Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 29
FIMMTUDAGUR 29. JÚNl 2000
33
Tilvera
The Muse í Stjörnubíói:
Heilladís
handritahöf-
undarins
Kvik-
mynda-
stjarnan
Sharon
Stone leik-
ur kvik-
mynda-
stjörnu
sem heill-
ar alla
sem
henni
kynn-
ast.
Albert Brooks er bandarískur
handritahöfundur, leikari og leik-
stjóri og talinn einn af betri
húmoristum í Bandaríkjunum.
Hann hefur, auk þess að leika í
mörgum kvikmyndum, leikstýrt
sjálfum sér í Mother, Defending
Your Life, Lost in America, Modem
Romance og Real Life og einnig
skrifað handritið við þessar mynd-
ir. Nýjasta kvikmynd hans, The
Muse, er ævintýrasaga úr nútíman-
um sem gerist í Los Angeles.
Ævintýrið hefst kvöldstund eina í
Hollywood, handritahöfundurinn
Steven Phillips (Albert Brooks) er
að taka á móti verðlaunum í fínum
kvöldverði og stolt fíölskylda hans
fylgist með. Nokkrum dögum síðar
boðar forstjóri kvikmyndaversins
hann á sinn fund, segir að hann hafl
misst allt frumkvæði í skrifum sín-
Django Reinhardt
Albert Brooks og James Cameron
Fjöldi leikara og leikstjóra kemur
fram undir eigin nafni í The Muse.
um og segir upp samningi hans.
Steven er eyðilagður maður, sjálfs-
traustið brostið og enginn vill ráða
hann í vinnu. í öngum sínum fer
hann til vinar síns, eins virtasta
handritahöfundar í Hollywood, og
segir ekki farir sínar sléttar. Vinur
hans skilur vel í hvaða ástandi
hann er og segir að hann hafi eitt
sinn lent í svipaðri krísu. Þá hafi
heilladís birst honum og bjargað
hans málum. Ekki bara einhver
heilladís, heldur hin eina sanna
Heilladís, ein af níu dætrum Seifs
sem nú býr í Hollywood og heitir
Sarah. Vinurinn lofar að koma á
stefnumóti svo Phillips geti leitað
ráða hjá Heilladísinni. Sara, sem
rekur umboðsfyrirtæki, lofar að
hjálpa Phillips en vill fá í staðinn
aðgang að lífi hans, þá ekki bara í
gegnum síma og heimsóknir heldur
dvelja með honum dag sem nótt svo
hann komist í samband við sitt
innra sjáif eins og hún orðar það.
Þegar Phillips samþykkir þetta ger-
ir hann sér grein fyrir þvi að líf
hans mun aldrei verða eins og það
var.
Auk Alberts Brooks leika í The
Muse Sharon Stone, sem leikur titil-
hlutverkið, Andie MacDowell, sem
leikur eiginkonu Stevens, og Jeff
Bridges, sem leikur handritahöf-
undinn, vin hans. Þá koma fram í
myndinni frægir leikarar í eigin
nafni, meðal annars Lorenzo
Lamas, Jennifer Tilly og Cybill
Shepard og leikstjóramir Rob Rein-
er, James Cameron og Martin Scor-
sese.
-HK
Sígauni sem
spilaði djass
Andi Django Reinhardts hvílir yfir
Sweet and Lowdown enda er hann eina
persónan sem Emmet Ray ber virð-
ingu fyrir og er hann fyrirmynd hans í
gítarleiknum. Django Reinhardt er ein
af goðsögnum djassins og oft talinn
mikilvægasti gítarleikari djasssögunn-
ar. Það sem hann hafði fram yfir aðra
samtímagítarleikara á borð við Lonnie
Johnson, Eddie Lang og Charlie
Christian var kraftur og tiifmning.
Reinhardt gat spilað á nánast ómælan-
legum hraöa og einnig gat hann látið
hlustendur sína gráta yfir tilfmninga-
rikum leik. I myndinni er Django Rein-
hardt eini maðurinn sem getur fengið
Emmet Ray til að tárast.
Django Reinhardt var sígauni af
rúmenskum foreldrum, fæddur í tjald-
vagni í Belgíu. Hann byrjaði feril sinn
sem gítarleikari i skuggahverfúm Par-
ísarborgar en vann sig upp í að leika í
finum konsertsölum og náði því að
verða heimsfrægur. Hann lést 1953,
fjörutíu ára gamall. Tónlist hans var
blanda úr uppruna hans, sígaunatón-
list sem blandaðist saman við banda-
rískar hefðir í djassinum, og má rekja
margt sem þykir sjálfsagt i gítarleik í
dag til hans.
Sean Penn og Samantha Morton
Sean Penn leikur gítarleikarann Emmett Ray, besta gítarleikara í heimi en aö ööru leyti mikinn gallagrip.
Sweet and Lowdown, ný kvikmynd Woody Allens:
í skugga Django Reinhardts
Smásopi sakar ekki
Sean Penn í hlutverki djassgítaristans ásamt
tveimur umrenningum.
Sweet and Lowdown,
sem Háskólabíó frum-
sýnir á morgun, er
nýjasta kvikmynd
Woody Aliens og í
henni segir hann upp-
skáldaða ævisögu gítar-
djassleikararns Emmet
Ray, sem vantaði ekki
sniilina þegar hann lék
á gítarinn en átti í stöð-
ugum erfiðleikum í
einkalífmu þar sem við
sögu koma konur, tón-
listarmenn og glæpa-
menn. Ray var uppi á
fyrri hluta aldarinnar
og þrátt fyrir sniili sína
stendur hann alltaf í
skugganum á Django
Reinhardt, þeim franska snillingi sem
Ray lítur á sem fyrirmynd sína.
Þeir sem muna eftir snilldarverki
Allens, Zelig, kannast við uppbyggingu
Sweet and Lowdown. Myndin er byggð
eins og um raunverulega atburði sé um
að ræða og í sögunni eru persónur sem
voru til í raunveruleikanum. AUen er,
eins og flestir vita, New York-búi fram í
fingurgóma og þrátt fyrir að Emmet Ray
sé að þvælast á milli næturklúbba í New
Jersey, Chicago, Detroit og Hollywood
er myndin að öllu leyti tekin upp á Man-
hattan, heimaslóðum Allens.
Segja má að Sweet and Lowdown séð
óður Woody Allens til djassins en hann
er sjáifúr ágætur klarinettuleikari og
hefúr meðal annars farið með hljóm-
sveit sína í ferðalag um Evrópu sem var
kvikmyndað auk þess sem hann kemur
reglulega fram á djassklúbbi einum í
New York.
Sem fyrr á Woody Allen auðvelt með
að fá þekkta leikara til að starfa fyrir sig
þótt ekki sé kaupið hjá honum hátt. í
hlutverki Emmets Rays er Sean Penn og
aðrir leikarar eru Anthony La Paglia,
Samantha Morton, Uma Thurman,
Gretchen Mol og leikstjórinn John Wa-
ters. Sean Penn hefur fengið mikið lof
fyrir leik sinn og var hann tilnefndur til
óskars- og Golden Globe-verðlaunanna
fyrr á árinu sem besti leikari í aðalhlut-
verki. Ekki hefúr Samantha Morton
fengið verri dóma og var hún einnig til-
nefnd til óskars- og Golden Globe-verð-
launanna og fékk verðlaun sem besta
leikkonan í aukahlutverki á kvik-
myndahátíðinni í Chicago.
-HK
Gladiator
•kirki. Ridley Scott hefur ávallt verið
maður myndmálsins og hvergi kemur
þessi kostur hans sem leikstjóra betur
fram en i Gladiator, mikilli og vel
gerðri epískri kvikmynd sem hefur
nánast alit sem góð spennumynd þarf
að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja
merkileg. Russell Crowe leikur titil-
hlutverkið af miklu öryggi og krafti.
Hann hefur það til að bera að maður
trúir því að hann sé mestur allra
skylmingaþræla auk þess sem mikill
þungi er í túlkun hans.
-HK
I Ktna spiser de hunde
■kirki. Danir eru fáum öðrum líkir þeg- r-
ar kemur að kvikmyndagerð. Hér
leggja þeir til atlögu við kvikmynda-
grein sem Evrópubúar hafa sjaldan rið-
ið feitum hesti frá. Um er að ræða kol-
svarta kómedíu þar sem áhorfendum
eru lítil grið gefin. Ólöglegur innflytj-
andi, bankastarfsmaður og tveir kokk-
ar fremja rán undir stjórn Kim Bodnia
úr Pusher. Mikið gaman, mikið grín.
Wonderiand
-BÆN
kkk Leikstjórinn Michael Winterbott-
om lýsir gleði og sorgum þriggja systra,
ftölskyldu þeirra og vina. Undir drama
þessara fjölmörgu persóna varpar hann
fram mynd af stórborginni London -
heillandi og þrúgandi í senn. Það mætti
því vissulega segja að hann gerði fyrir *
London það sem Robert Altman gerði
fyrir Los Angeles í Short Cuts - sem er
að vissu leyti fyrirmynd Wonderland.
Breskt drama eins og það gerist best.
BÆN
East fs East
★★★ Hér er alvarlegt viðfangsefni tekið
gamansömum tökum og gengur það að
flestu leyti upp. Myndin er á köflurn
bráöfyndin og persónugalleríið vel út-
fært. Um miöbik myndarinnar koma þó
í Ijós veilur í uppbyggingu sem gera at- <:
burðarásina ósannfærandi og tvær aðal-
persónanna þversagnakenndar. Það
breytir þó ekki því að myndin er ansi
hreint skemmtileg og býr yfir úthugsuðu
og heillandi útliti. -BÆN
101 Reykjavík
★★★Hilmir Snær leikur auðnuleysingj-
ann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi
101 í Reykjavik. Lif hans er í fóstum
skorðum þar til vinkona móður hans
kemur í heimsókn og úr verður ein-
hver sérkennilegasti ástarþríhyrningur
íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug
mynd sem býr þó yfir þungri og alvar-
legri undiröldu.
-BÆN
Ghost Dog: Way of the Samurai
kkk Jim Jarmusch er bæði trúr fortið
sinni í myndinni og fetar um leið inn á
nýjar brautir. Aðalpersónan er að
mörgu leyti í stöðu ferðalangsins sem
við þekkjum úr fyrri myndum hans en
mafiósamir tilheyra ólikri hefð megin-
straumskvikmynda. Sú blanda gengur
ekki nægjanlega vel upp en kemur þó
ekki í veg fyrir ágæta mynd.
-BÆN
Angela's Ashes
★★★Alan Parker fer eigin leiðir í leik-
stjóm á kvikmyndagerð frægrar skáld-
sögu og er umhugað að sýna okkur
smáatriðin, hvað fátæklingar þurftu að „
búa við á árum áður - lífsmáti sem
varla þekkist í vestrænum þjóðfélögum
í dag. Hvað sem segja má um Ieikstjórn
og túlkun Parkers á bókinni þá hefur
honum tekist að skapa áhrifamikla
kvikmynd um líf og kjör fátæklinga
fyrr á öldinni.
-HK
Toy Story 2
★★★Þetta framhald fyrstu Leikfanga-
sögimnar er, líkt og tyrri myndin, full af
tjöri fyrir bæði börn og fullorðna. Tölvu-
tæknin sem notuð er í Toy Story er
undraverð, jafnraunveruleg og hún er
gervileg, en um leið fyrirheit um ein-
stakar sýnir sem eiga eftir að birtast
okkur á riæstu árum. Hinum fullorðnu
er þvi alveg óhætt að fylgja ungviöinu á
þessa mynd til að rifja upp gamlan sann-
leik, sem kannski hefur rykfallið svo-
lítiö, og næra bamshjartað með ærlegri
skemmtun. -ÁS