Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2000, Blaðsíða 6
,F— E—T..-T....B v t m m ii Vikan 30. iúnf til 6. iúlí LLLLíl fókus FöstudaguF/ 30/06 | ©K1úbbar ■ 303 GEÐVEIKI Á THOMSEN Þaö getur ekki orðiö annaö en geöveiki þegar Frímann og Grét- ar koma saman I kjallaranum á 303-kvöld! á Thomsen. Þeir snúa bökum saman og svitna á aöaldansgólfinu í kvöld. Sweet Chllll og Herb Legowitz halda partíinu gangandi á barnum. 500kall inn fýrir3, 800kall eftir það. ■ STUÐ Á SPOTUQHT DJ Droopy sér um stuð- iö á Spotlight I kvöld og veröur ekki meö bindið um hálsinn heldur I diskógallanum. Stanslaust stuð ef að líkum lætur. •Krár ■ JOHNNY Á GRANDINU Stórsveitin Johnny on the North Pole er nýskriöin af jöklinum og hyggst skemmta músíkþyrstum miðbæjarrottum á Grandrokk í kvöld. Þeir segjast sjálfir ekki spila neitt píkupopp eða Abbakjaftæði og eru um þessar mundir aö Ijúka upptökum á lagi sem ætti aö fara að heyrast og verður örugglega leik- iö í kvöld. Hljómsveitin er skipuö Þorstelni Bjarnasynl söngvara, Kristni Sturlusyni gítarleik- ara, Jörgen Jörgensen bassa og Gísla Elíassyni trommuleikara. ■ SCOTTISH HIGHLANDER CIUB Dreamworld Entertainment Agency og Kaffí Reykjavík kynna í fyrsta sinn á íslandi I kvöld The Scottlsh Hlg- hlander Club. Þar veröur skosk stemning allt kvöldiö meö dönsurum og hestum, skotapils- um, sekkjapipum. whiskeydrottningum sem kynna aö sjálfsögöu whiskey og barbeque. Dæmiö byrjar allt kl. 20 og er fritt inn til 23 en 800 kr. inn eftir það. ■ SKÍTAMÓRALL Á GAUKNUM Þaö má telja víst aö þeir sem hætta sér inn á Gauk á Stöng í kvöld muni ekki koma út öðruvísi en að vera dauðþreyttir og lööursveittir. Já, þaö er komið aö því aö stórsveitin frá Selfossi, Skítamórall, komi Gaukveijum í gírinn eins og hún kann best. Addi Fannar, Einar Ágúst og allir hinir í myljandi stuöi. ■ PAPARNIB Á AMSTERDAM Paparnir skaka allra skanka á Café Amsterdam í kvöld eins og þeir einir kunna. Þeir félagar lofa viöstöddum stuði og aftur stuöi og, eins og gestir staðarins þekkja, er vel leyfilegt aö dansa uppi á borðum þegar stemningin nær hámarki. ■ ARI JÓNS Á NÆTURGALANUM Snillingarnir Arl Jónsson og Úlfar Sigmarsson hafa tekiö fram kassagítarana og ætla aö halda uppi stuð- inu á Næturgalanum í kvöld. Skyldumæting fyrir þá sem aöeins eru farnir aö missa hárið. ■ GEIRMUNDUR Á NAUSTINU Þaö verður skagfirsk sveifla á Naustkránni í kvöld þegar Geirmundur Valtýsson mætir með félaga sína að norðan. Aö sögn kunnugra er þarna um að ræða ótrúlega upplifun fyrir unga sem aldna. ■ LEOOWITZ Á VEGAMÓTUM Herb Legowitz, a.k.a. Maggi Lego, er kominn aftur og heldur uppi fjörinu á Vegamótum í kvöld. Snyrtilegur klæðnaður og fritt inn. ■ UÚFT Á CAFÉ ROMANCE Lifandi tónlist er öll kvöld á Café Romance með enska píanóleik- aranum og söngvaranum Miles Dowley frá 21-3. ■ SIGGA & GRÉTAR Á KRINGLUKRÁNNI Sigga Belntelns og Grétar Örvarsson koma á Kringlukrána í kvöld og halda uppi stuöinu eins og þau kunna svo vel. Aldrei að vita nema rykið veröi dustaö af gömlu Stjórnarslögurunum. ■ HEMMI ARA Á GULLÓLDINNI Hinn eini sanni Hermann Arason gestum Gullaldarlnnar i kvöld og hefur lofað EM-stemmningu á staönum enda allir leikirnir í beinni á staðnum og tilboð á barn- um. ■ TWILIGHT Á FJÓRUKRÁNNI Færeyska stór- hljómsveitin Twilight er mætt á klakann og held- ur uppi stuðinu á Fjörukránni í kvöld. Búist er við hörkustemningu þannig að fólk aö ætti að drifa sig i fjöröinn. ■ ÚLTRAFÖNK Á SÓLONI Þaö verður sem fyrr últrafönk á Séloni í kvöld enda hefur fyrirbæriö gert margan íslendinginn glaðan að undanförnu. Stelnar fönkar á plötuspilarana og eins gott fyr- ir smástelpurnar aö gera sig klárar enda komast þær auðveldlega inn. Reykjavik: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46, Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni. Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46, Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54. Keflavík: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1. ^SUBUIfiV' Ferskleiki er okkar bragð. • 120 mm slagiengd • 4,5 pund (2043 g) • TCP Plus dempun • Gorma/MCU-fóörun • Stillanleg dempun & bakslag. • MicroLube Lubrication System • Fyrir v-bremsur & diskabremsur Ytri leggir One- Piece Magnesium Verð 38.190 kr. Hjólasport ehf Verkstæði - Netverslun Flatahrauni 5b, Hafnfirði 898-2703 http://www.mmedia.is/~hjola/ hjola@mmedia.is ■ BÆRING Á SPORTKAFFI Hr Þór Bæring verö ur í búrinu á Sportkaffi i kvöld og lætur dansgólf- ið skjálfa eins og honum einum er lagið. ■ GRAND HÓTEL Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur hugljúfa tónlist fyrir gesti staðarins og rómantíkin er aldrei langt undan. Kappinn er aö frá 19.15-23. ■ UZ GAMMON Á NAUSTINU Liz Gammon leik- ur fyrir matargesti á Naustlnu frá 22-3 eins og henni er einni lagið. Stór og góður sérréttaseð- ill. Böl 1 ■ PUTTERCMP Á ÁLAFQSSI Hljómsveitin Butt- ercup ætlar að taka helgina meö trompi enda stefnan alltaf að vera i fararbroddi á sveitaballa- markaðnum. Upphitun verður hjá hljómsveitinni í Mosfellsbænum á föstudagskvöldið og eru það hin margrómuðu Álafossföt-bezt sem urðu fyrir valinu að þessu sinni. Heitur staður og heit hljómsveit sem enginn ætti að missa af. ■ GAMMEL DANSK Á CATALÍNU Stórsveitin Gammel Dansk heldur uppi stuðinu á Catalínu i Hamraborg í kvöld. Enginn ætti að missa af þessu. ■ SVONA ER SUMARHJ Tónleikaröðin Svona er sumariö heldur áfram í kvöld með ekki ómerkari böndum en Sálinnl og írafári. Áhugasamir komi i Þjóðlelkhúskjallarann til að sjá Stebba Hilmars í sínu besta formi. •Sveitin ■ LAND OG SYNIR í VALASKJÁLF Hljómsveit- in Land og synir ætlar að láta sjá sig í Valaskjálf á Egilsstööum í kvöld. Þaö er jafnan mikiö stuð þegar hljómsveitin mætir austur og stendur ball- ið til 3. Vopnfirðingar eru sérstaklega hvattir til að kíkja yfir. ■ ÞÚSUND EYJA SÓSA Á SEYÐISFIRÐI Leik- ritið Þúsund eyja sósa er sýnt í Heröubreiö á Seyöisfiröi í kvöld. Höfundur verksins er HalF grímur Helgason, leikstjóri er Magnús Gelr Þórö- arson og leikari er Stefán Karl Stefánsson. Miðapantanir í síma 472 1551/861 7789. ■ BINGÓ Á RÁNNI Hljómsveitin Bingo verður i bananastuöi á Ránni Keflavík í kvöld og skemmtir gestum staðarins eins og þeir einir kunna. ■ ODD-VITINN AKUREYRI Hljómsveit Rúnars Þórs leikur í kvöld á Oddvitanum og eru þeir sem hrifnir eru af skemmtilegum ballöðum í sérstök- um búningi gamla sólgleraugnatöffarans sér- staklega hvattir til að mæta. ■ SÍN Á AKUREYRI Danssveitin SÍN er í góöu stuði á Akureyri í kvöld og hyggst skemmta gest- um staöarins Viö Polllnn. Dans, glaumur og gleði á Pollinum í kvöld. ■ Á MÓTI SÓL Á ÍSAFIRÐI Hljómsveitin Á móti sól heimsækir ísfiröinga um þessa helgi og leik- ur í kvöld í Sjallanum. Enginn ætti að missa af þessari uppákomu og þess ber sérstaklega að geta að í kvöld er 16 ára aldurstakmark. ■ ORMURINN Á EGILSSTÓÐUM Það veröur stuö á Orminum í kvöld enda heldur Dart-keppn- in áfram, og sem fyrr er opið til 3. ©Leikhús ■ SAGA OF GUÐRÍÐUR Einleíkurinn Saga of Guöríöur hefur farið viöa að undanförnu með góðum árangri en er nú kominn aftur á klakann. Það er hin unga ogglæsilega Þórunn Lárusdótt- Ir sem ber uppi einleikinn um þessar mundir en verkið er sýnt í Skemmtihúslnu Laufásvegl 22 í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.30 og hægt er að nálgast miða á staðnum eöa panta á net- gott myndlist Ég fór nýlega á sýningu í Gerðar- safni í Kópavogi á einkasafni hjón- anna Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur og þeirri sýningu mæli ég hiklaust með. Þama er um að ræða stórkostlegt safn alþjóö- legrar myndlistar sem þau hafa safnað í gegnum tíðina, aðallega síðustu 20 árin. Sýningin er frábær að því leytinu til að þar er hægt að bera saman íslenska og erlenda list og það er gaman að sjá hvað ís- lensk list kemur sterk út í saman- burði við hina erlendu. Það er aUs ekki á hverjum degi sem fólki býðst að fara og skoða jafnmikið, Friðrik Weisshappel athafnamaður fangið pjakkur@lsl.is. ■ YO SHAKE! WUSSUP? Eftir sameininguna og fæöingu Lelkfélags íslands var þaö þeirra fyrsta verk að færa Sjeikspír elns og hann leggur slg yfir í Loftkastalann. Þar ku fara mun betur um verkið. Þau fara á kostum, leikararnir í Sjeikspír eins og hann leggur sig. Friðrik Friöriksson kyssir Halldóru Geirharös á meöan Halldór Gylfason fær sér permanent. Sýningin hefst kl. 20 en síminn hjá leikfélaginu er 552 3000. ■ HÁDEGISLEIKHÚSIÐ SÝNIR BJÓRNINN Já, já, nú er hægt að skella sér í leikhús þegar maður er í hádegismatnum sínum. Vertu svalur eða svöl og bjóddu nýja nördinu í vinnunni með þér út að borða. Hægt er að skella sér á sýninguna Björnlnn. Verkið er sýnt í lönó (takk fyrir að fjarlægja glerskálann). Sýningarnar hefjast kl. 12. •Opnanir ■ CAFÉ KAROUNA, AKUREYRI Á Café Kar- olínu, Kaupvangsstræti - Akureyri, sýnir Guörún Þórsdóttir verk sín og á Karólínu Restaurant sýn- ir Slguröur Árni Sigurðarson. Sýning Siguröar stendur út sumarið. ■ DEIGLAN AKRANESI Samsýningin Skytturn- ar í sýningarsalnum Deiglunni, Kaupvangs- stræti 23 - Akureyri, er á vegum Listasumars á Akureyri og stendur til 10. júlí. Þar sýna lista- mennirnir Guömundur Oddur Magnússon, Har- aldur Ingi Haraldsson og Kristján Steingrímur Jónsson verk sín. Sýningin er opin daglega frá 14-18 og á öðrum tímum þegar verið er í húsinu (alla morgna og flest kvöld). Sýnendur þarf vart að kynna en þeir eru löngu orðnir landsþekktir fyrir list sína og störf. Haraldur Ingi var fyrsti for- stöðumaður Listasafnsins á Akureyri og starfaði við það í sex ár. Guðmundur Oddur hefur stjórn- að deild grafískrar hönnunar við Myndlista- og handlðaskólann og núna við Listaháskóla Is- lands. Kristján Steingrimur er deildarstjóri mynd- listar viö Listaháskóla Islands. Þeir hafa allir haldið margar sýningar. Og varla er til sú kona, hvorki til sjávar nér sveita, sem ekki vildi giftast þeim. Þeir eru líka sætir og meiri háttar krútt. opnun er í dag. Það er Valgeröur Guðlaugsdóttir sem opnar með akureyskum látum kl. 14. Opið daglega 10-18. ■ SAMLAOIÐ, AKUREYRI Sýningin Leikur meö línu og spor í Samlaginu.Kaupvangsstræti 24 - Akureyri, stendur til 9. júlí. Þar sýna verk sín Rósa Kristín Júlíusdóttir og Karl Guömundsson. Sýningin er opin daglega kl. 14-18, nema mánu- daga. ■ TINNA í DEIGLUNNI, AKUREYRI Sýning Tinnu Gunnarsdóttur, Snagar, í forstofu Deigl- unnar, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri, er opin daglega frá 14-18. Við erum að tala um artífartí snaga sem hanga munu uppi sem sjálfstæð sýning allt sumarið. Tinna tók krossinn sem er eitt áhrifamesta tákn mannsins og þvingaði notagildi upp á hann. Með því að framleiða hlut- inn úr ólikum efnum og stærðum verða til ólíkir notkunarmöguleikar. Tinna er Reykvíkingur, fædd 1968. Hún hefur langt lista- og hönnunar- nám að baki, m.a. frá Islandi, Englandi og Ítalíu. Hún hefur hlotið margvíslega styrki frá ýmsum löndum og haldið einkasýningar, síðast í gallerii sínu, Galleri Greip, 1995. •Síöustu forvöð ■ GALLERÍ ASH, VARMAHLÍÐ Auöur Vésteins- dóttlr og Slgríöur Ágústsdóttlr loka samsýningu á veflistaverkum og reykbrenndum vósum og tekötlum í Gallerí Ash, Lundi Varmahlíð, I dag. Auður nam við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, textíldeild 1968-72, og tók kennarapróf frá Kennaraháskóla Islands 1989. Hún hefur unniö að frjálsri myndsköpun frá 1989, á verk í opinberri eigu og fengiö styrki og viðurkenningar. Auður hefur haldið 5 einkasýningar og þetta er 22. samsýning hennar. Sigríður Ágústsdóttir nam við Cambridgeshire College of Arts and Technology, Cambridge, Englandi, 1979-1971, École d'Art et d’Architecture, Marseille, Frakk- landi, 1971-1974, í námi hjá Helen Pincombe á Country Centre og Kettle’s Vard Workshop, Cambridge 1974-1976, 1979-1980 og 1982. Sigríður starfrækir eigin vinnustofu ásamt því sem hún liðsinnir erlendum feröamönnum. Sig- ríður hefur haldið 2 einkasýningar en þetta er 17. samsýning hennar. ■ HLÁTURGAS Á AKUREYRI Farandsýningin Hláturgas verður sett upp á tíu sjúkrahúsum vlðs vegar um landið á árinu 2000 í boði lyfjafyr- irtækisins Glaxo Wellcome á Islandi. Sjötti áfangi sýningarinnar verður opnaður á Fjórö- ungssjúkrahúslnu á Akureyri í dag kl. 15 en áður hefur sýningin farið til Landspítalans, Sjúkrahúss Akraness, Sjúkrahúss (safjaröar, Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki og Heil- brigðisstofnunar Egilsstaða. Það er íslenska menningarsamsteypan. ART.IS. sem stendur að þessari farandsýningu. ■ KETILSHÚSIÐ. AKUREYRI Sýning Sigtryggs Bjarna Baldvinssonar á efrí hæö Ketilhússins við Kaupvangsstræti á Akureyri stendur til 16. júlí. Opið daglega 14-18, nema mánudaga. Sýn- ing Sigtryggs Bjarna er fýrsta sýningin í Ketilhús- inu á Listasumri. Sigtryggur er Akureyringur sem búsettur er og starfandi I Reykjavík. Hann nam I málaradeild á íslandi en hélt svo í framhalds- nám til Strasbourg í Frakklandi. Hann hefur hald- ið fleiri einkasýningar en á sýningunni í Ketilhús- inu eru ný stór olíumálverk, sérstaklega máluð fýrir þessa sýningu. Viðfangsefnið er spenna milli hins hlutbundna og óhlutbundna, dýptar og raunyfirborös málverksins og hins naumhygla og skreytikennda. ■ KOMPAN. AKUREYRI Sýning listamannsins Jorisar Rademakers var að hefjast f sýningar- húsnæöinu Kompunni, Kaupvangsstræti - Akur- eyri. Sýningin er opin daglega 14-18, nema mánudaga. Vakin skal athygli á að þetta er síð- asta sýningarhelgin. Sýningin ertréskúlptúr- inn- setning gerð úr trjágrein og 5000 tannstönglum. Samspil rýmisins, Ijóssins og skúlptúrsins skapa sérstök áhrif. Sýningin stendur til 5. júlí. ■ USTASAFN AKUREYRAR Kl. 20 í Ustasafn- inu á Akureyri verður opnuð sumarsýningin Dyggðirnar sjö að fornu og nýju. ■ SAFNASAFNI. SVALBARÐSSTRONDI Safna- safninu á Svalbarösstrónd, skammt utan Akur- eyrar, eru margar fastar sýningar. En aðeins ein ■ GALLERÍ SÖLVA HELGASONAR Sýningu Aö- alstelns Vestmann, héöan og þaöan, f Gallerí Sölva Helgasonar að Lónkoti, Skagafiröi, lýkur senn. ■ KLERKAR, KAUPMENN OG KARFAMIÐ Klerkar, kaupmenn og karfamiö er heitiö á sýn- ingu í Landsbókasafni íslands / Háskólaboka- safni sem lýkur f dag. Þetta er gestasýning frá Bremen sem á sfnum tfma var svo að segja and- leg höfuðborg Islands. Víða er leitað fanga á sýningunni til að endurspegla tengsi íslands viö Bremen og aðrar hafnarborgir þýskar. ■ USTHÚS LAUGARDAL Nú lýkur sýningu Rúnu Gisladóttur f Galleri Listhúsi, Laugardal. Rúna sýnir myndir unnar með blandaðri tækni á papp- fr, málaðar ýmist með olíulitum eða akrýl. Myndefnið f flestum myndanna er Ijóðrænt til- brigði við íslenskt landslag. Rúna hefur haldið 16 einkasýningar og tekið þátt f fiölmörgum samsýningum, hérlendis og erlendis frá árinu 1977. Hún starfar á vinnustofu sinni á Seltjarn- arnesi auk þess sem hún kennir myndlist við Myndlistaskólann MYND-MÁL sem hún hefur starfrækt í 16 ár. ■ SJÚKPÓMAR OG DÁNARMEIN ÍSLENSKRA FORNMANNA I K-byggingu Landspítalans lýkur sýningu með heitið Sjúkdómar og dánarmein is- lenskra fornmanna.Á sýningunni er fjallað um læknlngaaöferöir til forna, sýnd gömul lækn- ingaáhóld, gerö grein fyrir átrúnaöi og hjátrú o.fl.. Ráðgert er að sýningin muni verða til sýnis f heilsugæslustöðvum víðs vegar um landið. •Fundir ■ BÓKMENNTAVAKA í DEIGLUNNI Kl. 20.30 verður sannkölluð Bókmenntavaka í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 - Akureyri. Dagskráin sem nefnist Úr vfngarðinum er helguð Krlstjáni frá Djúpalæk. Dagskráin samanstendur af Ijóða- lestri, söng og hugleiðingum. Umsjónarmaður er Erlingur Siguröarson. Hugleiðinguna flytur Krist- ján Krlstjánsson prófessor. Einsöngur: Jóhann Smári Sævarsson, undirleikur: Elín Halldórs- dóttlr. Aðgangur ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.