Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.2000, Qupperneq 36
■M Úrval sundlauga í garöinn FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Vestmannaeyj aflugvöllur: Milljónatjón á Flugfélagsvél Vél frá Flugfélagi Islands laskaðist þegar hún lenti á Vestmannaeyja- flugvelli á dögunum en verið var að leggja slitlag á flugvöllinn. „Við sögðum þeim að við myndum ekki fljúga þangað aftur fyrr en þetta væri komið í lag og þeir lagfærðu þetta á nokkrum klukkutímum," seg- ir Jón Karl Ólafsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags íslands. Að sögn Jóns fór lausamöl í hreyfil flugvélarinnar með þeim af- leiðingum að taka þurfti skrúfuna af og nemur tjónið 2-3 milljónum. Hann segir fyrirtækið vera að kanna stöðu verktakans, sem vann að lagfæringu vallarins, hjá trygg- ingafélögum, en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um það mál að sinni. -jtr Innbrotsþjófur ~ staðinn að verki Lögreglan í Reykjavík handtók mann er brotist hafði inn i húsið að Hafnarstræti 20 um þrjúleytið í nótt. SVR-miðstöðin er meðal annars i þessu húsi. Maðurinn var kominn inn í húsið en hafði ekki stolið neinu er lögreglan kom að honum. Maður- inn var vistaður í fangageymslum lögreglunnar í nótt og mun verða færður til yfirheyrslu í dag. -SMK Fyllirí og klámbúllur í Fókus sem fylgir DV á morgun er viðtal við fatahönnuðinn Sæunni sem hannar fót fyrir Naomi Camp- bell og fleiri. Landakort drykkju- mannsins er á sínum stað, það er komið ár síðan síðast, og svo er það skoðað hversu auðvelt það er að út- vega sér klám í bænum. Gerð er út- tekt á kannabisbransanum hér heima og rætt við ísa á Thomsen en hann er orðinn þriðja hjól Skjás eins. Lífið eftir vinnu er að sjálf- sögðu troðfullt af öllu því sem þú þarft að vita um menningar- og skemmtanalífið og miklu meira til. DV-MYND ÞOK I Dómkirkjunni Prestastefna var sett í gær undir yfirskriftinni „í einum anda Blóðugur slagur um flugfarþega á Keflavíkurflugvelli: Ekkert annað en manndrápstilraun - segir Sigurjón Hafsteinsson, leigubílstjóri úr Reykjanesbæ Magnús Jóhannsson, stöðvarstjóri hjá Ökuleiðum í Reykjanesbæ, segir styrjaldarástand hafa ríkt við flug- stöðina á Keflavíkurvelli í gær. Þá hafi atgangur leigubílstjóra úr Reykjavík verið svo mikill að einn maður hafi verið ekinn niður. „Þetta var í sambandi við síðdeg- isvélamar en þær eru að koma inn svona frá klukkan þrjú til rúmlega fimm síðdegis. Það eru svona 6 til 8 vélar á þessum tíma og því mikið af farþegum sem þurfa að komast. Nú eru engar rútur og það hafa verið um 30 bOar frá Ökuleiðum og Aðalstöðinni, en þetta er okkar svæði samkvæmt lögum um leigu- bifreiðar. Það keyrði alveg um þver- bak i gær. Ágangur Reykjavíkurbíl- anna var svo mikill að þeir létu sig ekki þó strákar frá okkur væru að passa upp á þetta á stéttinni. Þama kom einn fyrrverandi leigubílstjóri á Aðalstöðinni í Keflavík sem nú ekur hjá Hreyfli. Hann þekkir vel til og lagði bilnum á bílastæðinu. Síðan blandaði hann sér í hópinn og náði í fólk á stéttinni við flugstöðina. Þegar hann var kom- inn með fólkið í bilinn tóku strákam- ir eftir því og reyndu að stöðva hann. Þá var hann búinn að setja í gang og hreinlega keyrði strákinn niður. Hann varð að fara til læknis og fékk þar áverkavottorð, enda stokkbólginn og skrámaður." Maðurinn sem ekið var á heitir Sigurjón Hafsteinsson úr Njarðvík, kallaður Sjonni, og hefur verið afleysingabílstjóri hjá Ökuleiðum. „Ég er illa bólginn og hef legið siðan þetta gerðist," sagði Sigurjón i samtali við DV í morgun. „Ég er bara dauðskelkaður og skil ekki hvers konar lýður þetta er. Það er ekiö á mann og síðan brosti bílstjórinn framan í mig þeg- ar hann keyrði í burtu. Þetta er ekk- ert annað en manndrápstilraun og svona menn eiga ekki að hafa próf.“ Gert er ráð fyrir að kæra verði lögð fram hjá lögreglu í dag. Verður mætt með hörðu Eysteinn Georgsson, leigubílstjóri hjá Ökuleiðum, segir að eiginkona hans, Kristín Hrafnsdóttir, starfs- maður Ökuleiða, hafi farið með Sig- urjóni til að stöðva Hreyfilsbílinn. „Hún átti fótum fjör að launa þegar billinn reyndi að bakka á hana. Sig- urjón var fyrir framan bílinn og gaf sig ekki og var hreinlega keyrð- ur niður.“ Eysteinn segir bílstjóra að sunn- an hafa fengið hótanir um að tekið yrði á þeim ef þeir létu sjá sig í Reykjavík. „Þessu verður mætt með hörðu. Það verða engir vöðvalausir menn sem taka á móti þeim í dag,“ sagði Eysteinn. Magnús Jóhannsson segir að það líöi um 20 mínútur frá því síðasti bíllinn fer með farþega þar til sá fyrsti kemur til baka. í millitiðinni reyna Reykjavíkurbílar að hirða upp okkar farþega. „Þá eru aUt upp í tólf Reykjavíkurbílar iðulega bún- ir að stilla sér upp þama og bíða eft- ir að við förum og hirða þá okkar farþega. I seinni ferðina hefur þurft svona 10 til 15 bíla. Ef túrinn er 8 þúsund krónur, þá er þetta í kring- um 100 þúsund kall sem þeir eru að taka. Núna í verkfallinu eru þeir búnir að ná um 12 til 13 hundruð þúsundum í svona harki. „Við mun- um fara í hart með þetta og láta reyna á hvort lögin halda," sagði Magnús Jóhannsson. -HKr. Rugstöð Leifs Elríkssonar Mikiö stríö er nú í gangi á milli Reykjanes- og Reykjavíkurbílstjóra Thermo Plus Europe á íslandi: Kaupir móðurfyrirtækið í Kanada - gert ráð fyrir tvöföldun á tekjum og hagnaði Samningaviðræður standa nú yfir um að Thermo Plus Europe á islandi kaupi móðurfyrirtækið í Kanada. Með kaupunum ykist fram- leiðslugetan um 250 prósent. Samkvæmt heimildum DV er gert ráð fyrir að viðræðum íslensku að- ilanna og kanadísku eigendanna, Refridgeration Massau & Sons, sem aðsetur hafa á Prince Edwards-eyju í Kanada, ljúki á næstu vikum. Áð undangenginni úttekt á lagalegum og fjárhagslegum þáttum kaupanna er búist við að gengið verði endan- lega frá kaupunum i lok sumars. Með kaupum á kanadiska móður- fyrirtækinu er reiknað með að tvö- falda tekjur og hagnað Thermo Plus Europe á íslandi. Þá á framleiðslu- getan að aukast strax um 250 pró- sent. Gert er ráð fyrir að höfuð- stöðvar og alþjóðleg yfirstjórn fyrir- tækisins verði á íslandi. Aukin áhersla verður lögð á rannsóknar- og þróunarstarf á vegum fyrirtæks- ins á íslandi. í fréttatilkynningu sem Tom Roseingrave, forstjóri Thermo Plus, sendi frá sér fyrir hönd fyrirtækisins segir að samrun- inn muni hafa mikil áhrif á Thermo Plus International, einkum þegar til skamms tima er litið. -HKr/Ótt//KGP Keflavíkurflugvöllur: Handtekinn meö hass í farangri Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tæplega fimm kíló af hassi í farangri manns á þrítugsaldri sem var að koma frá Amsterdam á mánudaginn. í fréttatilkynningu frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli kemur fram að fikniefnið fannst við venjubundna skoðun á farangri mannsins, sem hefur ekki áður komið við sögu flkniefnalög- reglunnar. Maðurinn var handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá flkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Hann hefur verið látinn laus þar sem málið er taliö upplýst. Þetta er mesta magn kannabis- efna sem tekið hefur verið í einu lagi síðan í september í fyrra er stóra flkniefnamálið svokallaða var upplýst. Smásöluverðmæti fimm kílóa af hassi er á milli sjö og átta milljónir króna, segir í fréttatil- kynningunni. -SMK IVIótorhjólaslys á Grafningsvegi Ungur maður féll af mótorhjóli er hann fór út af Grafningsveginum, vestan við Heiðarbæ, á 10. tímanum í gærkvöld. Maðurinn, sem er 26 ára, var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans i Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis þar slapp hann við meiri háttar áverka og var lagður inn á skurðdeild sjúkrahússins til áframhaidandi að- hlynningar í nótt. -SMK Framkvæmdastjóri Hreyfils: Ólöglegt hark „Við höfum heyrt að bílar af höf- uðborgarsvæðinu séu að harka þarna upp frá,“ viðurkennir Sæ- mundur Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri Hreyflls, um bílstjóra af stöðinni sem eru í almennum leigubílaakstri frá Leifsstöð. „Það er alveg ljóst að bilstjórar af höfuð- borgarsvæðinu eiga ekki að reyna að taka farþega á þessu svæði. Við höfum sent úr skilaboð til manna um að gera þetta ekki. Hver og einn atvinnubílstjóri er sjálfstæður at- vinnurekandi. Við eigum ekki að þurfa að segja þeim að fara að lög- um og reglum - þetta eru allt full- orðnir menn og vita það sjálflr." „Það eru á þriöja hundrað bíl- stjórar hjá Hreyfli, svo hvemig dett- ur þér í hug að ég hafl hugmynd um hvort einn þeirra keyrði á bíl eða eitthvað annað,“ segir Sæmundur um meinta ákeyrslu Hreyfilsbíl- stjóra á bílstjóra frá Ökuleiðum úr Keflavík. -GAR Gæði og glæsileiki smoft Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.