Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir Grænlendingar horfa til stórfelldra veiða á íslandsþorski: Storauknar veið- ar óráðlegar - segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar „Það er nauðsyn- legt að þjóðimar ræði saman um þessi mál. Þetta snýst um fiskistofn sem fer úr einni lögsögu í aðra,“ segir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, vegna þeirra tíðinda að þorskseiði frá ís- landi lifðu af vetur- inn og eru nú eins árs þorskur. Græn- lendingar hugsa gott til glóðarinnar og sumir reikna með hundruð þúsunda tonna veiði eftir þrjú ár þegar fiskurinn verður fullvaxinn. Þau viðhorf eru uppi meöal grænlenskra útgerðarmanna að ástæðulaust sé að ræða þessi mál við ís- lendinga. ':msímimx" Isknsku þörsfcsei&iti iiiów gr-íwilenskan vtttur Grænlenskar útgerðir undirbúa þorskævintýri - ríitaaad raeð huoúrað þúsuiida tomra þorskuelði Þorskurinn kominn íslandsþorskur er nú aö vaxa upp vlö Grænland. Þeir bjartsýnustu gera ráö fyrir aö Grænlendingar nái hundraöa þúsunda tonna þorskafla. Þorskurinn sé kominn í græn- lenska lögsögu og því ekkert um að tala. Grænlending- ar eru með samn- ing við Evrópusambandið um veiðar við land- ið og því eins víst að EB-skip muni taka sinn skerf af þorskinum. Langt er síðan íslenskur þorskur kom síðast upp við Grænland en á árum áður var stór hluti þorsk- veiði við ísland þorskur sem skil- aði sér aftur á ís- landsmið. Fari svo að stór- felldar veiðar eigi sér stað við Græn- land er ólíklegt að þeirrar búbótar sé að vænta. íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar eiga sameigin- lega hagsmuni hvað varðar veiðar úr grálúðustofninum en þar hefur enn ekki tekist að semja um nýt- ingu þrátt fyrir þrýsting íslenskra stjórnvalda. Jóhann segir það sama gilda um grálúðuna og þorskinn. Nauðsynlegt sé að nýting stofn- anna sé skoðuð i samhengi. „Það þarf að nýta stofninn með heildarsýn í huga. Þessar göngur hafa legið niðri um árabil en áður var þorskurinn sem kom frá Græn- landi stór hluti sumra árganga," segir hann. Þorskveiði við Grænland hefur undanfarin ár aðeins verið örfá þúsund tonn. Jóhann segir óráðlegt hjá Grænlendingum að stórauka veiðamar svo sem raddir eru uppi um. „Það er mjög varhugavert að ætla að veiða sem nemur hundruð- um þúsunda tonna. Þetta þarf allt að fara rólega af stað,“ segir Jó- hann. -rt Bílaþjófur kveikti í fengnum Þjófurinn sem stal jeppa við Skúlagötuna fyrir stuttu var sam- viskusamur og skilaði honum aftur á sama stað. Siðan virðist pörupilt- urinn hafa fengið bakþanka yfir heiðarleik sínum og kveikti í bíln- um áður en hann yfirgaf hann. „Jeppanum var stolið, honum skilað aftur og kveikt í honum. Ég á voða erfitt með að skilja þetta,“ sagði tónlistarmaðurinn Johnny King. Hann býr á Laugaveginum og leggur 12 ára gömlum gullituðum Pajero-jeppa sínum á Skúlagötunni. Fyrir rúmri viku lagði Johnny bíln- um eins og hann er vanur, en þegar hann kom að honum daginn eftir tók hann fyrst eftir að bíllinn hafði verið færður. „Ég skildi ekkert í því þegar ég kom að honum að ég sá ekki inn um rúöumar á honum. Hann var meira eða minna brunninn allur að innan en það sér ekki utan á honum," sagði Johnny, en eldurinn hafði svert rúður bílsins. Sætið hafði einnig verið fært úr þeirri stöðu sem Johnny hefur það í. Engir lykl- ar voru í bílnum og Johnny sagðist ekki vita hver sökudólgurinn væri. Bíl stolið, skilað aftur og kveikt f honum. dv-mynd gva Johnny King endurheimti jeppa sinn úr klóm bíiaþjófs. Bíllinn er þó mikiö skemmdur því kveikt haföi veriö í honum. Hann kærði atburðinn til lögreglu, mun fara á verkstæði og átti mundu kosta hann á þriðja hundrað sem kom og tók skýrslu. Bíllinn Johnny von á því að viðgerðimar þúsund krónur. -SMK Síðasta graskögglaverksmiðja landsins: Erlent fóður er óþverri - segir framkvæmdastjóri Fóðuriðjunnar „Við stefnum að þvi að þrauka," segir Sæmundur Kárason, fram- kvæmdastjóri graskögglaverk- smiðjunnar Fóðuriðjunnar í Ólafs- dal sem er eina starfandi gras- kögglaverksmiðja landsins. Sæ- mundur segir reksturinn hafa gengið vel á árinu. „En við fáum harða samkeppni erlendis frá þar sem innflutta fóðr- ið er niðurgreitt frá Evrópusam- bandinu. Þessi samkeppni hefur reynst okkur erfið en sem dæmi um hana má nefna að kílóið af graskögglum frá Danmörku er nið- urgreitt með sem svarar til sex ís- lenskra króna,“ segir hann. Á þeim þremur og hálfa mánuði sem graskögglaverksmiðjan er starfrækt á hverju ári eru fram- leidd þar á bilinu 1000 til 1200 tonn. Um 200 tonnn eru flutt til Græn- lands en afgangurinn er seldur hér heima. Sæmundur segir að lítill stuðningur hafi verið frá ríkinu við graskögglaiðnaðinn þó verksmiðj- an hafi reyndar fengið dálítinn styrk á síðustu tveimur árum. „En í dag hefur hún ekki fengið náð fyr- ir augum ráðuneytis landbúnaðar- mála,“ segir hann. Að sögn Ólafs er verksmiðjan gríðarlega mikilvæg fyrir sveitaifé- lagið þar sem hún veiti 10 manns atvinnu yfir sumarmánuðina en þremur til fjórum starfsmönnum á vetrum. „Við ætlum að halda áfram ótrauðir og mæta samkeppninni með því að kynna fóðurkögglana sem yfirburðafóður í samanburði við hið innflutta. í Noregi og Þýskaland hefur okkur verið hrós- að vegna þess að okkar kögglar Heyannir sumarlangt dv-mynd þok Á sumrin er unniö höröum höndum allan sólarhringinn í graskögglaverk- smiöju Fóöuriöjunnar í Ólafsdal. innihalda 100 prósent gras en er- lendir framleiðendur bæta alls kyns efnum og óþverra í sitt fóð- ur,“ segir Sæmundur Kárason, sem unnið hefur við graskögglaverk- smiðjuna í 28 ár. -ÞÖK Matsáætlun frá Reyöaráli Reyðarál hefur sent Skipulags- stofnun tillögur að matsáætlun um mat á umhverfisá- hrifum álvers í Reyðarfirði. Gert er ráð fyrir að skýrsla um matið verið tilbúin snemma á næsta ári. Gullrannsóknir liggja niftri Sl. tvö ár hefur lítið sem ekkert verið unnið að gullrannsóknum á íslandi. Hallgrímur Jónasson, for- stjóri Iðntæknistofnunar, segir meginskýringuna á því vera þá aö gullverð sé lágt. Dagur sagði frá. Brottkastið til lögreglu Hjá Fiskistofu er verið að íhuga að heina þeim tilmælum til sýslu- manna að þeir taki afstöðu til þess hvort ekki sé ástæða til þess að taka skýrslur af þeim sem hafa ver- ið að vitna opinberlega um brott- kast fisks á íslandsmiðum. Dagur sagði frá. Framsóknar- fiokkur fyrir- staða ASÍ telur Fram- sóknarflokkinn og formann hans hafa verið helstu fyrir- stöðu verðlækkana á matvörumarkaði. Dagur sagði frá. Besta komin í mark í gærkvöld kom Besta í mark, langfyrst keppenda í seinni hluta alþjóðlegu úthafsiglingakeppninn- ar milli Paimpol og Reykjavíkur og til baka aftur. Vísir.is sagði frá. Messufall hjá SVR Það hefur tvisvar gerst á skömm- um tíma að ferðir falla niður hjá SVR vegna manneklu. Þessar breytingar hafa ekki verið auglýst- ar fyrirfram. Eins og er vantar 10 vagnstjóra til hjá SVR. Dagur sagði frá. Sala áfengis eykst Sala áfengis hef- ur aukist töluvert á þessu ári, en Áfengis- og tóhaks- verslun ríkisins birti í dag sölutölur fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sala á léttvínum jókst mest, mn tæp 16%. Vísir.is sagði frá. Skjáifti við Vatnafjöll Upp úr klukkan 17 í dag mældist skjálfti af stærðnni 3 á Richter rétt suðvestan við Vatnafjöll. Sam- kvæmt frétt skjálftavaktar Veður- stofu íslands hafa engar tilkynning- ar borist um að hreyfingin hafi fundist. Vísir.is sagði frá. VÍS hækkar bílatryggingar Vátryggingafélag fslands hefur hækkað iðgjöld ökutækjatrygginga sinna um tæp 30%. VÍS hefur einnig breytt svæðaskiptingu í gjaldskrá félagsins. Vísir.is sagði frá. Þingvallaprestur í bið Þingvallanefnd hefur farið fram á að biskup fslands auglýsi ekki að svo stöddu embætti sóknarprests á Þingvöllum, sem jafnframt er stað- arhaldari í þjóðgarðinum, og óskað viðræðna um framtíð embættisins. Mbl. sagði frá. Byggðastofnun fær 2000 tonn Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar í at- vinnuskyni fyrir næsta fiskveiðiár, sem hefst fýrsta september. Sam- kvæmt henni fær Byggðastofnuri tæp 2000 tonn. Mbl. sagði frá. GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.