Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.2000, Blaðsíða 7
MiÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 2000 23 - en ntið var af veiðiskapnum að segja Þaö var lítið líf í Iðu um miðja síðustu viku þegar DV var þar á ferð. Mikið vatn var í ánni eftir stórrigningar helgarinnar og kolmórauð Hvítáin hafði yfirburði yfir bergvatn Stóru-Lax- ár. Hlutur bergvatnsins varð þó alltaf meiri og meiri eftir því sem leið á þriðjudaginn og talsvert lækkaði í ánni. Enginn veiddist þó fiskurinn þó einhverjir sæust stökkva en menn létu sig það litlu skipta enda veðrið með eindæmum gott og nánast óbærilega heitt að morgni miðvikudags. Allt þetta gerði það að verkum að þeim 30 löx- um sem veiðst höfðu í Iðu fjölgaði ekki þann dag- inn. Það er hins vegar aukaatriði hvort eitthvað 1 veiðist þegar náttúran skartar sínu fegursta og útivistin og félagskapurinn margbæta fyrir fisk- leysið. Borðið og stólarnir sem venjulega standa á eyrum við ána voru að þessu sinni í tæplega hálfs metra djúpu vatni og þurfti að vaða tals- verða vegalengd að þeim, vegalengd sem annars væri þægilegt að komast á bíl og að sögn Birgis Sumarliðasonar, sem veitt hefur í Iðu í á þriðja tug ára, væri jafnvel lítið mál að koma þangað tjaldvagni. Þegar svo mikið vatn er í ánni og sérstaklega þegar Hvítáin hefur betur þá hverfa góðir veiði- staðir undir jökulvatnið og reynist erfitt að hitta á þá. Vatnaskilin eru við þessar aðstæður helsti griðastaður fisksins og því þurftu menn að vaða alllanga leið út í til þess að komast að honum. Varð þó einungis einu sinni vart við að eitthvað væri átt við við línuna og drógu menn það ekki í efa enda reyndur maður sem hélt á stönginni. Þegar líða tók á þriðjudagskvöldið voru menn orðnir þreyttir og þegar dimm þoka skall á brast flótti á mannskapinn sem fór að taka saman. Ekk- ert hafði þá spurst til eins veiðimanna sem var einn nokkuð upp með ánni. Fóru menn að grín- ast með að hringja þyrfti á björgunarsveitir og í fjölmiðla en áður en til þess kom birtist umrædd- ur veiðimaður utan úr þokunni. Virtist sem hann héldi á fiski í hendi sér, allt að tveggja punda, og hýmaði heldur yfir mönn- um, eitthvað hafði þá veiðst. Þó varð heldur lítið úr fagnaðarlátunum þegar í ljós kom að fiskurinn fini hafði aðeins verið sjónhverfing og var í raun húfa mannsins sem kom stikandi út úr þokunni. -ÓK Breiðdalsá „Veiðin hefur gengið ágætlega í Breiðdalsá og núna eru komnir á milli 30 og 40 laxar á land, hellingur hefur veiðst af bleikju og eru margar hverjar vænar,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum hann um stöðuna í Breiðdalnum og Breiðdalsánni en þau voru nokkur seiðin sem sleppt var þar í fyrra og hittifyrra. „Stærstu laxamir eru tveir 17 punda sem veiddust fyrir fáum dögum,“ sagði Þröstur ennfremur. -G.Bender // Sáum stökkva // Sigurður Stamples með einn 13 punda úr Breiödalsá. Ferðavefur Birgir Sumarliðason, flugmaður og ferðamálafrömuður, sem veitt hefur í Iðu til fjölda ára, hefur sett á fót vef, svokallaðan ferðavísi, þar sem hægt er að finna flest það er viðkemur ferða- málum, útivist og skemmtunum á Is- landi. Heimasíða ferðavísisins er wwH'.nat.is og þar getur menn fúndið all ítarlegar upplýsingar um ár og vötn þar sem boðið er upp á lax-eða silungsveiði, um fólksflutningafyrirtæki, sem og um skotveiði og er vefhum haganlega skipt upp eftir landssvæðum. Vefúrinn er mjög aðgengilegur og lít- ið um óþarfa tengla en flestar nauðsyn- legar upplýsingar fýrirlyggjandi. Það er fyrirtækið Norðurferðir sem stendur að gerða vefjarins sem hefúr verið í smíðum síðastliðin fjörgur ár og mun hann verða uppfærður reglulega Vefúrinn er bæði á íslensku og ensku. Daiwa GÆÐAMERKI VEIÐIMAN ujneð lífstíðarábyrgð Útsölustaöir: Útilíf Veiðibúð Lalla Í Vesturröst „Það er bara fast en afi losar, ég fékk eina bleikju áðan,“ sagöi Höður Sigurdór Heiðarsson sem var að veiða í Dölunum fyrir fáum dögum og rétt hjá honum var Aron Leifsson nýbúinn að landa þremur bleikjum. „Ég fékk bleikju í Ármótahylnum rétt áðan og afi veiddi líka, hann veiðir bara á flugu," sagði Höður og hélt áfram að kasta. „Ég fékk bleikjumar héma fyrir neðan lónið og við pabbi sáum lax rétt áðan stökkva, kannski tekur hann á eftir,“ sagði Aron og það voru orð að sönnu, skömmu seinna fengu þeir fegðar lax á spúninn, sjö punda fisk. Þeir félagamir héldu áfram að kasta fyrir fiskana sem stukku um allt. Ungum veiðimönnum fjölgar í veiðiskapnum og fleiri og fleiri byrja að hnýta flugur. Mest veiða ungir veiðimenn silung en einn og einn er svo heppinn að komast í laxinn sem getur verið skemmtilegur mæti hann í ámar yfirhöfuð. -G. Bender Aron Leifsson með 7 punda laxinn og Höður Sigurdór Heiðarsson á veiðislóðum í Saurbœnum. DV-mynd G. Bender CORILAND FLUGUUNUR 444 Mávahlíð 41, Rvík, sími 562 8383 OG SÖLUAÐILAR UM ALLT LAND. —EINHVER BESTA UNAN A MARKAÐNUM 9 Flotlínur, 2 gerðir 4Þ Sökk/odds-línur, 5 gerðir 9 Sökklínur, 6 geröir 9 Sérhver lína hefur sinn lit • Framleíddar í Bandaríkjunum 9 Hagstætt verð Því ekki að byrja meö Cortland - þú endar þar hvort sem er! _______ SPORTVÖRU GERÐIN HE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.