Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.2000, Side 12
'i4
28
4
MÁNUDAGUR 10. JÚLÍ 2000
Sport
DV
Urslit á LIVI 2000
Markús tók
B-flokkinn
Oruggur
sigur Orms
Orrasonurinn Ormur frá
Dallandi sigraði örugglega í A-
flokki gæðinga á LM 2000.
Hesturinn hafði það mikla yfirburði
i undanúrslitum að landsmótsgestir
spurðu sig frekar hverjir kæmu þar
fyrir neðan. Klakkur, sem varð í
öðru sæti og Vignir Jónasson reið
á, var i raun eini hesturinn sem gat
veitt Ormi einhverja keppni. Stjami
og Ragnar Hinriksson komu upp úr
B-úrslitum og stukku upp í þriðja
sæti með glæsibrag en þar fór enn
einn Orrasonurinn. í fjórða sæti
kom svo Skaíl sem Sigurður
Sigurðarson reið á.
Atli Guömundsson og Pórdís Siguröardóttir, brosmild, enda sigur í A-flokki
aö baki. Þórdís er eigandinn en Atli knapinn.
DV-mynd E.J.
Tölvutölt
Karen L. Marteinsdóttir sigraöi í ungmennaflokki en Matthías Ó. Baröason varö annar. DV-mynd E.J.
Karen átti sigurinn
Karen Líndal fékk aö vita daginn
eftir að hún hefði unnið ungmenna-
flokkinn á landsmótinu eftir að vit-
lausir tölvuútreikningar höfðu kom-
ið í ljós eftir keppnina. Karen hafði
verið í fyrsta sæti eftir forkeppn-
ina og var vel að sigrinum komin.
En Matthías þurfti líkt og Egiil þór-
arinsson að afhenda titilinn daginn
eftir. Það var ótrúlega góður hesta-
kostur i þessum flokki líkt og hjá
öðrum flokkum bama og unglinga.
Fyrsta sigur Sigurbjöms Bárðar-
sonar í B-flokki klárhesta á lands-
móti náði hann sér i gær á Markúsi
frá Langholtsparti.
B-flokkurinn var einhver sá mest
spennandi á þessu landsmóti. Flest
hrossin gátu nælt sér í titilinn og
mátti heyra saumnál detta á meðan
keppnin fór fram hjá rúmlega fjórt-
án þúsund áhorfendum. Snælda,
sem hafði verið í öðru sæti í for-
keppninni, brást knapanum, honum
Vigni Jónassyni, og var öll á skjön
framan af úrslitunum. Þetta varð til
að auka á dramatíkina og lá oft við
að Snælda færi í veg fyrir önnur
hross og truflaði sýningu þeirra.
Valíant og Hafliði Halldórsson voru
öruggir í öðru sætinu og fóru í gegn-
um úrslitin af öryggi. Það er óhætt
að segja að Glampi hafi fengið upp-
reisn æru með því að lenda í þriðja
sæti. Glampi, sem kemur frá Vatns-
leysu í Skagafirði, átti hug og hjörtu
áhorfenda á landsmótinu eins og oft
áður fyrir ótrúlegar hreyfmgar. Yf-
irferðartöltarinn Víkingur frá Voð-
múlastöðum varð í fjórða sæti og
var ferðin á klárnum eitthvað sem
sjaldan hefur sést síðan töltgamm-
urinn Snjall var og hét fyrir um tíu
árum.
Töltmeistari landsmótsins, Laufi,
varð í fimmta sæti.
Markús frá Langholtsparti stóö efstur i B-flokki gæðinga á landsmótinu. Knapinn Sigurbjörn Bárðarson vann þar
sinn fyrsta sigur í gæðingakeppni á landsmóti. DV-mynd E.J.
Þaö má heita með ólíkindum
hvemig tölvumar spiluðu aðalhlut-
verkið á LM 2000. Eftir mjög góða
töltsýningu á laugardagskvöldið,
sem er hápunktur þess dags á lands-
mótum yfirleitt, kom í ljós nokkru
seinna að Blæja var ekki sigurveg-
ari eins og ailir voru búnir að sætta
sig við. Einhvers staðar hafði orðið
innsláttarvilla sem mönnum yfir-
sást áður en úrslit voru kunngjörð.
Að verða sviptur titli eftir svona
mistök hlýtur að taka á taugamar
fyrir þann sem verður fyrir slíku.
En Egill Þórarinsson, sem reið
Blæju svo frábærlega, þurfti að af-
henda titilinn til Hans Kjerúlf fyrir
framan áhorfendur og sýndi mikinn
drengskap. Laufi og Hans Kjerúlf
eru margreynt og frábært töltpar
sem áttu titilinn skilinn líkt og
Blæja og Egill. í þriðja sæti kom
Hringur sem Sveinn Ragnarsson
reið en þar fer gífurlega efnilegur
hestur, aðeins sjö vetra, og má bú-
ast við miklu frá þeim félögum í
framtíðinni.
Hans F. Kjerúlf sigraöi í töiti en Egill
Þórarinsson varð annar. DV-mynd E.J.
4