Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Síða 32
36
FIMMTUDAGUR 29. JÚNl 2000
Tilvera
Bjartar nætur í
Norræna húsinu
Tónleikaröð Norræna hússins,
Bjartar nætur heldur áfram í
kvöld kl. 22 með tónleikum
Copenhagen Saxophone Quartet.
Kvartettinn skipa Henrik
Sveidahl, Maret Petersen,
Charlotte Andersson og Torben
Enghoff. Þau leika m.a. verk eft-
ir Lárus H. Grímsson og Þor-
stein Hauksson, auk Piazolla,
Bach, Singelée og Dubois. Kynn-
ir er Edda Heiðrún Backman.
Gestum gefst kostur á að borða
léttan kvöldmat að dönskum
hætti kl. 20:30.
Popp
■ BÍG BANP BRÚTAL A VEGAS
Viöburöur Ovæntra bólfélaga er að
þessu sinni frá Blg Band Brútal
* sem spinnur „live soundtrack" viö
teiknimyndir Hugleiks Dagssonar.
Uppákoman hefst ki. 21:00. 1000
kall inn, 800 fyrir talsmenn. Forsala
í 12 Tónum
■ JAGÚAR OG RJNKMASTER Á
INGO TALtónleikar Hins Hússins og
Rásar 2 halda áfram í dag eins og
aöra fimmtudaga.
Krár
■ UÚF STEMNING Á KRINGLU-
KRANNI Bjarní Arason og Grétar
w Orvarsson verða á Ijúfu nótunum á
Kringlukránnl í kvöld. Tilvaliö að
kíkja viö enda erfiöri vinnuviku aö
Ijúka.
■ SKÍTAMÓRALL Á GAUKNUM Það
má víst telja aö þeir sem hætta sér
inn á Gauk á Stöng í kvöld muni
ekki koma út ööruvísi en aö vera
dauöþreyttir og löðursveittir. Já, það
er komið aö því aö stórsveitin frá
Selfossi, Skítamórall, komi Gauk-
verjum í gírinn eins og þeir kunna
best. Addi Fannar, Einar Agúst og
allir hinir í myljandi stuði.
Klassík_____________________
■ SUMARTONLEIKAR I STYKKIS-
v HOLMSKIRKJU Sigurbjörn Bern-
harðsson fiöluleikari og Anna Guðný
Guömundsdóttir píanóleikari meö
tónleika í Stykkishólmskirkju.
Sveitin______________________
■ VH) POLLINN Dúettlnn PK leikur
á Viö Pollinn á Akureyri í kvöld. Þeir
félagar halda uppi sinni margróm-
uðu stemmningu alveg eins og gest-
ir staöarins vilja hafa hana.
Kabarett
■ OVÆNTIR BOLFELAGAR Þaö er
óvæntur staöur sem hýsir Övænta
bólfélaga aö þessu sinni, þ.e. Club
Vegas. Dagskráin byrjar kl. 21,
"■ 1000 kall inn, 800 f/rir TALsmenn.
Forsala miða í 12 Tonum. Dagskrá:
Big Band Brútal spinnur „live
soundtrack" viö teiknimyndir Hug-
leiks Dagssonar. Kalll, Brútalhá-
kariinn vingjarnlegi, veröur ekki
langt undan og dularfull, brasilísk
kanína mun hringa sig um súlurnar.
Fundir
■ KINAKUIBBUR UNNAR efnir ttí
kynningarkvölds á Sjanghæ í kvöld
kl. 19. Unnur Guðjónsdóttir mun
sýna litskyggnur úr fyrri ferðum
og segja frá næstu Kínaferð sem
mun standa yfir dagana 22.8 til 12.9
næstkomandi. Allir sem hafa hug á
að fara til Kína eru velkomnir á
kynninguna.
Sjá nánar. Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is
Kultur og ungdom á Selfossi
- norræna ungmennamótinu lýkur í dag
DV-MYND NH
Fjölþjóðlegur blær
Færeyingar sýndu gestum þjóðdans á norræna ungmennamótinu Kultur og ungdom sem iýkur í dag. Tvö þúsund ung-
menni hafa veriö önnum kafin síöustu daga og haft ýmislegt fyrir stafni, tónlist, leiklist og íþróttir, svo eitthvaö sé nefnt.
DV, SELFOSSI:____________________
Það var fjölþjóðlegur blær á Sel-
fossi á sunnudag því þar voru sam-
an komin um 2000 ungmenni, öll
þátttakendur í norræna ung-
mennamótinu Kultur og ungdom
sem er á íslandi þessa dagana.
Þátttakendur eru frá Norðurlönd-
unum auk Grænlands.
Á sunnudag fór hópurinn í ferð
um Suðurland og skoöaði sig þar
um á helstu sagna- og ferðaslóðum.
Síðdegis komu þau á Selfoss þar
sem fjölbreytt dagskrá var fram á
kvöld.
„Þetta hefur allt gengið vonum
framar, þau atriði sem verið hafa í
Reykjavík hafa vakið athygli, bæði
okkar gesta og eins áhorfenda. Við
höfum farið vitt um uppsveitir
Suðurlands og meðal annars vor-
um við að planta í skógræktar-
svæði við Aratungu þar sem hver
þáttakandi gróðursetti eina
plöntu," sögðu Anna R. Möller og
Bjöm Jónsson, formaður NSU Nor-
rænu ungmennasamtakanna, í
undirbúningsnefnd að Kultur og
ungdom.
Daginn áður en farið var um
Suðurland voru ungmennin í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Reykjavík. Þar settu þau mikinn
svip á mannlíflð með alls konar
uppákomum og atriðum; lúðra-
sveit, djassbandi, götuleikhúsi,
fimleikasýningum og söng. Bjöm
segir allt viðmót sem hópurinn
hafi fengið hér á landi einstaklega
gott og það hafi hjálpað til við að
mótið gekk jafn vel og raun ber
vitni. Á Selfossi sýndu ungmennin
atriði sem þau voru sérstaklega
búin að æfa fyrir mótið en allan
mótstímann eru þau með sýningar,
bæði opinberlega og á kvöldvökum
mótsins í Broadway þar sem mið-
stöð þess er. -NH
Stytta vígð á Hellnum:
Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku
Stytta af Guðríði Þorbjamardótt- seta íslands í landi Laugarbrekku
ur var um síðustu helgi vígð af for- á Hellnum. Verkið er til minning-
DV-MYND PSJ
Fjöldi fólks var viö afhjúpunlna á Hellnum
Veður var eins og best veröur á kosiö þegar Ólafur Ragnar afhjúþaöi
styttuna. í sömu sviþan hvarf skýjahulan af Snæfellsjökli og aö lokinni
athöfn var haldiö til hnallþóruveislu aö hætti kvenna undir Jökli.
ar um Guðríði sem fæddist á Laug-
arbrekku fyrir rúmlega þúsund
árum og ólst upp þar og á Arnar-
stapa uns hún fluttist til Græn-
lands með foreldrum sínum. Guð-
ríður hefur lengi verið talin fyrst
hvítra kvenna til að fæöa barn í
Ameríku en þar ól hún Þorfmni
karlsefni soninn Snorra.
Svokallaður Guðríðar- og Laug-
arbrekkuhópur stendur að gerð
styttunnar sem er afsteypa af verki
Ásmundar Sveinssonar en hópinn
skipa Kristinn Jónasson, Skúli Al-
exandersson, Guðrún G. Berg-
mann, Reynir Bragason og Ragn-
hildur Sigurðardóttir. Þær Erla
Kristinsdóttir og Ragnhildur unnu
skipulag á svæðinu en ytri um-
gjörð styttunnar hannaði Hjörleif-
ur Stefánsson arkitekt. Þá hefur
vegur verið lagður að minnismerk-
inu og hlaðnir steinveggir.
Guðrún Bergmann flutti ágrip af
sögu Guðríðar og Kristinn Krist-
jánsson fór með frumsamið ljóð
sem hann nefndi „Velkomin heim,
Guðríöur". Þá tlutti Ólafur Ragnar
Grímsson forseti ávarp þar sem
hann sagði framtakið ánægjulegt
og þarft. Að lokinni athöfn var öll-
um boðið til kaffidrykkju í félags-
heimilinu Röst á Hellissandi þar
sem kvenfélagið tók á móti gestum
með hnallþórum að hætti kvenna
undir Jökli. Þar fluttu erindi Krist-
inn Jónasson bæjarstjóri og Finn-
bogi Lárusson, 91 árs að aldri en
hann hefur búið alla sina tíð á
Laugarbrekku.
-PSJ/HH
Bíógagnrýni
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Ordinary Decent Criminal - Regnboginn - ★★
Mistæk glæpasaga
Michael Lynch (Kevin Spacey) er
ústmoginn foringi glæpaklíku en
jafnframt ástríkur fjölskyldufaðir.
Reyndar svo ástríkur að honum
duga ekki minna en tvær eiginkon-
ur, systumar Christine (Linda Fior-
entino) og Lisu (Helen Baxendale).
Böm Michaels kveðja hann á
morgnana er hann heldur til réttar-
salsins undir eftirliti lögreglunnar -
sem er líkt og gefur að skilja ekki
vinsæl á heimilinu. Lögreglan hefur
reyndar sérstakan hug á að hafa
hendur í hári hans þar sem Michael
hefur oft leikið hana grátt. Er á líð-
ur fara glæpimar að snúast fyrst og
fremst um að gera lítið úr lögregl-
unni en ekki skjótan gróða. Veldur
þetta nokkrum óróa í genginu, eink-
um meðal Stevie (Peter MuUan) og
Tony (David Hayman). Ekki bætir
heldur úr skák afskipti trska lýð-
veldishersins sem gerir tilkall til
bæöi manna og þýfis Lynch. Spum-
ingin er hvort hann sé nógu klókur
til að leysa endatatlið með stæl.
Það fer vart á milli mála hvað
Kevin Spacey sá viö þetta hlutverk.
Glæpaforingi og fjölskyldufaðir
Kevin Spacey og Linda Fiorentino í hlutverkum sínum.
Lynch er útsmog-
inn grallari og
ekki svo ólíkur
mörgum öðrum
persónum sem
Spacey hefur leik-
iö - auk þess sem
að tvær eiginkon-
ur ættu að hjálpa
til við að kveða
niður orðróm um
samkynhneigö!
Hann passar þó
ekkert alltof vel í
hlutverkið - eða
myndin við
Spacey. Ordinary
Decent Criminal
snýst alltof mikið
um stjömu mynd-
arinnar sem verð-
ur þess valdandi
að fjölmargir
ágætir breskir
leikarar falla full-
komlega í skugg-
ann af honum -
þótt Spacey sjálf-
Björn Æ.
Noröfjörð
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir
ur sé ekki að sýna neitt nýtt. Eins
em hlutverk systranna Christine og
Lisu afskaplega takmörkuð og hefði
betur farið á því að halda sig við
eina eiginkonu og gera úr henni al-
mennilegt hlutverk. Þá á hið írska
umhverfi ekkert of vel við glæpa-
sögu sem þessa (jafnvel þótt hún sé
ekki með öllu staðlaus) og tekm-
steininn úr þegar IRA birtist sem
hver önnur gíæpamafla.
Þrátt fyrir ofantalda vankanta er
Ordinary Decent Criminal á köflum
skemmtileg. Andstæður hefðbund-
ins fjölskyldulífs og miskunnar-
lauss glæpaheims bjóða upp á fjöl-
margéu- kómiskar senur sem marg-
ar hverjar heppnast vel. Heildar-
myndin er þó of brotakennd og per-
sónugalleríið litlaust þrátt fyrir
miklar ýkjur á stundum.
Leikstjórn: Thaddeus O'Sullivan. Handrit:
Gerry Stembridge. Aöalhlutverk: Kevin
Spacey, Linda Fiorentino, Peter Mullan
og Stephen Dillane.