Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Blaðsíða 4
4
Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
JOV
Leigubílstjóri á Hreyfli rannsakaði meint okur í garð ferðamanna:
Greiddu 20 pund hvort
- hræðileg mistök, segir Bretinn Richard Bird
„Okkur urðu á hræðileg mistök
þegar við sögðum að fargjaldið hefði
numið 20 þúsund krónum á hvern
farþega. Við nánari skoðun kom í
ljós að við greiddum sem nam 2.300
íslenskum krónum hvort," segir
Richard Bird, breskur ferðamaður
sem sagði frá því í DV í gær að
hann og eiginkona hans auk þriggja
annarra farþega hefðu greitt sem
nemur 20 þúsund krónum hvert fyr-
ir ferð með leigubíl frá Leifsstöð til
Reykjavikur. Hann lýsti leigubíln-
um sem ók þeim hjónum og þremur
öörum ferðamönnum frá Leifstöð til
Reykjavíkur.
„Okkur fannst upphæðin sem bíl-
stjórinn rukkaði okkur um skelfi-
lega há og stóðum í þeirri meiningu
allt þar til síðdegis í gær að um
væri að ræða 20 þúsund islenskar
krónur. Þegar við uppgötvuðum að
um var að ræöa tvö þúsund krónur
brá okkur mjög í brún. Við biðjum
alla sem orðið hafa fyrir óþægind-
um vegna þessa afsökunar," sagði
Richard Bird sem í gær hitti Magn-
ús Jóhannesson, stöðvarstjóra leigu-
Leigubíllinn var ódýrari
Eftir rannsókn leigubílstjóra á Hreyfli
upplýsti breski feröamaöurinn Ric-
hard Bird aö hann og kona hans
heföu greitt sem nemur rúmum fjög-
ur þúsund krónum í fargjald vegna
leigubíls en ekki 40 þúsund eins og
þau höföu áður haldiö fram.
bílastöðvarinnar Ökuleiða í Kefla-
vik, vegna málsins. Viðbrögð stöðv-
arstjórans eftir fundinn voru þau að
hann myndi leita allra leiða til að
ná þeim seka. Hann hafði hugsað
sér að grípa til sakbendingar og
leiða bresku hjónin fyrir bílstjóra
sína í þeirri von að þau þekktu
þann sem ók þeim. Áður en til þess
kom sneru bresku hjónin blaðinu
við og þau sögðust hafa greitt rúm-
lega tvö þúsund.
Jón T. Ágústsson, félagi í Bif-
reiðastjórafélaginu Andvara, var
beðinn af stjórn félagsins að kanna
málið og hóf hann þegar rannsókn-
arvinnu sína og óskaði hann eftir
pappirum frá Bretanum.
„Ég hitti Bird og hann sagði mér
þaö sama og DV. Þá óskaði ég eftir
afriti af flugmiða hans og þar sem
hann sagðist hafa greitt fargjaldið í
reiðufé bað ég hann um bankakvitt-
un fyrir gjaldeyri. Ég sagði honum
að ég ætlaði að komast til botns i
málinu og finna hina farþegana,“
segir Jón sem starfar sem bilstjóri á
Hreyfli. Hann sagði aö Bird hefði
beðið um frest til að frnna gögnin.
„Klukkutíma síðar hringdi hann
og sagði þá að hann og kona hans
hefðu greitt 20 pund hvort eða rúm-
lega 2 þúsund krónur. Þama var
einhver bölvaður misskilningur í
gangi en sem betur fer er búið að
komast til botns í málinu," segir
Jón sem var hinn ánægðasti með að
hafa hreinsað æru félaga sinna í
Keflavík.
Að sögn Jóns samsvarar gjaldið
sem leigubíllinn tók því að ekið hafl
verið á fullum taxta eða rúmum 11
þúsund krónum. Tilboðsverð þau
sem eru í gangi á leigubílastöðvum
í Reykjavík og í Keflavík nema 7.900
krónum fyrir 5 manna bíl og stærri.
Bíllinn sem ók Bird-hjónunum er í
flokki stærri bíla og ekki var ekið
samkvæmt gjaldmæli.
Sjónvarpið hafði í gærkvöld eftir
Ernu Hauksdóttur hjá Samtökum
veitinga- og gistihúsaeigenda að ein-
stakir ferðamenn hafi þurft að
greiða allt aö 30 þúsund krónur í
fargjald frá Leifsstöð. Andvari hefur
falið Jóni leigubílstjóra að rannsaka
það mál einnig.
Birdhjónin halda af landi brott i
dag eftir nokkurra daga dvöl. -rt
Líkja Sleipnisverkfalli við átthagafjötra:
Verður að fara í frí
- og skorar á bæjarstjórnina að grípa til aðgerða
„Það eiga ekki allir bíl og ég
þekki marga hérna í Hafnarfirði
sem þurfa að sækja vinnu til
Reykjavíkur en geta það ekki vegna
verkfallsins," segir Soffía Anna
Jónsdóttir, íbúi í Hafnarfirði, sem
starfar í Reykjavík en verður að
taka sér frí vegna verkfalls Bifreiða-
stjórafélagsins Sleipnis.
Soffla tekur venjulega tvo strætis-
vagna til Reykjavíkur þar sem hún
starfar við ræstingar skólahúsnæðis.
„Ég varð að fara i snemmborið
sumarfrí því það borgar sig engan
veginn að taka leigubíl í vinnuna og
ekki get ég verið aö betla far frá ætt-
ingjum eða vinum. Það eru þúsundir
hér í Hafnarfirði sem treysta á stræt-
isvagnasamgöngur og það er alltaf
verið að hvetja mann til þess að
geyma einkabílinn og nota bara
strætó en á svona timum gefast
margir upp á þvi og þeir kaupa sér
bíl sem geta,“ segir hún.
Soffia segir það óþægilega tilfmn-
ingu að hafa ekki það frelsi að geta
ferðast til Reykjavíkur.
„Systir mín var til dæmis á sjúkra-
húsi og ég hefði viljað heimsækja
hana oftar en einu sinni. Svo kemur
stundum upp hjá fólki að það verður
að sækja í lækni tU Reykjavíkur en
þá er eini möguleikinn að fara með
leigubíl," segir hún.
Að sögn Soffiu hefur fréttaflutning-
ur af deilunni gengið út á það að
ferðamenn verði fyrir óþægindum en
lítið hafi verið fjallað um þær þúsund-
ir sem ekki komast ferða sinnar í ná-
grannasveitarfélögum Reykjavíkur.
„Það fauk í mig þegar ég hlustaði á
fréttir í útvarpinu þar sem endalaust
var tönnlast á ferðamönnum sem
erfitt eiga með að ferðast en ekki var
eytt einu orði í okkur sem treystum
á strætisvagna til að komast í og úr
vinnu,“ segir hún.
Soffia skorar á bæjarstjórn Hafnar-
fjaröar að grípa tU aðgerða svo hægt
sé að veita bæjarbúum þá sjálfsögðu
þjónustu sem samgöngur eru. Hún
tekur fram að að öllu jöfnu sé gott að
nota strætó og þess vegna sé raunin
sú að fjölmargir nýti sér þjónustuna.
Hins vegar er farið að reyna á þolrif
þeirra nú.
Athygli vekur að á meðan notkun
almenningssamgangna eykst í ná-
DV-MYND 1NGÓ
Sleipnisverkfall fyrir almenna borgara
Soffía Anna Jónsdóttir er einn þeirra fjölmörgu Hafnfiröinga sem líöa
fyrir Sleipnisverkfall.
grannalöndunum og mælt er með stórum hluta höfuðborgarsvæðisins
henni af umhverfis- og efnahagsleg- og er jafnvel svo komið að SVR fellir
um ástæðum þá liggja þær niðri á niður ferðir vegna manneklu. -jtr
Starfslokasamningar:
Slæmt ef
slíkt tíðkast
„Það er ekki
búið að taka
ákvörðun um það
hvort við beiðn-
inni verður orðið,
það mun verða
gert á fundi
stjórnar sam-
bandsins síðar í
þessum mánuði,“
segir Jón Ingi
Kristjánsson, for-
maður Verkalýðs-
félags Noröfjarðar
og stjórnarmaður í Alþýðusam-
bandi Austurlands, mn beiðni Sig-
urðar Ingvasonar, formanns Al-
þýðusambands Austurlands, þess
efnis að gerður verði við hann
starfslokasamningur.
„Ég lít þannig á að þegar menn
segja upp starfl þá bara hætti þeir
eftir venjulegan uppsagnarfrest,
starfslokasamningur er að minnsta
kosti eitthvað sem Sigurður hefur
hingað til ekki samið um fyrir um-
bjóðendur sína. Það er mjög slæmt
mál ef þetta á að fara að tíðkast inn-
an verkalýðshreyfingarinnar. Ég
hélt að þetta fyrirkomulag væri
bara stundað meðal atvinnurek-
enda,“ segir Jón Ingi, og hann sagð-
ist fastlega reikna með að á Austur-
landi yrði farið fram á að menn
fengju að sjá starfslokasamning
Björns Grétars, fyrrum formanns
VMSÍ, en það hafa Húnvetningar
gert án árangurs. -gk
Maðurinn sem
fannst í Úlfarsá
er látinn
Maðurinn sem fannst meðvitund-
arlaus í Úlfarsá i gærmorgun er lát-
inn. Maðurinn, sem var eldri borg-
ari, var oröinn kaldur og þungt
haldinn er hann fannst og var flutt-
ur á sjúkrahús þar sem hann lést.
Þar sem hann var skilríkjalaus er
hann fannst lýsti lögreglan eftir ætt-
ingjum mannsins í fjölmiðlum, sem
gáfu sig fram. Lögreglan rannsakar
nú hvemig dauða mannsins bar að
höndum. -SMK
Þjófar rændu
500 krónum
Tveir menn vopnaðir dúkahnif
veittust á laugardaginn að hinum
þriðja í miðbæ Reykjavíkur með
það fyrir augum að ræna hann.
Árásarmennimir höfðu 500 krónur
upp úr krafsinu. Lögreglu var gert
viðvart og var einn maður handtek-
inn síðar vegna málsins. -SMK
Sunnanvindur
Suðlæg átt, 5-10 m/s. Súld eöa dálítil rigning
suövestan- og vestanlands og einnig
suöaustan til í kvöld en skýjaö meö köflum á
noröaustanveröu landinu.
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.35 23.53
Sólarupprás á morgun 03.32 02.35
Síódegisflóö 15.07 19.40
Árdegisflóó á morgun 03.25 07.58
Skýiíngar á veðurtáknum
J*-.VINDÁTT 10°4-Hm
-10! NviNDSTYRKUR Vfbost í nwtrum á sckúndu rKUtj I HEIOSKÍRT
Jl> €> o
tÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ AISKÝJAÐ
w Q W Q
RIGNING SKÚRIR StYDDA SNJÓKOMA
Ö 9 ==
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA
Skúrir um land allt
Snýst smám saman í norölæga átt meö skúrum í flestum landshlutum,
fyrst vestan til í fyrramáliö. Heldur svalara en veriö hefur.
Fimmtud
'Md
Vindur;
5-10 ,„/» >
Hiti 8° til 17” 4Va
Víndun
X-X ,„/,
Hiti 0” til -0”
Laugar
Vindur
X-X m/»
Hiti 0” til -O”
Su&austlæg og sí&ar
su&læg átt, víöast 5 tll 10
m/s. Rigning e&a súld,
einkum sunnan- og
vestanlands.
Útllt fyrir breytllega átt
meö skúrum i flestum
landshlutum.
.
AKUREYRI alskýjaö
BERGSSTAÐIR skýjaö
BOLUNGARVÍK alskýjaö
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL. alskýjaö
KEFLAVÍK súld
RAUFARHÖFN skýjaö
reykjavík alskýjaö
STÓRHÖFÐI Orkoma
13
12
9
7
10
10
7
10
9
BERGEN rigning
HELSINKI Skýjaö
KAUPMANNAHÖFN skýjaö
ÓSLÓ rigning
STOKKHÓLMUR
PÓRSHÖFN skýjaö
ÞRÁNDHEIMUR rigning
ALGARVE heiöskírt
AMSTERDAM skýjaö
BARCELONA léttskýjaö
BERLÍN skýjað
CHICAG0 hálfskýjaö
DUBLIN léttskýjaö
HAUFAX þokumóöa
FRANKFURT skýjaö
HAMBORG skúrir
JAN MAYEN skýjað
LONDON Skýjaö
LÚXEMBORG skýjaö
MALLORCA léttskýjað
MONTREAL léttskýjaö
NARSSARSSUAQ alskýjað
NEW YORK heiöskírt
ORLANDO heiðskírt
PARÍS rigning
VÍN skúr
WASHINGTON alskýjaö
WINNIPEG léttskýjaö
13
18
15
13
16
8
8
16
16
18
16
18
9
14
13
14
4
11
11
20
15
7
22
23
12
17
22
18