Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 13
13 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000____________________________________________________________________________________________ Útlönd Elian fagnað eins og hetju við heimkomuna Hundruð stúlkna og drengja í skólabúningum veifuðu kúbversk- um fánum þegar Elian litli Gonzalez sneri heim til Kúbu í gær. Börnin höfðu komið í 11 langferðahifreið- um frá heimaborg Elians, Cardenas, 'til að bjóða skólafélaga sinn velkom- inn heim eftir sjö mánaða dvöl í Bandaríkjunum í kjölfar björgunar hans úr hafi. Sjónvarpsmenn voru einnig mættir. En það var engin op- inber móttökuathöfn og yfirvöld á Kúbu höfðu fyrr um daginn beðið almenning um að fara sér hægt. Faðir Elians, Juan Miguel Gonza- lez, bættu engu við það sem hann sagði áður en hann fór frá Dulles- flugvellinum í Washington 1 gær: „Ég þakka bandarísku þjóðinni fyr- ir stuðning hennar og ég þakka einnig bandarískum yfirvöldum. Ég get ekki lýst gleði minni yfir að fá að snúa aftur heim.“ Fidel Castro Kúbuforseti var ekki á flugvellingum í Havana til að taka á móti drengnum sem í sjö mánuði hefur verið vopn i pólitískri deilu Bandaríkjanna og Kúbu. Fjölskylda Elians á Kúbu faðmaði og kyssti drenginn sem hún hefur loks fengið aftur. Sjálfur virtist drengurinn undr- andi á öllum látunum og hann horfði forvitinn á alla skólafélaga I faðmi afa og langömmu á Kúbu Elian veifar undrandi til skóiaféiaga sinna viö komuna til Kúbu í gær. Elian er hér í faömi afa síns, Juans Gonzalez. Langamma hans, Ramona Betancourt, tók einnig á móti Elian á flugvellinum í Havana. sína og sjónvarpsvélarnar. Elian veifaði þó til félaganna áður en hann fór með föður sínum og stjúp- móður burt í hvítri Lödu. Síðan var ekið til leynilegs staðar í Havana þar sem Elian mun dvelja í nokkrar vikur við undirbúning fyrir skól- ann. Síðan fer fjölskyldan í vikufrí áður en hún heldur til heimabæjar síns á norðurströnd Kúbu. Það ríkti mikil gleði i Havana í gær. í Litlu Havana í Miami ríkti hins vegar engin gleði. Sjónvarps- stöðvar sýndu til skiptis myndir af fagnaðarfundinum á Kúbu og sorg- mæddum ættingjum Elians og öðr- um útlögum frá Kúbu í Miami. Þeir bölvuðu bandarískum stjórnmála- mönnum og hæstarétti sem i gær hafnaði beiðni ættingjanna um að Elian fengi í hæli í Bandaríkjunum sem flóttamaður. Örlög Elians hafa verið ofarlega í huga Bandaríkjamanna síðan hann fannst í hafmu undan strönd Flór- ída í lok nóvember í fyrra. Bill Clinton Bandarikjaforseti sagði að það hefði verið allt í lagi sín vegna hefði faðir Elians ákveðið að dvelja áfram í Bandaríkjunum. Forsetinn bætti við að hann vildi að ekki hefðu orðið jafn mikil átök vegna málsins. Hillary Rodham Clinton Forsetafrúin ræöst aö andstæöingi sínum í sjónvarpsaugtýsingum. Hillary sökuð um hræðsluáróður Fulltrúadeildarþingmaðurinn Rick Lazio sakar Hillary Rodham Clinton, forsetafrú og andstæðing sinn í kosningunum til öldunga- deildarinnar í haust, um að stunda hræðsluáróður. Hann varar við því að nýjustu sjónvarpsauglýsingar hennar þar sem hún ræðst á störf hans muni koma henni í koll. „Ef árásir þessar halda áfram mun andstæðingur minn komast að einu um New York: Hagræði maður sannleikanum verður maður að taka afleiðingunum. íbúar New York kjósa ekki manneskju sem þeir treysta ekki,“ sagði Lazio á fjáröflunarfundi á Manhattan í vik- unni. Hillary hefur meðal annars veist að atkvæðagreiðslu Lazios í þinginu og að afstöðu hans til byssumála. Óeirðalögreglan lætur til skarar skríða Óeirðalögregla í Suöur-Kóreu réöst til atlögu gegn starfsmönnum verkalýösfé- lags á hóteli einu í Seoul í morgun. Rúmiega eitt þúsund félagar hafa veriö í verkfalli síöan snemma í mánuöinum og krefjast hærri launa. Lýðræðisráðstefnan í Varsjá: Frakkar segja pass Frakkar einir þjóða skrifuðu ekki undir yfirlýsingu Varsjárráðstefn- unnar um lýðræði sem lauk í vik- unni. Fulltrúar rúmlega eitt hundr- að þjóða skrifuðu hins vegar undir. Hubert Védrine, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði við banda- riska fréttamenn í Varsjá að það væri misskilningur að halda að hægt væri að þröngva lýðræði upp á þjóðir. Bandaríska sendinefndin, undir forystu Madeleine Albright utanrík- isráðherra, var hissa á andmælum Frakka þar sem lokayfirlýsingin lá fyrir áður en ráðstefnan hófst og að þátttaka í ráðstefnunni hefði verið háð samþykki hennar. í yfirlýsingunni segir að lýðræð- islegt stjórnarfar geti verið mis- munandi en ýmsir mikilvægir þætt- ir séu sameiginlegir, svo sem frjáls- ar kosningar, jafnrétti þegnanna fyrir lögunum, trúfrelsi og frjálsir Qölmiðlar, svo fátt eitt sé nefnt. Bandarískir embættismenn sögðu að þrjóska Frakka væri byggð á misskilningi. Ráðstefnunni hefði ekki verið ætlað að vera upphaf hreyfingar til að flytja út lýðræði til landa þar sem lýðræði er ekki fyrir. Tilgangurinn sé miklu heldur að styrkja lýðræðislega stjórnarhætti í löndum þar sem lýðræði á annað- hvort undir högg að sækja eða er á hraðri uppleið. Mikill fjöldi leikja á fínu verði á krökkunum í fríinu Nýjasta æðið í heiminum er Pokémon., tölvuleikir sem eru gerðir fyrir Game boy leikjatölvurnar. Aragrúi af sérkennilegum skrímslum berjast við öflugt óvinalið og öðlast aukna hæfileika við hverja raun. Hægt er að skiptast á skrímslum rnilli tölva þannig að til að verða góður í Pokémon er um að gera að vera í sambandi við aðra sem spila leikinn. FRÍHÖFNIN LEIFSSTÖD KEFLAVlKURFLUOVELLI Leikur í höndunum www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.