Dagblaðið Vísir - DV - 07.07.2000, Síða 10
vikuna
8.7-15.7 2000
27. vika
Herra Eminem, Marshall Mathers, Slim
Shady, er kominn á toppinn með lagið
The Real Slim Shady. Þetta er fyrsta
smáskrfan af nýja disknum, The
Marshall Mathers LP. Því miður veldur
diskurinn þó nokkrum vonbrigðum og
er það mjög undarlegt að hann skyidi
lafa heiliengi á toppnum í Kanaveldi.
Topp 20
* * Vikur
álist
01) The Real Slim Shady Eminem © 1
@ If 1 Told You Whitney H./George M.
@ The Ballad Of Chasey L. Bloodhound Gang
@ Sól ég hef.. Sálin hans Jóns míns
(05) Oops 1 Did Again Britney Spears
(@ Freestyler Boomfunk MC's
(07) Mambo Italiano Shaft
08 Endalausar nætur Buttercup
(09) Are You Still... Eagle Eye Cherry
@) Daily TQ
(11) Try Again Aaliyah
(12) Hvar er ég? írafár
(13) Jammin' Bob Marley & MC Lyte
(14) Shackles (Praise You) Mary Mary
(75) Razor Tongue DJ Mendez
(16) Broadway Goo Goo Doll
(l7) There You Go Pink
(Í8) The One Backstreet Boys
(l9) Too much of Heaven Eiffel 65
(20) Hvort sem er Sóldögg
Sætin 21 til 40
© topplag vikunnar J hástúkkvari 9 vikunnar 21. Tell Me Einar Ágúst & Telma
22. My Heart goes Boom French Affair
23. Buggin' True Stepper Feat
r nýtt á listanum 24. Eina nótt með þér Greifarnir
25. He Wasn’t Man... Toni Braxton
stendur (staO 26. Life Story Angie Stone
a hækkarsigfrá * sKUstu viku 27. Sour Girl Stone Temple Pilots
28. Ennþá Skítamórall
X lækkar sig frá * s/fljstu viku 29. Candy Mandy Moore
30. Respect Yourself Selma
^ fallvikunnar 31. Day & Night Billie Piper
32. |t feels so good Sunique
33. Riddle En Vogue
34. |f Only Hanson
35. Flowers Sweet Female Attitude
36. Fill Me In Craig David
37. | think l’m in Love Jessica Simpson
38. Mr. Bongo Housebuilders
39- I’m Outta Love Anastacia
40. Born this Way Pour Homme
4.12
11
+ ,sj
t 4
H16
vf. 6
t3
4, 6
4, 11
4, 14
t 3
4, 4
4, 16
X 5
x 2
4- 4
4* 3
4, 4
% 7
4, 6
t 7
c®: i2
t 2
4'
X 1
X 1
1
Leningrad Cowboys og No Smoking Band eru stórar og
bráðskemmtilegar hljómsveitir og tengjast þekktum
kvikmyndaleikstjórum. Báðar voru þær að gefa út nýjar plötur
svo Dr. Gunna fannst upplagt að tékka á þeim.
Lúkkiö er svo frægt aö þaö þarf ekki aö kynna þessa hljómsveit.
Þó að í Finnlandi sé allt morandi
af skemmtilegum hljómsveit er
engin þeirra virkilega fræg erlend-
is, nema þá kannski helst stuð-
pinnamir í Leningrad Cowboys.
Hljómsveitin varð til á einhverju
fylliríinu þegar leikstjórinn Aki
Kaurismaki og Mato Valtonen og
Sakke Járvenpáá úr hljómsveit-
inni Sleepy Sleepers (pönkhljóm-
sveit sem tók sig ekki alvarlega)
fengu þá hugmynd að búa til
„verstu hljómsveit í heimi“ sem
gerði stólpagrín að klisjum rokks-
ins. Kvikmyndin „Leningrad Cow-
boys Go America" kom út 1989 og
vakti mikla lukku enda skemmti-
leg þvæla um ferðalag sveitarinnar
um túndrur Ameríku. Nú var lúkk-
ið sem allir þekkja komið á hreint
og við tók mjólkun á þessari frá-
bæru hugmynd.
Árið 1994 kom önnur bíómynd,
„Leningrad Cowboys Meet Moses“,
sem er fremur þunnur þrettándi.
Bandið náði sér þó á strik með sjó-
inu „Total Balalaika Show“ þar
sem karlakór Rauða hersins
baulaði meö þeim. Sjóið spilaði um
víðan völl og náði mestri út-
breiðslu þegar spilað var beint frá
MTV Music Awards.
Hljómsveitin matar nú krókinn
á ýmsum vettvangi. Leningrad
Cowboys-bjórinn selst vel til ferða-
manna sem og vodkinn. í Helsinki
er rekinn marsölustaðurinn Zetor
sem er byggður á hugmyndafræði
sveitarinnar. Þar er matast við
traktora og á matseðlinum eru of-
urkarlmannlegar veigar eins og
grillaðir geltir og bjamdýrakjöt.
Gerum traktora -
ekki stríð
Nýlega kom út sjöunda breiðskífa
flnnsku kæbojanna, „Terzo Mondo“.
Nú bregður svo við að öll lögin eru
frumsamin en hingað til hafa marg-
ir gamlir slagarar flotið með. Tón-
listin er þó eftir sem áður gleðisam-
suða úr öllum fjandanum, grað-
hestarokki, raggíi og polka, svo eitt-
hvað sé nefnt. Grínið er aldrei langt
undan enda mottó sveitarinnar
„Make Tractors - not war“. Mann-
skapurinn í bandinu hefur í gegnum
tíðina verið rokkandi en söngvarinn
Sakke er enn með. Svona er honum
lýst: Keyrir traktor. Kann að fylla
bensíntankinn á skellinöðru (það
þýðir: snillingur). Getur öskrað svo
hátt að það heyrist hinum megin viö
vatnið, og auðveldlega. Aðrir með-
limir eru þessir: Twist Twist Erk-
inharju, trommur. (Enginn veit
hvort hann er maður eða skepna.
Haldið honum frá áfengi. Talar
mikiö (eins og allir trommarar));
Vesa Kaapa, gítar. (L, en samt of
stór fyrir fötin sin. I leyfum stendur
hann í miðjum heimabæ sínum fyr-
ir túristana.); Tipe Johnson, söng-
ur. (Langar, ljósar krullur sem gera
stelpurnar vitlausar. Er það ekki
nóg?); Tatu Kemppainen, gítar. (Er
kallaður Doktorinn. Veit einhver
hvers vegna?); Antti Snellman, sax-
ófónn. (Einnig þekktur sem „Kanín-
an“.); Pemo Ojala, trompett. (Það
ganga kjaftasögur um hinn raun-
verulega föður hans. Hljómsveitinni
þykir líklegt að gamli góði V.I. Len-
in hafi átt við móðir hans.); Silu
Seppala, bassi. (Á aldrei pening, en
er alltaf með bjórflösku í hendinni.
Hijómsveitin kallar það krafta-
verk.); Mauri Sumen, hljómborð.
(Hr. Pizza-maður. Kann að stjóma
eldflaug. Kann bara ekki að stýra
henni og það er mikið vandamál.)
Svo eru það gógópíurnar, Mari
Hatakka og Pink Isohanni. Báðar
stúlkumar voru líkamlega aðlað-
andi. Pink var krýnd ungfrú Vladi-
vostok árið 1963. Mari var krýnd
ungfrú Ulan Bator 1965. Hægt er
freista stúlknanna á sviði með þrem
flöskum af hvítvíni og ef þær eru
þannig stemmdar er séns að hægt sé
að sjá þær hreyfa sig. Það er þó að-
eins tímabundið.
Marshallinn er dauður
Meðlimir hins júgóslavneska No
Smoking Band eru ekki síður
magnaðir stuðboltar eins og gestir
þeirra í Laugardagshöll í fyrra geta
vitnað um. Nýja platan, „Unza
Unza Time“, er stíluð á Emir
Kusturica & The No Smoking
Orchestra, enda sjálfssagt að nota
sér frægð leikstjórans sem er
einmitt gítarleikari sveitarinnar.
Hann hefur nýlokið við heimilda-
myndina „Marshall is Dead“ um
bandið. Titill heimildarmyndarinn-
ar er sóttur í lítinn misskilning
sem kostaði bandið ónáð og útskúf-
un á sínum tíma. Á milli laga á
tónleikum tók foringinn, Dr. Nelle
Karajlik, eftir þvl að Marshall-
magnarinn hans var bilaður og
sagði pirraður: „Marshallinn er
dauður“. Embættismenn í salnum
misskildu þetta eitthvað þvi Mars-
hal Tito, einræðisherra
Júgóslavíu, hafði þá nýlega fallið
frá.
Emir, Dr. Nelle og hinlr hressu karl-
arnir í No Smoklng Orchestra.
„Unza Unza Time“ er pakkaður
fjörpakki og þar má m.a. heyra vin-
sæla lagið úr myndinni „Und-
erground" sungið á þýsku. Emir
sjálfur var verkstjóri að gerð plöt-
unnar ásamt, Dr. Nelle. Að vanda
er tónlistin mölluð úr kántríi, tyrk-
neskum mörsum, ítalskri klassik,
sígaunatónlist, teknói o.s.frv.
Strákarnir kalla mallið „unza
unza“ og segja það mikilvægustu
tónlistarstefnu siðan raggíið kom.
Þangað til Emir byrjar að pæla í
næstu mynd verður hann upptek-
inn að kynna nýju plötuna með fé-
lögum sínum á tónleikum um alla
Evrópu. „Ég gat valið á milli fegr-
unaraðgerðar og rokks og ról,“ seg-
ir hann og glottir.
n f Ó k U S 7. júlí 2000