Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Page 8
8
Viðskipti__________
Umsjón: Vidskiptablaðid
Útgerðarfélag Akureyringa sendir frá sér afkomuviðvörun:
Afkoman lakari en
áætlanir gerðu ráð fyrir
- fyrstu 6 mánuði yfirstandandi árs
Eftir lokun hlutabréfamarkaðar í
gær sendi Útgerðarfélag Akureyr-
inga frá sér afkomuviðvörun þar
sem fram kemur að afkoma á fyrri-
hluta þessa árs verði lakari en áætl-
anir gerðu ráð fyrir.
Árið 1999 nam hagnaður fyrri
hluta ársins 180 milljónum króna og
veltufé frá rekstri 483 milljónum.
Nú er sýnt að félagið verður rekið
með töluverðu tapi á fyrri hluta árs-
ins og veltufé frá rekstri verður
einnig lakara en árið áður.
Lækkun á gengi krónunnar
veldur umtalsverðu gengis-
tapi
Meginástæðurnar fyrir lakari af-
komu má rekja til verulegs gengis-
taps, sölutaps eigna, lækkandi af-
urðaverðs og birgðasöfnunar.
Gengi krónunnar lækkaði á síð-
ustu dögum júnímánaðar sem veld-
ur um 160-170 milljóna króna geng-
Útgeröarfélag Akureyringa.
istapi á skuldum félagsins en þær
eru nær allar í erlendri mynt.
Lækkun á gengi krónunnar veldur
þvi að skuldir félagsins hækka en á
móti kemur að tekjur þess hækka
einnig til framtíðar. Þá hefur verð
flestra afurða félagsins lækkað frá
áramótum og afurðabirgðir aukist.
Ennfremur nam sölutap við sölu
loðnuskipsins Arnarnúps ásamt
veiðiheimildum í apríl sl. samtals
120 miiljónum króna. Loks má
nefna að tilkostnaður hefur hækkað
og aflabrögð eru lakari en á sama
tímabili í fyrra.
Vert er að taka það fram að sölu-
tap vegna eigna og gengistap lang-
tímaskulda félagsins, samtals
280-290 milljónir króna, hefur ekki
áhrif á veltufé frá rekstri en það er,
eins og oft hefur komið fram, sá
mælikvarði sem félagið notar til að
meta árangur sinn í rekstri.
Áætiað er að birta afkomu félags-
ins um næstu mánaðamót.
Fleiri sameiningar
í deiglunni
I Morgunkorni FBA kemur
fram sú skoðun að í kjölfar sam-
runa Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum og ísfélags Vest-
mannaeyja muni samrunahrina
vera farin af stað í sjávarútvegi
eftir nokkra stöönun að undan-
fömu. Er þetta talin vera jákvæð
þróun þar sem talsverð stærðar-
hagkvæmni er í rekstri sjávarút-
vegsfélaga í stjómun, nýtingu fjár-
muna og sölu-, markaðs- og þróun-
armálum. Hafi þeir aðilar sem
fyrstir ríða á vaðið fleiri valkosti
og því auðveldara að púsla saman
þeim einingum sem menn telja
hagkvæmastar.
Þórður Jónsson
tekur við SR-mjöli
Jón Reynir Magnússon, for-
stjóri SR-mjöls hf., mun láta af
störfum hjá SR-mjöli hf. þann 1.
ágúst næstkomandi eftir rúman 30
ára farsælan starfsferil hjá félag-
inu. Við starfi hans tekur Þórður
Jónsson sem gegnt hefur starfi
framkvæmdastjóra rekstrarsviðs
SR-mjöls hf. um árabil. Þórður er
58 ára gamall, skipatæknifræðing-
ur að mennt og hefur starfað lengi
innan fiskmjölsiðnaðarins.
Almennt er búist við
0,45-0,55% hækkun neyslu-
verðsvísitölunnar
Á morgun birtir Hagstofa ís-
lands vísitölu neysluverðs fyrir
júlí. Almennt er því spáð að vísi-
talan muni hækka á bilinu
0,45-0,55%. Fimm aðilar hafa birt
sínar spár en það er íslandsbanki-
FBA, Landsbankinn, Búnaðar-
bankinn, Kaupþing og Ráðgjöf og
efnahagsspár. Spáð meðaltals-
hækkun er 0,51% og voru spárnar
á bilinu 0,45-0,55%.
Formaður OPEC vill standa
við framleiðslutakmarkanir
Ali Rodriquez, formaður OPEC,
hefur skorað á Opec-ríki að standa
við samkomulag frá því í júní um
olíuframleiðslu. Olíuverð lækkaði
i siðustu viku eftir að Sádi-Arabia
tilkynnti um framleiðsluaukningu
upp á 500 þúsund tunnur á dag. I
júni samþykkti OPEC framleiðslu-
aukningu upp á samtals 708 þús-
und tunnur á dag með það að
markmiði að lækka olíuverð nið-
ur í 25 dollara á tunnu.
Breytt fjárfestingarstefna íslenska fjársjóðsins
Á aðalfundi íslenska fjársjóðsins
sem haldinn var í siðustu viku voru
samþykktar breytingar á samþykkt-
um félagsins er lúta að fjárfestingar-
stefnu hans og fjölda stjórnar-
manna.
Við stofnun íslenska fjársjóðsins í
lok árs 1995 var í fjárfestingarstefnu
sjóðsins lögð áhersla á fjárfestingar
í sjávarútvegsfyrirtækjum. Upp-
gangur var hjá sjávarútvegsfyrir-
tækjum á þessum tima og íslenski
fjársjóðurinn ávaxtaði fjárfestingar
sínar þar ríkulega. Islenski hluta-
bréfabréfamarkaðurinn hefur tekið
miklum stakkaskiptum frá stofnun
sjóðsins, í lok árs 1997 var hlutur
sjávarútvegs af hlutabréfamarkaðn-
um um 40% af markaðsverðmæti en
í lok árs 1999 er þessi hlutur sjávar-
útvegs um 25%. Nýjar atvinnugrein-
ar hafa sprottið fram hin síðari ár
og eru sífellt fleiri fjárfestingarkost-
ir í boði. Mikiil vöxtur hefur verið í
tæknigreinum eins og hugbúnaðar-
gerð, líftækni og þróun lækninga-
tækja þar sem við íslendingar eru
mjög framarlega á heimsvísu. í takt
við þessa þróun var ákveðið á aðal-
fundi íslenska fjársjóðsins þann 6.
júlí síðastliðinn að útvíkka fjárfest-
ingastefnu sjóðsins. Sérstök tenging
við fjárfestingar í sjávarútvegi var
fjarlægð og miðast fjárfestinga-
stefna sjóðsins nú við að fjárfest sé
í fyrirtækjum sem eiga mikla vaxt-
armöguleika, þar sem hæfir stjóm-
endur, sérfræðiþekking og islenskt
hugvit skapa fyrirtækjunum væn-
lega samkeppnisstöðu á alþjóðleg-
um mörkuðum til lengri tíma litið.
Til að styrkja enn frekar breyttar
áherslur í fjárfestingum íslenska
fjársjóðsins i tæknigeiranum, nánar
tiltekiö á fjarskiptasviði og hugbún-
aðarsviði, var fjölgað í stjóm sjóðs-
ins úr 3 mönnum í 5. Hinir nýju
stjórnarmenn eru Eyþór Arnalds,
framkvæmdastjóri Islandssíma, og
Gísli Heimisson, stjórnarformaður
hugbúnaðarhússins Mens Mentis
hf. I stjóm sjóðsins sitja fyrir Viðar
Þorkelsson, stjómarformaöur, Ein-
ar Benediktsson, forstjóri Olíuversl-
unar íslands, og Svanur Guðmunds-
son. Á aðalfundinum var einnig
samþykkt að greiða 10% arð til hlut-
hafa.
Búist við að framleiðsla í
fiskeldi aukist um 25% á ári
Fiskeldi skilar nú nálægt einum milljaröi í útflutningstekjur og mun verð-
mæti þess ef áætlanir ganga eftir verða nálægt fimm milljörðum árið 2006.
Að mati Landssambands fiskeld-
is- og hafbeitarstöðva (LFH) er fram
undan umtalsverð aukning í fisk-
eldi hér á landi. Ef tekið er mið af
því magni seiða sem nú hefur verið
sett á til framhaldseldis má gera ráð
fyrir að framleiðslan á milli ára
muni aukast að meðaltali um og
yfir 25% á ári næstu fimm árin.
Mestu munar um aukningu í ann-
ars vegar laxeldi og hins vegar í eldi
bleikju. Fiskeldi skilar nú nálægt
einum milljarði í útflutningstekjur
og mun verðmæti þess ef áætlanir
ganga eftir verða nálægt fimm millj-
örðum árið 2006. Fiskeldi er
langstærsta útflutningsgrein land-
búnaðarins.
Þessar upplýsingar komu fram á
aðalfundi landssambandsins sem
haldinn var 29. júní sl. „Verðþróun
hefur verið hagstæð á okkar helsta
markaði, Bandaríkjunum, og fram-
leiðslan hefur verið að aukast jafnt
og þétt og áfóll lítil í eldinu,“ sagði
Vigfús Jóhannsson, formaður LFH.
„Óhagstæð gengisþróun hefur þó
haft frekar neikvæð áhrif á bleikju-
mörkuðum í Evrópu," sagði Vigfús.
Mikill áhugi er nú hjá fjárfestum
að byggja um laxeldi í sjó hér við
land. Þar er ýmist um að ræða svo-
kallað skiptieldi þar sem laxinn er
alinn hluta ársins í kerum á landi
en siðan i sjókvíum fram að slátrun.
Hins vegar er um að ræða heilsárs-
eldi í kvíum, sérstaklega á Aust-
fjörðum. „Okkur sýnist að ef við
miðum við umsóknir sem þegar
liggja fyrir þá gæti umfang laxeldis á
íslandi orðið nálægt 20.000 tonnum
eftir fáein ár. Þetta hefði gríðarlega
mikla þýðingu fyrir landsbyggðina,
ekki síst á Austfjörðum þar sem
fjöldi manns hefðu af þessu atvinnu,
bæði beint tengt eldinu og við
vinnslu fisksins," sagði Vigfús Jó-
hannsson, formaður LFH. „Fiskeldis-
menn ætla sér að vinna bæði að því
að ná hámarksárangri af rekstri
stöðva sinna og að gera það i sátt við
umhverfið samkvæmt ströngustu
reglum þar að lútandi. Félagar i
LFH telja aö með því að sameina
þessa tvo þætti muni þess ekki langt
að bíða að leyfum til laxeldis í sjó
hér við land fari fjölgandi."
Aðalfundur LFH ákvað að stór-
efla starfsemi landssambandsins
strax á þessu starfsári. Þetta er gert
í ljósi þeirrar aukningar sem er
fram undan í fiskeldinu og með vis-
an til mikilvægis þess að haida uppi
öflugu kynningarstarfí fyrir bæði
félagsmenn og almenning um mál-
efni fiskeldis.
ÞRIDJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000
DV
Þetta helst
HEILDARVIÐSKIPTI 114 m.kr.
; Hlutabréf 69 m.kr.
Langtimaskuldabréf 15 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Eimskipafélag Islands 13,4 m.kr.
. i Islandsbanki-FBA 11,7 m.kr.
Islenski hugbún.sjóð. 8,6 m.kr.
MESTA HÆKKUN
©Talenta Luxemb. holding 8,97%
j © SR-Mjöl 6,45%
© Olíuverslun íslands 6,15%
MESTA LÆKKUN
Islenski fjársjóðurinn 8,28%
Vinnslustöðin 5,00%
Jarðboranir 4,06%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.527,8 stig
- Breyting 0,13 %
Blair vill að Bret-
landi gangi í EMU
eftir kosningar
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, segir að
ríkisstjórn sin
muni mæla með
því að Bretland
gerist aðili að
Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu,
EMU, fljótlega eftir
næstu þingkosningar í Bretlandi ef
efnahagsaðstæður eru hagstæðar.
Þátttaka í EMU myndi þýða að Bret-
land tæki upp evruna. Ummæli
Blairs eru þau vinsamlegustu sem
hann hefur látið frá sér fara um
EMU og evruna frá því hann varð
forsætisráðherra. Blair segir að ef
til þess komi að ríkisstjórnin mæli
með inngöngu í EMU verði boðað til
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina
og hvort Bretar eigi að taka upp evr-
una. Almennt er búist við að Blair
boði til þingkosninga í Bretlandi
snemma á næsta ári.
síöastliöna 30 daga
Búnaöarbanki 222.842
Íslandsbanki-FBA 209.718
Húsasmiðjan 185.712
Landsbanki 184.410
Össur 146.441
síöastliöna 30 daga
© Vinnslustööin 16%
© Fiskiðjus. Húsavíkur 13%
© Fóðurblandan 13%
© Búnaöarbanki 11%
0 Tangi 7%
MESTA LÆKKUN ▼
síöastliöna 30 daga
0 Hraðf. Þórshafnar -14 %
ísl. járnblendifélagið -11 %
Samvinnuf. Landsýn -9 %
o
©
W DOW JONES [•_ NIKKEI * S&P H NASDAQ sránsE ““dax CAC40 UáKVIH If 10646,58 17504,36 1475,62 3980,29 6456,40 7028,00 6480,65 O o,io% © 0,39% O 0,22% O 1,07% O 0,15% O 0,61% O 0,10%
n mm U.7.2Q00 kl. 9.15 KAUP SALA
te Dollar 76,560 76,960
öí? Pund 115,900 116,490
i*L Kan. dollar 51,780 52,100
Dönsk kr. 9,7920 9,8460
ðii Norsk kr 8,9410 8,9900
M.a Sænsk kr. 8,6590 8,7070
n—i n—iFI. mark 12,2878 12,3616
1J Fra. franki 11,1379 11,2048
| j Belg. franki 1,8111 1,8220
U Sviss. franki 47,0600 47,3200
CdHoll. gyllini 33,1531 33,3523
®*1 Þýskt mark 37,3549 37,5793
>1 ít. líra 0,037730 0,037960
Sár Aust. sch. 5,3095 5,3414
SM : Port. escudo 0,3644 0,3666
'jQ Spá. peseti 0,4391 0,4417
L*JJap. yen 0,715300 0,719600
B jírskt pund 92,766 93,324
SDR 101,880000 102,490000
Hecu 73,0598 73,4988