Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Page 3
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 19 UTflfr A brautinni Sport Guðrúnu Arnardóttur var eflir mót- iö um helgina boðið á mót í ísrael seinna í mánuðinum. Þaö vill þó þannig til að það er sömu helgi og Meistaramót Islands og að því er DV skilst þá mun Guörún ekki fara til ísraels. -ÓK Rúmlega 280 unglingar munu mæta til leiks á unglingalandskeppni Norð- urlandanna í frjálsum íþróttum í flokki 17-22 ára sem haldin verður á Skallagrímsvelli i Borgarnesi dagana 26. og 27. ágúst nk. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin hér á landi en mótiö er haldið á hverju ári á Norðurlöndunum. -DVÓ Perec er komin af stað að nýju Franska hlaupakonan Marie- ekki raunin. Hún þakkar þjálfara 3000 m hindrunarhlaupi, par sei José Perec sannaði á stigamóti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins í Fraltklandi á laugardag að það er ekki úr henni allur vindur þrátt fyrir fjögurra ára fjarveru. Hún náði Ólympíulágmarkinu í 400 m hlaupi þegar hún varð þriðja í hlaupinu í Nice á tíman- um 50,32 sek. i fyrsta 400 m hlaupi sínu síðan 1996. Árangurinn segir hún hafa komið sér nokkuð á óvart, hún hafi haldið að síðustu hundrað metramir yrðu henni erfiðir og það hafi jafnvel haldið fyrir henni vöku en sú var þó slnum, Þjóðverjanum Hermanni Maier, árangurinn og segir að þar fari maður sem flestir þjálfarar geti lært mikið af. Annar lærisveinn Meiers, Bandaríkjamaðurinn Anthuan Maybank, sigraði í 400 m hlaupi karla á mótinu á tímanum 44,80 sek. Bæði hann og Perec segja að- ferðir Meiers óhefðbundnar og þá sérstaklega það að hann hafi látið þau hlaupa 300 m sprett 45 mínút- um fyrir hlaup. í tveimur greinum mótsins litu bestu tímar ársins dagsins ljós, í sem Marokkóbúinn Brahim Boulami hljóp á 8:03,30 mín., og í 1000 m hlaupi, þar sem Noah Ngeny frá Kenía fékk tímann 2:14,78 min. Ástralska stangarstökksdrottn- ingin Emma George olli mestum vonbrigðum á mótinu þegar hún lenti í sjötta sæti með 4,10 m. Hins vegar mátti sjá í keppninni efnilega tvítuga rússneska stúlku, Svetlönu Feofanovu, sem sigraði með mótsmeti, stökk 4,46 m og á eftir að verða erfiö viðureignar í framtíðinni. -ÓK 4 J 9 »1 wmmn Guðrún Arnardottir, Bjórn Margeirsson og Silja Úlfarsdóttir stóðu öll í ströngu á mótinu og náðu góðum bætingum. Þó svo að íslenska liöið hafi ekki orðið ofarlega í keppninni var margt gott sem kom fram og stemningin góð. DV-myndir Hilmar Þór Árangur 100 m: Reynir L. Ólafsson 10,63 sek. (6. sæti) Silja Úlfarsdóttir . . . .11,93 sek. (3.) 200 m: Bjarni Þór Traustason 22,65 sek. (8.) Silja Úlfarsdóttir ..24,20 sek. (3.) 400 m: Björgvin Víkingsson ........(DQ) Silja Úlfarsdóttir ..54,64 sek (3.) 800 m: Daði R. Jónsson . . . .1:54,09 mín. (7.) Eva Rós Stefánsdóttir . . . 2:17,87 (5.) 1500 m: Sigurbjörn Amgríms. 3:54,10 mín. (8.) Guðrún Skúladóttir .4:40,24 mín. (5.) 3000 m: Björn Margeirsson ......8:31,74 (5.) Fríða R. Þórðardóttir 10:08,46 min.(-) 5000 m: Björn Margeirsson 14:53,23 mín. (6.) Fríða R. Þórðardóttir 17:42,83 mín (5.) 110 /100 m gr.: Ingi Sturla Þórisson . . .14,87 sek. (-) Guðrún Arnardóttir .. .13,36 sek. (1.) 400 m gr.: Unnsteinn Grétarsson .54,67 sek. (6.) Guðrún Arnardóttir . .55,76 sek. (1.) 3000 m hi.: Sveinn Margeirsson .9:25,37 min. (7.) Hástökk: Einar Karl Hjartarson . . . .2,16 (4.) íris Svavarsdóttir......1,70 m (7.) Stangarst.: Sverrir Guðmundsson . . .4,20 m (6.) Langstökk: Bjarni Þór Traustason . . .6,76 m (8.) Guöný Eyþórsdóttir......5,61 m (5.) Þrlstökk: Sigtryggur Aöalbjörnsson 14,69 m (-) Sigríður A. Guðjónsdóttir 11,73 m (8.) Kúluvarp: Ólafur Guðmundsson . . .13,90 m (7.) Sigrún Hreiðarsdóttir . . .12,10 m (8.) Kringlukast: Magnús A. Hallgrímsson .57,17 m (2.) Haila Heimisdóttir. 32,27 m (6.) Sleggjukast: Jón A. Sigurjónsson . . . .54,30 m (5.) Halia Heimisdóttir ....32,38 m (7.) Spjótkast: Kjartan Kárason.............58,26 m (7.) Vigdís Guðjónsdóttir 52,21 m (2.sæti) 4x100 m boðhl. karla. .....................42,34 sek. (7.) Ólafur-Davíð-Bjarni-Reynir Logi. 4x100 m boðhl. kvenna ............ .....................46,95 sek. (4.) Kristin -Guðný-Silja- Guðrún 4x400 m boðhl. karla.............. ..................3:21,84 mín. (8.) Davíð-Reynir-Björgvin-Bjarni Lokastaðan: Karlarnir urðu í 6. sæti með 70 stig en heimamenn, Slóvakar, sigruðu með með 140 stig. Konumar urðu í 5. sæti með 95 stig en sigurvegarar urðu tyrknesku stúlkurnar með 149,5 stig. -ÓK Evrópubikarkeppni landsliða í frjálsum íþróttum: Góða 1 1 >æt i n g a r - almenn ánægja meö árangurinn á mótinu íslenska landsliðið i frjálsum íþrótt- um keppti nú um helgina í Evrópu- bikarkeppni landsliða, 2. deild, B- riðli, í borginni Banska Bystrica í Slóvakíu. Liðið var ekki fullskipað þar sem enginn keppandi var í stangarstökki kvenna en Vala Flosadóttir veiktist skömmu fyrir mótið og Þórey Edda Elísdóttir var meidd. Einnig vantaði nokkra sterka einstaklinga í liðið, Sveinn Þórarinsson, FH, og Guðleif Harðardóttir, ÍR, eru bæði frá vegna meiðsla, Martha Ernstsdóttir gaf ekki kost á sér vegna undirbúnings fyrir Ólympíuleikana og síðast en ekki síst má nefna Jón Arnar Magnússon sem ákvað að einbeita sér að undirbúningi fyrir tugþrautarmót sem verður í Talance í Frakklandi síðar í mánuðin- um. Silja á fleygiferð Fyrri dagurinn var nokkuð góður og litu þó nokkrar bætingar dagsins ljós. Þar fór Silja Úlfarsdóttir fremst í flokki en hún bætti sig í 100 m hlaupi, hljóp á 11,93 sek., og í 400 m hlaupi, þar sem hún hljóp á 54,60 sek. Guðrún Amardóttir var einnig í góðu formi og bætti ársbesta árangur sinn í 400 m grindahlaupi um heila sekúndu á tímanum 55,66 sek. og varð í fyrsta sæti. Reynir Logi Ólafsson var einnig í bætingaformi í 100 m hlaupinu og skar 4/100 af sínum besta tíma, hljóp á 10,63 sek. Björn Margeirsson tók sig til og bætti sig um 5 sekúndur í 3000 m hlaupi, fékk tímann 8:31,74 mín. Vigdís Guðjónsdóttir vann til silfurverðlauna í spjótkastiinu þegar hún kastaði 52,21 m, 45 sm styttra en sigurvegarinn. Bætingaflóð Björn tók aftur til við bætingar í gær og hljóp 5000 metrana í fyrsta skipti á undir 15 mínútum, á 14:53,23 mín. Ingi Sturla Þórisson, sem var á sínu fyrsta stóra móti, stóð sig frábærlega og stórbætti sig í 110 m grindahlaup- inu og er ljóst að hér er feikiefnilegur hlaupari á ferð. Hann hljóp á 14,87 sek. sem er aðeins 0,13 sek. frá lág- marki á heimsmeistaramót unglinga. Annar ungur og efnilegur strákur, Kjartan Kárason, bætti sig um 3 metra í spjótkastinu og kastaði 58,26 m. Verður þetta að teljast sterkt hjá báðum þessum strákum og vonandi að framhald verði á. Guðrún Arnardóttir vann í 100 m grindahlaupi kvenna á 13,36 sek. en hún átti annan besta tíma þeirra er kepptu í hlaupinu. Sigtryggur Aðalbjömsson, ÍR, bætti sinn besta árangur utanhúss í þrístökkinu þegar hann stökk 14,69 m. Silja tók sig til á gær og bætti sig í þriðju greininni á mótinu þegar hún hljóp 200 m á 24,20 sek. Stalla hennar úr FH, íris Svavarsdóttir, bætti sig einnig rækilega í hástökkinu og stökk 1,70 m. Jón Sævar Þórðarson yíirþjálfari var mjög ánægður með árangurinn og sagði flesta hafa staðið sig vel. Hann segir stemmninguna hafa verið góða, alla vera ánægða og að þetta mót hefði verið á allan hátt mjög jákvætt. -ÓK ER ALLT Á SUÐUPUNKTI í B0LTANUM, óvænt úrslit í Landssímadeildinni í hverri viku og allt getur gerst. Nýttu þér úrslitaþjónustu Símans GSIVI og fáðu stöðu og úrslit leikja með SMS skilaboðum um leið og tölur berast. Skráðu þig á www.vit.is og vertu til i slaginn. SÍMINN-GSM FÆRIR ÞÉR FRAMTlÐINA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.