Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2000
21
J Of seint
k - til læknis
i* Bls. 26
Nýr MP3
spilari
Bls. 25
Grannar
mýs gefa
von
Bls. 24
PlayStation
Þessar nýþvegnu
afrísku mörgæsir
biða þess að verða
sleppt á nýjan leik út
í náttúruna og frels-
ið. Þær eru einungis smáhluti
þeirra 40.000 mörgæsa sem bjargað
var frá olíumengun við strendur
Suður-Afríku þegar olíuskipið Trea-
sure sökk í júní. Um 10.000 fuglar
hafa nú verið þvegnir og er ærið
starf eftir enn. Þvotturinn fer fram
í IFAW/SANCCOB mörgæsa „end-
urhæfingarstöðinni“ í Salt River,
Höfðaborg.
Byrjað er að sleppa fuglum á ný
nú þegar en enn er ekki séð fyrir
endann á því hvenær því starfi
verður lokið. Það flýtir þó sjálfsagt
fyrir að nokkur hluti fuglanna
40.000 náðist áður en þeir lentu í ol-
íuflekknum. Vísindamenn segja að
þetta sé langstærsta rýming á villt-
um dýrum fyrr og síðar.
Strax og skipið sökk sást að ekki
yrði hægt að hreinsa sjóinn nógu
fljótt og hófust þá sjálfboðaliðar við
að flytja fuglana í burt frá slysstaðn-
um. Stærsta ástæðan fyrir þessu er
að afríski mörgæsastofninn er ekki
mjög stór og hefði það verið stórt
áfail fyrir hann ef mikið affall hefði
verið úr honum eins og stefndi í eft-
ir slysið.
Hættan sem myndast fyrir dýralíf
þegar oliuskip sökkva er alltaf jafn-
mikil en i þetta skiptið tókst með
skjótum viðbrögðum fólks að draga
verulega úr tjóni með þessum stór-
flutningum á mörgæsunum.
íWOifili'
iiUll
„Napster" fyrir bíómyndir
Það er ekki bara tón-
listariðnaðurinn sem
þarf að kljást við steli-
þjófa á Netinu. Nú er
kvikmyndaiðnaður-
inn farinn að fmna fyrir því einnig.
Neðanjarðarmarkaður með stolnar
myndir fer ört stækkandi og búast sér-
fræðingar við því að í lok ársins 2001
verði um einni miiljón mynda hlaðið
niður á degi hverjum. Talið er aö einn
aðalstaður fólks til að hittast og skipt-
ast á myndum sé á Irkinu þar sem það
sér hver á hvað.
Meðal aðferða við að koma myndum
á stafrænt form er að nota DeCSS. Það
er búnaður sem notaður er til að ná í
myndir af DVD-diskum og setja þær á
stafrænt form svo hægt sé að senda
þær í gegnum Netið. Maður að nafni
Eric Corley hefur verið ákærður af
kvikmyndaverunum fyrir að birta upp-
lýsingar um hvar maður kemst yfir
DeCSS á veftímariti sínu 2600. Vefslóð-
in er www.2600.org.
Psoriasislyf hjálpar reykingamönnum
Lyfið Methoxsalen hef-
ur hingað til aðeins
verið ætlað fólki sem
þjáist af hinum hvim-
leiða psoriasis-húð-
sjúkdómi. Hins vegar hefur dr. Edward
Seliers komist að því að það geti einnig
hjálpað reykingamönnum að draga úr
reykingum og hugsanlega hætta. Hann
prófaði það á 12 reykingamönnum og
drógu þeir allir úr reykingum um 25%.
Talið er að lyfið dragi úr virkni en-
símsins CYP2A6 sem sér um að brjóta
niður nikótínið í líkamanum þannig að
fljótt verður skortur á því aftur og fólk
langar í aðra sigarettu. Frekari og ítar-
legri rannsóknir þurfa að fara fram
áður en hægt er setja lyfið á markað.
" 'Vví.\| Hgf
ML:/ 1 lO
Ný og sérlega áhugaverð Ijó
/öruverslun,
HEIMS
iiSJIifk
. u$'að Lækjargötu 2 í
I versluninni fæst allt tengt Ijósmyndun ;f
til að mynda
Ijósmyndavél
■, filmur, rafhlöður o.fl.
Hverri filmu sem þú kemur me^
r:
dum handa ömmu.
AGFA ^
Einnig ertekið við filmum hjá Heimilistækjum, Sætúni og Heimskringlunni, 1. hæð, Kringlunni.
HEIMSMYNDIR
Lækjargötu 2, Reykjavík. Sími 569 1550