Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 Skoðun DV Á gleöistund á Þingvöllum. - Fyrir næstum 900 milljónir króna. Veisluhöld við Öxará Fylgdistu með Landsmóti hestamanna? Karen Ósk Lárusdóttir, vinnur í Kökumeistaranum: Nei, ég hef engan áhuga á hestamennsku. Guöbjartur Þormóðsson, vinnur í Straumsvík: Nei, ég hef ekki haft áhuga á hestum síöan ég var í sveit í gamia daga. Sigurdóra Kristinsdóttir, vinnur hjá Félagsþjónustunni: Nei, því miöur geröi ég þaö ekki í þetta sinn. Anna Margrét Gunnlaugsdóttir nemi: Nei, ég hef engan áhuga á hestum. Karen B. Ingólfsdóttir nemi: Nei, en ég hef samt áhuga á hestum. Haildóra Siguröardóttir skrifar: Ég er ein þeirra fjölmörgu sem sáu ekki ástæðu til að fara til Þing- valla á kristnihátíðina og mér fannst miklum fjármunum varið í undirbúning og framkvæmd alla. Ég er þeirrar skoðunar að gæta þurfi aðhalds í opinberum rekstri, þó svo að meira sé milli handa hjá sumu fólki í dag en oft áður. Öllum al- menningi þykir þó nóg um alla þá skatta og álögur sem viðgangast hér. Ég var skírð og staðfesti félags- þátttöku mína í kristilegri kirkju með því að samþykkja að verða fermd. Ég hef mína trú, og tel mig hvorki vera kommúnista né nasista, en fyrir mér hefur farið eins og svo mörgum að boðorðunum hefi ég stundum gleymt. Og komið hefir fyrir að ég hefi beðið Guð að fyrir- gefa mér. Kirkjurækin er ég ekki, og er það vegna þess að mér flnnst fátt um snjalla ræðumenn eða rétt- ara sagt góða predikara í kirkjun- um nú til dags. Það kann ef til vill að helgast af Haraidur Guönason skrifar: Enn hefur „sjónvarp allra lands- manna“, sem þeir þar á bæ nefna svo af lítiliæti, nýlega rutt af dag- skrá fréttum og öðru efni en sýnt þess í stað maraþon tuðruspark. Þótt „yfirtuðrari“ RÚV segi að kannanir sýni að fólk sé ekki á móti þessum yflrgangi er lítt takandi mark á slíkum yfirlýsingum. Eða hvemig fer sú könnun fram - ef ein- hver? Ekki eru t.d. þeir fjölmörgu öldruðu sem horfa á sjónvarp spurð- ir, því það er ekki samkvæmt ritúal- Hvers vegna biskup kallar það taut og nagg þegar trúbrœður hans og systur tala um eyðslu fjármuna sem samanlagt eru nœr 9 hundruð milljónir króna, skil ég ekki. “ því að guðfræðideildin ber ekki gæfu tU að laða að sér andans menn, sem hafa þann brennandi sannfæringarkraft sem tU þarf. Þess vegna er biskupinn kannski reiður. Hann var talinn góður ræðumaður á sínum tíma. Ekki veit ég um stjómmálaskoðanir hans, en áreið- anlega er hann kristinn. Hvers vegna biskup kaUar það taut og nagg þegar trúbræður hans og syst- ur tala um eyðslu fjármuna sem samanlagt eru nær 9 hundruð miUj- ónir króna, skU ég ekki. Mér finnst það ekki umburðarlyndi eða hátt- vísi. - Það eru svo margir sem þurfa að leggja hart að sér fyrir hverja krónu sem aflað er. „Nú er engin spuming leng- ur: Verði boltamafían látin ráða för í Sjónvarpi RÚV verður að afnema skylduá- skriftina.“ inu. Þeim er sem kunnugt er sýnd sú lítUsvirðing að vera ekki mark- tækir eldri en 70 ára (Eða hefur markið verið hækkað í 75?). Ritari þessa pistUs hefur vart opnað ríkisimbann í mánuð en horft á fréttir Stöðvar 2 á besta Mér finnast 900 mUljónir mikið fé og þeir sem ekki eru í þeirri að- stöðu að þiggja greiðslur frá opin- berum fyrirtækjum, eða fólkinu í laridinu, þar sem launin koma markvisst, vUja fremur að opinber- ir sjóðir verði notaðir ef samdráttur yrði í þjóðfélaginu að ég tali nú ekki um að létta á skattheimtunni eins og sifeUt er lofað. Kommúnistar og nasistar, líka hér á landi, héldu í upphafi að þeir væru að gera það eina rétta; að bæta hag fólksins, en engir hafa verið jafn aðgangsharðir að eigum annarra. Ekkert fólk þekki ég frekara á fé úr almennum sjóðum en kommúnista. Það er að sönnu rétt að ömurlegt er tU þess að vita að ungt fólk skuli viðhafa þá umgengnishætti og siði sem fram komu i fréttum af skemmtaninni við HúsafeU. Efa- laust er þetta fólk í þjóðkirkjunni og finnst mér það kaldhæðni að skattur af áfengiskaupum þess mun renna tU veisluhaldanna við Öxará. fréttatima. Þar gerðu fréttamenn jarðskjálftunum sérlega góð skU. Hins vegar hefúr konan mín opnað fyrir einhverjar kvikmyndir (og þær ekki af háum gæðaflokki) frá RÚV seint á kvöldin. Maður hefur jafnvel saknað Söru og broshýra pUtsins í svonefndum „bamatíma" kvöldsins. Nú er engin spuming lengur: Verði boltamafían látin ráða for í Sjónvarpi RÚV verður að afnema skylduáskriftina. - Og meðal ann- arra orða: Seljið popprásina nr. 2 og komið upp iþrótta- og auglýsingarás. Imbakassahátíðin mikla Dagfari___________________ __________ Fast þeir sóttu pokafiskinn Nú gengur sjómaður undir sjómanns- hönd tU að játa á sig fiskdrátt og að hafa fleygt golþorskum dauðum fyrir borð í því skyni að fóðra múkka og aðra sjófugla. Svo er að skUja að út- gerðarmenn landsins panti ákveðna stærð af fiski en biðji áhafnir sínar um að láta restina í poka og selja mUlUiða- laust tU Spánar. Sú afstaða útgerðar- manna að biðja aðeins um eina stærð af þorski er eðlileg. Iðnvædd frystihús þola ekki miklar stærðarsveiflur á flæðilínum sínum og því sjálfgefið að valið sé tfl vinnslunnar það hráefni sem hentar hverju sinni. Og varla er hægt að sýna sjómönnum meiri rausn en þá að leyfa þeim að hirða restina af fiskinum og fara með í land. Það er þeirra vandamál ef pokafiskin- um er ekki komið í verð og honum fleygt fyrir fuglana. Þama er auðvitað um að ræða góð- mennsku þeirra sem auðlindina eiga og nýta af skynsemi. Það er afar undarlegt hjá sjómönnum að berja á hönd gefendanna með þvi að láta að þvi liggja að þeir séu píndir í það svínarí að fleygja fiski eða tU að setja hann í poka og selja á svörtum markaði. í Biblíunni kemur fram að Kristur mettaði þúsundir með örfáum fiskum. í Það er afar undarlegt hjá sjómönn- um að berja á hönd gefendanna með því að láta að því liggja að þeir séu píndir í það svínarí að fleygja fiski eða til að setja hann í poka og selja á svörtum markaði. nútímanum er Kristur ekki sýnUegur en það er í hans umboði sem útgerðarmenn em að metta þúsundir sjómanna með örfáum fiskum. Á sama hátt og Kristur hafði aðeins örfáa fiska tU að moða úr fyrir sársvangan fjöld- ann þá hafa útgerðarmenn aðeins örfá tonn. Því er að baki hverju skráðu tonni nokkur tonn sem komið hafa múkkum og sjómannsfjölskyldum tU góða. Það er kristUegt athæfi að metta sem einstöku menn eru að reyna að gera ókristUegt með því að setja í sví- virðUegt samhengi og bendla virta út- gerðarmenn við óheiðarlegt athæfi. Sagt hefur verið um Suðumesjamenn að fast þeir sóttu sjóinn. Orðstír sjó- manna af Suðumesjum lifir með þjóð- inni en nú er orðin sú breyting á að þeir sækja pokafiskinn fast og fóðra sjófugla með afganginum. AUt þetta gera þeir i umboði útgerð- armanna sinna sem vUja þeim vissulega vel. Það er því fráleitt að þessar hetjur hafsins skuli nú stíga á stokk og játa á sig meinta glæpi. Það er ekkert athugavert að gera eins og Kristur forð- um. AUir sjá fáránleikann í því ef sonur Guðs hefði á sínum tíma verið sakaður um kvótasvindl eða eitthvað þaðan af verra. Suðumesjamönnum væri sómi að því að halda áfram að róa eftir pokafiski sínum í kyrrþey. _ n . Árborgarsvæðið kveinkar sér Matthías Matthiasson skrifar: Ég vorkenni þeim íbúum Árborgar- svæðisins (þ.e. Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar) ekkert þótt iðgjöld bifreiðatrygginga þeirra hækki eins og annarra. Þeir og aðrir landsbyggð- arbúar hafa aUt of lengi búið við önn- ur og betri kjör í þessum efnum en við hér í þéttbýlinu í Reykjavík og ná- grenni. Ég vU hins vegar hvetja trygg- ingarfélögin tU að stórhækka trygg- ingaiðgjöld á þeim bUum sem yngstu ökumennimir nota, þ.e. 17 og 18 ára, þeim sem mestum óhöppum valda. - Og lækka iðgöld okkar, reynslumik- Ula og tjónalítUla ökumanna. Nú er Nóatún stekkur Kristín Ólafsdóttir skrifar: Ég er íbúi í vesturbænum og hef til margra ára verslað í Nóa- túni og þar á undan hjá J.L. við Hring- braut. Þetta vora ágætar verslanir. Það er áberandi eftir sölu Nóatúnsverslunarinnar tU Kaupáss (en mér er sagt að það fyrir- tæki sé eigandi að versluninni) hversu vöragæði hafa rýrnað. Nú eru mest unglingar í vinnu þama sem litla vöraþekkingu hafa, en varla era þeir orsökin. Ég vU líka segja að vöraúrval er orðið minna og tak- markaðra en áður var. Þekkingar verður að krefjast á vöram og við- skiptaaðUum (svoköUuðum birgjum) af verslunarfólki, einnig hvemig við- skiptavinum á að þjóna. Þetta ættu hlutaðeigandi að gaumgæfa. Börnin og foreldrarnir Svana skrifar: Nú vinna flestir foreldrar úti eins og það er kaUað. Sannast þar texti þeirra bræðra Jónasar og Jóns Múla; Við vUjum aukavinnu, sífeUt meiri aukavinnu. - Ekki tU að lifa af, heldur tU að geta eytt meiru. Fólkið hefur fuUa vasa fjár, en hendir því jafnhrað- an í hitina. Bömin líða fyrir, á dag- heimilum, á leikskólum, og síðan í for- skóla og bamaskóla. Foreldramir hafa lítinn tima fyrir bömin. Varla um helgar heldur. En þessi tími kemur ekki aftur fyrir foreldrana. Þessi dýr- mæti tími sem samverastundir gætu orðið hvað nánastar. - Foreldrar; hugsið ykkur vel um, tíminn flýgur. Einangrun Hafnarfjaröar Sverrir Guðmundsson hringdi: Það er með ólíkindum að Hafnarflarðarbær skuli komast upp með að reka ekki almenningsvagna eins og Reykjavík. Að geta boðið íbú- um bæjarins, svo og Reykvíkingum upp á að komast ekki mUli bæjarfélag- anna i yfirstandandi verkfaU er með ólikindum. Ef bæjarkassi þeirra Hafn- firðinga tekur þátt að einhverju leyti í rekstri vagnanna í dag er þetta enn óskUjanlegra. En það er í fleiri þáttum sem einhver afdalaháttur virðist í mörgu hvað varðar bæjarbraginn hjá þeim Hafnfirðingum. Furðulegt, þar sem þessi gamh bær hefir aUtaf verið í nábýli við höfuðborgina. Kannski er það kratisminn sem stendur í vegi fyr- ir flestu, nema því sem kratamir hafa sérhagsmuni af. Frá Hafnarfiröi Engar atmennings- samgöngur! Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11,105 ReyKjavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.