Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Qupperneq 24
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V lí f iö Eldgosin í Vatnaiökli Á hverju priðjudagskvöldi eru fyrirlestrar í máli og myndiun á jöklasýningunni í Sindrabæ á Höfn í Homafirði. í kvöld mun Magnús Tumi Guðmundsson halda fyrirlestur sem hann kall- ar Eldgosin í Vatnajökli - lykill að eldvirkni ísaldarinnar. Magnús Tumi er landsþekktur jarðfræðingur en hann mun m.a. fjalla um hvemig eldgos imdir jökli hafa átt stóran þátt í að móta landslag á íslandi, tæpt verður á sögu rannsókna á gos- um í jöklum og hvert hlutverk Vatnajökuls hefur verið í þeim. Fyrirlestiu- Magnúsar Tuma hefst kl. 20. Klúbbar ■ SOLEY A THOMSEN Plötusnúður- inn Sóley er orðin að föstum liöi eins og venjulega á Thomsen á þriöjudagskvöldum og mun ekki valda aðdáendum sínum vonbrigð- um. Krár ■ SIGGI OG SIM A GAUKNUM Hljómveitin Siggi & SIM (Skóbúð Imeldu Marcos) leikur á Gauki á Stöng í..kvöld. Leikin verða lög eftir Sigurð Örn Jónsson og lög sem hann hefur verið viðriðinn í gegnum tíðina en kappinn fagnar í kvöld 30 ára afmæli sínu. Einnig munu ieikin nokkur uppáhaldslög Sigga, áöur I flutningi Beatles, Paul Simon, Tom Waits, Radiohead o.fl. Hljómsveitina skipa Siguröur Órn Jónsson, söngur, gítar, hljómborð, Bergþór Smári, gít- ar, rödd, Ingl S. Skúlason, bassi, og Friðrik Júlíusson G, trommur, áslátt- ur, rödd. Tónleikarnir hefjast um kl. 22.15. ■ LIFANDI TÓNUST Á CAFÉ ROM- ANCE A kaffihúsi rómantíkurinnar, Café Romance, er lifandi tónlist öll kvöld. Enski píanósnillingurinn Miles Dowley heldur uppi réttu stemning- unni frá klukkan 20.00. Klassík ■ FAGURTONLEIKAR I PEIGLUNNI Listunnendur á Akureyri fá aö njóta fagurtónleika í Deiglunni sem hefj- ast klukkan 20.00. Kristjana Arn- grímsdóttir syngur við undirleik Daníels Þorsteinssonar og Jóns Rafnssonar. Fundir ■ KIRKJUTONUSTARRAÐSTEFNA ISKALHOLTI Samtökin Collegium Muslcum hafa um 15 ára skeiö unniö að rannsóknum á menningar- arfinum sem fólginn er í sönglögum fyrri alda. Hér er um að ræöa fyrstu heildarrannsókn á nótum sem fund- ist hafa f íslenskum handritum. Nið- urstööur rannsóknanna veröa lagöar fram en þær verða enn fremur gefn- ar út á árinu. Sex ung tónskáld hafa verið ráöin til aö gera nýjar útsetn- ingar á nokkrum þessara fornu tón- verka og fá gestir ráöstefnunnar að heyra afraksturinn. Verkefniö er unn- ið í samstarfi viö Kristnihátíð og Landsbókasafn. Sjá nánar: Líflð eftir vinnu á Vísi.is Nýstárlegt kennsluefni í íslensku fyrir útlendinga: Bragi vakinn til lífsins - mikill áhugi og fullt út úr dyrum hjá Námsflokkunum Um þessar mundir er verið að reyna nýja tegund af efni í íslensku- kennslu fyrir útlendinga sem dreg- ur nafn sitt af Braga sem svo er nefndur í Snorra Eddu og lýst er sem ágætum í speki og mestum að B R A G I. org íslenska sem annað tungumál lcelandic as a foreign language afaffMtírekm. Hann tyágæ!ur jð spefc og mcJl úd mibndtd 05 orómm. (Snom-Udi) Bragi or nainið i rvimscíni í biensku S wrjldarveínum. Pitó er sam'tó mrð ólikar þarflr ncmonda f huga scm \mU að Mmetginlegu nuricmlöi að bwa tícnsku »cm anruð cða cricnt tungunil. Miðast námscfniö viö fuBorðna nemcndur um aflt bnd scm og criendh. Bragi er sarmtarfwwkefni á vegum Námsflokka Rcykjavfcur or Humbddt-lviJtólj í Beihn adt Ljósmyndasafns Reykjavfkair og annarra aðfla. Vtrkcfráö cr styrkt af Evrópusambandfnu og er 4 dagskrá hjá Rcykjovðc mcnnángarborg árið 2000. O/m- gi>cJ A iMxI Brjgí He h {*ixhh. kn wifihni and nnjst nl a/J <itr cUximtiKe and wrt/i wwd. flhc Pkhc tddi) ‘UngT a the rumc tJax'tof |t jching mjfrrij/í 0« Ifw vmdj wklr m h h /w> heen anMnl vrifh /1 rnKwn (nr ihc (Weriau ntxdí oí itxxknts who jfcjie &* imv pwpote - lhcy wsmt to k'atn lctíanchc «1« a fecond or tortíffi /j/ip/jgc. I/atf ti M Íúng inMeriih ,i/e tirdgneil tnr lujhne ilinletits throvghout tivhsnd js ncF jj abnud. Broff »ci cooperMhv projvct ol ihc Municipol Ctílt/c o( iMjvh Wocjl/on and ífcc Hunitokh UrJwrvty ín UerHn. j*. v/eC ® tlnr Knyíjjvd. Muscvni of Hhotog/apli)- ond otlicr orgarusjuxun. Bragj MÁM f tjóð þjóðfvljjtjo!, og MHJorjpegW f efntsvjli UkI og þjöö, siði hennar og mcnnlngu. Námscfnfð bniar bi&ð mfi kcnnslustofu og heimanims vtó töhti og býður uppá kosti og mðguleika beggja nármumhvería. Átlunm cr aö þróa Braga áfram svo lunn nýtbt einnig f (jariænnslu er fr.vn )íða stundir. Tf* projeci h \upponvd by tlnt £//ro//ej/i Union j ihJ h pjrt ot thc prqgrjmmc ot Krr/ájvd, luropun Cijy títCulture JtKXI. REYKJAVlK MIMMINAAiaOM iVAÓAU ÁRN) 2*C0 NÁMSEFNI Á VERALDARVEFNUM TEACHINC MATERIALS ON THE WEB bragi.org hagpýtar gturmupplýslngar /wW inúvrri/j/iofi nýU 4 veínum vet'kort vo)gluggj h^óðfræöikvcr pfconcifogy IxxAkt þinn vafri yQttr bancKr tungumál ncmcnda nudtmis' naiw lanpuag& námscír.iö: námsbók og vmraixjk tMCJiHig autrriak: courie book jnd worWook orðjforði vocabohry inálfræðiLver gamrv.t booklei menu wtndcr.v kntarvól Brrtg* thuff scatdi cnffnc kennarahandbók wjc/w's rttjrxiif SKÓIA* OG HEIMANÁM CLASSROOM TEACHINC AND HOME STUDY Bragi er ekki bara orðheppinn heldur líka ókeypis Meö Braga er komiö fyrsta kennsluefniö í íslensku sem er algjörlega á tölvutæku formi. Mynd Árnastofnun DV-MYND GVA Gígja Svavarsdóttir Hefur ásamt Sigríöi Tómasdóttur og þeim Soffíu Gunnarsdóttur og Andreas Vollmer í Berlín unniö gerö vefsins. málsnUld og orðfimi. Bragi er all- nýstárlegt samstarfsverkefni Hum- boldt-háskóla i Þýskalandi, Náms- ílokka Reykjavíkur og Ljósmynda- safns Reykjavíkur og Bragi er ein- stakur að því leyti að hann er ekki til á bókum heldur er hann samheiti yfir kennsluefni í íslensku fyrir út- lendinga sem í boði er á vefslóðinni bragi.org. Sigrún Gígja Svavarsdótt- ir hjá Námsflokkunum sagði í sam- tali við DV að hugmyndin hefði orð- ið til í herbúðum Humboldt-háskðl- ans sem hefði vakið máls á hug- myndinni við þá. Verkefnið er skipulagt til þriggja ára og kostað af EB og M2000. „Kennarar hafa oft haft á orði að lítið sé af íslensku nútímamáli í ís- lensku kennsluefni fyrir útlendinga. Þegar við höfðum rætt við kennara úr Humboldt sáum við strax að það var enginn grundvöllur fyrir því að gefa út bækur og ákváðum í kjölfar- ið að hanna vefsíðu þaðan sem kennar- ar hvaðanæva úr heiminum gætu tekið efni sem hentar þeirra kennslu og jafnvel betrumbætt það og aðlagað að sínum þörfum,“ sagði Gígja um ástæður þess að ráöist var í jafn viðamikið verkefni og raun ber vitni. Fjöldi manns á biðlista Verkefnið er enn á tilraunastigi og segir Gígja að svo muni reyndar alltaf vera þar sem alitaf sé verið að betrumbæta og skipta út efni og kennsluefnið því stöðugt að taka breytingum. Fyrstu hópamir eru þegar famir að notast við Braga í íslenskunám- inu hjá Námsflokkunum og að sögn Gígju láta hópamir vel af. Fullt er út úr dyrum, svo að segja, og sækja um 260 manns sumamámskeiðin að þessu sinni sem er þónokkur aúkn- ing frá árinu í fyrra auk þess sem biðlistar hanga uppi. „Það er mikill munur á tungu- málakennslu fyrir börn og fullorðna og mikilvægt að efnið höíði sérstak- lega til áhuga fólks. Með Braga reynum við að færa tungumála- kennsluna örlítið nær nútímanum með því að kenna íslensku í gegn- um sögu og menningu þjóðarinnar," segir Gígja um leið og hún tekur lít- ið dæmi af frásögn frá Þvottalaug- unum í Laugardal og hvemig nafn- orö og sagnir tengdar „þrifurn" eru kenndar samfara lesningunni. „Ég myndi segja að einkunnarorð Braga séu sveigjanleiki og gagnvirkni - hvort heldur milli einstakra náms- flokka eða milli nemenda og náms- efnis.“ -KGP Biogagnryni The Skulls - Blóborgin, Kringluhló og Nýjabió ★ Öfgafull stúdentapólitík Björn Æ. Noröfjöró skrifar gagnrýni um kvikmyndir Góði gæinn (Joshua Jackson) og vondi gæinn (Craig T. Nelson) „Ég verð aö játa aö ég skil ekki af hverju allt veröur aö vera meö eindæmum yfirboröskennt og hreinlega heimskulegt þegar kemur aö myndum geröum fyrir unglinga. “ Aðalpersónan Luke McNamara (Joshua Jackson) er framúrskar- andi nemandi og kraftmikill íþrótta- maður. Hann er einmitt svona týpa sem Höfuðkúpurnar sækjast eftir. Kúpumar em leynilegt skólafélag, ólíkt öllum öðrum. Það er gríðar- lega valdamikið og veitir liðsmönn- um sínum ailt er hugur þeirra gim- ist (í tiifelii ungra pilta - sport- bifreiðar og fögur fljóð) gegn algerri tryggð við félagsskapinn. Þar sem Luke stendur ilia fjárhagslega tekur hann boði Kúpanna um inngöngu, jafnvel þótt vinir hans Will Beck- ford (HUl Harper) og Chloe (Leslie Bibb) ráða honum frá því. Will er verðandi blaðamaður og þegar hann tekur að rannsaka Kúpumar hefst atburðarás sem engan gat órað fyrir - nema þá sem hafa séð of margar unglingamyndir. Ég verð að játa að ég skil ekki af hverju allt verður aö vera með ein- dæmum yfirborðskennt og hrein- lega heimskulegt þegar kemur að myndum gerðum fyrir unglinga. Þetta fer reyndar óhemjumikið í taugamar á mér - og gerði það einnig meðan ég var sjálfur á tán- ingsaldri. Hugmyndin á bak við The Skulls er nefnilega skrambi góð - skemmtileg blanda samsæris og mystíkur - en útfærslun með ein- dæmum klaufaleg. Aðsetur Kúpanna er óraunsætt með afbrigð- um og aldagamlar hefðir þeirra glórulausar. Persónumar eru stereotýpur og samtöl þeirra oft heimskuleg eftir því. Atburðarásin er brotakennd og sumar senumar með eindæmum vandræðalegar - of- sóknarbrjálæöissenan þó sýnu verst. Og hvaða félagsskapur af þessu tagi myndi kalla sig Höfuð- kúpurnar? Það er óþarfi að afskrifa yngri leikara myndarinnar strax þvi vandséð er hvort nokkur leikari hefði getað gert gott úr hlutverkum þeirra. Reyndar þyrfti ekki að koma á óvart ef Paul Walker og Hill Harper næðu lengra í Hollywood - því bak við hallærislegan díalóginn glyttir í sjarma. Flestum eldri leik- urum er vorkunn sömuleiðis nema hvað Craig T. Nelson sleppur ágæt- lega frá sínu. Fyrst og fremst er þetta blettur á ferli leikstjórans Robs Cohens sem á að vera sjóaðri í bransanum en að senda frá sér mynd sem þessa. Titill og útfærsla The Skulls kall- ar á hauskúpu í einkunnagjöf en ætli það sé ekki rétt að standast þá freistingu og gefa henni stjömu - fyrir góða hugmynd. Leikstjórn: Rob Cohen. Handrit: John Pogue. Aöalhlutverk: Joshua Jackson, Paul Walker, Hill Harper, Leslie Bibb, Craig T. Nelson, William Petersen, Christopher McDonald og Steve Harris.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.