Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.08.2000, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. ÁGÚST 2000 [ i'jkihii King gefur út þriöja hlutann Hrollvekjuhöf- undurinn Steph- en King hefur ákveðið að gefa út þriðja hluta netbókar sinnar The Plant (plantan) vegna þess hversu vel sá fyrsti gekk. King var búinn að gefa út þá yfirlýsingu að fyrstu tveir hlutamir kæmu á Netið en ef færri en 75% af þeim sem sóttu sér fyrstu tvo hlutana borguöu uppsettan 1 dollara þá kæmi þriðji hlutinn ekki út. Fyrsti hlutinn var gefmn út 24. júlí og þann 31. júlí höfðu 152.132 manns sótt sér eintak. Þar af höfðu 116.200, 76,38%, borgað. Um 93.000 manns notuðu sér kreditkortakerfið sem Amazon.com lagði fram á með- an aðrir lofuðu að senda greiðslu sem nú þegar eru byrj- aðar að berast til hroOvekju- kóngsins. Hægt er að nálgast bókina á heimasíðu King, www.stephenking.com. íranska landsbyggöin netvæöist í seinustu viku var fyrsta íranska þorpið utan Teheran tengt við Inter- netið. Um er að ræða þorpið Shahkouh sem er í Norðaustur- Golestanhéraði. Það var valið vegna þess hversu nálægt það er rannsóknarstofu eins háskólans í íran. Fyrir aðeins ári var að- gangur að Netinu aðeins mögu- legur starfsmönnum háskóla og írönsku yfirstéttinni. Þróunin síðan þá hefur hins vegar verið ör og hafa mörg Net-kaffihús opnað í Teheran. í aprú síðast- liðnum tilkynnti samskiptaráðu- neyti Irans að engar hömlur væru á því hver gæti tengst Net- inu. Nýtt próf til aö finna brjóstakrabba Vísindamenn hafa fundið upp nýja aðferð tU þess að spá fyrir um hvort konur muni fá brjóstakrabbamein. Nál er stungið í brjóstið í kringum geirvörtuna og tekin nokkur frumusýni. Síðan eru þau athug- uð og þá sést hvort frumurnar eru byrjaðar að breyta sér eða ekki. Þetta mun koma sér vel fyrir konur sem eru í áhættu- hópi þar sem hægt er að ákveða hvort taka á á málinu fyrirfram með lyfjum eða uppskurði. Rannsókn á 480 konum í áhættu- hópi sýndi fram á að 102 voru með byrjunareinkenni krabba- meins og af þeim fengu 17 krabbamein á meðan aðeins 3 úr hinum hópnum gerðu slíkt hið sama. Þessari nýju aðferð hefur verið líkt við sýnatöku i krabba- meinsskoðun í legi en er hins vegar tOtölulega alveg sársauka- laus. tölvui t*kni 09 vísinda 23 Ný rannsókn í Bretlandi: Járnskortur veldur greindarskorti Samkvæmt nýj- um rannsókn- um, sem vís- indamenn við King’s CoOege í London gerðu, eru sterk tengsl á milli mikOs járnsskorts og lágrar greindarvísitölu hjá ung- lingsstelpum. Járn er mikilvægur þáttur i hemóglóbíni, prótini sem sér um að binda súrefni við rauð blóð- kom. Einkenni járnskorts eru þreyta, stökkar neglur, fölur litar- háttur og minni matarlyst. Ef járn- skorturinn er mikill veldur það blóðleysi og ónógu súrefnis- streymi um líkamann. 152 stúlkur á aldrinum 11-18 ára tóku þátt í rannsókninni. Tekin voru blóðsýni og þær látnar út- skýra matarvenjur sínar. Síðan þreyttu þær greindarvísitölupróf. Járn er mikilvægur þáttur / hemóglóbíni, prötinl sem sér um að binda súrefhi við rauð blóðkorn. Einkenni járnskorts eru þreyta, stökkar neglur; fölleiki og mlnni matarlyst. Ef jámskorturinn er mikill veldur það blóðleysi og ónógu súrefnis- streymi um likamann I Bretlandi þjást á milli 10 og 30% táningsstúlka af miðlungs eöa miklum járnskorti. Þær stelpur sem voru mjög Ola haldnar af jámskorti reyndust hafa mun lægri greindarvísitölu en hin- ar. Þetta breyttist ekkert, jafnvel þótt tekið væri tiOit tO þjóðfélags- stöðu, kynþáttar, næringar og tíða- hrings. Dr. Michael Nelson, stjórnandi rannsóknarinnar, segir tvær líklegar ástæður vera fyrir sambandinu á miOi þessara tveggja þátta. Annars vegar er það minnkað súrefnisflæði tO heOans. Einnig eru þó nokkur ensím sem stjórna sendingum raf- boða i heOanum að nokkru leyti háð jámi tO að starfa eðlOega. Fólki sem þjáist af járnskorti er bent á að borða af grænblaða- grænmeti, magurt kjöt, baunir hvers konar og þurrkaða ávexti. Einnig er gott að sækja í C- vítaminríka fæðu þar sem C- vítamín hjálpar tO við upptöku járns. a Birting mynda af Mac-vörum á Netinu: Apple kærir vegna leka - Yahoo! hefur verið skikkað til gefa upplýsingar Apple-fyrirtæk- ið er ekki ánægt með að sagt hafi verið frá nýju vörunum sem kynntar voru á MacWorld Expo á Netinu strax í febrúar á þessu ári. TO að komast að því hver það er sem lekur út þessum upplýsing- um frá fyrirtækinu hefur Apple- fyrirtækið hafið mál á hendur eig- endum vefsiðna þeirra sem fluttu fréttimar tO að geta fengið upplýs- ingar um hver veitti upplýsingam- ar. Með því að kæra málið er hægt að neyða eigendur vefsíðnana tO að gefa upp nafn eða nöfn þeirra sem láku út þessum upplýsingum frá Applefyrirtækinu. Nú þegar hefur fyrirtækinu Ya- hoo verið gert að upplýsa það hver eigi vefsíður þær sem birtu upp- lýsingarnar sem eru skráðar hjá fyrirtækinu. Er það fyrsta skrefið í þá átt að finna út hver þaö er sem veitir þessar upplýsingar. Þessi leki frá fyrirtækinu skaðar það mikið þar sem eftirvæntingin eftir nýjum vörum kemur á vit- lausum tíma og þar af leiðandi seljast færri hlutir af nýju vörun- um. Búist er við að Apple-fyrirtæk- inu verði dæmdar háar skaðabæt- ur vegna þessa ef rannsóknin ber árangur og sökudólgurinn flnnst. Þær vörur sem sagt var frá á Net- inu voru nýja kúlulausa músin og tveggja örgjörva G4-tölvan. 77/ að komast að því hver það er sem lekur út þessum upplýsíng- um frá fyrirtækinu hef- ur Apple-fyrirtækið hafið mál á hendur eigendum vefsíðna þeirra sem fluttu frétt- imar til að geta fengið upplýsingar um hver veitti upplýsingarnar. Apple Pro-músin var birt á Netinu í júní en átti ekki sjást fyrr en seinni hlutann í júlí. Fulltrúar Addís, Stiklu og Stefju handsala hér samninginn TETRA-fjarskiptakerfiö: Ferðamenn ávallt undir eftirliti - eykur öryggi til muna Ferðaskrifstofan Addís, flarskipta- fyrirtækið Stikla og hugbúnaðar- húsið Stefja hafa gert með sér sam- starfssamning um þróun og uppbyggingu TETRA fjar- skiptakerfis sem ber yfirskriftina „Þró- un TETRA fyrir hóp- og flotastjórnun". TOgangur samnings er að hagnýta TETRA-tæknina ásamt hugbúnaðar- lausnum frá Stefju tO hóp- og flota- stjórnunar hjá Addís. Þetta er tímamótasamningur í fs- lenskri fjarskiptasögu þar sem Addís er fyrsta fyrirtækið tfl að kaupa TETRA-þjónustu af Stiklu og jafnframt er þetta fyrsta hóp- og flotastjórnunar- lausnin sem Stefla heimfærir yfir á TETRA-kerfi. TETRA-stjómstöð Addís mun geta séð jafnóðum hvar hver ferðamaður er hverju sinni og jafnframt verið í talsambandi við viðkomandi. Þetta er fyrsta eftirlitskerfið með ferða- mannahópum hér á landi, og jafnvel í heiminum þar sem fylgst er með ferðamannahópum á ferð um landið. Þetta mun auka öryggi ferðamanna og tryggja að aflar skipulagðar tíma- áætlanir standist. Tony Hawk 2 með ýmsum möguleikum - hægt aö sérhanna brautir Það eru alltaf að leka út fleiri fréttir um hvað Tony Hawks Skateboarding 2 muni bjóða upp á. Leikurinn sem beðið er með mikilli eftir- væntingu er á leiðinni fyrir PlayStation og Dreamcast á þessu ári. Fyrir utan klassískar viðbætur, eins og betri grafík, hljóð, nýrri tónlist og ný trikk, ber einna hæst að leikurinn mun innihalda þann valmöguleika að spilarar geta hannað sínar eigin brautir og palla. Með þessu móti eykst end- ing leiksins tO muna og flestir geta hannað brautir við sitt hæfl, hvort sem þeir vilja renna sér eftir hand- riðum eða framkvæma stór stökk fram af fjallsbrúnum. Þessi mögu- leiki gerir spflurunum líka kleift að sérhanna brautir fyrir tveggja PlayStation-aðdáendur bíða með öndina í hálsinum eftir TH2 manna leik sem var einstaklega vel útfærður í fyrri útgáfu leiks- ins. Ekki er búið að ákveða fastan útgáfudag fyrir Tony Hawks Skatebording 2 en framleiðendur leiksins segja hann á næsta leiti en það þýðir væntanlega fyrir jól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.