Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Qupperneq 9
9
FBMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
Útlönd
Stuttar fréttir
Arafat
Shimon Peres,
ráöherra í stjórn
ísraels, sagði í
morgun að það
væri rétt hjá Yasser
Arafat, forseta
Palestínumanna, að
endurmeta áform
sín um að lýsa yfir
sjálfstæðu ríki Palestínu. Til stend-
ur að Palestínumenn lýsi yfir stofn-
un eigin ríkis í næsta mánuði.
Mælir með klónun
Landlæknirinn í Bretlandi mælti
með þvi í gær að breskir vísinda-
menn fengju að klóna fósturvísa
mannsins til læknisfræðirann-
sókna.
Rændu fé og flugvél
Átta vopnaðir ræningjar rændu
rúmlega tvö hundruð milljónum
króna úr brynvörðum bíl í Brasilíu
og rændu síðan farþegaflugvél til að
komast undan.
Sprungið dekk orsökin
Sérfræðingar í flugöryggi sögðu í
gær að allt benti til að grúmmírifr-
ildi úr sprungnu dekki hefði valdið
því að Concorde-þotan fórst við Par-
is í síðasta mánuði.
Harrett hjá
Bílsprengja í Tsjetsjeníu
Tveir Tsjetsjenar létu lifið og fjór-
ir rússneskir lögregluþjónar særð-
ust þegar bílsrpengja sprakk í
tsjetsjensku höfuðborginni Grozní.
Annan vill meiri tíma
Kofi Annan,
framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóð-
anna, hefur farið
þess á leit við Ör-
yggisráðið að það
framlengi umboð
sendinefndar SÞ í
Kongólýðveldinu
um einn mánuð, til 30. september,
til að gefa honum meiri tíma til að
meta stöðuna.
Smyglarar í dulbúningi
Fjórir menn, sem þóttust vera
pílagrímar, með myndir af Jóhann-
esi Páli páfa utan á sér, hafa verið
handteknir í Kostaríka fyrir tilraun
til að smygla 3,5 kilóum af kókaíni
til Evrópu.
McCain með krabbamein
Bandariski öld-
ungadeildarþing-
maðurinn John
McCain greindi frá
þvi i gær að hann
væri með alvarlega
tegund húðkrabba-
meins. McCain
gerði misheppnaða
tilraun til að verða forsetaefni
repúblikana.
Meira fé gegn öfgum
Þýska stjómin samþykkti í gær
að veita meira fé til baráttunnar
gegn hægri öfgamönnum. Nýnasist-
ar hafa haft sig mjög í frammi að
undanfömu og í dag halda þeir upp
á dánarafmæli Rudolfs Hess.
Völd í skiptum fyrir frið
Lionel Jospin, forsætisráðherra
Frakklands, sagði Korsíkubúum í
gær að skilyrðið fyrir því að þeir
fengju aukin völd heim i hérað væri
að þeir upprættu öll ofbeldisverk
sem hafa plagað eyjuna.
Joseph Lieberman heldur ræðu á flokksþingi demókrata:
Viö verðum að
kjósa Al Gore
Varaforsetaefni demókrata,
Jospeh Lieberman, sagði í gær á
flokksþingi demókrata, sem fram
fer um þessar mundir, að hann væri
að upplifa ameriska drauminn sem
fyrsti gyðingurinn sem tilnefndur
væri sem varaforsetaefni í Banda-
rikjunum. Lieberman hlóð lofi á A1
Gore um leið og hann gagnrýndi
repúblikana fyrir að stilla fram
„viðkunnalegum mönnum" sem
boðuðu innantómt hjal. Sagði
Lieberman að Gore yrði að verða
næsti forseti Bandaríkjanna.
A1 Gore mætti óvænt á flokks-
þingið í gær en hann verður form-
lega tilnefndur sem forsetaefni
demókrata í kvöld. Elsta dóttir Gor-
es, Karenna, 27 ára, stóð á aðalsvið-
inu og hafði nýlokið við að nefna
föður sinn í embætti þegar Gore
hljóp upp á sviðið og faðmaði dóttur
sína um leið og hann þakkaði henni
Tommy Lee Jones
Lýsti einnig yfir stuðningi við Gore.
veittan stuðning. Auk Karennu
steig leikarinn Tommy Lee Jones á
sviðið en þeir voru skólafélagar í
Harvard. Lois Deberry, gamall vin-
ur Gores og fulltrúi Tennessee á
Fulltrúaþinginu, fór einnig á sviðið
og lýsti yfír stuðningi sínum við A1
Gore. Dóttir Gores, Karenna, lýsti
því yfir fyrir að hún vonaði að fað-
ir sinn yrði kosinn forseti, vegna
þjóðarinnar og framtíðar hennar.
Til lítils háttar átaka kom milli
lögreglu og mótmælenda í Los Ang-
eles í gær en enginn slasaðist
alvarlega. Lögreglumenn notuðust
við gúmmíkúlur til að halda aftur af
fólkinu sem mótmælti lögregluof-
beldi og kastaði glerflöskum til
baka. Þá brenndu mótmælendur
bandaríska þjóðfánann. Lögreglan
handtók 37 manns sem höfðu komið
sér fyrir á aðaltröppum lögreglu-
stöðvarinnar í miðbænum.
Abdullah hitti Barak
Jórdaníukóngur sagði forsætisráð-
herra ísraels álit sitt umbúðalaust.
Á móti stjórn ísra-
els á Jerúsalem
Abdullah, konungur í Jórdaníu,
skýrði Ehud Barak, forsætisráð-
herra ísraels, frá því í gær að Jórd-
anir gætu aldrei fallist á að Jerúsal-
em yrði undir stjóm ísraela.
Leiðtogamir tveir skiptust á
skoðunum í tvær klukkustundir í
höll konungs. Að sögn vora viðræð-
urnar hreinskilnislegar.
Jórdanir töpuðu arabískum aust-
urhlutanum i Jerúsalem í hendur
ísraela i 6 daga stríðinu árið 1967.
Rjómaleginn
Forsætisráðherra Kanada, Jean Chretien, varð fyrir miður skemmtilegri
reynslu í gær er mótmælandi henti böku í andlitið á forsætisráðherra. Sá
sem bökunni kastaði er m.a. ósattur við niðurskurð í velferðarmálum.
Petersen segir enga
sprengju við Thule
Utanríkisráðherra Dana, Niels
Helveg Petersen, segir í viðtali við
dagblaðið Politiken að fréttir af
kjarnorkusprengju, sem sögð er
liggja á hafsbotni undan ströndum
Grænlands í námunda við radar-
stöðina á Thule, eigi ekki við rök að
styðjast. Hins vegar segir Petersen
að mögulegt sé að sprengjubrot
kunni að finnast á staðnum sem
rekja megi til þess er B-52 sprengju-
flugvél bandaríska flughersins fór í
sjóinn í námunda við Thule árið
1968 með fjórum kjamorkusprengj-
mn innanborðs.
„Allar sprengjurnnar íjórar hafa
fundist og það er engin heil
sprengja undir ísnum," sagði Peter-
sen.
Segir Petersen að upplýsingar um
atburðinn hafa legið fyrir frá árinu
1995 en að misskilninginn um fjórðu
sprengjuna megi rekja til þess að
bandarískir hermenn hafi á sínum
tíma leitað að „týndum hlut“ sem
svo var skilgreindur.
Lokað á morgun,
föstudaginn 18. ágúst,
vegna jarðarfarar
Olafar Ingvarsdóttur
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36,108 Reykjavík
Albright ætlar að
leggja sig fram
fyrir Argentínu
Bandaríska utanríkisráðuneytið
lofaði Argentínumönnum, sem
misstu ættingja í ógnaröld herfor-
ingjastjómarinnar 1976 til 1983, að
allt kapp yrði lagt á að gera opinber
bandarísk leyniskjöl þar að lútandi.
„Ég mun gera það sem í mínu
valdi stendur til að fá leyndinni
aflétt af skjölum sem snerta
Argentínu," sagði Madeleine Al-
bright, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á fundi með fréttamönn-
um eftir viðræður við argentínskan
starfsbróður sinn.
Ömmur fórnarlamba herforingja-
stjómarinnar hittu Albright í gær-
morgun og spurðu þær hana hvað
bandarísk stjómvöld hefðu gert frá
því þeim barst beiðnin um að aflétta
leyndinni á síðasta ári. Ömmumar
hafa sérstakan áhuga á skjölum um
böm sem voru tekin frá fangelsuð-
um mæðmm og gefin fjölskyldum
hermanna.
Örfáum bílum óráðstafað úr síðustu sendingu
Næsta sending í september
Dodge Ram 2500 diesel
Dodge Grand Caravan
Chrysier Cirrus
Grand Cherokee Limited
Grand Cherokee Laredo
Netsalan ehf
Garðatorgi 3, 210 Garðabæ.
Sími: 565-6241, 893 7333.
Svninaarbflar á Staðnum. Ooið:Mánudaaa-Föstjjdaaa10-18»LaiJciandaaa10-1fi