Dagblaðið Vísir - DV - 17.08.2000, Síða 25
FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2000
DV
Tilvera
29
Maybe Baby:
Hugljúf gamanmynd
um barnleysi
Leitaö hjálpar
Þaö er Rowan Atkinson sem leikur kvensjúkdómalækninn sem
hjónin leita hjálpar hjá.
Breska gamanmyndin Maybe
Baby verður frumsýnd í Háskóla-
bíói á morgun. Myndin segir frá
hjónunum Sam og Lucy sem þrá að
eignast bam. Það gengur ekki sem
skyldi þrátt fyrir að hjónin fari
ýmsar leiðir, t.d. prufa þau nála-
stungumeðferð, nudd og ýmsar ný-
aldaraðferðir. Á endanum ákveða
þau að leita hjálpar hjá kvensjúk-
dómalækni sem leikinn er af Rowan
Atkinson. Sam, sem skrifar handrit
fyrir sjónvarpsþætti, fær þá hug-
mynd að búa til kvikmynd um hjón
sem eiga við ófrjósemisvandamál að
stríða. Lucy veit ekki hvort hún á
að styðja Sam eða koma 1 veg fyrir
að hann opinberi þeirra eigin
vandamál. Spurning er því hvort
hjónabandið haldi og hvort fjölga
muni í fjölskyldunni.
Hugh Laurie og Joely Richardson
leika hjónin en þau em bæði þekkt
fyrir leik i kvikmyndum og sjón-
varpi. Hugh Laurie vakti fyrst at-
hygli sem yfirstéttarauðnuleysing-
inn Jeeves sem lét einkaþjóninn
sinn Wooster þjóna sér eins og yfir-
stéttamanni sæmir í þáttunum
Jeeves og Wooster sem sýndir vora
í Sjónvarpinu fyrir nokkrum árum.
Á síðustu árum hefur hann leikið í
Qölda kvikmynda á borð við Sense
and Sensibility, 101 Dalmatians og
nú síðast lék hann pabba Stuarts
litla í samnefndri mynd. Joely Ric-
hardson lék einmitt lika í
lOlDalmatians en hún hefur einnig
leikið mikið í leikhúsum í Bret-
landi.
Fjöldi frægra leikara kemur fram
í myndnni og má nefna Joanna
Lumley úr þættinum Tildurrófur,
óskarsverðlaunaleikkonuna Emmu
Thompson og auðvitað Rowan Atk-
inson sem er betur þekktur sem Mr
Bean. Leikstjóri myndarinnar og
höfundur handrits er Ben Elton en
hann var annar þeirra sem skrifaði
handritið að Blackadder-þáttunum
vinsælu. Það var í þeim sjónvarps-
þáttum sem Rowan Atkinson sló svo
rækilega í gegn. -MÓ
Tumi tígur:
Tumi tígur leitar að
fjölskyldunni sinni
Bangsímon og félagar hans eru
komnir aftur í nýrri teiknimynd
sem frumsýnd verður um helgina. í
þessari mynd er það hins vegar
Tumi tígur sem er i aðalhlutverki.
Hún segir frá því þegar Tumi tígur
kemst að því að það getur verið ein-
manalegt að vera eini tígurinn í
skóginum. Hann ákveður því að
leggja í ferðalag um Hundraðmetra-
skóginn til að finna aðra tígra. Ferð-
in reynist árangurslaus og því
reyna vinir hans að gleðja hann og
klæða sig í tígrabúninga. Það verð-
ur aðeins til þess að Tumi heldur
aftur á stað út i kalda veturinn i leit
að fjölskyldunni sinni.
Vinirnir reyna að leita hans en
Tumi finnur að lokum fjölskylduna
sína. Hann uppgötvar nefnilega að
það era vinir hans sem eru í raun-
inni fjölskyldan hans. Laddi ljær
Tuma tígri rödd sína í íslensku út-
gáfunni en nafni hans, Þórhallur
Sigurðsson, talar inn á fyrir
Bangsímon. Meðal annarra leikara
sem ljá myndinni raddir sínar eru
Örn Ámason, Sigurður Sigurjóns-
son og Hjálmar Hjálmarsson. Þá eru
í myndiimi fjöldamörg lög. -MÓ
Tumi tígur
Leiöist aö vera eini tígurinn í Hundraömetraskóginum.
Stökktu til
Benidorm
29. ágúst
frá 29.955
-Síðustu sætin til Benidorm í ágúst f
Flug til Benidorm þnðjudaginn
29. ágúst og þú getur valið um 1, 2 eða 3 vikur í sólinni.
Benidorm er einn vinsælasti áfangastaður íslendinga og hér getur
þú notið sumarleyfisins við frábærar aðstæður.
Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og
segjum þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu
fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verðkr. 29,955,“
-M.v. hjón mcö 2 bðm, 2-11 ára,
8 nætur með sköttum.
Verðkr.39,990,-
-M.v. 2 í stúdíó/íbúð,
8 nætur, meö sköttum.
Verð kr. 49.990,-
-M.v. 2 f stúdió/íbúð,
15 nætur, með sköttum.
HEIMSFERÐIR
Austurstræti 17, 2. hæð,
595 1000, www.heimsferdir.is
■ ■■■■■
IÞflKSKRÚFUB
Heithúöaðar
Ryðfríar
Ailar gerðir
festinga fyrir
klæðningar
á lager.
Love and Basketball frumsýnd á morgun:
Rómantískt
körfuboltadrama
Love and Basketball er þroskasaga
drengs og stúlku sem eiga það sameig-
inlegt að vera ástfangin af körfúbolta
og hvort af öðm.
Monica (Sanaa Lathan) flytur í
næsta hús við Quincy (Omar Epps)
sem gerir sér fljótlega grein fyrir því
að hún spilar körfúbolta betur en flest-
ir strákanna. Litlir neistar fljúga en
ekkert gerist fyrr en þau em bæöi orö-
in kynþroska og á barmi atvinnu-
mennsku í körfúboltanum. Eins og oft
gerist í málefhum ástarinnar, þurfa
þau að taka mikilvægar ákvarðanir og
taka á sig fómir eigi þau að ná saman.
Gina Prince-Bythewood leikstýrir
myndinni en hún hefúr meðal annars
skrifað handrit að sjónvarpsþáttunum
South Central og Felicity. Framleið-
endur era Spike Lee og Sam Kitt sem
Boltaást
Quincy (Omar Epps) og Monica
(Sanaa Lathan) eru ástfangnir
körfuboltaspilarar.
frægir era fyrir hlutdeild sína í kvik-
myndum um blökkumenn í Bandaríkj-
unum.
Love and Basketball verður frum-
sýnd í Bíóborginni á morgun.