Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Page 15
14
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
19
Útgáfufélag: FijSls fjölmiftlun hf.
Sfjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
A&sto&arrítstjóri: Jónas Haraldsson
Auglý&ingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift:
Þverholtl 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Grœn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyrl: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plötuger&: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Kyoto-andstaða linast
Regnhlífarsamtök bandarískra stórfyrirtækja gegn
Kyoto-sáttmálanum um takmörkun á losun svonefndra
gróðurhúsalofttegunda hafa glatað áhrifamætti og yfir-
burðastöðu í umræðunni að undanfömu. Ýmis stórfyrir-
tæki hafa lagzt á hina sveifina síðustu misserin.
Stórfyrirtæki á borð við Intel, DuPont, British Petrole-
um og bandariska landsvirkjunin American Electric
Power em hætt að styðja regnhlífarsamtökin Global
Climate Coalition og eru farin að styðja Pew Centre, sem
er helzta baráttustofnunin gegn losun lofttegundanna.
Fomstumenn þessara fyrirtækja og annarra slíkra hafa
aflað sér ytra eftirlits með útblæstri verksmiðja sinna og
hafa að eigin frumkvæði sett sér markmið um minnkandi
losun gróðurhúsalofttegunda. Þau telja þetta ódýrara en
áður var talið og geta leitt til hagkvæmari rekstrar.
Um leið verða úreltar kenningar Bjorn Lomborgs í bók-
inni Hið sanna ástand heimsins, sem kom út á islenzku
fyrir nokkrum dögum á vegum Fiskifélags íslands. Bókin
kemur of seint til að þjóna málstað þeirra, sem vilja spara
fiskiskipaflotanum breyttan vélakost.
Lomborg hélt því fram að hætti Global Climate Coa-
lition, að markmið Kyoto-sáttmálans væru ekki nógu vel
skilgreind og að þau væru of dýr. Of miklum fjármunum
yrði varið til að verjast meintu vandamáli, sem alls ekki
væri sannað að væri neitt vandamál.
Nú hafa þeir hins vegar orðið ofan á vestan hafs, sem
telja, að losun gróðurhúsalofttegxmda af mannanna völd-
um hækki hitastig á jörðinni, að það sé mannkyninu
hættulegt og verði því mjög dýrt um síðir og að aðgerðir
gegn þessari þróun séu ekki tilfinnanlega dýrar nú.
Eftir höföinu dansa limimir. Eftir kúvendingu banda-
rískra stórfyrirtækja verður erfiðara fyrir forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra íslands, svo og Fiskifélagið,
Landsvirkjun, Reyðarál og aðra andstæðinga Kyoto-sam-
komulagsins að sá efasemdum um það hér á landi.
Þess er skemmst að minnast, að ekki er nema rúmur
áratugur síðan ríki heimsins sömdu um bann við losun
ózoneyðandi efna. Þá var spáð, að framkvæmdin yrði of
dýr, en svo reyndist ekki. Markmið samkomulagsins náð-
ust og nú vænta menn, að ózongötin fari að minnka.
Reynslan af ózonmálinu er svipuð og reynslan af öðrum
aðgerðum stórfyrirtækja í þágu umhverfisins. Þær hafa
ekki reynzt eins dýrar og andstæðingamir héldu fram. í
mörgum tilvikum telja forvígismenn fyrirtækjanna, að
reksturinn sé betri og ódýrari eftir aðgerðimar.
Almennt er að ryðja sér til rúms í heiminum vistvæn
stefna fyrirtækja og samtaka þeirra. Þeir aðilar, sem áður
ollu umhverfi mannsins mestum skaða, em nú fremstir í
flokki þeirra, sem reyna að bæta umhverfið. Þessi stefhu-
breyting markar þáttaskil i umhverfisvemd.
Um leið vekur þetta athygli á einkennilegri stöðu mála
hér á landi, þar sem stjórnarflokkarnir báðir og forustu-
menn þeirra hafa skipað sér í raðir helztu umhverfisóvina
heims, reyna að troða upp á okkur óþörfum virkjunum og
álverum og rægja Kyoto-sáttmálann við hvert færi.
Þarfara væri fyrir hagsmuni okkar, að landsfeðurnir
styddu þróun í átt að sjálfbærum rekstri atvinnulífsins í
sátt við umhverfið og framtíðina. Sjávarútvegur og land-
búnaður okkar eiga því miður langt í land og því þarf að
hefja réttan umhverfisferil sem allra fyrst.
Við eigum hvorki landið, hafið né loftið. Við höfum
bara fengið þetta til varðveizlu fyrir hönd afkomendanna.
Við höfum ráð á að haga okkur samkvæmt því.
Jónas Kristjánsson
X>V
Island þarfnast innflytjenda
ískyggileg tíðindi berast
af uppgangi félagsskapar
sem kallast Félag íslenskra
þjóðemissinna og í munu
vera um hundrað manns.
Forsvarsmaður félagsins
var í sjónvarpsfréttum ný-
verið og lýsti þar stefnumál-
um félagsins en þau era þau
helst að „tryggja rétt íslend-
inga gegn ágangi útlend-
inga“ og að koma í veg fyr-
ir aö erlent vinnuafl hafi
forgang fram yfir innlent
vinnuafl í laus störf. Auk _
þess fullyrti þessi ungi mað-
ur að erlent vinnuafl héldi
launum íslensks verkafólks.
landi og séu ekki aufúsu-
gestir á íslandi.
Alþingi íslendinga hefur
ekki sett lög, í samræmi við
alþjóðasáttmála Sameinuðu
þjóðanna um afnám alls
kynþáttamisréttis, sem
kveða á um að óheimilt sé
að hvetja til kynþáttamis-
réttis. Ljóst er af nýjustu
tíðindum að slík löggjöf
virðist jafn nauðsynleg hér
á landi og annars staðar á
Vesturlöndum og mun ég
beita mér fyrir því að Sam-
fylkingin hafi forgöngu um
niðri slíka lagasetningu á næsta þingi.
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
þingkona
Samfylkingarínnar
Hvatt tll mannréttindabrota
Bjarney Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mannréttindaskrif-
stofu íslands, segir boðskap Félags
íslenskra þjóðemssinna hvetja til
mannréttindabrota. Þar hittir Bjam-
ey naglann á höfuðið. Það er með
öllu óþolandi að þessum félagsskap
líöist að hvetja til þess að þeir út-
lendingar sem era öðruvísi en við,
þ.e.a.s. í útliti, eigi ekki að njóta
sömu réttinda og annað fólk hér á
Fjölbreytni au&gar þjó&lna
Árið 2000 blasir sú staðreynd við
íslendingum að við þörfnumst inn-
flytjenda, bæði þeirra sem hingað
koma til þess að vinna um skamma
hríð og svo útlendinga sem vilja setj-
ast hér að. Þau eru ófá sjávarplássin
þar sem erlent vinnuafl er grundvöll-
ur útvegs og byggðar. Útlendingar
búsettir á íslandi hafa auðgað mann-
líf og menningu okkar svo um mun-
ar. Nægir að rifja upp þann fjölda er-
lendra tónlistarmanna sem sest hef-
„Kynni mín af víetnömskum íslendingum hafa m.a. fœrt
mér heim sanninn um það að íslendingar gœtu lœrt
margt gagnlegt um ráðdeild og hagsýni af samlöndum
sínum af asískum uppruna. “
Hvaö er að hjá Málarafélaginu?
Málaratalið sem gefið var út 1982
hófst með þessum hendingum úr ljóði
eftir Einar Benidiktsson: „Það
fagra, skal ei lastað og lýtt,/ en lyft
upp í framfor, hafið og prýtt.“ - Verð-
ur hér reynt að fylgja þessum fallegu
ljóðahendingum þjóðskáldsins.
Nú keyrir um þverbak
Þann 4. mars 1928 var Sveinafélag
málara stofnað af 16 framsýnum mál-
urum og þann 23. mars var farið
fram á sameiginlegan fund með
meisturum og þar var lagður grunn-
ur að málefnasamningi, sem til að
mynda hljóðaði á þann veg frá meist-
uram að sveinar gengju ekki inn í
verk meistara er stæðu i reiknings-
kröfu viö verkkaupa og frá sveinum
að meistarar tækju eingöngu til
vinnu félaga sveinafélagsins.
Þessari kröfu sveina var hafnað af
meisturam og stóð þannig i 5 ár, en
þá náðist samkomulag um
sameiginleg málefhi. Allar
götm* síðan hefúr Sveina-
félag málara (breytt i Mál-
arafélag Reykjavíkur árið
1953) staðið í baráttu við
meistara um atvinnu og
vinnurétt málara, fyrir
utan laun og önnur kjör,
þrátt fyrir lög frá 1927 um
lögleiðingu iðnréttinda.
Þessi baráttta stendur
ennþá við meistara og
aðra, sem troðið hafa sig
inn á fagið og engin iðnréttindi hafa
til málunar.
Málarafélagið hefur reynt að hafa
á þessu hemil og stjómun í gegnum
málefhasamning félaganna en lítt
hefur gengið og keyrir nú um þver-
bak. Málið versnaöi til mikilla muna
eftir aö meistarar sögðu upp mál-
efnasamningnum fyrir nokkrum
Atli Hrauitfjöró
mélarí
árum og það er fyrst nú eftir
síðustu kjarasamninga að
skrifað hefur verið undir nýj-
an samning, sem er að mörgu
leyti ekki eins afgerandi sem
þyrfti og þá sérstaklega gagn-
vart mælingunni.
Djörf tillaga
Á ýmsu hefur gengið hjá
báðum félögunum í gegnum
tíðina að manna stjómunar-
störf innan félaganna, enda
um launalaus frístundastörf
að ræða. Nú er svo komið að forustu-
menn Málarafélagsins sáu sig knúna
vegna almenns áhugaleysis félag-
anna við að taka þátt í stjóm og
nefhdum félagsins að leggja það nið-
ur og ganga til liðs við Trésmiöafé-
lagið, en halda þó sérkennum fagsins
með því að skipa ætíð málara í
fagnefnd málara.
„Undiraldan hjá félögum mínum er á þann veg að þeim hugnast ekki að leggja fé-
lagið niður, frekar ganga til samstarfs við Samiðnarfélög og til sameiginlegrar sjóða-
stjóma. “ - Frá afmœlishófi málara í hittiðfyrra.
Með og á móti
Þetta var nokkuð djörf tillaga sem
stjómin lagði þama fram og var hún
samþykkt þrátt fyrir að menn væru
ekki alveg sammála, en töldu sig lít-
ið geta gert til annarrar niðurstöðu.
Eftir að þessi niðurstaða var komin í
spilin, fóra menn að íhuga hvort
ekki væri hægt að gera eitthvað ann-
að en einmitt þetta og ákváðu að
reyna einu sinni enn og koma saman
stjóm, sem virtist eina ráðið til að
fyrri fundarsamþykkt gengi til baka.
Haft var samband við menn og náð-
ist saman listi til raunhæfrar stjóm-
ar í félaginu.
í millitiðinn gekk formaðurinn úr
skaftinu, sem er mikill skaði, því
hann er hinn vænsti drengur og
röskur félagsmaður og voru bundnar
vonir við hann til framtíðar. Ég óska
honum alls hins besta í því sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Eina stóra, sterka heild
Undirritaður hefur kynnt sér við-
brögð og undirtektir málara við
þessum tíðindum. Undiraldan hjá fé-
lögum mínum er á þann veg að þeim
hugnast ekki að leggja felagið niður,
frekar ganga til samstarfs við
Samiðnarfélög og til sameiginlegrar
sjóðastjórna. Þeir vilja að MFR haldi
áfram að vera til og haldi til haga
sérkennum fagsins og sinni þörfum
félaganna.
Nokkuð sama sinnis er að heyra
hjá félögum í öðrum starfsgreinum
sem era að íhuga sameiningu eða
samvinnu og skapa á þann hátt eina
stóra heild, öfluga og sterka, færa
um að taka myndarlega á málefhum
iðnaðarmanna, málara jafiit og ann-
arra, verði þeir þar innanborðs, og
he§a til virðingar iðnmenntun og
fagvitund iðnaðarmannsins.
Atli Hraunfjörð
igu grunnskóla Reykjavíkur?
Málið er sáraeinfalt
J Málið er í raun-
JÉL. inni sáraeinfalt.
K Það eru margir
aðilar sem bæði
vilja og geta keppt um þessa
þjónustu og þess vegna er
hagsmunum borgarinnar
langbest borgið með því að
bjóða þessa þjónustu út.
Það er mjög sorglegt að
horfa upp á það að R-listinn
skuli leggja svona gríðarlega
mikið á sig til þess að koma
þessu verkefiii án útboðs til
borgarfyrirtækisins
Línu.Net. Þetta er orðið enn þá
Lausn sem enginn annar býður
Guðlaugur Þór
Þóróarson
... hagsmunum
borgarínnar lang
best borgiö meö
þvi aö bjóöa þessa
þjónustu út.
kauðalegra þegar þeir taka
undir þær hugmyndir okkar
að bjóöa út alla fjarskipta- og
símaþjónustu hjá borginni en
undanskilja þetta eina verk-
efni.
Þetta er stærsta nýja verk-
efnið sem hefur komið fram
lengi.
Almenna reglan
| hjá Reykjavíkurborg
er að bjóða út vöru-
r kaup, þjónustu og
verklegar framkvæmdir. Um
þetta gilda ákveðnar reglur hjá
Innkaupastofnun Reykjavíkur-
borgar. Af og til gerist það að
sérfræðingar borgarinnar mæla
með því að gengið sé beint til
samninga án útboðs í tiltekin
verkefiii. Eru þá færð rök fyrir
því og metur stjóm Innkaupa-
stofnunar hvort þau rök séu
haldbær. Varðandi ljósleiðara-
tengingu skólanna lögðu tölvu-
Alfreó
Þorsteinsson
Borgarfulltrúar
Sjálfstæöisflokks-
ins hafa kosiö aö
gera þessa af-
greiösiu aö póli-
tísku méli...
sérffæðingar borgarinnar til að
samið yrði beint við Línu.Net,
enda byði fyrirtækið lausn sem
ekkert annað fyrirtæki gæti boð-
ið að svo stöddu. Áður höfðu átt
sér stað viðræður við að minnsta
kosti tvö önnur fyrirtæki. Borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
hafa kosið að gera þessa af-
greiðslu að pólitísku máh til að
þjóna Landssímanum sem er
ekkert annað en póhtísk fram-
lenging á Sjálfstæðisflokknum.
En í þessu máh, eins og svo
mörgum öðrum, verður þeim
ekki kápan úr því klæðinu.
ur að hér á landi og í raun lagt
grunninn að blómlegu tónlistarlífi
í samvinnu við heimamenn um
aht land.
Ég get heldur ekki orða bundist
vegna ummæla forsvarsmanns Fé-
lags íslenskra þjóðemissinna um
verðmætamat útlendinga, sem
hann telur ekki samræmast ís-
lensku verðmætamati. Kynni mín
af víetnömskum íslendingum hafa
m.a. fært mér heim sanninn um
þaö að íslendingar gætu lært
margt gagnlegt um ráðdeild og
hagsýni af samlöndum sfiium af
asískum uppruna. - íslenska
eyðsluklóin getur varla talist þjóð-
argersemi.
Mál er a& linni
íslendingar era hvorki guðs út-
valda þjóð né miðdepill alheims-
ins. Vissulega er menning okkar,
saga og tunga ómetanlegur arfur
sem okkur ber að hlúa að af kost-
gæfni og yfirvegun. En það verður
aldrei gert með því að ala á for-
dómfim og andúð í garð þeirra út-
lendinga sem hér setjast að til
lengri eða skemmri tíma.
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Miklar umræöur hafa skapast í kjölfar þess aó gera áttl samnlng vió fyrirtækiö Línu.Net um fjarskiptanet grunnskólanna
í Reykjavík án þess aó verkiö væri boóiö út.
Starfsmenn RÚV
merktir
„Menn hafa lif-
að í góðri trú að
svona atburðir
gerðust ekki hér.
En við horfumst
nú greinilega í
augu við breyttar
aðstæður. Fram-
vegis verðum við
að gera auknar kröfur um að starfs-
menn verði merktir og fara fram á
við gesti sem hingað koma að bíða
þess að sá sem þeir ætla að hitta
komi og taki á móti þeim.“
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri
í Degi 16. ágúst.
Sérstaða sjávar-
útvegsins
„Ástæðan fyrir
banni á fjárfest-
ingum útlendinga
í sjávarútvegi
virðist vera ótti
við að erlendir að-
ilar geti komið
hingað og „keypt
upp“ sjávarútveg-
inn... Gallinn við bannið er að sjáv-
arútvegurinn er sú atvinnugrein
sem nýtur einna mestrar sérstöðu á
íslandi og þvi einna helst von til að
erlendir aðilar gefi honum gaum.
Þessi möguleiki verður ekki síst að
veruleika nú í haust þegar VÞÍ
verður aðili að NOREX-samstarfinu.
Hættan er hins vegar sú að í stað
þess að NOREX-samstarfið verði
tækifæri fyrir sjávarútveginn að ná
til sín nýju fjármagni leiði það til að
hann verði lokaður afkimi - annars
flokks fjárfesting vegna hafta á eign-
arhaldi.
Þóröur Pálsson, deildarstj. hjá Kaup-
þingi, í Viöskiptablaöinu 16. ágúst.
Valhöll veldur deilum
„Ég hef aldrei
ætlað að standa
fýrir sölu á nátt-
úraperlum,“ segir
Guðni Ágústsson
og ásakar Stein-
grím J. Sigfússon,
formann VG, fyrir
að snúa út úr orð-
um sínum vegna sölu Valhallar. Síð-
an segir Guðni: „Hér greinir okkur
Steingrím J. Sigfússon á. Hann sér
roðann í austri og vill sovéska kerf-
ið, að ríkið eigi atvinnutækin og
landið. Ég þyrfti að skreppa með
Steingrími til Rússlands til að rifja
upp fyrir honum hvemig flokkur-
inn, ríkið og hans gömlu pólitísku
kollegar drápu framtak fólksins."
Guöni Ágústsson landbúnaöarráöherra
í Degi 16. ágúst.
Skoðun
Fyrirgefdu sonur sœlL.
Eg eyddi öllum arflnum þínum í að
beriast aean erfðaskattinum k
Tollir á tregðunni
Spurningar varðandi eðli
lýðræðisins hafa vaknaö að
undanfornu, ekki sist
vegna orða Péturs Blöndals
á störfum sínum í þing-
nefndum Alþingis og um-
ræðna í kjölfarið. Undir
niðri kraumar óánægja og
tortryggni margra varðandi
störf Alþingis. Fólk veit að
ýmis mál, jafnvel stórmál,
eru afgreidd í blóra við
vilja almennings eins og
hann hefur birst m.a. í
skoðanakönnunum.
Jónas Bjarnason
efnaverkfræöirtgur
Fáir á fleti og vllja rá&a
Þegar stjómmálamenn era spurð-
ir hvers vegna þeir taki ekki mark á
vilja fólks eru svörin vanalega í þá
veru að spumingar kannana hafi
ekki verið viðeigandi eða bara „of‘
eitthvað, en þeir sjálfir séu skuld-
bundnir til að framfylgja samvisku
sinni. Svo heyrir fólk af ástandinu
sem ríkir í þingflokkunum; þar sitja
fyrir fáir á fleti og vilja ráða.
Lagaframvörp um atvinnu- og við-
skiptamál koma gjarna úr ráðuneyt
unum, jafnvel að hluta til hrá frá
einstökum hagsmunahópum, og
er til þess ætlast að þeim sé
þinginu eða vikið frá flokkslínu. E
stakir þingmenn geta sett puttana
mál sem enga sterka og
hagsmunahópa hafa að baki.
það hvort offramleiðsla
kindakjöts og landspjöll
minnki.
Það er orðinn eins konar
kækur að tala um EB og
niðurgreiðslur þar ef
minnst er á sauðfjárrækt;
sá samanburður allur hefur
verið meira eða minna bull
og blekkingarleikur. Þótt
mikið fé fari í landbúnaðar-
mál EB þá er þar mn að
ræða mikinn fjölda fram-
leiðsluafurða og iðnaðar-
hráefni en ekki bara kindakjöt.
Hvemig mynda fulltrúar landbún-
aðamefndar sér skoðun? Vora full-
trúar neytenda kallaðir fyrir nefnd-
ina eða sjónarmið skattgreiðenda
viðruð? Svo ekki sé minnst á gróður-
eyðingu vegna sauðfjárbeitar, en
ekki bólar á mati á þeim landspjöll-
um til verðs sem allir tala nú um.
Að vera, eða’ a& ekki vera,
sag&l Hamlet prlns ■■■
„Já, heilabrotin gera oss alla að
gungum"! - Annars er ástand í öðr-
um nefndum Alþingis á sviðum at-
vinnu- og efnahagsmála líkast til
svipað. Er skriðþunginn eða tregðan
svo mikil í rekstri mála að engu
verði hnikaði þrátt fyrir æpandi
nauðsyn? Er nýjum fulltrúum „full-
trúalýöræðisins" bara vísað til sætis
og þeim réttur kórréttur matseðill-
inn?
Framkvæmdastjóri Verslunarráðs
er jafnframt formaður efnahags- og
viðskiptanefndar. Við því er að bú-
ast að hann fylgi dyggilega eftir kröf-
um vinnuveitenda sinna, en aukið
frelsi í viðskiptamálum ríkir ekki á
meðan Samkeppnisstofnun hefur
ekki púður til að fylgja eftir rétti al-
mennings varðandi upprætingu ein-
eða fáokunar sem nú er víða.
Ástandið í sjávarútvegi og sjávar-
útvegsnefnd er heil endemis- og sorg-
arsaga og afskræming á fulltrúalýð-
ræðinu; um það mál verður ekki
fjallað í stuttu máli. Byggjast völd
þingmanna eingöngu á hollustu við
flokkslínu?
Jónas Bjarnason
Aumt er aö sjá í einni lest,
- áhaldsgögnin slitin flest
kvað Bólu-Hjálmar, langafi
síns, Jónssonar, formanns landbún-
aðamefndar þingsins. Hann hefur
látið hafa eftir sér hluti í sambandi
við matvælaverð og þátt landbúnaö-
ar í því sambandi, sem eru beinlinis
„framningur" þekkingarskorts;
menn læra greinilega ekki hagfræði
í guðfræðideild og geta átt góðar
taugar til sauðfjárræktar án þess að
skilja samhengi á milli almenns mat-
vælaverðs og stefnu varðandi kinda-
kjöt, niðurgreiðslur og skatta.
Sauðíjársamningurinn frá í vor er
tæpast réttlætanlegur. Nú virðist
sem ná eigi hluta af þeim markmið-
um, sem ekki náðust í umdeildum
eldri samningi frá 1995 og sem kost-
aði þó skattgreiðendur 11 milljarða
og umtalsverð óþörf útgjöld í mat-
vælaverði; verð á kindakjöti stjómar
jú að miklu verði annarra kjötteg-
unda. Nýi „samningurinn", sem
gerður var í hringekju bændasam-
takanna, landbúnaðamefndar og rík-
isstjómar i vor, kostar skattgreið-
endur 2,2 milljarða á ári næstu „sjö“
ár, án þess að nokkur vissa fáist um
„Hvemig mynda fulltrúar landbúnaðamefndar sér
skoðun? Voru fulltrúar neytenda kallaðir fyrir nefnd-
ina eða sjónarmið skattgreiðenda viðruð?“ - Nokkrir
þingmenn landbúnaðamefndar: Hjálmar Jónsson, for-
maður, Drífa Hjartardóttir, Einar Már Sigurðarson,
Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Ámi Stefánsson og
Einar Oddur Kristjánsson alþingismenn.