Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Side 7
Ég fór í
„Færiö verður ekkert betra.
Snjótroðarinn bilaði að vísu og lyft-
an komst ekki i gang fyrr en í dag
þannig aö við höfum þurft að labba
upp á Snækoll til þess að renna
okkur niður,“ sagði Rúnar Ómars-
son frá Adrenalíni á SkjáEinum í
samtali við Fókus í Kerlingarfjöll-
um á sunnudaginn. Adrenalín er
jaðarsportþáttur af bestu gerð sem
sýndur er á mánudögum á Skján-
um. Um síðustu helgi stóðu kapp-
amir, áðumefndur Rúnar og Stein-
grímur Dúi Másson, fyrir snjó-
brettaferð i Kerlingarfjöll þar sem
horfst var í augu við náttúraöflin
og flogið fram af hengjum á stærð
við íbúðarblokkir i Fellunum.
„Það er ekkert mál að klífa fjöll
þó svo að maður sé bara í tvær
mínútur á leiðinni niður... það er
eitthvað í þessum tveimur mínút-
um sem gerir klukkutíma príl aug-
ljóslega þess virði,“ sagði Rúnar í
brekkum Kerlingarfjalla.
Sólin elskar þig of mikið
Um síðustu helgi voru saman-
komnir yflr 100 einstaklingar sem
vildu eyða fleiri tímum í það að
klifra upp brekkur og örfáum mín-
útum í það að renna sér niður.
Kynjahlutfallið var nokkuð jafnt
þannig að engum þurfti að leiðast í
brakandi bongó-blíðunni og ekki
var laust við það að nokkrir ein-
staklingar hefðu tekið þá ákvörðun
að fækka örlítið fotum - enda
kannski ekki annað hægt þegar 20
gráður umlykja kroppinn og sólin
elskar þig meira en nokkum tíma.
„Snjóbráð er lika besta færi sem
hægt að næla sér í fyrir snjóbretta-
fólk. Við príluðum upp á Fannborg-
ina og Snækoll um daginn og síðan
hvildum við lúin bein í leirbaði um
kvöldið. Þegar búið var að ná úr
sér mestu streitunni var farið á
tjaldsvæðið þar sem plötusnúður
þeytti skífur langt fram eftir
morgni. Þrátt fyrir brjálað fjör
fram á rauðanótt voru flestir vakn-
aðir um tiuleytið daginn eftir og þá
var tekist á við brekkumar aftur."
Frumkvöðull þessara ferða í
Kerlingarfjöll var Týndi hlekkur-
inn sem hefur selt snjóbretti síðan
1991 og staðið fyrir ótal mótum og
ferðum í afkima íslenskra óbyggða.
Þeir sem hafa áhuga á því að fylgj-
ast með eru hvattir til þess að
koma við á SkjáEinum á mánu-
dagskvöldum þegar þættimir eru
frumsýndir (og síðan endursýndir
á þriðjudögum og laugardögum).
Á kafi í djúpu lauginni
En Adrenalín var ekki eini þátt-
urinn sem filmaði í Kerlingarfjöll-
um um helgina. Þama voru líka
mættir aðstandendur þáttarins í
£ Adrenalín kallaði saman hóp
ungs fólks til þess aö renna sér f
sólbráðnum snjónum og 20 gráöa
hita um síðustu helgi í Kerlingar-
fjöllum.
Arnar Stelnn og Heiöa (frá Ólafs-
firöi) áttu eldheita og ástríöufulla
nótt í Kerlingarfjöllum (aö sögn
Arnars). Hér má sjá pariö ásamt
myndatökumanni og annarri af
stjórnendum þáttarins + kærast-
anum hennar.
0 Arnar Steinn er ungur athafna-
maður af Reykjavikursvæöinu.
Um þessar mundir er hann þó at-
vinnulaus aö eigin vali. Hann ætl-
ar aö birta myndir af sér og Heiðu
í sleik á Netinu.
„Þaö er eitthvað viö þessar tvær
mínútur sem þaö tekur aö renna
sér niður sem gerir tveggja tíma
prfliö upp þess virði,“ sagöi Rún-
ar sem er annar aöstandenda
Adrenalíns.
^^Adrenalín hélt í ævaforna hefö
“ Kerlingarfjalla og fékk liðsmenn
sína til þess að renna sér yfir poll
meö misjöfnum árangri.
Stökkpallar voru útbúnlr og síðan
var flogiö inn í óvissuna. Flestir
lentu þó aöeins í sólbráönuöum
snjónum.
Jafnræði virðist ríkja með karl- og
kvenþjóðinni í snjóbrettamálum.
Þó er kvenkyniö alltaf aumara en
mannkynið svo vitnaö sé í Kiljan.
Þið sem höfðuð
vit eða aldur tíl /\ ifl
þess að stela f %
örbylgjuloftneti \
frá Stöð 3
(hvíldu í friði) náið
væntanlega ör- i
bylgjuútsendingum 'mi|
SkjásEins. Stöðin hef-
ur fest sig í sessi sem
þriðja alíslenska sjón-
varpsstöðin (ókey Ómega
líka). Fókus sendi Ómar R.
Valdimarsson til þess að fylgj
ast með upptöku á
þáttunum í djúpu
lauginni og
Adrena-
djúpu lauginni sem er stefnumóta-
þáttur sem sækir fyrirmynd sína
til erlendra þátta. Þátturinn er á
tíðum sláandi líkur þáttarröð sem
eitt sinn var sýnd á MTV. Dregið er
fram hitt og þetta ótrúlega fallega
fólk sem þarf helst að berja frá sér
þegar það fer á skemmtistaði borg-
arinnar sökum vinsælda. Þetta
sama fólk er fengið til þess að
svara spurningum á borð við:
hvernig fótinn varstu í þegar þú
fermdist? og hvað langar þig til
þess að eignast mörg börn?
Eina vikuna eru það þrjár stelp-
ur sem keppast við það að ná sér í
einn gaur og hina vikuna era það
þrír strákar sem keppast um að ná
sér i eina stelpu.
Fór í sleik
í þættinum sem Fókus fylgdist
með vora það Loki (frumlegt dul-
nefni - maðurinn heitir Arnar
Steinn) og einhverjir tveir aðrir
strákar sem hafa líklegast verið
fengnir frá einhverri módelskrif-
stofunni sem kepptust um að ná
sér í hana Heiðu frá Ólafsfirði.
Heiða spurði þá spjörunum úr og
þeir sýndu fram á kunnáttu sina í
fagurbókmenntum, tónlist, félags-
fræði og skúlptúr. Eftir að búið var
að spyrja piltana spjörunum úr féll
það í hlut fyrmefnds Loka, sem er
atvinnulaus að eigin vali, að fylgja
henni Heiðu, starfsstúlku á Aktu
taktu, upp í KerlingarfjöU. En hvað
gerðist á stefnumótinu? Fengu þau
að fara í sleik?
„Já, ég fór nú I sleik viö hana og
það náðist allt á tape. Ég ætla síðan
að sýna það á Netinu einhvem
tíma seinna,“ sagði Amar Steinn í
samtali við Fókus um helgina og
óvist er hvort alvara var á ferðum
eður ei.
Heiða var ekki á alveg sama máli
og Arnar. Hún kannaðist ekkert
við það að hafa farið í sleik við
hann og það var eins og Arnar
hefði ekki alveg verið það sem hún
bjóst við - eða kannski bara aðeins
of mikið af því.
Ekki annað deit
„Það var bara eitthvað svo mik-
ið. Sjónvarpsvélar, blaðamenn og
öll þessi herlegheit sneru öllu á
hvolf í hausnum á mér. Ég vissi
varla hvað sneri upp eða niður og
ég er nokkuð uppgefin eftir þetta
allt saman. Ég reikna ekki með því
að ég fari nokkurn tíma aftur á
blint stefnumót."
Aðstandendur í djúpu lauginni
segja að það sé ekki endilega til-
gangur þáttarins að para fólk sam-
an. „Aðalatriðið er að fólk komi
saman og skemmti sér vel og kynn-
ist einhverjum nýjum aðila. Það er
það sem við viljum fá að fylgjast
með. Að sjálfsögðu hefur það gerst
að fólk nái svo vel saman að það
lætur vel að hvort öðru í þættinum
og síðan er það líka Bakkus sem
spilar svolítið inn í. Ef fólk
skemmtir sér vel á meðan á gerð
þáttarins stendur er tilganginum
náð,“ sagði Kristbjörg Karí Sól-
mundsdóttir, önnur af þáttastýr-
um.
Eftir því sem Fókus kemst næst
hafa engin pör enn náð að byggja
langvarandi samband eftir að hafa
farið á „deit“ í þættinum, en
Tryggvi og Heddý (par númer tvö
sem fór á Akureyri) fóru I sleik.
Sönqstúdíó Inqvddar Yr
Söngnámskeið fyrir unglinga
hefjast fimmtudaginn 20. júlí 2000.
Kennsla í hóptímum og einkatímum:
• Raddtækni
• Öndun
• Líkamsbeiting
• Framkoma
Söngur með undirleik
Söngur með og án hljóðnema.
Upplýsingar
í síma
898 0108
7. júlí 2000 f ó k u s
7