Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Síða 9
9 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000__ I>V ________________________________________________________________________________ Neytendur Það er gott að... ...dýfa fmgrunum í edik áður en laukurinn er skorinn. Það kemur í veg fyrir að lyktin festist við hend- urnar. ...setja smávegis af tannkremi á fingurgóm eða tusku, nudda því yfir bletti á baðkerinu eða vaskinu. Þurrka svo með blautum klút og sjá blettinn hverfa. Ótrúlegt hvað tann- krem hreinsar vel. ...brjóta eggjaskum smátt, setja í blómavasa eða önnur glerílát ásamt vatni og hrista tU að ná burtu fost- um óhreinindum innan úr Uátinu. ...láta hnífinn eða flysjarann smá- stund undir bunu af köldu vatni áður en sítróna er flysjuð. ...nota salt tU að ná burtu leifum af brenndum mat á ofnfóstum fotum og diskum og eggjablettum á hnífa- pörum. Setjið smávegis af vatni saman við saltið og nuddið þvi á blettina. ...hreinsa kaffilagið innan úr kaffikönnunni og hitabrúsanum með því að: a: Láta hrísgrjón í könnuna ásamt vatni og hrista vel. Það skef- ur könnuna að innan og nær ótrú- lega vel að hreinsa. b: Blanda saman heitu vatni og ca 2 msk. af matarsóda. HeUa í könn- una og láta standa um stund. Hreinsa vel. c: Setja glerkönnuna í uppþvotta- vélina (það má i uesia | hluti I sjálf- | virkra I kaffi- 0 ekki þann hlutann sem inniheldur raftækin). Hún verður tandurhrein á eftir. d: Blanda saman 1/4 boUa af salti og ís eða muldum klaka (ísinn inn- an úr frystinum er ágætur) og hrista vel. ...setja hendumar í litla plastpoka eða einnota plasthanska þegar verið er að móta hamborgara eða kjötboU- ur úr hakki. Það er mun auðveldara að móta þá og engin smithætta. ...búa tU einfalt bókamerki með því að klippa horn af umslagi og smeygja því á blaðsíðuna sem verið var að lesa síðast. ...setja 2-3 hráar kartöUur í pottinn ef of mikið salt hefúr verið látið í matinn. Eftir um það bU 20 mín. suðu eru kartöflumar fjarlægðar. Stórar kartöflur má skera i minni bita. ...blanda smávegis af málning- unni sem passar á veggina út í spartlið sem notað er tU að fyUa upp í sprungur. Þannig verður viðgerð- in í sama lit og veggurinn og ekki þarf að mála eins oft yfir. ...nota matarsóda tU hreingem- inga í stað hefðbundinnar sápu sem oft inniheldur mikið magn af skað- legum efnum. Dreifið t.d. smávegis af sódanum yfir teppið áður en ryksugað er og teppið verður hreinna. Notið hann tU að hreinsa aUt mögulegt, aUt frá diskum upp í ísskápa. Margs að gæta við bílakaup Bílar em okkur fslendingum mik- Us virði enda eigum við sennUega met i því hvað við eigum marga bUa á fjölskyldu því hér á landi voru skráðir rúmlega 170.000 bílar um áramótin síðustu. Þeir ganga kaup- um og sölum og verða að vonum ódýrari eftir því sem þeir verða eldri og meira sér á þeim. En það þarf að hafa ýmislegt í huga þegar bUl er keyptur. Ekki bara útlitið og það hvort í honum er útvarp með geislaspUara, heldur þarf einnig að skoða ferU bUsins vel. í ferilskrá eða eignaskrá kemur fram hver hefur átt bUinn og hversu lengi og sé einhvers staðar á listan- um nafn tryggingafélags, er ástæða tU að ætla að hann hafi lent í tjóni og rétt að kanna það. Tryggingafélög sem selja tjóna- bUa selja þá gjarna í því ástandi sem þeir eru eftir áreksturinn og því ekkert mál að finna út hvert tjónið er, en heldur versnar í því ef bUlinn hefur verið keyptur af trygg- ingafélagi og hann selur bílinn svo þriðja aðUa. Þá getur verið erfítt að fá upplýsingar um tjón sem bUlinn hefur lent í og hvernig hefur verið gert við hann. Rætt var við VÍS og TM trygging- ar og á báðum stöðum var sagt að ekkert mál væri fyrir þriðja aðUa að fá að skoða myndir af tjónabílum en skýrslur væru hins vegar ekki látn- ar af hendi enda notuð sem vinnu- plögg innanhúss. En ekkert er reynt að leyna tjónum á neinn veg en það væri hins vegar á ábyrgð seljanda hvort hann léti vita af tjóninu ef það sæist ekki. BUasali, sem rætt var við, sagði þetta alfarið í höndum seljanda og að mjög væri misjafnt hvernig þeir sinntu þessari upplýsingaskyldu sinni ef ekki væri augljóst að tjón hefði orðið. Best væri fyrir þann sem keypti bU að fara með hann i ástandsskoð- un áður en kaupin væru gerð til að ganga úr skugga um ástand hans. Slík skoðun kostar rúmar 4000 krónur og þar er m.a. mæld þykkt lakksins og gengið úr skugga um ýmislegt sem bent gæti tU þess að bUIinn hafi lent í tjóni. Betri verkstæði hafa oftast sögu bUsins í tölvutæku formi og því get- ur verið skynsamlegt að spyrja hvar bUlinn hafi verið í eftirliti og við- gerðum og fá upplýsingar um við- haldið. -vs Bifreiöatjón - Þessi bíll hefur greinilega lent í tjóni en þaö sést ekki alltaf svona vel. Hann er dýr dropinn: Bensínið er ódýrast í Bandaríkjunum - en dýrast á íslandi! Margir þeirra sem fara til úffanda taka á leigu bU og aka þangað sem hugurinn dregur þá hverju sinni. Á suma rennur sælusvipur þegar ekið er inn á bensínstöðvar og bíllinn fyUtur fyrir smápeninga að þeim flnnst en annars staðar þykir bens- ínið furðudýrt - t.d. í Norgegi sem þó er olíuland. Á vef FÍB (http://fib.is) er að finna margvíslegar upplýsingar um bUa eins og gefur að skUja og þar er m.a. þessi tafla um bensínverð í ýmsum löndum. Þess er þó ekki get- ið hvort þetta er hæsta eða lægsta verð í viðkomandi landi en eins og þeir vita sem ekið hafa um önnur lönd er bensínverð svolítið mismun- andi eftir stöðvum. ísland 98,30 Noregur 96,10 Bretland 95,20 HoUand 89,00 Svíþjóð 86,60 Danmörk 86,30 Belgía 82,60 Finnland 82,50 Frakkland 70,00 Ítalía 78,50 Þýskaland 72,70 Austurríki 68,80 Ungverjaland 66,30 Portúgal 64,00 Sviss 63,60 Lúxemborg 61,30 írland 60,70 PóUand 58,50 Slóvakía 58,40 Spánn 59,30 Grikkland 57,60 Tékkland 52,10 Bandaríkin 30,80 Það endist bæði vel og lengi: Brauðið eilífa - en samt eru engin rotvarnarefni Þetta ágæta BraUarabrauð kom lesandi DV með á ritstjómina. Við- komandi þótti einkennUegt að brauðið, sem keypt hafði verið i byrjun júní og geymt í sumarbú- staðnum við aðstæður sem engan veginn geta talist kjöraðstæður fyr- ir brauð, skyldi ekki vera myglað. TU að Uækja málið enn hafði þessi lesandi sett brauðið í bUinn hjá sér og þar hafði það verið í tæpa viku, sólin skinið á það, rakinn þéttst inn- an á pokanum á nóttunni og hita- breytingar töluverðar eins og gefur að skUja. Samkvæmt innihaldslýs- ingu eru engin rotvarnarefni í brauðinu heldur aðeins c-vítamín, mjólkursýra og bindiefni auk hefð- bundins mjöls, vatns og gers. Les- andinn vildi sem sagt fá einhverjar skýringar og neytendasíðan hafði samband við Iðunni Geirs- dóttur, matvælafræðing hjá MyUunni, en þar er brauð- ið bakað. „Ég er nú eiginlega alveg jafnhissa," svaraði Iðunn spumingu neytendasíðunn- ar. „Samkvæmt mínum kokkabókum ætti brauðið að verið farið að mygla eft- ir um það bU 10 daga. Eina skýringin sem ég hef er sú að hreinlæti við fram- leiðslu og aðstæður við geymslu, þó svo þær hafi ekki verið sem bestar, hafi hreinlega ekki boðiö upp á að myglugró væru tU stað- ar.“ Hvað varðar þá stað- reynd að brauðið er enn þá, eftir aUan þennan tíma, mjúkt og ekki einu sinni komin ólykt af því segir Iðunn að raka- binding ráði þar mestu auk góðrar stýringar á framleiðsluferli. „Ég vil taka það skýrt fram að í okkar brauðum eru engin rotvamarefni en það er gamaU misskilningur," segir Iðunn. „Við treystum á gott eftirlit með bakstrinum og gott hrá- efni og það hefur greinUega dugað tiL“ -vs Þetta brauö hefur veriö geymt í tæpan mánuö en þaö sér ekki á því og engin mygla er til í því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.