Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Page 13
13
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
DV
Menning
Andri Snær Magnason segist hafa
fengiö martröö í nótt. Martröðin var á
þá leið að skátar höfðu lagt undir sig
ættaróðalið á Melrakkasléttu og hrakið
þaðan burt fjölskyldu hans. Ekki varð
þverfótað fyrir skátum á staðnum.
Hann vaknaði æpandi.
Annars hefur Andri Snær ekki dval-
ið lengur en tvær vikur í senn utan
borga þó að honum þyki það skemmti-
legt. Er hann kannski rithöfundur sem
á eftir að loka sig af í einhverjum eyði-
firði til að skrifa?
„Nei,“ segir hann. „Mér dettur alltaf
i hug kvikmyndin Eins og skepnan
deyr, eftir Hilmar Oddsson, þar sem rit-
höfundurinn skaut sig með rifili í lokin.
Ég fer a.m.k. ekki til Loðmundaríjarð-
ar.“
Grátandi kona á stól
Andri Snær er nýkominn frá Bonn
þar sem honum var boðið að vinna í
höfundarsmiðju fyrir ung leikskáld.
Hann var þar í tólf manna hópi frá Stór-
Evrópu og stjómandinn var Biljana
nokkur frá Serbíu sem slegið hefur í
gegn i leikhúsum Mið-Evrópu imdan-
farið. Hvað lærði hann helst í höfund-
arsmiðjunni?
„Það er erfitt að segja,“ segir Andri.
„Við unnum mikið í höfundarsmiðj-
unni, auk þess sem við horfðum á 40
klst. af leikhúsi. Lögð var áhersla á
nýja leikritun í Evrópu. Þetta var ansi
merkilegt þó að stundum væri erfitt að
fylgjast með verkum sem jafnvel voru á
ítölsku, með þýskri talsetningu.
Andri segir að þetta úthald hafi staðið í tvær vik-
ur og verið harður pakki. Tvö leikrit á dag - fjórar
klukkustundir. „Þetta var bara eins og að horfa á
heimsmeistarakeppnina í fótbolta," bætir hann við.
Andri segir frá einu leikritanna sem hann sá í
Bonn, en það fjailaði um skelfilega atburði sem áttu
sér stað í Rúanda árið 1994. „Þetta var eitt af því
skrýtnasta sem ég hef séð: Það var kona frá Rúanda
- ekki leikari - sem sat á stól og lýsti því hvemig
fjölskylda hennar var drepin. Hún sagði frá grátandi
og allir í salnum hágrétu. Leikarar og fómarlömb
sátu þar saman uns einn stóð upp og flutti klukku-
stundarlanga ákæm á hendur þeim sem hann taldi
bera ábyrgðina. Það er spuming hvort þetta sé ekki
of mikið af svo góðu. Vill maður að svona leikrit slái
í gegn og konan þurfi að segja hryllingssögur úr eig-
in lífi tvö hundruð sinnum? Ég veit þaö ekki.“
Kraftaskáld í samkomutjaldi
Það var fleira einkennilegt sem Andri upplifði í
Bonn. Sumir segðu hreinlega yfimáttúrulegt.
„Ég var að lesa sögu eftir mig í stóm samkomu-
tjaldi undir lok heimsóknarinnar. Textinn fjallaði
um konu sem dó og varð að engli en festist eins og
heliumblaðra í loftinu hjá sér og komst ekki út. Son-
ur konunnar kom heim með afmælisköku handa
henni og reyndi að hjálpa móður sinni úr prísund-
inni. Eitthvað var þá sagt um Guð í textanum og á
sömu stundu og ég las það laust niður eldingu rétt
við tjaldið. Á brast úrhellisdemba og buldi svo
harkalega á þakinu að það heyrðist eiginlega ekki
neitt af því sem ég var að lesa. Sagan endaði á þvi
að sonur engilsins og kona sem var að hjálpa hon-
um gáfust upp og elskuðust svo mikið að þakið
hrundi af húsinu en engillinn komst þá út um gluf-
una.“
Sem Andri var að lesa endinn heyrðist rosahvell-
ur og rafmagnið fór af. Elding hafði klofið tré sem
stóð metra frá tjaldinu og helmingurinn féll yfir
þakið. Að sögn Andra skapaðist panikástand í tjald-
inu, súla hrundi og rotaði stelpu frá Belgrad (sem
hafði komist ósködduð frá loftárásum Nató) - vatns-
fossar mynduðust hér og hvar
vegna steypiregnsins en enginn
fór samt út af ótta við að verða
fyrir eldingu. í stuttu máli sagt
var dagskránni aflýst eftir lestur
Andra og segist hann eiga mynd-
ir þessu til sönnunar.
Blái hnötturinn í Þjóð-
leikhúsl og Þýskalandi
Sagan af bláa hnettinum,
barnabókin sem Andri Snær
hlaut íslensku bókmenntaverð-
launin fyrir, kemur út á næst-
unni í Færeyjum, Noregi og
Danmörku. Andri er ánægðast-
ur með að bókin skuli koma út í
Færeyjum því honum þykir fær-
eyskan skemmtilegt tungumál.
En er hann í stöðugu sambandi
við þýðenduma til þess að hnýs-
ast?
„Ég er í góðu sambandi við
danska þýðandann, Annette
Larsen, en veit ekki hver þýðir á
DV-MYNDIR E. ÖL.
Andri Snær Magnason rithöfundur
Hann hefur mörg járn í eldinum þessa dagana. Þegar hann er ekki aö magna eldingaryfir bókmenntaunnendur í Bonn,
skrifa Ijóö eöa hugsa upp barnabækur tekur hann aö sér aö skapa menningarmiöju reykvisks túrisma fyrir Alþingi.
færeysku. Bókin hefur einnig verið þýdd á ensku og
svo var ég um daginn að gefa leyfi mitt til þess að
hún verði þýdd á rússnesku."
Finnst þér öll þessi athygli vera sjálfsögð?
„Já, ég myndi segja það,“ segir Ándri og glottir.
„Ég hafði lesið úr bókinni fyrir krakka áður en hún
kom út og fann strax að allt benti til þess að hún
ætti eftir að ganga vel. Ég hef ekki getað sagt það
um neitt annað sem ég hef skrifað. Ég var þvi örugg-
ur með mig og hafði mikla trú á sögunni."
Andri hefur veðjað á réttan hest því ekkert lát
virðist á vinsældum Bláa hnattarins. í janúar verð-
ur leikgerð verksins sett á fjalimar í Þjóðleikhúsinu
og verið er að þýða leikgerðina á þýsku. Andri seg-
ir að í Evrópu séu menn í sömu rullu og hér - að
setja upp sömu bamaleikritin ár eftir ár - og því
skorti tilfinnanlega fersk sviðsverk fyrir böm.
Leitað að Mónu Lísu
Heyrst hefur að Andri Snær sé að vinna að heil-
mikilli skýrslu fyrir Alþingi sem hlotið hafi það dul-
arfulla heiti „Leitin að Mónu Lísu“. Hvað er hann
að fást við þar?
„Pælingin sem ég lagði upp með er að finna
Reykjavík menningarsögulega miðju," segir Andri.
„Þegar fólk heimsækir borgir er það í fyrstu vegna
þess að þar er eitthvert merkilegt listaverk - til
dæmis Móna Lísa - og út frá því kynnist það síðan
öðrum þáttum menningarinnar. Grunnurinn er eig-
inlega sá að maður veit ekkert um önnur lönd nema
maður ákvað strax í bemsku að einhverju sinni
skyldi maður sjá Mónu Lísu, píramídana, Akrópól-
ishæð, Kólosseum í Róm og Skakka turninn í Písa.
Maður fer á stúfana til að sjá þessi tákn borganna
sem svo mikið hefur verið talað um en utan þeirra
eru borgimar bara ósköp venjulegar borgir með
búðum og kaffihúsum."
Andri segir að spurningin hafi í fyrstu verið:
„Eigum við eitthvert slíkt tákn á íslandi?" Grip sem
allir gætu verið sammála um að menn yrðu að sjá ef
þeir fæm til íslands. Við eigum margar náttúruperl-
ur sem em þessu marki brenndar, en hvað með
„Konungsbók Eddukvæöa hefur haft meiri menningarsöguleg áhrif en Móna Lísa,
Andri Snær m.a. í viötalinu.
fasta punkta í menningarlandslaginu? Hvaða hlutur
hefur haft mest menningarsöguleg áhrif.
Fólki vísað á Perluna
Telurðu þig vita hver þessi hlutur er?
„Konungsbók Eddukvæða hefur haft meiri menn-
ingarsöguleg áhrif en Móna Lísa, ef maður pælir í
því,“ segir Andri. „Móna Lisa er þekktari - eins og
poppstjörnur eru þekktar, en dýptin er meiri í Eddu-
kvæðum. Þau hafa heimssögulegt vægi og almenna
skírskotun sem Móna Lisa hefur ekki.
Það er þó ekkert í Reykjavíkurtúrismanum sem
minnir fólk á að við varðveitum þessa merku bók
sem hefur innblásið listamenn um allan heim. í Evr-
ópu læra skólabörn um norræna goðafræði en hún
hefur enga miðju og því segir enginn: „Þetta verð ég
að sjá!“
Hugmynd Andra er sú að hægt sé að búa til miðj-
una í kringum Konungsbók Eddukvæða. Hún yrði
segullinn sem drægi fólk að íslendingasögum og fs-
landi.
„Það er létt verk að vísa fólki á náttúruperlumar,
en við eigum í stökustu vandræðum með að vísa
fólki á menningarsögulega hluti. Við bendum fólk-
inu bara á Perluna í Öskjuhlíð. Núna em líka skila-
boðin til ferðamanna: Þú verður að hafa keypt þér
lopapeysu! En skilaboðin eiga að vera: Þú verður að
hafa keypt þér kiljuútgáfu af íslendingasögunum!
Við verðum að segja gestum okkar hvað sé merki-
legt á íslandi."
Andri segir að nýtt hús sem á að byggja undir
Árnastofnun gæti verið byrjunarpunkturinn - hin
menningarsögulega miðja - meö spennandi og
myndrænum frásögnum úr Eddukvæðum og síðan
væri hægt að vísa fólki á allt það merkilega sem fs-
land hefur upp á að bjóða. „Ragnarök, Sigurður
Fáfnisbani... það er ekki hægt að gera þetta óspenn-
andi,“ segir hann.
Fjögur verk í gerjun
Þú hefur skrifað ljóð, smásögur, barnabók og leik-
rit. Er ekkert eitt form sem á betur við þig en ann-
að?
„Ég sé ekki svo mikinn mun á
formunum. Ljóðið er einkum frá-
bmgðið en þó ekki. Það er svo
erfitt að eiga við ljóð þar sem þau
vilja koma í gusum og erfitt getur
verið að sjá fram í tímann. Þegar
maður er að skrifa sögu er vitað að
næsta mánuðinn þarf að glíma við
þennan kafla og komast fyrir eitt-
hvert ákveðið hom. En þegar mað-
ur er búinn með ljóðið - þá er mað-
ur búinn með ljóðið og fyllist ör-
væntingu vegna þess að það er
ekkert næst.“
Andri Snær segist ekki ætla að
vera með i næsta jólabókaflóði þó
að hann sé sistarfandi og alltaf að
smíða sögur, leikrit og ljóð. Hann
segir að eiginlega séu fjögur verk í
gerjun.
„Ein saga er komin í gegnum
hugsanamaskínuna og ég finn að
bráðum get ég sest niður og farið
segir að skrifa hana. Hinar ætla ég að
vona að ég skrifi einhvem tíma.“
snýst Blái
Áfram
Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Kona með
geðhvarfasýki
Þær íjórar sýn-
ingar sem enn em
ótaldar verða frum-
sýndar í október.
Tilvist verður sýnt
í Iðnó. Þetta er nýtt
verk Dansleikhúss
með Ekka, samið af
hópnum sjálfum.
Sylvía Von
Kospoth leikstýrir Tilvist og tónlistin
er eftir Kristján Eldjárn. Háaloft er
einleikur um konu með geðhvarfasýki
eftir Völu Þórsdóttur. Háaloft verður
sýnt í Kaffíleikhúsinu undir merkjum
íslandsútibús The Icelandic Take
Away Theatre. í Tjarnarbíói verður
nýtt og enn ónefnt verk Auðar Har-
alds sýnt á vegum Draumasmiðjunn-
ar. Þetta er gráleit kómedía um tvær
einmana manneskjur á miðjum aldri
sem búa í sama húsi og fara að fella
hugi saman. Að lokum verður leikrit-
ið Vitleysingamir eftir Ólaf Hauk
Símonarson sýnt í Hafnarfjarðarleik-
húsinu.
Verkin á leiklistarhátíðinni Á
mörkunum voru valin af verkefna-
valsnefnd í kjölfar samkeppni í byrj-
un þessa árs. Hátíðin er haldin í sam-
vinnu Samtaka sjálfstæðra leikhópa
og Reykjavíkur Menningarborgar
2000 með fulltingi Sjónvarpsins, Op-
inna kerfa og Morgunblaðsins.
hnötturinn
Endirinn
í upphafinu
Ekki er
allt Qör úr
Skálholti þó
að sumar-
tónleikun-
um sé form-
lega lokið i Skálholtskirkju.
í kvöld kl. 20 mun Þorkell Ágúst Ótt-
arsson, BA í guðfræði, flytja erindi og
sýna kafla úr kvikmyndum í Skálholts-
skóla. Erindið nefnir hann: Endirinn í
upphafinu. Edensstef i heimsslitakvik-
myndum.
Boðiö verður upp á fyrirspurnir og
umræður á eftir. Þorkell er
mastersnemi í guðfræði við Háskóla ís-
lands.
Fimmtudagskvöldið 24. ágúst flytur
svo Bjarni Randver Sigurvinsson guð-
fræðingur erindi um kristin heims-
slitastef í kvikmyndum. í Skálholts-
skóla stendur líka yfir um þessar
mundir sýning á verkum Leifs Breið-
fiörð sem er staðarlistamaður Skál-
holtsskóla í sumar. Hann sýnir þar
m.a. 17 pastelmyndir gerðar út frá text-
um Opinberunarbókarinnar sem fialla
á táknrænan hátt um hremmingar
kirkjunnar, endalok heimsins og nýja
tima.
Á mörkunum
Sex ný sviðsverk
um ísland og ís-
lendinga verða
sýnd á leiklistarhá-
tið Samtaka sjálf-
stæðra leikhúsa, Á
mörkunum sem
haldin verður á
tímabilinu 8. sept-
ember -15. október
og eru verkin öll eftir íslenska höf-
unda. Leiklistarhátíðin Á mörkunum
er eitt stærsta verkefni M2000.
Fyrsta verk hátíðarinnar verður
Dóttir Skáldsins eftir Svein Einarsson
og er það sett upp af The Icelandic
Take Away Theatre. Leikritið er
byggt að hluta á frásögnum úr Egils
sögu og Laxdælu. Leikurinn er upp-
runalega saminn á ensku í Aix-en-
Provence sumarið 1997 og var sýndur
við góðar undirtektir i London 1998,
fyrst í leikstjóm Sveins sjálfs og svo
tekinn upp aftur í leikstjóm Bjöms
Gunnlaugssonar, sem mun einnig
leikstýra fmmflutningi verksins á ís-
lensku hér heima.
Næsta verk hátíðarinnar verður
Trúðleikur eftir Hallgrím Helgason og
verður það sýnt í Iðnó þann 22. sept-
ember. Trúðleikur er grátbroslegur
gleðileikur um streðið að vera trúður.
Þetta er litrík og falleg leiksýning fyr-
ir alla fiölskylduna. Leikstjóri er Örn
Ámason og þá Skúla og Spæla leika
þeir Friðrik Friðriksson og Halldór
Gylfason.