Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 12
12
Útlönd
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
DV
Flutningabíllinn rannsakaður
Taliö er að Tyrkir tengist smyglinu á
flóttamönnum frá Kína til Evrópu.
Sjö í haldi vegna
dauða flótta-
manna í Dover
Hollensk yfirvöld kváðust í gær
hafa sjö manns í haldi vegna dauða
58 flóttamanna í flutningabíl í
Dover í síðustu viku. Lögreglan
hefur einnig fundið vöruhúsið í
Rotterdam sem tengist smyglinu á
kínversku flóttamönnunum. Talið
er að flóttamennirnir hafi komið í
sendibilum til vöruhússins sunnu-
daginn 18. júní. Þar biðu flótta-
mennirnir eftir flutningabílnum
sem flutti þá til Dover. Talsmaður
saksóknara segir hina handteknu
vera Hollendinga. Blaðið NRC
Handelsblad segir að hinir hand-
teknu séu einnig af tyrkneskum
uppruna. Að sögn blaðsins telja
yfírvöld að Tyrkir tengist smygli á
flóttamönnum frá Kína til Evrópu.
OSPAR-nefndin:
Vantar tvö at-
kvæði í viðbót
Danir og írar þurfa tvö atkvæði
til viðbótar á fundi OSPAR-nefndar-
innar svokölluðu, sem 15 ríki eiga
sæti í, til að þvinga Breta og Frakka
til að loka umdeildum kjarnorku-
endurvinnslustöðvum, þar á meðal
Sellafield.
Á fundi ráðherra landanna 15 í
Kaupmannahöfn i dag verða greidd
atkvæði um tillögu um að stöðva
endurvinnslu kjarnorkueldsneytis.
Tíu ríki, þar á meðal ísland, hafa
þegar lýst yfir stuðningi sínum við
tillöguna en tólf þurfa að samþykkja
hana til að hún verði bindandi.
Tony Blair til Berlínar
Breski forsætisráöherrann ætlar aö
ræöa Evrópumál viö Schröder.
Vinsældir Tonys
Blairs á niðurleið
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, nýtur þverrandi vin-
sælda meðal kjósenda og vonbrigði
með ríkisstjóm hans fara vaxandi,
að þvi er fram kemur í skoðana-
könnun í blaðinu Times í morgun.
Forsætisráðherrann getur þó
huggað sig við það að Verkamanna-
flokkur hans hefur fjórtán prósentu-
stiga forskot á íhaldsflokkinn, 47
prósenta fylgi gegn 33.
Blair verður í Berlín í dag þar
sem hann mun ræða við Gerhard
Schröder Þýskalandskanslara um
stöðuna innan Evrópusambandsins
eftir að Frakklandsforseti viðraði
þá hugmynd sína að þau lönd sem
vildu ættu að fá að hraða samruna-
ferlinu óhindrað. Bretum líst ekki
vel á þær hugmyndir.
Forsetakosningar í Mexíkó á sunnudag:
Tveir frambjöö-
endur hnífjafnir
Algjört jafnfræði er með tveimur
efstu frambjóðendunum fyrir for-
setakosningamar i Mexíkó á sunnu-
dag. Vicente Fox, leiðtogi stjómar-
andstöðunnar, og Francisco
Labastida, frambjóðandi stjómar-
flokksins PRI, beindu spjótum sín-
um hvor að öðrum á síðasta degi
kosningabaráttunnar í gær.
Kosningarnar á sunnudag eru
taldar geta markað tímamót þar
sem svo kann að fara að stjórnar-
flokkurinn tapi embættinu sem
hann hefur haldið frá því hann var
stofnaður árið 1929.
Labastida varaði kjósendur við
að greiða Vicente Fox atkvæði sitt,
þótt hann nefndi hann ekki á nafn í
ræðu sem hann hélt fyrir 50 þúsund
manns í heimaríki sínu, Sinaloa.
„Ég hvet einkum konur og ungt
fólk til að greiða atkvæði tryggum
breytingum svo við stefnum ekki í
voða því sem Mexíkóum hefur
Vicente Fox
Leiötogi stjórnarandstööunnar í
Mexíkó telur sig eiga möguleika á
aö sigra í forsetakosningunum.
áunnist," sagði Labastida.
Fox, frambjóðandi Bandalagsins
fyrir breytingar, batt enda á þriggja
ára kosningabaráttu sína með fundi
á knattspyrnuvelli í heimaríki sínu,
Guanajuato, þar sem 50 þúsund
hlýddu á boðskap hans.
„Ef þið eruð búin að fá nóg af PRI
og viljið fá stjórn fleiri en eins
flokks er ekki um annað að ræða en
að kjósa Bandalag fyrir breytingar,"
sagði Fox hásri röddu eftir allar
framboðsræðurnar.
Fox hvatti landsmenn til að neyta
atkvæðisréttar síns og sagði að því
fleiri sem það gerðu, þeim mun
meiri væru líkurnar á sigri hans.
Ernesto Zedillo, fráfarandi for-
seti, kom fram í sjónvarpi og hvatti
landa sína til að kjósa. Hann full-
vissaði þá um að ekki yrðu brögð í
tafli við atkvæatalninguna. Stjórn-
arflokkurinn hefur oftsinnis verið
sakaður um kosningasvindl.
Albright og Arafat
Madeleine Albright, utanríkisráöherra Bandaríkjanna, hitti Yasser Arafat, forseta Palestínumanna, aö máli í gær en
tókst ekki aö fá samþykki hans fyrir fundi hans meö leiötogum Bandaríkjanna og ísraels. Bandarísk stjórnvöld gera
sér vonir um aö slíkur leiötogafundir muni geta af sér friöarsamkomutag áöur en frestur til þess rennur út í haust.
Fjölmiðlum sagt að virða
einkalíf Vilhjálms prins
Breskir fjölmiðlar voru í gær
stranglega áminntir um að vemda
Vilhjálm prins frá ofsóknum og
hasarfréttum nú þegar hann er út-
skrifaður frá Etonskólanum. Eng-
inn vill að pilturinn hljóti sömu ör-
lög og móðir hans. Ljósmyndarar og
fréttamenn eltu Díönu prinsessu
stöðugt alveg þar til hún beið bana
í bilslysi í ágúst 1997.
Þess vegna hafa eftirlitsnefnd
breskra fjölmiðla og fulltrúar kon-
ungsfjölskyldunnar gefið út reglur
um umfjöllun fjölmiðla um Vilhjálm
prins sem varð 18 ára í síðustu
viku.
í þau fimm ár sem prinsinn var
nemandi við Etonskólann naut
hann vissrar vemdar. En undan-
farna mánuði hafa fjölmiðlar orðið
djarfari. Prinsinn hefur oft verið
orðaður við stúlkur sem hann hefur
Vilhjálmur prins
Reyna á aö koma í veg fyrir aö
prinsinn hljóti sömu örlög og móöir
hans, Díana prinsessa.
ekki einu sinni hitt. Með birtingu
myndar af prinsinum þar sem hann
var að skipta um peysu í pólókeppni
þykir hafa veriö ráðist að friðhelgi
einkalífsins. Á myndinni var prins-
inn ber að ofan.
Bannað verður að taka myndir af
prinsinum á stöðum þar sem hann á
að geta vænst þess að fá að vera í
friði. Ekki þykir verjandi að birta
myndir ljósmyndara sem kunna að
hafa elt prinsinn. Bannað verður að
birta persónuleg bréf prinsins og
útskriftir af símtölum hans.
Fjölmiðlar verða að gæta þess að
birta ekki rangar fréttir af
prinsinum. Konungsfjölskyldan
skuldbindur sig til þess að veita
fjölmiðlum reglubundinn aðgang að
prinsinum en þó undir eftirliti.
Sjálfur bað prinsinn um að fá að
vera í friði er hann varð 18 ára.
Biðst afsökunar
Breski ráðherr-
ann Mo Mowlam
baðst í gær afsök-
unar á því að hafa
valdið uppþoti
vegna ummæla
sinna um að breska
konungsfj ölskyldan
ætti að yfirgefa
hallir sínar. Hún kvaðst reyndar
hafa lýst þessari skoðun sinni yfir
fyrir sex árum en staðfest hana ný-
lega í viðtali.
Barnslík í steypustykki
Lögreglan í Los Angeles hefur
handtekið 22 ára par eftir að hafa
fundið barnslík í steypustykki í bíl.
Parið segir þriggja ára dóttur sína
hafa dáið fyrir nokkrum mánuðum
þegar hún datt í baðherberginu.
Dæmdur til dauða
Einn helsti leiðtogi dómsdags-
safnaðarins í Japan var dæmdur til
dauða í morgun. Hayashi átti þátt i
gasárásinni í neðanjarðarlestinni í
Tokyo 1995.
Áfram landtökur
Yfirvöld i Simbabve hétu því í
gær að halda áfram töku lands
hvítra bænda þrátt fyrir velgengni
stjórnarandstöðunnar í kosningun-
um um helgina.
Sviptir rafmagni
Herinn á Fídjieyjum tilkynnti í
morgun að hann kynni að loka fyr-
ir rafmagn hjá uppreisnarmönnum
og svipta þá annarri þjónustu. Upp-
reisnarmenn hafa haldið 27 manns í
gíslingu í nær sex vikur.
Engin rannsókn
Kanslari Austur-
ríkis, Wolfgang
Schússel, vísaði á
bug i morgun frétt-
um um að austur-
ríska stjórnin hefði
samþykkt rannsókn
á lýðræði í Austur-
ríki. Dönsk blöð
greindu frá því að síðar í dag yrði
tilkynnt um samkomulagið.
Norðmönnum refsað
Evrópusambandið kann að refsa
Norðmönnum fyrir að neita að
flytja inn vörur sem sambandið hef-
ur lagt blessun sína yfir, að því er
blaðið Aftenposten greinir frá.
Einkum er um að ræða barnamat og
erfðabreytt matvæli.
Strokufangi gripinn
Grænlenska lögreglan hefur
handtekið hættulegan, vopnaðan
strokufanga sem tekið hafði kær-
ustu sína í gíslingu.
Morðingi svipti sig lífi
FrakkinriSid Ah-
gal. Rezala kveikti í fangaklefa sín-
um.
Leyniskyttur herja
Leyniskyttur skelfa íbúa Ambon í
Indónesiu og halda ílestir íbúar sig
innandyra af ótta við blóðbað.