Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Qupperneq 15
Það fór lítið fyrir guðdómnum á Þingvöllum. En Ibba drottning lumar á himneskum stöðum í borg sinni.
Fókus vildi síður að þjóðin sæti uppi án Guðs eftir K-2000 og því hringdum við í nokkrar kempur og
komumst að mörgu æði merkilegu. v
Himnariki
í eykjavík
Magni Þo
hársnyrtir:
Indíánaskógur
Hárgreiðslusnillingurinn Magni
Þorsteinsson á Rauðhettu og úlfln-
um er einn þeirra sem eiga sér sinn
uppáhaldsstað í Reykjavík. Magni,
sem er borgarbarn í húð og hár, sæk-
ir einstöku sinnum í blíðuna í EI-
liðaárdalnum, eða indíánaskógi,
fyrir neðan Breiðholtið.
„Ég hóf að heimsækja dalinn, eins
og svo margir, þegar ég var pínulítill
og þá var farið með mömmu. Þá fór
maður að sjálfsögðu í kúreka- og
indíánaleiki og það var ýmislegt haft
fyrir stafni. Síðan missti ég aðeins
tengslin við dalinn og það var ekki fyrr
en á seinni árum að ég tók upp gömul
kynni og hóf að sækja þangað aftur.“
Magni kveðst ekki enn þá hafa far-
ið þangað með „deiti,“ enda sé engin
ástæða til þess að vera að þvæla fleira
fólki á þennan fyrirmyndarstað.
„Enda algjör óþarfi að spila út
trompunum strax,“ bætti Magni við
glaðlega.
„Þarna getur maður sótt í smá
spennulosun og losnað frá stressinu
og brjálæðinu sem fylgir svo oft
borginni. Svæðið er alveg frábært í
heild sinni og það er í raun enginn
ákveðinn staður þar sem höfðar
meira til mín en annar. í það
minnsta gef ég það ekki upp.“
„Svæðið er alveg
'fíá*bært í heild
áinni og það er í
raun enginn
ákveðinn staður •<
hér sem höfðar
Ij^meira til mín
söngkona:
Eyjan við sundin
Þó svo aö söngkonan Sara Guð-
mundsdóttir sé Hafnfirðingur í
húð og hár gjörþekkir hún Reykja-
vík. Uppáhaldsstaður hennar er
samt ekki sá algengasti.
„Ég er mjög hrifín af Viðey og
finnst æðislegt að labba um eynna.
Hún er mjög falleg og þangað hef
ég farið alloft."
Aðspurð segist Sara ekki alltaf
labba allan hringinn, enda sé hægt
að ná góðum göngutúr án þess að
fara alla leið. En eyjan býður upp
á meira en góða göngutúra.
„Viðeyjarstofan er lika æðisleg.
Ég hef farið þangað nokkrum sinn-
um út að borða og átt þar margar
góðar stundir. Þeir eru með góðan
mat en það er aðallega staðsetning-
in sem heillar mig. Yfirhöfuð er ég
hrifm af öllu sem er nálægt sjón-
um. T.d. held ég líka upp á Reykja-
víkurhöfnina og veit fátt betra en
að ná mér í ilmandi take away
kaffi og labba með góðum vinum
um höfnina og spjalla saman, sér-
staklega þegar stór og falleg skip
liggja við bryggjuna."
Sara viðurkennir fúslega að
vera mjög hrifln af sjónum og öllu
sem tengist honum. Þá er spum-
ingin hvort hún hafi nokkru sinni
freistast til að henda sér út í af
ströndum Viðeyjar eða af bryggj-
um Reykjavíkurhafnar.
„Nei. Þó aö sjórinn sé fallegur
hefur hann einnig sínar dökku
hliðar sem ég ætla ekki að láta
reyna á.“
Ari Magg Ijósmyndarí:
Klambratúniö
„Ég bjó lengi vel á Flókagötunni og
þá lærði ég að meta Klambratúnið
almennilega," segir Ari Magg ljós-
myndari. Hann segir útsýnið af svöl-
unum þar sem hann bjó aðallega hafa
boðið upp á Klambratúnið, sem nú
heitir reyndar Miklatún, þannig að
golffiðringurinn bankaði oft upp á.
„Það er gaman að fara meö golf-
kylfuna sína út á tún og slá nokkra
bolta. Það er ágætlega vinsælt þarna
á túninu, allavega er alltaf einn og
einn golfari með kylfu þama. Síöan
er túnið auðvitað við Kjarvalsstaði
en það skemmir ekki fyrir.“
Ari neitar því að vera golfsnilling-
ur og þvi tU stuðnings segist hann
hafa hætt að stunda íþróttina að ráði
fyrir nokkmm árum sökum þess að
hann varð aldrei neitt meira en ágæt-
ur (hætti samt með 7 í forgjöf).
„Þó að ég sé ekki mjög góður er
samt alltaf gaman að slá nokkra
bolta. En túnið bíður auðvitað upp á
meira en bara það. Það er einnig
gott að finna sér afvikinn stað og
leggjast í grasið til að slappa al-
mennUega af. Ég er mikið fyrir
grænu svæðin í borginni."
t
t^c^i^diíi Eva rl€ri BcsþcIcdtti r
myndlistarkona: Alþingishúsgarðurinn
Þórdís Eva Þorleiksdóttir
myndlistarkona er fædd og uppalin í
MosfeUsbænum en hefur eytt löng-
um stundum í borginni frá því á
unglingsárum en hún er nú orðin
borgarbúi. Hennar uppáhaldsstaður
tengist æskubrekum unglingsár-
anna.
„Alþingishúsgcuðurinn er minn
uppáhaldsstaður þvi þar er svo
hentugt að pissa eftir djammið“ seg-
ir Þórdís. „Á unglingsárunum, þeg-
ar maður hékk í bænum á kvöldin
og nóttunni um helgar, þá klifraði
maður aUtaf yfir vegginn og pissaði
á bak við runna í Alþingishúsgarð-
imnn. Það var reyndar áður en við
föttuðum að hliðið var alltaf ólæst.
Eftir það varð allt miklu einfald-
ara.“
Þórdls vill ekki meina að hún hafi
átt nein önnur erindi í garðinn en
að kasta af sér vatni og njóta gróö-
ursins í garðinum. „Ég hef átt þar
margar góðar stundir, innan um
blómin og beðin. Þetta er fallegur
garður með fullt af góðum runnum
og þar hitti maður ósjaldan á ungt
og ástfangið fólk. En ég hef ekki átt
þar neinar rómantískar eða losta-
fullar stundir sjálf."
En er hún hætt að laumast í garð-
inn að næturlagi?
„Ég hef nú ekki haft ástæðu til að
fara þangað nokkuð lengi, lifið verð-
ur mun auðveldara þegar maður
nær löglegum skemmtistaðaaldri.
Hins vegar hef ég heyrt að garður-
inn sé ekki svipur hjá sjón núna þar
sem það er víst búið að taka niður
tvo veggi. Ég vona að það verði lag-
að aftur.“
7. júlí 2000 f Ó k U S
15