Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Page 26
30 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000 I>V •Ættfræði Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson 85 ára Jóhann Jón Þorvaldsson, Geitlandi 6, Reykjavík. 10 ára rarinn Fjeldsted, Ásvallagötu 17, Reykjavík. 60 ára Einar Jónsson, Laufásvegi 2a, Reykjavík. Fjóla Jóhanna Halldðrsdóttir, Borgarholtsbraut 41, Kópavogi. Gylfi Guöbjartsson, Strandgötu 15, Patreksfirði. Halldóra I. Sigmundsdóttir, Laufskálum 13, Hellu. Helga Bjarnadóttir, Gullsmára 9, Kópavogi. Lárus Valdimarsson, Kirkjubæjarklaustri 2, ^Kirkjubæjarklaustri. 50 ára Sævar B. Þórarinsson skipstjóri, Fornuvör 4, Grindavík, sem varð fimmtugur þann 21.6. sl., ætlar að hafa opið hús fyrir vini og vandamenn í húsi björg- unarsveitarinnar Þorbjörns, Seljabót 10, Grindavík, föstudaginn 30.6. nk. eftir kl. 20.00. Amaldur Valgarðsson, Reykási 1, Reykjavfk. Bjarney Bjarnadóttir, Þórsmörk, Akureyri. Bjarni Ingólfsson, Beykihlíö 21, Reykjavík. •^.Guðmundur Ellertsson, Sámsstöðum 1, Búðardal. Gunnar Ragnarsson, Aflagranda 14, Reykjavfk. Hulda Fríða Ingadóttir, Stóragerði 32, Reykjavfk. ína Dagbjört Gísiadóttir, Urðarteigi 8, Neskaupstað. Kristinn Egilsson, Blikahólum 4, Reykjavfk. Oddgeir Arnar Jónsson, Hrfsmóum 6, Garðabæ. Svanur Jónsson, Skagabraut 7, Akranesi. 40 ára_________________________________ Grímur Guðnason, Áshamri 60, Vestmannaeyjum. Hellen Unda Georgsdóttir, Skeljanesi 4, Reykjavík. Hólmgeir Karlsson, Dvergsstöðum, Akureyri. Ingibjörg Elín Bjarnadóttir, Háteigi 15, Keflavík. Ingólfur Jón Magnússon, Skúlaskeiði 40, Hafnarfirði. Siguröur Pétursson, Jöklafold 10, Reykjavík. Teltur Minh Phuoc Du, Miðbraut 5, Seltjarnarnesi. Smáauglýsingar Allt til alls ►I550 5000 Andlát Matthías Ingibergsson I apótekari, Hrauntungu 5, Efc. . JH Kópavogi, andaðist á I Landspítalanum miðviku- t '„'jH daginn 28. júní. ■b='-r#fl Jarðarförin verður tilkynnt sföar. Ágústa S. Bögaskov er látin. Guðrún Tómasdóttir, Efstaleiti 12, Reykjavík, lést sunnudaginn 25.6. Kristján Hauksson (Bassi), Bassastöö- —*‘um, Mosfellsbæ, lést sunnudaginn 25.6. IMaHKv. Gríma Huld Blængsdóttir - heilsugæslulæknir í Mosfellsbæ Gríma Huld Blængsdóttir, heilsu- gæslulæknir í Mosfellsbæ, Reynis- nesi við Skildinganes í Skerjafirði í Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Gríma fæddist í Kópavoginum og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1980, embættisprófi í læknis- fræði við HÍ 1987, öðlaðist almennt lækningaleyfi 1989 og er sérfræðing- ur í heimilislækningum frá 1997. Á námsárum var hún m.a. aðstoð- arlæknir á geðdeild, kvennadeild, krabbameinslækningadeOd og barnadeild Landspítalans, kandídat og aðstoðarlæknir á endurhæfingar- deild og heilsugæslu á Reykjalundi, á skurðdeild, slysadeild og lyflækn- isdeild Borgarspítalans, á lyflækn- ingadeild St. Jósefsspítala í Hafnar- firði, á lungnadeild Vífilsstaðaspít- ala, á Heilsugæslustöðinni í Foss- vogi og á Heilsugæslustöðinni og Sjúkrahúsinu á Siglufirði. Gríma hefur verið sérfræðingur í heimilislækningum á Heilsugæslu- stöðinni á Reykjalundi frá 1997. Gríma sat í safnaðamefnd Kárs- nessóknar í Kópavogi 1988-90, hefur verið aðcd- og varamaður í safnaðar- nefnd Neskirkjusóknar í Reykjavík frá 1995 og gjaldkeri safnaðarnefnd- ar frá 1999, sat í stjóm Foreldraráðs Melaskólans 1998-99 og er formaður starfsmannafélags Heilsugæslu- stöðvar Mosfellsumdæmis frá 1998. Fjölskylda Sambýlismaður Grimu frá 1983 var Smári Ferdinandsson, f. 28.6. 1951, fórst í flugslysi i Ljósufjöllum 5.4. 1986, flugmaður. Hann var son- ur Ferdinands Söebeck Guðmunds- sonar, f. 14.2.1922, sjómanns í Kópa- vogi, og k.h., Emu Helgu Matthías- dóttur, f. 27.6. 1930, húsmóður. Gríma giftist 18.7. 1992 Jean Egg- ert Hjartarsyni, f. 15.6. 1961, bruna- verði og rafvirkja. Hann er sonur Hjartar Pjeturssonar, f. 21.2.1922, d. 29.12. 1993, viðskiptafræðings, lög- gilts endurskoðanda og sérfræðings hjá Seðlabanka íslands í Reykjavík, og k.h., Lauru Frederikke Eggerts- dóttur Claessen, f. 24.1. 1925, hús- móður, stúdents og móttökuritara. Böm Grímu og Eggerts era Lára Ósk, f. 18.10. 1990; Gunnar Smári, f. 23.1. 1993. Stjúpsonur Grímu og sonur Egg- erts er Arent Pjetur, f. 28.2. 1987. Systkini Grímu eru Ingvar Blængsson, f. 8.11. 1956, bygginga- tæknifræðingur í Reykjavík; Eygló Jóhanna Blængsdóttir, f. 20.7. 1958, húsmóðir í Mesáker í Noregi; Blængur Blængsson, f. 21.11. 1966, starfsmaður hjá Samskipum í Reykjavík; Gréta Björg Blængsdótt- ir, f. 14.11.1972, námsmaður í Flens- borg í Þýskalandi. Foreldrar Grímu eru Blængur Grímsson, f. 24.10. 1928, húsasmíða- meistari, og Margrét Aðalbjörg Ingvarsdóttir, f. 3.11. 1932, húsmóð- ir. Ætt Blængur er sonur Gríms, b. á Jökulsá á Flateyjarsandi og síðar smiðs og verslunarmanns á Akur- eyri, Sigurðssonar, skipstjóra og b. á Jökulsá, Hrólfssonar, b. á Drafla- stöðum, Matthíassonar. Móðir Gríms var Kristín, systir Páls, langafa læknanna Eggerts Jónsson- ar bæklunarsérfræðings og Kára Stefánssonar, forstjóra íslenskrar erfðagreiningar. Bróðir Kristínar var Vilhjálmur, afi Thors Vilhjálms- sonar rithöfundar, fóður Ömólfs, sérfræðings á skrifstofu forseta ís- lands. Systir Kristínar var Valgerð- Pálmar Vígmundsson - verkstjóri Pálmar Vígmundsson, verkstjóri hjá Röradeild Reykjalundar, Ár- holti, Mosfellsbæ, er sjötugur i dag. Starfsferill Pálmar fæddist í Reykjavík. Hann gekk í Barna- og gagnfræðaskólann að Brúarlandi í Mosfellsbæ. Pálmar hóf sinn starfsferil hjá Ræktunarsambandi Kjalamesþings, starfaði hjá Áburðarverksmiðjunni, vann við bifreiða- og þungavinnu- vélaviögerðir og ók malarflutninga- bilum hjá Steypustöðinni hf. í nokk- ur ár. Pálmar hefur svo verið verk- stjóri við Röra- og fílmudeildina á Reykjalundi sl. fjömtíu ár. Pálmar er félagi i Lionsklúbbi Mosfellsbæjar. Hann hefur setið í stjóm klúbbsins og verið formaður hans. Þá starfar hann í flugklúbbi Mosfellsbæjar og situr í stjórn klúbbsins. Fjölskylda Pálmar kvæntist 12.12.1953 Ragn- heiði Jónasdóttur, f. 25.6. 1932, hús- móður. Hún er dóttir Jónasar Ragn- ars Jónassonar, sjómanns í Reykja- vík, og Fanneyjar Þorvarðardóttur húsmóður en þau voru bæði ættuð úr Rangár- þingi. Böm Pálmars og Ragnheiðar eru Ingi Ragnar Pálm- arsson, f. 21.7. 1956, við flugvirkja- nám í Bandaríkjunum, kvæntur Guðrúnu Ólafsdóttur arkitekt, eiga þau eitt barn; Vigmundur Pálmars- son, f. 5.8. 1962, bílstjóri hjá Vega- gerð rikisins, búsettur á Hvoli í Mosfellsbæ, á hann þrjú börn; Sig- rún Pálmarsdóttir, f. 18.11. 1969, tannsmiður í Álaborg i Danmörku, í sambúð með Þresti Þorgeirssyni tannlækni, á hún eitt barn. Alsystir Pálmars er Ingunn Víg- mundsdóttir, f. 20.2. 1928, húsmóðir í Kópavogi. Hálfbróðir Pálmars, samfeðra, var Aðalsteinn Vígmundsson, f. 17.3. 1920, nú látinn, bUstjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Foreldrar Pálmars voru Víg- mundur Pálsson, f. 8.8.1896, d. 1967, einn fyrsti atvinnubUstjórinn hér á landi, og Ingveldur Árnadóttir, f. 11.2. 1901, d. 1987, húsmóðir. Pálmar og Ragnheiður dvelja hjá dóttur sinni og tengdasyni í Álaborg í Danmörku á afmælisdaginn. ur, móðir Ingimundar, söngstjóra á Akureyri, foður Magnúsar, forstjóra Frón, foður Eggerts, formanns KSÍ. Valgerður var einnig amma Valtýs Péturssonar listmálara. Kristín var dóttir Guðmundar, b. á Brettings- stöðum, Jónatanssonar. Móðir Guð- mundar var Karitas Pálsdóttir, timburmanns Sigurðssonar, bróður Valgerðar, ættmóður Reykjahlíðar- ættar. Móðir Blængs var Hulda Tryggvadóttir, b. og smiðs á Brett- ingsstöðum, Jónssonar, og Frið- bjargar Guðmundsdóttur, systur Kristinar. Margrét Aðalbjörg er dóttir Ingv- ars Guðmundar, sjómanns og neta- gerðarmanns á Eskifirði, Jónasson- ar Péturs, rafstöðvarstjóra á Eski- firði, Jónssonar, vinnumanns á Kollaleiru, Jónssonar. Móðir Jónas- ar var Kristbjörg Ketilsdóttir. Móð- ir Ingvars var Margrét Pálsdóttir, b. í Hallgerðarkoti, Guðmundssonar og Halldóru Hálfdánardóttur. Móðir Margrétar Aðalbjargar var Sigurjóna Jóhanna Júlíusdóttir, b. á Á í Unadal, á Fjalli í Kolbeinsdal og verkamanns á Dalvík, Jónssonar og Aðalbjargar Sigurjónsdóttur, b. í Göngustaðakoti, Þorvaldssonar og Önnu Þorkelsdóttur, b. á Klaufa- brekku, Jónssonar og Kristínar Sig- urðardóttur, ættfóður Hreiðastaða- kotsættar, Jónssonar og Steinunnar Jónsdóttur. Gríma tekur á móti gestum að heimili sínu, Reynisnesi við Skild- inganes, föstudaginn 30.6. kl. 20.30. Sigrún Vernharðsdóttir - leiðbeinandi við grunnskólann á ísafirði Sigrún Vemharðsdótt- ir, leiðbeinandi við Grunnskólann á ísafirði, Fjarðarstræti 19, ísafirði, er sextug í dag. Starfsferill Sigrún fæddist í Tungu í Fljótavík og ólst þar upp en síðan í Hnífsdal frá sex ára aldri. Sigrún hefur stundað kennslu um árabil. Hún kenndi fyrst viö Bama- skólann í Hnífsdal, við Húsmæðra- skólann Ósk á tsafirði, þá við Menntaskólann á ísafirði en kennir nú við Grunnskóla ísafjarðar. Fjölskylda Eiginmaður Sigrúnar er Guðni Ásmundsson, f. 9.9.1938, húsasmíða- meistari. Hann er sonur Ásmundar Guðnasonar, verkamanns í Reykja- vík, og Guðfmnu Gísladóttur hús- móður. Börn Sigrúnar og Guðna eru Ásta Albertsdóttir, f. 11.4. 1956, starfs- maður við sambýli í Noregi, en sam- býlismaður hennar er Kore Engel- sen og á hún fjögur börn og tvö barnaböm; Ásmundur Guðnason, f. 15.11. 1959, deildarstjóri í Reykjavlk, en eiginkona hans er Ólína Jónsdóttir og eiga þau tvö börn; Vemharður Guðnason, f. 25.4. 1962, húsasmíða- meistari og slökkviliðs- maður í Reykjavík, eigin- kona hans er Ester Martinsdóttir og eiga þau einn son; Jóhanna Guðna- dóttir, f. 30.3. 1967, húsmóðir á tsa- firði, gift Pálma Jónssyni og eiga þau þrjú böm; Margrét Guðnadótt- ir, f. 9.5. 1972, nemi í dýralækning- um í Danmörku en eiginmaður hennar er Jón Amar Sigurþórsson. Hálfsystir Sigrúnar, sammæðra, er Helga Hansdóttir, f. 4.9.1925, hús- móðir á Ísafírði. Alsystkini Sigrúnar eru Þórunn, f. 25.1. 1931, húsmóðir í Reykjavík; Herborg, f. 29.1. 1932, húsmóðir á ísafirði; Bára, f. 2.9. 1934, húsmóðir í Mosfellsbæ; Jósef, f. 24.3. 1943, raf- virki á ísafirði. Foreldrar Sigrúnar voru Vem- harður Jósepsson, f. 12.8.1906, d. 9.5. 1982, bóndi í Fljótavík, og k.h., Mar- ia Friðriksdóttir, f. 4.6.1906, d. 18.11. 1996, húsmóðir. Merkir Islendingar Olafur G. Eyjólfsson, skólastjóri Verslun- arskóla íslands, fæddist í Flatey á Breiðafirði 29. júní 1874. Hann var sonur Eyjólfs Einars Jóhannssonar frá Sveftt- eyjum, kaupmanns í Flatey, og k.h., Sig- urborgar ÓÍafsdóttur húsmóður. Eyjóif- ur var sonur Jóhanns Eyjólfssonar, bónda og hreppstjóra í Flatey, sem var sonur Eyjólfs eyjajarls, stórbónda, hreppstjóra og alþingismanns í Svefn- eyjum, Einarssonar. Ólafur lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1895 og prófi frá Verslunarskóla Brocks í Kaupmannahöfn 1897. Ólafur var skrifstofumaður í Kaup- mannahöfn 1897-98, stundaði verslunarstörf hjá Gránufélaginu á Siglufirði 1898, var bókari Ólafur G. Eyjólfsson á Akureyri 1899-1901, verslunarmaður á Grund í Eyjafirði 1901-1902 og starfaði hjá sílarútvegsnefnd á Akureyri 1902-1905. Ólafs verður þó lengst minnst fyrir að leggja granninn að Verslunarskóla ís- lands en hann var fyrsti skólastjóri skólans frá stofnun 1905-1915. Auk þess að vera skólastjóri starf- rækti Ólafur umboðsverslun í Reykja- vik til dauðadags. Hann sat í rann- sóknamefnd Landsbanka íslands 1909-1910 vegna Bankafargansins svo nefnda er Björn Jónsson ráðherra rak bankastjórann, Tryggva Gunnarsson. Þá var hann endurskoðandi Eimskipafélags- ins frá stofnun félagsins 1914 og til dauða- dags en Ólafur lést 19. október 1938. Hulda Guörnundsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtud. 29.6. kl. 13.30. Hannes Ingvi Kristjánsson, Sætúni, Vatnsleysuströnd, verðurjarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju 29.6. kl. 14.00. Gyöa Jóhannesdóttir, Aðalstræti 3, Akureyri, veröur jarösett frá Akureyrarkirkju föstud. 30.6. kl. 13.30. Útför Einars Maríusar Sörensen, Sunnubraut 22, Akranesi, ferfram frá Akraneskirkju föstud. 30.6. kl. 14.00. Þórur Eiríksson hárskeri veröur jarðsunginn frá Árbæjarkirkju 29.6. kl. 15.00._ Guðni Árnason, Krosshömrum 19a, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 29.6. kl. 15.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.