Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2000, Side 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá 1 síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö t hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2000 íslendingur kom til Græn- lands í nótt Víkingaskipið Islendingur kom til ^Narssaq í Grænlandi um klukkan 4 að íslenskum tíma i nótt. „Við erum komin til Grænlands, við erum aðeins á undan áætlun. Það gekk mjög vel að sigla hingað, og greiða úr þeim flækjum sem við þurftum að greiða úr og þetta einfald- lega gekk eins og ég gerði ráð fyrir i upphafi," sagði skipstjóri íslendings, Gunnar Marel Eggertsson. Sam- kvæmt áætlun mun víkingaskipið vera í Brattahlíð á Grænlandi hinn 15. júlí. Brattahlíð er í minna en dagsferð frá Narssaq og sagði Gunn- ar Marel að ekki væri búið að ákveða hvenær Islendingur leggur úr höfn frá Narssaq. Um helgina lenti íslendingur í hremmingum vegna hafíss en komst klakklaust úr ísnum ásamt Hríseyj- unni EA-410, fylgdarskips sins. Hrís- eyjan er japanskur ístogari frá Sam- herja sem fylgir íslendingi alla ferðina. „Haflsinn hamlaði okkur í 9 til 12 klukkutíma. Við lentum í vandræð- um i ísnum og kláruðum okkur út úr þeim og síðan höfum við verið í góð- um málum,“ sagði Gunnar Marel. íslendingur mun yfirgefa Bratta- hlíð hinn 20. júlí og stefna til L’Anse Aux Meadows í Nýfundnalandi í Kanada. Víkingaskipið lýkur svo ferðinni í New York hinn 25. október. Áhöfnin fagnaði vel komunni til Grænlands. -SMK ~ Sprengjudeildin til Krýsuvíkur Flokkur unglinga sem er við vinnu í Krýsuvík á vegum Lands- virkjunar fann reyksprengju í morg- un. Baldur Sigurðsson hjá Lands- virkjun sagði í viðtali við DV í morgun að sprengjan, sem fannst of- anjarðar og væri sennilega frá því í síðari heimsstyrjöld, væri virk og að sprengjudeild Landhelgisgæsl- unnar væri á leið á vettvang með búnað sinn. Landhelgisgæslan gaf fyrirmæli um að öll vinna á staðn- um yrði stöðvuð vegna sprengju- hættu en unglingamir fundu mikið ^ magn vélbyssuskota í rofabarði á w sömu slóðum í síðustu viku. -GAR Veðurblíða í höfuðborginni Unga fólkiö naut sumarblíðunnar mitt í allri litadýrðinni við Fríkirkjuveg og lét nekt guðsins forna ekki trufla sig við fegrun borgarinnar en göfugri störf þekkjast vart á sólardögum. Stúlkan fremst á myndinni heitir Kristín Ólafsdóttir. 30% hækkunVÍS: Verðsamráð er virkt - segir Ari Skúlason Þessi hækkun kemur ekki á óvart,“ segir Ari Skúlason, fram- kvæmdastjóri ASÍ. „Hjá olíufélög- unum hækkar fyrsta félagið Idukkan þrjú, það næsta klukkan fimm og það þriðja klukkan sjö og það er samkeppnin í þeirri grein. Hjá tryggingarfélögun- um gerist þetta með einhverra daga eða vikna millibili og það er sam- keppnin í þeirri grein. Það er nátt- úrlega gefið mál að öll gera trygg- ingarfélögin þetta eins, þó einhver örlítill blæbrigðamunur kunni að vera á útfærslum, og þvi engin virk samkeppni í greininni. Þetta er greinilega virkt verðsamráð," segir Ari Skúlason. -GAR Ari Skúlason Allt á suðupunkti milli rútubílstjóra og leigubílstjóra við Leifsstöð í gær: Verðlag leigubíla helmingi of hátt - segir framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Keflavíkur DV-MYND PJETUR Til Keflavíkur Forráðamenn Sérleyfisbíla Keflavík gripu til þess ráðs að aka farþegum sínum til Keflavíkur í leigubílum þaöan sem þeir fóru með rútunni til Reykjavíkur „Það er auðvitað skelfíleg þjón- usta þegar menn haga sér svona. Leigubílstjórar hjá Ökuleiðum sem eru við Leifsstöð neita nær alltaf að keyra fólk til okkar nið- ur I Keflavík þar sem fólkið kæm- ist i okkar rútur og til Reykjavik- ur en ef þeir gera það í undan- tekningartilfellum taka þeir 1000 krónur fyrir aksturinn sem er helmingi of hátt fyrir um 4,5 km leið“ segir Einar Steinþórsson, framkvæmdastjóri Sérleyfisbíla Keflavíkur sem hefur einkaleyfi á akstri langferðabíla frá Keflavík til Reykjavíkur. Einar segir að vegna þessa hafi Sérleyfisbílar farið með strætis- vagn að Leifsstöð í gær og sótt þangað fólk sem hafi verið keyrt í langferðabíla í Keflavík. „Strætis- vagninn fylltist strax og þess vegna sendum við einnig lang- ferðabíl á staðinn. Verkfallsverðir stöðvuðu langferðabílinn og þá gripum við til þess ráðs að panta leigubíla fyrir fólkið til Keflavíkur og komum fólkinu þannig frá flug- velinum," segir Einar. Hann segir framkomu leigubíl- stjóranna við Leifsstöð óviðunandi. Til nokkurra orðahnippinga kom milli manna enda verja Ökuleiða- menn Leifsstöð með kjafti og klóm og vilja sitja að öllum akstri þar með farþega frá stöðinni. Þeir hafa ekki nema í undantekningar- tilfellum fengist til að aka ferða- mönnum til KefLavíkur í veg fyrir langferðabíla, vilja sjálfir keyra fólkið til Reykjavíkur og taka tug- þúsundir fyrir. Ema Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, lýsti því i fréttum RÚV í gær að leigubíl- stjórar hafi rukkað ferðamenn um allt að 30 þúsund krónur. Þá sagði hún að auglýsingar í Leif- stöð um verð á leigubílaakstri hafi verið rifhar niður. Lögreglan var á vettvangi við Leifsstöð i gær en aðhafðist ekki þrátt fyrir að mikill hiti væri í mönnum. „Við höfum fullan rétt til að sækja fólk að Leifsstöð og vorum að bregðast við neyðará- standi sem leigubilstjórarnir hafa skapað. Við munum kæra afskipti þeirra af því sem við vorum að gera í gær enda um lögbrot að ræða af þeirra hálfu. Það verða eft- irmál af þessu,“ segir Einar Stein- þórsson. -gk Upptaka salmonellu- og campylobactersýkinga leitað: Horft til opins klóaks - mögulegt, segir bæjarstjórinn á Höfn „Það er ekki loku fyrir það skotið að upptök sýkinganna megi rekja til þessa opna klóaks í fjörunni en það gæti í sjálfu sér verið hvað sem er. Ég ætla þó ekki að draga úr þvi að það þurfi að laga þetta klóak þarna. Það hefur verið leitað lausna mjög víða og við jafnvel sent menn utan eftir lausnum. Þama er stórstraumsfjara sem gerir allar aðstæður mjög erfið- Sýkingarstía ar og erfitt að leiða klóakið Bæjarstjórinn á Höfn hafnar því að það skuli vera langt út í sjó eins og lög gera beygur í fólki vegna mögulegrar sýkingarhættu ráð fyrir. Það hefur verið ráð- sem skapast hefur við opið klóak. inn maður sérstaklega til þess að fylgjast með þessu eina máli. Einnig geri ég ráð fyrir því að heilbrigðiseftirlit Aust- urlands fylgist með ástand- inu,“ sagði Albert Eymunds- son, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði, í gærdag. Aðspurð- ur sagði Albert aö það væri ekki beygur í fólki og það hefði t.a.m. enginn rætt málið við sig. Albert bætti því við að ekki væri fyrirséð hvenær yrði búið að laga þetta ákveðna klóak. -ÓRV Pantið í tíma 24 da^ai í Þjóðhátið FLUGFÉLAG ÍSIANDS 570 '3030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.