Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 3
I MIDVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 21 Bresku torfærubílarnir eru mikiö breyttir Land Rover- og Range Rover-jeppar. íslensku torfærujepparnir, eins og t.d. Græna þruman hans Daníels G. Ingimundarsonar, eru mun öflugri en bresku tor- færubílarnir. DV-myndir JAK Torfærur erlendis Torfæruaksturskeppni er þekkt víðar í heiminum en á íslandi þó svo að íslenska torfæran sé sérstök og ólík öllum öðrum. Við íslending- ar könnumst við ýmsar keppnir sem haldnar eru í torfæruakstri er- lendis en margar þeirra finnst okk- ur fremur líkjast ralli en torfæru. Þar má nefna Paris-Dakar-rallið sem er kappakstur um óbyggð svæði milli tveggja staða. Sama má segja um Baja-kappaksturinn sem haldinn er árlega í Baja-eyðimörk- inni á mörkum Kalifomíu og Mexikós. Þar keppa menn í hraðakstri yfir torfæra eyðimörk- ina og takmarkið er að komast í mark á sem stystum tíma. í þessu þekkjum við keppni eins og Baja- kappaksturinn í Bandarikjunum og París-Dakar-rallið. Keppt er á alls konar farartækjum í mismunandi flokkum. Líkjast meira víöavangshiaupi Þegar íslensku torfæruökumenn- imir fóru til Englands í byrjun sum- Eirs og kepptu þar í torfæru kynnt- ust þeir starfsemi „The All Wheel Drive Club“ sem eru stærstu sam- tök torfæruökumanna í Bretlandi. „Breski jeppaklúbburinn" stendur árlega fyrir margs konar keppni fyr- ir félagsmenn sína. Margar þessara keppna líkjast fremur rallkeppni en torfærukeppni eins og við þekkjum þær. í keppnunum eru notaðir gEimlir malarvegir og slóðar um fjöll og skóga. Ýmsar hindranir geta ver- ið á þessum leiðum, svo sem fallnir trjástofnar eða hvörf sem myndast hafa vegna rigninga. Öðruvísi jeppar en viö eigum að venjast Farartækin sem Bretamir keppa á eru sérsmíðaðir bílar, oftast byggðir á Land Rover- eða Range Rover-jeppum. í þessum jeppum, sem eru tiltölulega léttir, eru vélar sem skila um 300 hestöflum. Þeir eru oft mjög stuttir og með lítinn beygjuradius þannig að auðvelt er að brjótast áfram á þeim á þröngum slóöum eða skógarstígum. Bretarnir mættu á jeppunum sínum á Foxhill- brautina og voru þar með sýningu í torfæruakstri. Ljóst var að þeir hefðu ekkert að gera í þrautimar sem lagðar voru fyrir íslensku kepp- endurna en greinilegt að hér voru á ferðinni skemmtileg tæki sem henta vel þeim þrautum sem þau eru not- uð í. -JAK # Hreinni vél # Betri bruni ~ Minni mengun # Skemmtilegri akstur Fæst á öllum Shellstöðvum eldsneyti framtídarinnar www.shell.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.