Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Blaðsíða 27
31
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 2000
DV Tilvera %
Gary Busey
56 ára
Bandaríski
kvikmyndaleik-
arinn og mótor-
hjólaáhugamað-
urinn, Gary Bus-
ey, á afmæli í
dag. Busey, sem
er fæddur og
uppalinn í
Texas, hóf kvikmyndaferil sinn árið
1971 þegar hann lék i Angel Hard as
They Come og síðan hafa 87 kvik-
myndir bæst á afrekalista leikarans.
Cildir fyrir föstudaginn 30. júní
Vatnsberinn (20, ian.-i8. febr.i;
I Heppnln verður með
þér fyrri hluta dagsins
og þú færð tækifæri
sem þú hefur beðið eft-
ir lengi. Það verður mikið um að
vera i félagslíflnu í kvöld.
Fiskarnir(19. febr.-20. mars):
■Næstu dagar gætu verið
mikilvægir hvað fram-
tíðina varðar. Hugaðu
að þvi sem
þú þarft að gera á næstunni. Það er
mikilvægt að þú skipileggir þig vel.
Hrúturinn (21. mars-19. april):
. Það verður auðvelt að
’ fá fólk til að taka þátt
í breytingiun á vissum
sviðum. Vertu þolin-
móður þó ekki gangi allt strax
upp.
Nautið (20. apríl-20. maíl:
Vertu á verði gagnvart
kjaftasögum. Ekki trúa
öllu sem þú heyrir því
fólk þarf ekki endilega
að vera áreiðanlegt þó að svo
virðist vera við fyrstu sýn.
Tvíburarnlr (21. mai-21. iúní):
Dagurinn verður
skemmtilegur með til-
^// hti til félagslifs. Eitt-
hvað óvænt gerist á
þeim vettvangi. Happatölur þínar
eru 4, 15 og 18.
Krabbinn (22. iúní-22. íúií):
Þú átt rólegan dag og
j þér gefst tími til að
íhuga ýmis mikilvæg
____ mál. Þú eyðir miklum
og góðum tima með Qölskyldunni.
Uónlð (23. iúlí- 22. ágústl:
Þér finnst óþægilegt
hve mikil afskipti
ákveðin persóna hefúr
af vinnu þinni. Reyndu
að leiða það hjá þér eins og þú
framast getur.
Mevlan (23. aeúst-22. sept.l:
Þú ert að velta ein-
hverju fyrir þér og það
^^^lfcgæti tekið dálitinn
^ f tíma að komast að niö-
urstöðu. Vertu þolinmóður.
Vogln (23. sfint.-23. nkt.l:
J Þú átt annríkt í dag og
þiggur alla hjálp með
\ f þökkum. Vertu viðbú-
/ f inn undir óþolinmæði
og frekju í vinnunni.
Sporðdreki (24. okt,-2l. nóv.):
13** Þú kemur viða við í
dag en dvelur stutt við
jhvert verkefni.
j Reyndu að einbeita þér
svo þú getir afkastað sem mestu.
Bogamaður (22. nóv.-2l. des.):
|Margt kemur þér á
róvart í dag. Jafnvel
það sem þú ert vanur
að gera á hveijum degi
verður einhvern veginn öðruvísi í
dag en vant er.
Steingeitln (22. des.-19. ian.):
^ . Þér er vel tekið hvar
sem þú kemur í dag.
f/ Jr\ Þú átt auðvelt með að
vinna fólk á þitt band
en þú ættir þó að fara varlega í
viðskiptum.
Fergie kemur á óvart eftir yfirlýsingar Andrésar:
Heldur áfram
að hitta Gaddo
Bretar vita varla lengur hvað
snýr upp og hvað niður i sambandi
Andrésar prins og hertogaynjunnar
af Jórvík sem kölluð er Fergie.
Prinsinn lýsti því nýlega yfir i við-
tali að hann gerði ráð fyrir því að
þau Fergie gengju í hjónaband á ný.
Fyrir nokkrum dögum fékk Fergie í
fyrsta sinn í þrjú ár að taka þátt í
veislu konungsfjölskyldunnar. Það
var i stórveislunni sem haldin var í
Windsorkastala til heiðurs þeim í
konungsfjölskyldunni sem átt hafa
stórafmæli að undanfórnu.
Þremur dögum síðar var hertoga-
ynjan hins vegar komin í aðra
veislu hjá vini sínum, ítalska greif-
anum Gaddo della Gherardesca. Sú
veisla var haldin skammt frá kast-
ala hans á Ítalíu.
„Við Andrés búum í sama húsi
með börnunum. Hjónaband er ekki
til umræðu núna. Velferð bamanna
er mikilvægust," segir hertogaynj-
an. Fyrir nokkrum árum sagði
Sarah Ferguson
Hertogaynjan hefur ekki áhuga á
ræöa möguiegt hjónaband sitt og
Andrésar prins.
Fergie sjálf að hún vonaðist til að
geta gifst Andrési á ný.
Vinir ítalska greifans segja að
hann hafi viljað sýna heiminum að
Andrés prins hafi verið að þvæla
þegar hann gaf í skyn að hann
kynni að kvænast Fergie á ný.
Fergie og greifmn sýndu hins vegar
hvort öðru engin vinahót
opinberlega. Þegar ítalskir
ljósmyndarar hvöttu þau til að
kyssast hristi hún höfuðið en
greifmn stóð kyrr við hlið hennar.
Hvorugt þeirra hefur staðfest að
þau séu í ástarsambandi. Hingað til
hefur ljósmyndurum ekki tekist að
festa nein ástaratlot á filmu. Gaddo
hefur hins vegar lýst frati á tal
Andrésar prins um hjónaband.
Segir hann litlar likur á að Fergie
og Andrés gangi upp að altarinu á
ný. „Hún trúir mér fyrir öllu og hún
hefur ekki sagt neitt um þetta,“ á
greifinn að hafa sagt.“
Svart og hvítt frá Hugo Boss
Hinn þýski Hugo Boss kynnti nýjustu stefnu og strauma í karlatískunni á tiskusýningu i Mílanó á Ítalíu i vikubyrj-
un. Þar var margt svart og margt hvitt.
Robbie ekki
enn með bílpróf
Loksins er fundin skýringin á
skapvonsku íslandsvinarins
Robbies Williams: Pilturinn er ekki
enn kominn með bílpróf, á hans
aldri. En nú duga engin vettlinga-
tök. Robbie hefur því ákveðið að
eyða rúmlega 30 þúsund krónum
fyrir fimmtán kennslustundir á
viku, að því er fram kemur í breska
blaðinu Sunday Mirror.
Robbie festi nýlega kaup á æðis-
legum Range Rover en vegna próf-
leysis verður hann að fá vini sína
og kunningja til að aka sér um borg
og bý. Bara gaman.
Kylie kynnir á
stórhátíð
Ástralska söngkonan Kylie
Minogue, sem þessa dagana trónir á
toppi bresku vinsældalistanna,
verður kynnir á stærstu hátíð sam-
kynhneigðra í Bretlandi sem haldin
verður á laugardag. Kylie nýtur
mikilla vinsælda meðal samkyn-
hneigöra og skipuleggjendur hátíð-
arinnar eru að vonum ánægðir.
„Okkur hafði lengi langaö til að
fá Kylie en við vorum efms um að
hún gæti það. Þetta er toppurinn á
tilverunni og við erum himinlif-
andi,“ segir skipuleggjandi hátíðar-
innar í Finsbury Park.
Blönduós:
Útilistaverk
við Heimilis-
iðnaðarsafn
DV. HUNAÞINGI:____________________
Menning - náttúrulega er heiti á
samstarfsverkefni Reykjavíkur
menningarborgar árið 2000 og
Blönduósbæjar. Það byggist á því að
til Blönduóss komu 5 nemendur á
öðru ári í textíldeild Listaháskóla
íslands og leituðu hugmynda í
Heimilisiðnaðarsafninu á BÍöndu-
ósi. Úr þessum hugmyndum unnu
þeir útilistaverk sem eru nú til sýn-
is viö Heimilisiðnaðarsafnið á
Blönduósi.
Sem dæmi um verk má nefna að
einum nemendanna fannst kaífidúk-
urinn hennar Jófríðar i Haga svo
fagur að eftir honum vann hann
listaverkið „Hvert förum við?“ Er
það vindbelgur úr næloni og
bómullargami skreyttur útsaumi
sem var á kaifidúknum foma.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blöndu-
ósi er sérstakt safn og hið eina sinn-
ar tegundar á landinu. Þar er safn
heimagerðar tóvinnu- og
textílmuna. Þar eru einnig til sýnis
þjóðbúningar og listfengar hannyrð-
ir, svo og ýmis áhöld sem notuð
voru við gerð munanna. Heimilis-
iðnaðarsafnið er opið daglega milli
kl. 14 og 17 til 20. ágúst.
Það voru kvenfélagskonur í Aust-
ur-Húnavatnssýslu sem stofnuðu
safnið og var það opnað árið 1976 á
hundrað ára afmæli Blönduóss. Nú
er stefnt að því að byggja við saínið
og stækka það verulega. Safnvörður
er Jóhanna Pálmadóttir, Akri.
-MÓ
Heimilisiðnaöarsafniö á Blönduósi
Þetta verk heitir Sumargleöi og er þaö „blómaöeögert úr þæföri ull,
vír, ullar- og bómullargarni.