Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 17
17 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 DV Alþjóðleg leiklistarhátíð á Akureyri: Tvær sýningar valdar bestar Á nýliðnu lokahófi leiklistarhá- tiðar Bandalags íslenskra leikfé- laga í tilefni af 50 ára afmæli Bandalagsins voru sýningamar Nýir tímar eftir Böðvar Guðmunds- son, í leikstjóm Harðar Sigurðsson- ar, og Á rúmsjó eftir Slawomir Mrozek, í leikstjóm Intu Kalnina, valdar til að deila saman tvennum verðlaunum. Annars vegar besta sýning hátíðarinnar og hins vegar besta leikmynd og umgjörð sýning- arinnar. Verðlaun fyrir besta leik hátíðarinnar féllu í skaut Taniu írisi Melero fyrir frábæra túlkun sína á Angel í leikritinu Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari? í flutningi Leikfélags Hafnaríjarðar og leikstjóm Viðars Eggertssonar. Þríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason úr Hugleik fengu sér- staka viðurkenningu fyrir besta nýja höfundaverk hátíðarinnar. Þeir skrifuðu saman sýningu Leik- félags Húsavikur, Uppspuni frá rót- um, í leikstjóm Odds Bjarna Þor- kelssonar, auk þess sem þeir áttu og hlut í verki leikfélagsins Hug- leiks, Ég sé ekki Munin, í leikstjóm Þórs Tuliniusar. Verðlaun fyrir frumlegustu upp- færsluna á leiklistarhátíðinni fékk Skagaleikflokkurinn fyrir leikverk- ið Lifðu yfir dauðans haf, í leik- stjóm höfundarins Kristjáns Krist- jánssonar. Einnig ákvað dómnefndin, sem var skipuð þeim Sigrúnu Valbergsdóttur leikstjóra, Sigurði Hróarssyni leikhússtjóra og Einari Rafni Haraldssyni, formanni Bandalagsins, að veita finnsku leiksýningu Kjallaraleikhússins frá Helsinki sérstaka viðurkenningu fyrir sterkustu skilaboðin til áhorfenda í gegnum leiksýninguna Sérðu regnið? í leikstjórn Jo- hanna Freundlich. í lokaorðum dómnefndar kom fram að þrátt fyrir viðurkenningaveiting- ar sem þessar væri rétt að minna á að sam- kvæmt eðli listarinnar sé ekki til nein mæli- eining sem mælir bestu eða verstu listina. Við- urkenningar sem þessar væru meira til gam- ans gerðar en að ákveða fyrstan, bestan eða verstan. Blásiö til brúðkaups Það er ekki á hverjum degi að aðra eins leik- húsveisla rekur á fjörur leikhúsáhugafólks á íslandi og þá sem Bandalag íslenskra leikfélaga bauð til á Akureyri dagana 21.-25. júní. Fjöl- breytileikinn í dagskrá hátíðarinnar var grið- arlegur. í boði var allt frá götuleikhúsi til sund- laugardrama, leiksmiðja og gagnrýnifunda auk ótal annarra dagskrárliöa sem verður aðeins lítillega tæpt á í þessum skrifum. Veðurguðirn- ir tóku sinn þátt í verkinu og sáu um að sólin skini ætíð þá er dagskrá hátíðarinnar stóð yflr. Ekki síst var það áhrifaríkt á Jónsmessunni þegar leikfélagið Sýnir sýndi leikritið Nýir tímar inni í Kjarnaskógi og nýttu sér til hins ýtrasta sköpunarverkið, jafnt i leikmynd, lýs- ingu og hljóðmyndum. Að lokinni sýningu var skyndilega blásið til brúðkaups, leikhúsgestum fullkomlega að óvörum. Um leið og séra Hann- es Öm Blandon lauk leik sínum í Nýjum tím- um, sótti hann hempu sína í skóginum og Sýningin Á rúmsjó var framlag lettneska leikhópsins Auseklis Limbazi Með einfaldrí leikmynd og leikmunum, góðrí lýsingu og heillandi tónlist, tókst leikstjóranum aö skapa stórbrotna og heilsteypta sýningu sem unun var aö fylgjast meö. “ Leikarabrúðkaup Um leiö og séra Hannes Örn Blandon lauk leik sínum í Nýjum tímum sótti hann hempu sína og leiddi saman í heilagt hjónaband Vilborgu Árnýju Valgarösdóttur og Árna Baldvinsson. Ur leikverki Böðvars Guömundssonar Nýir tímar Uppsetning Haröar Sigurössonar vann til verölauna á hátíöinni. leiddi saman í heilagt hjónaband Vilborgu Árnýju Valgarðsdóttur, framkvæmdastjóra og starfsmann Bandalagsins til 20 ára, og Árna Baldvinsson, ljósameistara og myndatöku- mann Sjónvarpsins. Hvern á að éta? Þrjár erlendar leiksýn- ingar voru boðnar á hátíð- ina, frá Lettlandi, Finn- landi og Noregi. Framlag lettneska leikhópsins Auseklis Limbazi, Á rúm- sjó, var einkar vel heppn- uð sýning. Leikhópurinn er 115 ára og hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sinni starfsævi fyrir góðar sýningar. Á rúmsjó var valin besta leiksýning síð- asta leikárs i Lettlandi. í dómum gagnrýnenda kemur fram að sýningin sé gott dæmi um nútíma lettneskt leikhús. Það er engin furða að heyra slík- an vitnisburð eftir að vera búinn að sjá sýningu þeirra. Á rúmsjó gerist á skipsflaki þar sem þrir menn hafa komist af úr sjávarháska. Fljótlega kemur í Ijós að þeir eru matarlausir og geta enga björg sér veitt. Því er ákveðið að einn úr hópn- um skuli étinn og síðan hefst pólitísk umræða um hveijum skuli fómað. Bréfberi og þjónn koma og við sögu og hafa áhrif á framvindu verksins. í uppfærslu Lettanna var verkið gert mjög líkamlegt. Leikendur voru ungir og skipti leikstjórinn þannig í hlutverk að andstæðurn- ar voru ríkjandi á milli þess sem höfundur skrifar í verkið og hver raunveruleikinn var. Það fór vel við aðra túlkun verksins. Með ein- faldri leikmynd og leikmunum, góðri lýsingu og heillandi tónlist, tókst leikstjóranum að skapa stórbrotna og heilsteypta sýningu sem unun vaF að fylgjast með, þrátt fyrir að tungu- málið væri mér algjörlega ókunnugt. Glært plast, hvítir plattar og nokkrar litlar álplötur breyttu sviðinu í veisluborð og látbragð leik- enda skapaði byssustingi og kristalsglös á skipsflakinu. Agaður leikur var í fyrirrúmi og að öðrum ólöstuðum þótti mér Arturs Kruzkops í hlutverki bréfberans og þjónsins standa sig einkar vel í sínum litlu hlutverkum. Bravó Lettland - þetta var góð leiksýning! Morðgáta í stíl Agöthu Christie Sýning Kellariteatteri frá Finnlandi á Sérðu regnið var um margt sérstök. Hæg framvinda, hljóður leikur og söngvar, hyggðir á verkinu Tídægra (Decameron) eftir Boccacio. Þar er saman kominn hópur af fólki, innilokað i borg vegna utanaðkomandi ógna og tekur að segja hvað öðru sögur. Ótti, ást, einmanaleiki og firr- ing eru kraftur verksins. Tónlistin var sérlega falleg og hljómþýðar raddir flnnsku leikend- anna létu vel í eyrum. Sérðu regnið er söng- leikur og spunaverk unnið af leikhópnum, und- ir stjóm Johanna Freundlich, sem einnig lék í sýningunni og samdi tónlistina ásamt fleirum úr leikhópnum. Útkoman var með ágætum þótt hughrif verksins virkuðu ekki djúpt á undirrit- aða, Frá Noregi kom leikhópurinn Ervingen með sýninguna Morð í myrkri eftir Rolf Rolfsen, í leikstjóm Bjornar Gjerde. Verkið er morðgáta í stil Agötu Christie. Á sýningu Norðmann- anna kom greinilega fram hversu misjafnlega leikhópar vinna með sínar sýningar. Verkefna- val leikstjórans var einkennilegt með tilliti til lítillar leikreynslu hópsins og þess að leikæf- ingar fóru fram um þriggja mánaða skeið, tvo tíma í senn, eitt kvöld í viku. í verkinu er mik- ill texti og margir leikendur, sem hver og einn hefði þurft mun öflugri tilsögn fyrir sitt hlut- verk. Útkoman var því miður harla vont byrj- endaverk leikstjóra, sem starfað hefur sem leikari i tíu ár. En vissulega jók það á viddir hátíðarinnar. Bandalag íslenskra leikfélaga má vera stolt af afmælisveislu sinni og ég óska því til ham- ingju. Þá var og einkar gleðilegt að finna hvað forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var hrifmn af afmælisbaminu. Hann óskaði sér- staklega eftir því að fá tækifæri til þess að fylgjast betur með starfl leikfélaganna á lands- byggðinni. Einnig kom forsetinn með tillögur að því að efla leiklistarsamskiptin vestur um haf, með tengingu við íslendingabyggðirnar vestra í huga. Sesselja Traustadóttir _____________________Menning Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Guðbergur lofaður á Spáni Skáldsagan Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg Bergsson rithöfund er nú komin út á Spáni og hefur fengið lofsamlega dóma í E1 País, víðlesnasta dag- blaðinu þar í landi. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu JPV forlags, sem gefur bækur Guðbergs út hér heima. Gagnrýnandi E1 País hefur mörg orð um hversu fámennt land ísland er og segir að það standi fjarri öllum menningarleiðum. „...rétt 250 þúsund íbúar sem eiga sitt eigið tungumál; fjöldi sem að því er virðist dug- ar tæplega til að standa undir útgáfufyrir- tækjum og bóksölu og varla til að rithöf- undur borði heitan mat tvisvar á dag.“ Þó segir gagnrýnandinn að „það að vera besti eða annar tveggja bestu höfunda íslands á öldinni þarf engan veginn að vera lítils virði,“ en bætir því svo við að Guðbergur hafl dvalið langdvölum á Spáni. í ritdómi í tímaritinu Zero er Guðbergur einnig lofaður: „Guðbergur Bergsson gæðir afkvæmi sín lífl - þau eru hvorki blíðlynd né gera öðrum til geðs - rétt eins og hina erflðu ást, miskunnarlausan raunveruleikann og hörð orðin. Og hann lætur okkur deila með sér þessari máltið eða fleygir henni fram- an i okkur til að við leitum með honum að gráma ljóssins sem hvergi flnnst (...) Það búa engar brellur að baki og hvergi gefið eftir. Og umfram allt býr enginn ótti i hjarta hans.“ Alþjóðlegt píanónámskeið í Hafnarfirði I húsakynnum Tónlist- arskóla Hafnarfjarðar og Hásölum Hafnarfjarðar- kirkju gengst Tónlistar- skóli Hafnarfjarðar fyrir alþjóðlegum Masterclass fyrir píanóleikara dagana 9.-16. júlí. Leiðbeinandi verður Philip Jenkins (á mynd) yfirprófessor í pí- anódeild Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow. Auk íslenskra nem- enda koma sex nemendur erlendis frá af ýmsum þjóðemum, þar á meðal Marina Nadiradse frá Georgíu sem heldur tónleika í upphafi námskeiðsins sunnudaginn 9. júlí kl. 20. Námskeiðshaldarar hafa hermt að hér sé aldeilis stórkostlegur píanisti á ferð. Kennt verður frá kl 13-19 með kaffi- hléi. Miðvikudagur verður þó frídagur utan tónleika um kvöldið þar sem Philip leikur með Einari Jóhannessyni klar- inettuleikara. Námskeiðinu lýkur síðan með sameiginlegum tónleikum virkra þátt- takenda sunnudaginn 16. júlí kl. 17. Allir eru hvattir til að taka þátt. Norrænt fingrafar í kvöld verða tónleikar í fundarsal Nor- ræna hússins í tónleikaröð- inni Bjartar nætur. Það er Copenhagen Saxophone Quartet sem leikur að þessu sinni. Lögð er áhersla á nýja danska tónlist fyrir saxófón og markmið kvartettsins hef- ur verið að fá tónskáld til að semja verk fyrir þetta hljóðfæri. Hefur þetta tekist vel og tónskáld á borð við Sven Erik Werner, Pelle Gudmundsen-Holmgreen, Per Norgárd, Ib Norholm og Andy Pape hafa samið verk fyrir kvartettinn. Kvartettinn skipa Henrik Sveidahl (á sópransaxofón), Maret Petersen (á altosax- ófón), Charlotte Andersson (á baritónsaxó- fón) og Torben Enghoff (á tenórsaxófon). Á efnisskránni, sem hefur yfirskriftina Nor- rænt fmgrafar, eru verk eftir Lárus H. Grímsson (Saxophone Quartet, 1992), Þor- stein Hauksson (Exhalatio, 1996), Ib Nerholm (Impuls, 1998), tveir saxófónkvar- tettar eftir frönsku tónskáldin J.B. Sing- elée og Pierre-Max Dubois og umritanir á verkum klassískra tónskálda. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 en frá kl. 20.30 gefst tónleikagestum kostur á að snæða danska máltíð í Kaffistofunni, smurt brauð að dönskum hætti og ávaxta- ábæti. Kynnir á tónleikunum er Edda Heiðrún Backman leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.