Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 4
20 MIÐVIKUDAGUR 2. AGUST 2000 Laxá Kristnipollur í Dölum: alltaf „Kristnipollur hefur verið mjög fengsæll veiðistaður í gegnum tíð- ina, þetta er besti veiðistaðurinn í ánni,“ sagði séra Óskar Ingi Inga- son, prestur í Búðardal, en hann skirði þau Jón Bald og Jarþrúði Pálmey við hylinn fyrir nokkrum dögum. Athöfnin var falleg og tóku viðstaddir fullan þátt í henni. Sagt er að þessi veiðistaður dragi nafn sitt af því að við kristnitöku árið 1000 hafi Dala- menn ekki viljað láta skíra sig fyrr en þeir væru komnir í Dali og fór því skírnin fram í Kristnipolli. Fiskifræðingar sem hafa skoðað hylinn segja að fáir veiðistaðir hafa að geyma eins mörg seiöi og Kristnipollur. Lcixá í Dölum er laxveiðiá með yfir 30 veiðistaði, eins Papa, Mat- arpoll, Neðri-Kistu og Efri-Kistu, Þegjandi, Leiðólfsstaðakvöm, Lambastaðakvörn, Svarfhólsgrjót, Dönustaðagrjót, Svartafoss og Sól- heimafoss. Veiðin hefur verið frekar róleg í sumar í Laxá í Dölum en veiði- menn sem við tókum tali við ána sögðu þónokkuð vera þar af fiski. Það rigndi í Dölunum fyrir fáum dögum og það óx í ánni. Laxinn gerði þá aðeins vart við sig, veiði- mönnum til mikillar ánægju. Hjól og línur Ódýr skot og leirdúfur: Skeet-skot, 25 stk. í pakka, 270 kl1. Leirdúfur, 150 stk. í pakka, 699 kr. NANOO Kringhm NANOQ* Laxárdalur, Ijúfa sveit, litla blómaríkið mitt, hvergi ég í veröld veit vinarbrjóst svo fagurlitt; ennþá á ég rósareit rauöan innst viö hjarta þitt. Laxárdalur, Ijúfa sveit, litla blómaríkið mitt. Fróðleikur um Laxá í Dölum Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni á heiðarlöndum milli Hvammsfjarðar og Hrútafjarðar og fellur um Laxárdal til sjávar. Neðarlega í ánni er Papinn og er nafnið fomt því það kemur fyrir í máldaga frá 14. öld. Áin hefur öll einkenni dragár því úrkoma á hverjum tíma ræður vatnsmagni hennar. Það getur verið mjög breytilegt. Á Þrándar- gili er rúmgott veiðihús og vel fer þar um veiðimenn. Laxá í Dölum er frægasta lax- veiðiá sýslunnar og hafa margir veiðimenn, frægir og ófrægir, veitt í henni. í fjölda ára hafði Pepsi ána á leigu en í dag veiða bæði innlendir og erlendir veiði- menn í ánni. Veiðin hefur oft verið ævintýra- leg í Laxá f Dölum og þá sérstak- lega þegar gerir miklar rigningar. Þá hellist laxinn inn. Besta veiðin í Laxá í Dölum er 500 laxar á þremur dögum sem gerðist fyrir nokkuð mörgum ár- um. Þá höfðu erlendir veiðimenn verið við veiðar og fiskurinn fékkst bæði á maðk og flugu en mest á maðkinn. -G. Bender Óskar Ingi Ingason, prestur i Búðardal, skírði þau Jón Bald og Jarþrúði Pálmey við Kristnipollinn og á myndinni er Óskar að skira Jarþrúði. DV-myndir G. Bender BH. flp lifl * ; lý ■ | ’-'j t _ f ■_ 'i&jt £ 1""'^ j Laxvei&in glæðist Laxveiðin hefur heldur verið að glæðast síðustu daga, enda laxinn látið sjá sig aðeins meira, eins og í Rangánum þar sem best hefur veiðst um 100 laxar á dag. Þetta er í Eystri-Rangánni og 80 og 100 laxar á dag eru tölur sem heyrast síðustu dagana og veiðin í Ytri-Rangá hefur verið góð líka. Rangárnar hafa gefið best, síðan kemur Norðurá í Borgar- firði og svo Þverá, líka ættuð úr Borgarfirði. Stærsti laxinn er enn 22 punda og veiddist hann í Fnjóská snemma sumars en nokkir 20 punda hafa veiðst. Á Norðurlandinu hefur veiðin verið slöppust, alla leið frá Hallá á Skaga og út í Hrútafjörð. Miklu færri laxar hafa gengið í veiðiámar á þessum slóðum, eins og í Blöndu. í gegnum teljarann hafa gengið 1000 færri laxar en á sama tima í fyrra. í Laxá á Ásum, dýrustu veiðiá lands- ins, hefur verið talsverð veiði síð- ustu vikur. Það virðist ekki skipta máli þó laxinum sé sleppt, eins og í Vatns- dalsá, hann kemur alls ekki þrátt fyrir það. Veiðin veröur minni en var í fyrra, svo skiptir þúsundum. Þó var það ekki gott sumar, svona slark- fært. Það er stórstraumur í dag og við skulum aldrei segja aldrei. Kannski kemur meira af laxi núna en gerst hefur hingað til í sumar. Veiðimenn eru hópur sem ekki gefst upp þótt á móti blási, laxinn kemur, það er bara spurningin hvort það verður i sumar, næsta sumar eða þamæsta, og þá klukkan hvað, það er ekki vitað með vissu enn sem komið er. -G. Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.