Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 6
22 MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 - Daníel Freyr Snorrason hnýtir sínar eigin flugur Daniel Freyr Birkisson, 5 ára, meö fluguboxið sitt. Hann hefur hnýtt allarflugumar sjálfur enda mjög handlaginn þrátt Jyrir ungan aldur. „Hann byrjaði fyrir nokkrum mánuðum að fylgjast með mér hnýta flugur en siðan fór hann að reyna sjálfur og árangurinn var fjót- lega góður,“ sagði Arnar Guðmundsson, frændi Daniels Freys Birkissonar, 5 ára, sem hnýtir flugur sínar sjálfur þrátt fyrir mjög ungan aldur. „Ég hjálpaði honum fyrst til að koma hon- um af stað og kom með uppskrift af flugum til að sýna honum hvernig þær væru gerðar. En hann vildi lítið hnýta þær heldur bara sínar eigin flugur sem eru reyndar ekkert mjög frá- bruðnar mörgum þeim flugum sem notaðar eru i veiðinni. Strákurinn er mjög handlaginn og virðist hafa þetta í sér, það sem þarf að gera vel eins og lakka hausinn á flugunum gerir hann vel. Hann er lítið fyrir íþróttir heldur fer hann og hnýtir eina flugu, svo er bara spurning hvort fiskurinn vill flugumar hjá honum. Ég held að þetta eigi eftir að ganga vel og ef hann heldur áfram að hnýta á hann eftir að verða góður hnýtari, það er ekki spum- ing,“ sagði Amar. í haust er ákveðið að Amar fari á kast- námskeið með föður sínum Birki Elmars- syni. En þangað til verður hnýtt og rennt fyrir fisk í ám og vötnum landsins með flugunum sem þessi ungi hnýtari hefur hnýtt. -G. Bender Flugumar hjá Daniel eru vel hnýttar og margar hverjar mjög litrikar. Af fiskum og flugum Margir veidivefir hafa verið opnaðir núna undanfarið og virð- ast ganga vel eins og vefurinn hjá Stefáni Jóni Hafstein flugu- veiðimanni og Essó-vefurinn hjá Þorsteini G. Gunnarssyni sem hefur veitt víða í sumar. Jónas Jónas- son selur flugur á Netinu en vef- urinn hjá hon- um er www. frances.is og þar má finna ýmislegan fróðleik um þessa sterku veiðiflugu. Stefán Jón er farinn að gefa út fréttablað í hverri viku sem heit- ir einfaldlega Flugur og er um flugur. Maðkurinn hefur ekki verið gefinn í sumar í veiðinni, á tímabili kostaði laxamaðkurinn 100 krónur. Góður tínari getur haft 300 til 400 maðka á kvöldi. Veiöimenn sem voru að veiða í Hópinu fyrir fáum dögum veiddu nokkar bleikjur en veiðin hefur verið frekar róleg þar. Bleikjuveiðin hefur verið góð viöa, eins og í Vatnsdalsánni. Stærstu bleikjurnar sem hafa veiðst þar eru um fímm pund. Þeim hefur mörgum brugðið sem hafa veitt I Blöndu á þessu sumri. Teljarinn sem í fyrra var á þessum tima í 1700 löxmn er núna í rétt 400 löxum. Veiðin er líka miklu minni en á sama tíma í fyrra. Viófréttum af einum sem var boðið veiðileyfi á svæði tvö í Blöndu og hann lét til leiðast. Hann keypti veiðileyfið en hann fékk ekki einn einasta fisk, sama hvað hann reyndi og reyndi víða um svæðið. Þegar hann kom heim aö veiðihúsinu, sem stendur við Móbergs- tjöm í Langa- dal, keypti hann sér veiðileyfi þar og veiddi vel af silungi. Við Hallá á Skaga selja bændur sjálfir veiðileyfin á þessu sumri og hefur það gengið ágætlega. Litið hefur frést af veiði í ánni enda veiðiskapurinn rólegur. -G. Bender Skotveiði í haust Eins og lesendur sjá er þetta blað eingöngu um stangaveiði en í september er áætlað að gefa út blað eingöngu um skotveiði. Þá verður gæsaveiðin bytjuð og ijúpnaveiðin að byija skömmu seinna. 1wm ■ m0m Það hefur víða verið reynt í sumar en árangurinn hefur oft verið betri. Efst til vinsíri: Reynir Ólafsson kikir eftir flski við Laxá á Refasveit. Neðst til vinstri: Haukur Geir Garðarsson með fallegan lax úr Laxá í Leirársveit. Aó ofan: Björn Breki Þorbjömsson, Gunnar Gunnarsson ogDaníel Þorbjörnsson meó vœna laxa úr Leirvogsá. Efst til hœeri: Aðalsteinn Pétursson og Pétur R. Guðmundsson með lax úr Ytri- Rangá. Að ofan: Ottó Einarsson með 20 punda lax úr Viðidalsá. Til vinstri: Veiðimenn og lax úr Leirvogsá við Varmadalsgrjótin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.