Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Blaðsíða 14
í f ó k u s
Jú, SkjárEinn veröur bara aö vera í Fókus.
Þeir standa sig frábærlega þessa dagana og
koma með nýjan íslenskan þátt í viku hverri,
nánast. Að vísu eru þessir þættir misjafnir og
sumir svo hundleiðinlegir að það væri ekki
hægt að rukka afnotagjöld með þá á dagskrá.
En engu aö síður er svo mikið um að vera hjá
þeim á SkjáEinum að það er varla að fjölmiöl-
ar landsins nái utan um það. Dagskrárstjóri
Stöövar 2 er ekki einu sinni búinn að senda út
fundarboð vegna nýjustu samkeppniskrísunn-
ar þegar SkjárEinn setur enn einn þáttinn í
loftið. Þeir hafa því lítið um að tala uppi í Árbæ
þessa dagana. Nema þá hvað þeirra útspil,
fréttastofan HNN, er mishlægilegt í saman-
burði við snillinginn Johnny National. En hann
er auðvitað mistækur og þyrfti aö fylgja spurn-
ingunum slnum betur eftir. Engu að síður er
hann skemmtileg tilbreyting við kjánalega
þætti hinna stöðvanna. SkjárEinn er máliö.
ú r f ó k u s
íslenski hesturinn. Þab er ekkert eins fyndið
og þessi pony-hestur sem við erfðum frá for-
feðrum okkar. í fyrsta lagi er þetta dverghest-
ur sem útlendingar kaupa fyrir konurnar sínar
af því að þær eru litlar og sætar. í öðru lagi
nota íslendingar pempíulega hnakka sem eru
ekkert á viö kúrekahnakkinn eða teppið sem
indjánar nota. Svo er líka svo asnalegt aö sjá
karlmenn á íslenska hestinum. Þeir verða svo
keilingalegir þegar þeir sitja I hnakknum og
halda fast í tauminn til að halda aftur af hross-
2 inu. Við vitum öll að karlar halda bara aftur af
sér fyrir konuna - þegar svo ber undir. Þetta
er því bara lummó hestur og ekkert á viö þann
ameriska eöa arabíska. Það eru hestar fyrir al-
vöru karlmenni en íslenski hesturinn er bara
fyrir litlar stelpur og menn meö of mikla kven-
hormóna í kroppnum.
„Við búum yfir einstöku sándi sem engin önnur íslensk hljómsveit hefur nokkurn tímann náð,“ segir Bubbi.
„Það var margoft búið að bjóða
okkur guli og græna skóga fyrir að
koma aftur saman en mig langaði
ekkert til þess, ég nennti því ekki,“
segir Bubbi Morthens um 18 ára
þögnina í æfingabúðum Utangarðs-
manna sem fyrst nýlega var rofrn.
„Við vorum fengnir til að spila eitt
lag í sjónvarpinu í vetur og þá fund-
um við allir að krafturinn var enn til
staðar. Við búum yflr einstöku sándi
sem engin önnur íslensk hljómsveit
hefur nokkurn tímann náð. Fyrst það
var til staðar ákváðum við að slá til.“
Bailmarkaðurinn
blóðmjólkaður
Bubbi er eini Utangarðsmaðurinn
sem hefur haldið áfram í tónlistar-
bransanum. Allir fóru hver í sína átt-
ina þegar hljómsveitin lagði upp
laupana fyrir 18 árum síðan.
„Tæknilega séð erum við fyrst
núna að hætta, loka pakkanum. Á sín-
um tima gengum við þöglir í allar átt-
ir og fórum að gera okkar eigin hluti.
Við tilkynntum aldrei að við værum
að hætta eða héldum lokatónleika. Ut-
angarðsmenn lognuðust út af mjög
hljóðlega. Og auðvitað höfum við ekki
verið að koma með vonlausar endur-
komur eins og svo margar hljómsveit-
ir. Það er sorglegt að sjá öll þessi
prógrömm á Broadway og Hótel ís-
landi þar sem hormónagjafir á göml-
um múmíum standa yfir. Þetta er
ákveðin hætta sem við höfum allir tal-
að um að forðast. Við erum ekki að
fara að gera nýja plötu eða fara í gang
aftur og við ætlum okkur ekki að
blóðmjólka ballmarkaðinn til að
græða pening. Við erum blessunar-
lega lausir við, með fúliri virðingu,
Stuðmannasyndromið," segir Bubbi
og leggur áherslu á hvað samstarfið
hefur gengið vel hjá þeim þó hlutimir
hafi verið orðnir tæpir á sínum tima.
„Við ákváðum að hittast aftur,
takast í hendur eins og menn og kýla
þetta í gegn. Það er lítið talað um
gamla tíma og augljóst að þankagang-
urinn er annar en þá. T.d. byrjum við
ekki hverja æfingu á því að troða i
eina feita eins og var alltaf gert. Spil-
agleðin er líka blússandi hjá okkur
sem skiptir miklu máli. Við erum að
gefa kynslóðinni sem sá okkur aldrei
á tónleikum tækifæri til þess. Lögin
standa enn fyrir sínu og textamir
líka. Þeir hefðu alveg eins getað ver-
ið samdir fyrr á þessu ári. Þeir
standa enn sem ádeila á þetta þjóðfé-
lag sem við lifum í. Það eina sem hef-
ur breyst á þessum tuttugu árum er
að fólk hefur fleiri möguleika á að
deyfa sig.“
Hljómsveitir í dag
„Nú erum við búnir að æfa upp
þéttleika og úthald þannig að ég get
lofað rosalegum tónleikum. Tónleika-
prógrammið verður einn og hálfur til
tveir tímar og við völdum lög með
hreinan kraft í huga. í gamla daga
kom það fyrir að við vorum orðnir
það þreyttir á rokkinu og það drullu-
skakkir að við spiluðum bara reggae
og ska-lög á tónleikúm. Nú er kraft-
urinn til staðar og við tökum líka lög
eins og Hiroshima, ísbjamarblús,
Fuglinn er floginn, Ég vil ekki stelpu
eins og þig og Hrognin eru að koma.
Einnig koverlög, t.d. I fought the law
með Clash og I Wanna Be A Dog með
Igga Popp. Síðan lumum við á óút-
gefnum lögum og titiilagmu fyrir
kvikmyndina íslenska drauminn
sem við sömdum nýlega."
í gegnum árin hefur Bubbi veriö
duglegur við að fitla við hinar ýmsu
tónlistarstefnur. Þar halda honum
engar hömlur. En hefur hann ekki
saknað rokksins?
„Þó svo að rokkið sé frábært fylgir
þvi ákveðinn lífsstíll sem ég hef þegar
reynt og hef ekki mikinn áhuga á að
lifa i aftur. En maður hefur auðvitað
alltaf rokkað í gegnum tíðina. Ef þú
hefur rokkið í blóðinu muntu aldrei
tapa því. Þannig tengist maður þvi
alltaf við og við. Ég stjórnaði t.d. ný-
lega upptökum á lögum með Botn-
leðju og Ensimi fyrir safndiskinn
minn, Sögur. Þessar tvær hljómsveit-
ir, ásamt 200 þúsund naglbítum og
Mínus, sem hafa helvíti góðan kraft,
eru þær einu sem okkur Utangarðs-
mönnum finnst vera eitthvað varið í
af íslensku hljómsveitunum í dag. Það
er ekki enn þá ákveðið hvaða hljóm-
sveit spilar með okkur á tónleikunum
fimm en við viljum fá eina af þeim.“
Það er ljóst að hver sá sem mætir
á tónleika með Utangarðsmönnum
verður ekki fyrir vonbrigðum. Bubbi
lofár mikilli keyrslu og líkir því við
kjaftshögg fyrir hvern tónleikagest.
„Kjaftshöggi með fítonskrafti á við
Tyson, sem er sko alvöru Utangarðs-
maður.“
hverjir voru hvar
igieixzra. á-1
www.visir.is
Ansi margir fóru út úr bænum þessa helgina og
var víða fámennt í miðbænum. Thomsen klikk-
ar þó aldrei og þar dunaði dansinn fram undir
morgun. Andrea Róberts úr *Sjáðu er auðvitaö
borgarstelþa og mætti á svæðið og Kóngurinn
og fífliö af X-inu gerði slíkt hið sama. Plötu-
snúðar létu sig auövitað ekki vanta og þau dj
Guöný, Maggi Legó, Árni Einar, dj Alfred
More, Frímann, Grétar, Arnar og Robbi rapp
skemmtu sér konunglega og auðvitaö mætti
Maya af SkjáEinum meö Robba sínum. Kyn-
þokkafyllstu barþjónar landsins með Beggu úr
^ Ungrú ísland í fararbroddi afgreiddu drykkina á
Ijóshraða og þau Palli Steinars umboðsmaður
og Hrafnhildur Hólmgeirs stílisti skemmtu sér
vel ásamt fjölmörgum öörum miðbæjarrottum.
Undir það síðasta fylltist staðurinn svo af eró-
tiskum dönsurum, sem ákváðu að sletta úr
klaufunum eftir erfiða vakt, karlkyns gestunum
til ómældrar ánægju. Var alveg kostulegt að
fylgjast með tilburðum þeirra viö að reyna að
heilla fáklæddar dömurnar.
FM957, Klaustrið og Battery fóru í hina árlegu
Þórsmerkurferö um helgina og var auðvitað
margt um manninn þó ekki væru framhalds-
skólakrakkarnir í ár þar sem verkfall aftraði
þeim för. Gengið í ferðinni sló meðal annars
upp Miller Light kynningu og á svæðinu var
meðal annars fólk eins og Halldór Kolbeins
Ijósmyndari, Siggi Zoom og Kiddi bigfoot og
Jón Páll voru í sínu frii. frá Klaustrinu. Sigga
Halla og Dóra bjútí voru dansandi villtar að
venju og einnig sást til athafnamannanna Áma
Gunnars og Jóns Kára. Christine „Allied
Domec", Sigga B. Heimilstækjaboss og Birta
Playboy voru auðvitað á svæðinu ásamt vin-
konum, og það sama gilti um Stefán Sigurös-
son (hinn rómantíska) ásamt Mæju förðunar-
drottningu. Hörður og Erling hjá Fínum Miðli
mættu ásamt Siggu ex-Tal, og Mundu Miami
og Unnar úr Jaþis og Kjartan, einkaþjálfari
World Class. Jónbl og félagar úr Brain Police
ákváðu svo að taka sér frí frá æfingum og
sþilamennsku og skemmta sér i Mörkinni
ásamt einhverjum hundruðum af skemmtana-
þyrstum Islendingum.
Skuggabarinn er þessi staður sem aldrei klikk-
ar, í það minnsta fyrir þá sem fíla konseþtið.
Síðasta helgi var auövitað engin undantekning
á gleðinni og þá mátti meðal annars sjá fólk
eins og FM 957-morgunhanana úr Hvata gg fé-
iögum. Þórdís og Heba voru í massa stuði á
dansgólfinu og Selma Björns og Rúnar Gísla
létu sig ekki vanta. Eiöur Smári og frú
stigu ein af síðustu danssporum sum-
arsins á klakanum enda þarf kaþþinn.
að fara að drífa sig til Lundúna til að
heilsa upp á nýju félagana í Chelsea.
Hjálmar Biöndal MH-ingur sást í
hrókasamræðum við Arnar Björnsson
íþróttafréttamann, væntanlega enn
að reyna að finna leið til að ógilda úr-
slit Gettu þetur. Andri Már Heims-
ferðakóngur er sannur Skuggamaður
og það sama má segja um Kalla Lúövíks FM
957, sem einnig var á svæðinu. Þá mátti
rekast á Gúrí og Birnu silíkongellur, Díönu Dúu
megabeib meö meiru, Sigurstein Gísla, fót-
boltakaþp úr KR, sem hefur reyndar ekki miklu
að fagna um þessar mundir, Rúnar Snæland
frá TAL og Guörúnu Erlu konu hans og svo
skemmtu Atlanta-flugfreyjurnar sér auðvitað
vel að vanda.
Það var margt um manninn á Klaustrinu þrátt
fyrir eina stærstu útileguhelgi ársins. Um helg-
ina mættu meðal annara körfuboltahetjur Vals
meö Pétur Guömundson fremstan í flokki, sem
trónaði yfir öllu, Birgitta Haukdal úr Irafári var
í góðri salsasveiflu með
vinkonum sínum, á kantin-
um sátu Abdu og félagar í
17. Þórdís Brynjólfsdóttir,
hin fagra handboltamær
úr FH, átti dansgólfið með
vinkonum sínum og Svav-
ar Örn tískulögga var í
sínu venjulega og góða
stuði á staðnum.
Einnig sást til Ár
manns og afleysingafréttaþular á
Stöð 2, og Kristinn Hrafnsson kollegi
hans fagnaði forsíðunni á Séð og
heyrt með konu sinni. Auðvitað voru
svo Haraldur Daöi og FM957-gengið á
svæðinu ásamt öllum hinum fasta-
gestunum.
Reykjavik: Austurstræti 3, Suðurlandsbr. 46,
Esso-stöðin Ártúnshöfða & Kringlunni.
Hafnarfjörður: Esso-stöðin, Lækjargötu 46,
Esso-stöðin, Reykjavíkurvegi 54.
Keflavik: Hafnargötu 32. Akureyri: Kaupvangsstr. 1.
rSUBUJRV'
Ferskleiki er okkar bragð.
14
f Ó k U S 7. júlí 2000