft í vandræðum með að finna bú-
staðina sem eru úti um allar sveitir
og oft við ómerkta vegslóða," segir
Sveinn Guðmundsson, fasteignasali
og framkvæmdarstjóri Landssam-
bands sumarbústaðaeigenda.
Nú er í deiglunni nýtt öryggiskerfi
fyrir sumarbústaði sem felst í því að
hver bústaður fær sitt fimm stafa
númer sem fólk getur lesið fyrir neyð-
arlínuna og er númerið þar á skrá.
„Jafnvel þeir björgunarmenn sem
eru staðháttum kunnugir geta alltaf
villst og þar sem um bústaði í sum-
arbústaðahverfum er aö ræða er oft
erfitt að fmna þann sem er hjálpar
þurfi,“ segir Sveinn.
„Þetta er mjög nauðsynlegt verk-
efni sem hefur verið í mótun i 2 ár
en það er reiknað með að strax í
haust geti um 70 prósent sumarbú-
staða fengið þetta en það líða aftur
um 3 ár þangað til öll hin 30 prósent-
in komast í kerfið."
Að sögn hans verður unnið að því
að allir nýir bústaðir verði skyldaðir
til að vera aðilar að öryggisnetinu en
það kostar 6100 krónur fyrir meðlimi
Landssambands sumarbústaðaeig-
enda að gerast aðilar að kerfinu en
9800 fyrir utanfélagsmenn.
„Þetta verður að vera í samvinnu
við eigendur og þetta er ekki hátt
verð þegar litið er til þess öryggis
sem þetta felur í sér,“ segir Sveinn.
Skemmdir í sumarbústöðum voru
ofarlega á baugi eftir Suðurlands-
skjálftahrinuna fyrir rúmri viku en
skjálftinn reið yfir þar sem sumarbú-
staðalönd eru flest.
„Sumarbústaðir virðast hafa
sloppið vel út úr skjálftanum, eins og
timburhús gera oftast, og það eru
helst innbúin sem skemmdust. Ég
veit um dæmi nálægt skjálftamiðj-
unni þar sem fólk setti kenn-
aratyggjó undir lauslega muni og
það skemmdist ekki einn einasti
hlutur," segir Sveinn.
Hann segir eftirspurn eftir sumar-
bústöðum og lóðum fyrir bústaði
ekki hafa minnkað eftir skjálftana.
„Við vorum nýlega að selja lóð á
þessu svæði fyrir gott verð og það
virðist ekki vera neinn sérstakur
beygur í fólki vegna skjálftanna,"
segir Sveinn. -jtr
DV-MYND GF
Gróöursett í blíðunni
Unglingar í Vinnuskóla Hólmavíkur viö gróðursetningu og fegrun bæjarins.
Hólmavík:
Unga fólkið við
gróöursetningu
DV, HÓLMAVlK:
Tuttugu unglingar, aðaliega úr 7.
til 10. bekk grunnskólans á Hólma-
vík, hafa unnið ásamt fjölmörgum
öðrum við að fegra og græða bæinn
og gera ásýnd staðarins hlýlegri. í
hópi væntanlegra sumargesta er
forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson.
Hallfríður Sigurðardóttir, annar
umsjónarmanna Vinnuskólans, læt-
ur vel af atvinnuástandinu á Hólma-
vík og telur að allir unglingar hafi
næg verkefni við afgreiðslustörf o.fl.
Sumir unglingamir sem starfa í
Vinnuskólanum eru einnig í öðrum
störfum. Þegar blaðamann bar að
garði voru stúlkumar að gróður-
setja og vönduðu sig mjög en strák-
arnir voru minna samtaka í návist
myndavélarinnar við að koma
nokkrum plastdúkum með skít fyrir
sem ætlaður var til gróðurbætingar
á öðrum stað. -GF
Trillukarlar
/ Hafnarfirði mokveiddu þessir og voru hæstánægðir meö aflann.
Kórsöngur í Haganesvík:
Konsert haldinn í eyðibyggðinni
DV, FLJÓTUM:
Það lifnaði yfir Haganesvíkinni á
dögunum þegar Kvennakór Siglu-
fjarðar kom þangað óvænt í heim-
sókn og söng nokkur lög við harm-
oníkuundirleik. Þar sem ekki er leng-
ur búseta i Haganesvík, aðeins göm-
ul hús frá velmektardögum víkurinn-
ar og sumarbústaðir, voru áheyrend-
ur að þessum söng mjög fáir, þ.e. bíl-
stjóri kórsins og ljósmyndari DV og
kannski örfáir fuglar.
Þama var ekki um skipulagðan
konsert að ræða heldur var kórinn í
óvissuferð sem farin var í lok vetr-
arstarfsins og kallaði til Hermann
Jónsson í Lambanesi með harm-
oníkuna og voru tekin nokkur lög.
Þetta var í upphafi ferðar en síðan
var haldið í Vesturfarasetrið á Hofs-
ósi, þaðan í Hótel Tindastól á Sauð-
árkróki og endað með kvöldveröi í
Fjallakránni á Vatnsleysu. Ferðin,
sem var sú fyrsta með þessu sniði
hjá kórnum, heppnaðist ágætlega,
að sögn formannsins, Maríu Jó-
hannsdóttur. Hún sagði að starf- tæplega 40 virkir félagar, og mikil sem haldnir voru í maílok í Siglu-
semi hefði verið með blóma í vetur, stemning á lokatónleikum kórsins fiarðarkirkju. -ÖÞ
Konsert
Kvennakórinn tekur lagið í Haganesvík. Hermann í Lambanesi er með nikkuna.
DV-MYND ORN ÞÓRARINSSON
Tll aö glæöa áhuga almennings
Safnapassinn, sem í er aðgangs-
miði að 12 söfnum á Eyjafjarðar-
svæðinu, ergefmn út á íslensku og
ensku í ár en vonir standa til að vin-
sæidir hans aukist það mikið að
hægt veröi að gefa hann út á fieiri
tungumálum á næstu árum.
Eyjafjörður:
Einn passi
í öll söfn
DV, DALVlK:
Atvinnuþróunarfélag Eyjafiarðar,
AFE, hefur gefið út aðgangskort að
söfnum á Eyjafiarðarsvæðinu, svo-
kallaðan Safnapassa. Hér er um
samstarfsverkefni AFE og safnanna
á Eyjafiarðarsvæðinu að ræða, að
Safnasafninu á Svalbarðsströnd
undanskildu, og fiármagnað að
hluta með fiármunum sem fengust
hjá Byggðastofnun til eflingar
menningarstarfs á svæðinu.
Tilgangurinn er að glæða áhuga
almennings á söfnum og þvi sem
þau hafa upp á að bjóða. Passinn
geymir upplýsingar um söfnin,
hvenær þau eru opin, hvers konar
safn er um að ræða, heimilisfang og
símanúmer o.fl. í passanum eru 12
aðgöngumiðar, eða jafnmargir söfn-
unum, og getur almenningur nýtt
þá til að heimsækja hvert safn einu
sinni eða farið oftar á önnur.
Gildistíminn er frá 1. júní til 15.
september og kostar passinn 1.000
kr. fyrir einstakling, 1.600 kr. fyrir
hjón eða sambýlisfólk, 700 kr. fyrir
hópa frá 10-50 og 500 kr. fyrir hópa
fleiri en 50.
Hann er til sölu á öflum söfnun-
um og á helstu upplýsingamiðstöð-
um um land allt. Öflum farþegum
Samvinnuferða-Landsýnar á þessu
ári er boðinn 50% afsláttur af verði
passans. -HIÁ
Teiknað og málað
í frístundunum
DV, HÓFN I HQRNAFIRDI:
„Ég hef mjög gaman af að teikna
og mála og var alltaf teiknandi þeg-
ar ég var krakki," segir Steinunn
Óladóttir, húsmóðir á Höfn, sem
þessa daga sýnir myndir sínar á
Kaffihorninu á Höfn. Flestar eru
myndirnar málaöar með vatnslitum
og er homfirskt landslag vinsælt
myndefni hjá henni. Einnig eru
þama fallegar blómamyndir. Stein-
unn er sjálfmenntuð í listinni utan
það að sækja vikunámskeið sem
boðið var upp á hér á staðnum.
Steinunn er fædd og uppalin á Höfn,
á fiögur uppkomin börn og sjö
barnabörn. -JI
Heitur matur í hádeginu.
bragðbetri
115 g Áningarborgari
m/ frönskum, kokkteilsósu
og pepsi súperdós.
Tilboð kr. 590.
Bragðgóð og seðjandi
500 g Klúbbsamloka,
aðeins kr. 690.
Bæjarlind 18 - 200 Kópavogi
simi 564 2100
Netfang: midjan@mmedia.is