Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Blaðsíða 10
26 MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000 3leikjuveiðin hefur viöa veriö góö íins og í Breiödaisá. DV-mynd Þröstui „Þetta var f]ör hjá strákunum, þeir fengu lax og það er fyrir mestu,“ sagði Jón Þór Júlíusson en hann var við veiðar með þeim Hafþóri Guðmunds- syni úr SSÓL og Birgir Nielsen úr Landi og sonum í Korpu fyrir fáum dögum. „Veiðin hefði kannski mátt vera meiri og flskurinn gráðugri en þetta var allt í lagi. Áin hefur geflð næstum 30 laxa og það er maðkurinn sem er sterkur þessa dagana. Ég vona að lax- inn fari að hella sér meira upp í ána en hann hefur gert. Þetta er mest 4 til 6 punda laxar sem hafa veiðst héma. Ég held að veiðimenn fari að reyna flug- una meira en þeir hafa gert. Ég var með erlendan veiðimann fyrir helgi og hann reyndi hana mikið,“ sagði Jón Þór enn fremur. Veiðimaður sem þekkir Korpu vel var í henni fyrir helgi og veiddi hann 8 laxa. AUir fengust laxamir á maðk. Vel hefur gengið að selja veiðileyfi í Korpu og fá má veiðileyfi seint á sumr- inu. Hafravatnið hefur eitthvað verið að koma inn en þar má veiða frítt. Fiskur- inn er smár í vatninu en einn og einn lax veiðist þar á sumri. „Mér finnst gaman að veiða í Harfa- vatni en fiskurinn er mjög smár,“ sagði veiðimaður sem við hittum við vatnið og hann var kominn með nokkra titti. Einn og einn vænn urriði veiðist þó en þeir eru orðnir sjaldséðir þar um slóðir. Það styttist í að laxinn mæti í vatn- ið, en hann lætur sig vaða upp úr Korpu. -G.Bender Þaö fór vel á meö þeim trommurum, Hafþóri Guömundssyni úr SSSÓL og Birgi Nielsen úr Landi og sonum viö Korpu. Áin hefur gefiö 30 laxa. DV-mynd Jón Þór Sport Veiöin hefur ekki verið góð i Laxá á Ásum og þeg- ar þetta er ritað hafa aðeins veiðst rétt 120 laxar. Veiðimenn sem eiga veiðileyfi núna í vik- unni eru á báðum áttum hvort þeir mæta yfirhöfuð. Þeir hafa vist reynt lengi að selja veiði- leyfin en ekkert gengið. Sama hvað fylgir þeim, stangir og annað góðgæti. Eitthvað er um að veiðileyfi séu laus í Ásunum. Þaó er svakaleg keyrsla á veiðimönnum núna. Við frétt- um af þremur sem fóru alla leið austur 1 Þistilfjörð og veiddu þar í þrjá daga. Þeir fengu tvo fiska en kiiómetrarnir voru nokkuð margir. Nýja veióihúsiö við Gljúfurá í Borgarfirði þykir gott en núna hafa veiðst 20 lax- ar. Það eru Húshylurinn og Kerið sem hafa gefið best. Stærsti laxinn enn þá er 10 punda fiskur. Veiöiskapurinn hefur eitt- hvaö verið að glæðast í Soginu og eru liklega komnir um 20 laxar úr ánni. Veiöiár eins og Álftá á Mýr- um og Straumfjarðará hafa ver- ið rólegar það sem af er veiði- tímanum. Vatniö er orðið mjög lítið í Álftá og næsta á við ÁÍftá er Urriðá og er hún orðin veru- lega vatnslitil. Á Pallinum í Ölfusá hefur veiöin aðeins lagast og hafa veiðst um 40 laxar. En veiði- skapurtnn byrjaði mjög rólega og fékkst lítið. Veiöimaöurinn kom út fyrir skömmu og kennir þar ýmissa grasa. Flestailar greinar snúast um fluguveiði. Sportveiðiblaðið er þessa dagana að koma út. Tala menn um næstu viku. Það hefur heyrst að Haraldur nokkur Haraldsson og fleiri ætli að gefa út nýtt veiðiblað. Veröur það blað öðruvísi en þau blöð sem koma núna út. Fluguhnýtingar eru hlutur sem margir hafa í sér en við fréttum af einum mjög ungum hnýtara. Hann byrjaði fimm ára að hnýta flugur og hnýtir á fullu þrátt fyrir ungan aldur. Þeir sem hafa séð flugumar hjá þessum unga hnýtara eru sam- mála um að flugumar hjá hon- um séu mjög góðar. Hann ætl- aði að veiða með flugumar sín- ar á Snæfellsnesi og spumingin er bara hvernig fiskinum líst á þær. Fyrst vió erum aö tala um Snæfellsnes er laxinn víst byrj- aður að gefa sig á Vatnasvæði Lýsu. Eitthvað hefur veiðst af bleikju og urriða. -G.Bender Laxveiðin hefur oft verið betri en núna, laxagöngumar virðast vera máttlitlar og fiskar fáir. Jú, það koma laxar en ekki mikið. Norðurá í Borgarfirði hefur gefið flesta laxana eða kringum 600 fiska. Næst kemur Þverá í Borgarfirði með rétt 300 laxa og síðan Blanda sem hefur gefið um 290 laxa. Síð- ustu dagar hafa gefið frekar lítið í Blöndu. Dýrasta laxveiðiá landsins, Laxá á Ásum, er komin með eitthvað yfir 100 laxa en veiðimenn keppast ekk- ert að komast þangað til veiða. Einhverjir hafa reynt að selja veiðiieyfin en það hefur gengið frek- ar illa að losna við þau. Skrýtið. Laxagöngur sumarsins hafa cills ekki verið eins karftmiklar og margir áttu von á. Laxamir eru miklu, miklu færri. Auðvitað hafa komið „skot“ eins og í Norðurá í Borgarfirði þar sem allt hefur verið í lagi með veiðina. í Eystri-Rangá veiddust í síðustu viku 46 laxar á einum degi. „Við eigum veiðileyfi í Laxá á Ásum í vikunni en við vitum ekki hvort viö fórum," sögðu þeir félag- amir Þórarinn Ragnarsson og Jó- hannes Stefánsson og bættu við, „veiöin er ekkert til að hrópa húrra fyrir.“ Það hefur eitthvað verið um að veiðimenn mæti ekki í laxveiðina og reyni að selja veiðileyfin sín. „Ég nenni ekki þegar veiði- skapurinn er svona rólegur, fiskarnir eru fáir og jafnvel smáir,“ sagði veiðimaður sem DV- sport hitti í vikunni við Elliöaárn- ar, en þar hefur veiðin verið í góðu lagi. Veiðin var góð í Leirvogsá i vik- unni en veiðimenn sem veiddu núna á fostudaginn voru I litlum fiski. Það höfðu ekki gengið laxar á síðustu flóðum í ánni Það er stækkandi straumur þessa dagana og veiðimenn sem kalla ekki allt ömmu sína bíða spenntir. Auð- vitað þurfum við fleiri laxa og jafn- vel stærri. En veiðimenn eru hópur sem ekki gefst upp þó á móti blási. Það kemur tími og það koma laxar. Veiðimenn sem vom að koma úr Laugardalsá veiddu 5 laxa en áin var líka 15 gráða heit. Töluvert var af fiski að ganga. Þegar Svartá í Húnavatns- sýslu var opnuð fyr- ir fáum dögum var áin 18 gráða heit. Þetta hefur allt sitt að segja fyrir veiði- menn og laxinn. Laxamir verða færri og færri en veiðimennimir fleiri og fleiri. En veiðimenn spyrja oftar og oftar þessa dagana, hvað er laxinn? Hvers vegna kemur hann ekki meira? Bleikjan er allavega fiskur sem ekki virðist klikka eins og laxinn. Góð bleikjuveiði hefur verið víða og hún er væn. Á silungasvæðinu í Vatns- dalsá hefur verið mokveiði og stærstu bleikjurnar eru um 5 pund. Það er hægt að renna fyrir bleikju ef laxinn mætir ekki. Oft hefur tekist að redda veiðitúr með góðri bleikjuveiði. Gunnar Bender og Stefán Kristjánsson Trommarar í Korpu - færri laxar og fleiri renna fyrir Veiöimenn bíöa eftir konungnum en hann lætur bíða eftir sér víöa um land, þó hann hafi reyndar mætt í eina og eina veiðiá. Elliöaárnar hafa gefiö um 150 laxa. Á myndinni reynir Ólafur Haukur Ólafsson í Fossinum. DV-mynd G.Bender Hvar er laxinn?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.