Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2000, Blaðsíða 11
DV MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2000 29 «T Birgir og Hilmar voru oft í höröum slag á brautínni í sumar. Baldur Pálsson er á öflugum 350 hestafla Ford Mustang sem kemur sér vel í ræsingu. Hörð barátta í báðum flokkum JEPPAFJAÐRIR - JEPPALOFTPÚÐAR. LOFTPÚÐAFJÖÐRUN I BILA - VAGNA - TRAILERA -TJALDVAGNA HÚSBÍLA - KERRUR - FELLIHÝSI O.FL. I VORUBILA - VAGNA - RUTUR - KERRUR. FJAÐRABLÖÐ - FJAÐRAKLEMMUR - FÓÐRINGAR - SLITBOLTAR - MIÐFJAÐRARBOLTAR - GÚMMÍHRINGIR. DRATTARBEISLI A FOLKSBILA OG JEPPA frá 7.700. Yönduð vara frá Evrópu og Ameríku. GOTT VERÐ. FJAÐRABÚÐIN PARTUR HF. Eldshöfða 10, Reykjavík. Sfmar 567 8757 og 587 3720. Fvlgist ineð torfærunni a Skja Si í allt sumar !!! í Torfærusamband í JUU L Rallíkrossið í sumar er búið að vera mjög óvenjulegt og skipst hafa á skin og skúrir. Keppendur hafa verið margir í öllum flokkum og er keppnin í sumar búin að vera mjög jöfti og skemmtileg. Fiskflutningabílstjóri ís- landsmeistari í krónuflokki hafa það verið Birgir Guðbjömsson á Toyota Celica turbo, Óskar Þór Gunnars- son á Toyota Corolla GTi, og Hilm- ar B. Þráinsson á Honda Civic GTi sem voru að slást i toppbaráttunni og vora þeir allir búnir að skiptast á um að vinna, en það var Óskar Þór sem endaði sem sigurvegari í íslandsmótinu. Það sem er óvenju- legt við það að Óskar skuli vinna þennan titil er að harm er á fyrsta ári í railikrossi og hefur hann ekki keppt í neinu öðru mótorsporti svo neinu nemi. Hann hefur aðeins verið að þjösnast á motocrosshjól- um (drullumalli) i nágrenni höáið- borgarinnar siðastliðið ár en hefúr nú sett hjólið á hilluna. Óskar ætti samt að vera vanur akstri því hann starfar sem fiskflutningabíl- stjóri hjá Lífæð í Reykjavík og er hann vel að sínum sigri kominn og búinn að hafa töluvert fyrir þessu. Margir sýndu góöa takta Hilmar B Þráinsson, sem varð ann- ar á íslandsmótinu, er búinn að keppa í rallíkrossi síðan 1996. Hann byrjaði á afllítiili MMC Cordia en náði ekki neinum árangri á þeim bíl svo 1998 skipti hann yfir á Alfa Romeo með 2000 cc vél og það ár náði hann að vera jafn að stigum tO íslandsmeistara en Davíð Jóni Ríkarðsyni var dæmdur sigur því hann hafði unnið mót fyrr það ár - frekar fúlt fyrir Hilmar. 1999 var hann að keppa í ralli og rallíkrossi en bland- aði sér ekki í toppbaráttuna en í ár hef- ur hann keyrt virkilega vel - sigraði einu sinni og var tvisvar í öðru sæti en var aðeins of ákafúr í síðasta mótinu. Hann lenti í samstuði við Birgi Guð- bjðmsson, lenti utan brautar og missti af íslandsmeistaratitli. Fleiri eru búnir að sýna góða takta, t.d. Loftur G. Matthíasson, Snorri Sturluson og Sig- urður Guðmundsson, sem hefúr verið fullgrófur í ákeyrslum en þó ávallt sloppið fyrir hom. Hörð barátta í rallíkrossfiokki I rallikrossflokknum hafa það verið Vignir R. Vignisson, Kristinn V. Sveinsson, Baldur Pálsson, Sigurður Unnsteinsson og Eiríkur Kjerúlf sem hafa verið í toppbaráttunni. Vignir, Ei- ríkur og Kristinn voru lengst af í aðal- baráttunni en í næstsíðustu keppninni var það Vignir R. sem keyrði bæði Kristin og Eirík í klessu í fyrstu beygju. Var það atvik mjög umdeilt og kom hvorugur aftur inn í íslandsmót- iö. En í síðustu keppni voru það Sig- urður Unnsteinsson og Baldur Pálsson sem áttu möguleika á titli. Það var Baldur sem hafði betur í síðustu keppninni og varð íslandsmeistari. Svo skemmtilega vill til að Baldur er einnig á sínu fyrsta ári í rallíkrossi, Baldur starfar á verkstæði Almenn- ingsvagna i Hafnarfirði. Þess má geta að Baldur á yngri bróður, Pál Pálsson, sem hefur orðið íslandsmeistari í krónukrossi 1997 og rallíkrossi 1999 Oft veröa óhöpp i rallíkrossinu en þar sem ströngum reglum um öryggisbúnað er fylgt eftir labba menn frá óhöppum eins og þessu. DV-mynd JAK þannig að það má segja að þetta sé í blóðinu. Sá sem einnig átti möguleika á titli var Sigurður Unnsteinsson en hann er búinn að keppa í rallíkrossi og kvartmílu í nokkur ár. Fyrirhugaðar eru nokkrar keppnir til viðbótar í sumar og haust, mjög líklega tvö sprettröll og bikarmót í rallíkrossi. Hægt er að fylgjast með ralli og rallíkrossi á www.simnet.is/motor- sport og einnig eru nokkrar myndir á www.sonurpals.is Smáauglýsingar byssur, ferðalög, ferðaþjónusta, fyrir ferðamenn, fyrir veiðimenn, gisting, goifvörur, heiisa, hesta- mennska, ijósmyndun, llkamsrækt, safnarinn, sport, vetrarvörur, útiIegubúnaöur...tÓmstlindÍr Skoöaöu smáuglýsingarnar á V'ISil’.IS 550 5000 Munið Hellu 19. ágúst!! 750.000.- kn,ALei:ðlauiiafé íslandsmeistaramót í rallíkrossi Sæti Nafn 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð 5. umferð Samtals 1 Baldur Pálsson 0 17 10 17 20 64 2 Sigurður Unnsteinsson 17 - 15 15 13 60 3 Vignir Rúnar Vignisson 0 15 20 20 0 55 4 Kristinn Sveinsson 11 20 11 0 0 42 5 Eirikur Kjerúlf 15 13 13 0 0 41 6 Heimir S. Eiríksson 0 10 17 13 0 40 7 Jón V. Gestsson 13 11 0 0 0 24 8 Sverrir Ingjaldsson 20 0 0 0 0 20 9 Stefán Ólafsson 0 0 0 0 17 17 10 Ólafur Ámi Másson 0 0 0 0 15 15 11 Kristófer Öm Ásgrimsson 0 0 0 0 11 11 Sæt íslandsmeistaramót í Krónuflokki: Nafn 1. umferð 2. umferð 3. umferð 4. umferð 5. umferð Samtals 1 Óskar Þór Gunnarsson 20 15 11 17 15 78 2 Hilmar B. Þráinsson 7 17 17 20 10 71 3 Birgir Guðbjömsson 0 20 20 8 17 65 4 Loftur G. Matthíasson 11 10 15 13 49 5 Sigurður Guðmundsson 8 11 15 0 0 34 6 Kristinn Eyólfsson 13 0 9 0 11 33 7 Rögnvaldur Eiríksson 0 13 0 0 20 33 8 Guðný Úlfarsdóttir 17 0 0 10 0 27 9 Óttar Ari Gunnarsson 15 0 0 11 0 26 10 Snorri Sturluson 0 10 0 9 0 19 11 Sigurður Pálsson 10 7 0 0 0 17 12 Birgir Tryggvason 0 0 13 0 0 13 13 Karl Víðir Jónsson 0 0 0 13 0 13 14 Hörður Birkisson 0 9 0 0 0 9 15 Ámi Gunnlaugsson 9 0 0 0 0 9 16 Karl H. Eysteinsson 0 8 0 0 0 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.