Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 6
6
________________________________________MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000
Fréttir DV
Verkalýðsfélagið Samstaða í hart vegna starfsloka Björns Grétars:
Lögfræðingi sigað á
Verkamannasambandið
- Björn Grétar talinn hafa samið um sporslur auk 5 milljónanna
Verkalýösfélagið Samstaða á
Blönduósi hefur gripið tii aðgerða
gegn sitjandi stjóm Verkamannasam-
bands íslands sem ekki hefur enn látið
af hendi umdeildan starfslokasamning
Bjöms Grétars Sveinssonar. Stjóm
Samstöðu og almennur félagsfimdur
kröfðust þess í vor að Verkamanna-
sambandið léti af hendi samninginn. í
júní sendi Valdimar Guðmannsson,
formaður félagsins, staðfest símskeyti
til að ítreka bréf þess eðlis en án ár-
angurs því ekkert bófar á samningn-
um sem DV upplýsti á sínum tíma að
innihéldi skuldbindingu um að Bjöm
Grétar héldi fuilum launum í tvö ár.
Það samsvarar rúmum 5 milljónum.
Samstaða á aðOd að Verkamannasam-
bandinu og Valdimar formaður hefur
misst þofinmæðina.
„Við höfum falið iögfræðingi félags-
ins að fmna leið til að fá samninginn.
Við kunnum ekki önnur ráð. Þeir
svara ekki bréfi
okkar og þykjast
ekki hafa fengið
staðfest skeyti í
hendur fyrr en
einhverjum dög-
um eftir að það
var sent. Sem for-
maður félagsins er
mér skylt að ná
samningnum. Ég
hef sýnt þolin-
mæði en hún er
nú á þrotum," seg-
ir hann.
„Við teljum
þennan gjöming
óeðfilegan en fyrsta skrefið til að vita
hvað um er að ræða er að fá samning-
inn í hendur. Ég hef heyrt að einhverj-
ir formanna félaganna sem aðild eiga
að framkvæmdastjóm VMSÍ hafi
kynnt samninginn inni í stjómum
Að vera eða
vera ekki
Björn Grétar
Sveinsson er
réttkjörinn for-
maöur VMSÍ en
er hættur.
Leynisamningur
Hervar Gunnars-
son og félagar
láta aöildarfélag
ekki hafa
starfslokasamn-
ing Björns
Grétars.
Þolinmæðin
þrotin
Valdimar Guö-
mannsson hefur
sett lögfræöing
sinn í aö ná
samningum sem
félagar hans
heimta aö sjá.
sinna félaga. Það er afar undarlegt að
við fáum ekki að sjá hann. Við heyrum
að samningurinn innihaldi ekki að-
eins full laun til handa Bimi Grétari
heldur séu honum tryggð launuð trún-
aðarstörf áfrcun. Þar er nefnt að hann
haldi stjómarsætum í Nýsköpunar-
sjóði og Vinnueftirliti ríkisins. Þetta
vitum við þó ekki með vissu og málið
snýst ekki um persónu Bjöms Grét-
ars,“ segir Valdimar.
Hann segir að þrátt fyrir að Hervar
Gunnarsson, settur varaformaður
VMSÍ, fari með forystu í sambandinu
failist Samstöðumenn ekki á að hann
sé leiðtoginn.
„Bjöm Grétar er enn þá formaður
sambandsins þar sem við höfum ekk-
ert í höndunum um að hann sé hættur.
Gagnvart okkur er hann þvi enn for-
maður," segir Valdimar.
Áætlað er að þing Verkamannasam-
bandsins verði haldið í október en þar
er ætlunin að stofna ný samtök ófag-
lærðs verkafólks og leggja niður
Verkamannasambandið.
-rt
Bitið í hnakkann
„Svona á aö gera þetta, “ sagöi Kristján Pátsson þegar hann sýndi viöstödd-
um eina aöferö Mýrdælinga viö fýiaveiöarnar.
Þingflokkur sjálfstæðismanna á Suðurlandi:
Fýlaverkun
vakti athygli
þingmanna
DV MYNDIR NH:
Frá fýlaverkun í Mýrdalnum
Þingmenn fylgiast meö nöfnunum Sigríöi Guömunds- og Sig-
mundsdóttur viö aö reyta fýia.
Þingflokk-
ur Sjálfstæð-
isflokksins
hittist á
Höfðabrekku
í Mýrdal á
fostudag til
að fara yfir
starfið fram
undan og
drög að
frumvarpi til
fjárlaga fyrir
árið 2001.
Þegar dag-
skrá þing-
manna lauk
fóru þeir í
skoðunarferð
um Mýrdal-
inn og litu
fegurð og gersemar hans augum.
Meðal þess sem þingmennimir
kynntu sér var hvernig Mýrdæling-
ar verka fýlinn. Nú er unginn far-
inn að fljúga úr hreiðinu til sjávar.
Sem fyrr eru margir tilbúnir til að
eltast við hann og vinnufúsar hend-
ur eru nægar í verkun hans. Heima-
menn eru seigir í fýlaveiðunum og
þeir sem hafa flutt úr Mýrdalnum
og hinir sem eiga ættir eða uppruna
að rekja þangað halda einnig við
hefðinni. Sjálfstæðismennimir litu
á yfirferð sinni inn til nafnanna Sig-
ríðar Guðmunds- og Sigmunds-
dætra sem voru að verka fýl ásamt
Símoni Gunnarssyni. Vakti. það
mikinn áhuga þingmannanna. Drífa
Hjartardóttir á Keldum sagði að það
hefði verið alveg einstakt að sjá
fólki verka fýlinn. Þama færu sam-
an handbrögð og hefð sem ættu sér
langa og merka sögu.
-NH
Boðaður niðurskurður á vegaframkvæmdum í Reykjavík:
Niðurskurður þýðir umferðarslys
- segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri
„Ég hef ekki séð þessar tillögur
en ef þær eru svona þá list mér illa
á þær,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gisladóttir, borgarstjóri Reykvík-
inga, um fyrirhugaðan niðurskurð
ríkisins til vegamála í höfuðborg-
inni. Ný fjárlög voru kynnt þing-
flokkunum um helgina þar sem nið-
urskuröur til vegamála í höfuðborg-
inni er 800 milljónum króna.
Ingibjörg Sólrún segir líklegt aö
með niðurskurðinum sé átt við höf-
uðborgarsvæðið í heild.
„Þar sem ég hef ekki séð tiilög-
umar veit ég ekki hvaða fram-
kvæmdir er um að ræða. Það segir
sig hins vegar sjálft og það veit það
hver heilvita maður að umferðin á
höfuðborgarsvæðinu er meiri en
vegakerfið getur borið. Það á auð-
vitað sinn þátt í umferðaróhöppum
og slysum."
Umfangsmestu vegaframkvæmd-
imar sem em fyrirhugaðar í
Reykjavík eru mislæg gatnamót
Víkurvegar og Vesturlandsvegar.
Þá er stefnt að mislægum gatnamót-
um Reykjanesbrautar og Breiðholts-
brautar, auk þess sem áætlað er að
flutningur Hringbrautar hefjist.
„Það er auðvitað ekki ólíklegt að
þessi niðurskurður komi við þessar
framkvæmdir. Það flnnst mér mjög
slæmur kostur en það er raunar
sama hvar borið er niður innan
borgarinnar - allt eru þetta löngu
tímabærar framkvæmdir. Það hefur
aldrei verið varið jafnmiklu fé til
umbóta á stofnbrautum í Reykjavík
og hefði þurft. Hvað fjárlögin varöar
þá hefur ekkert samráð verið haft
viö okkur og það er miður,“ segir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri. -aþ
Gyifi Kristjánsson
netfang: sandkorn@ff.is
Hvað gerði hann?
Guðni Ágústs-
son, okkar ástsæli
landbúnaðarráð-
herra, olli kúa-
bændum vonbrigð-
um i síðustu viku
þegar hann upp-
lýsti ekki hvort
hann ætlaði að
gefa grænt ljós á
að hafin verði ræktun á norsku
kúakyni hér á landi, en þetta mál
brennur nokkuð á kúabændum þótt
skoðanir þeirra á málinu séu skipt-
ar. Eins og alþjóð veit hefur Guðni
haft í mörg horn að líta undanfama
mánuði og m.a. riðið mikið út í
hlýrahnakknum fræga. Guðni sagði
þó á sínum tíma að hann væri á
leiðinni undir feld að hætti Þorgeirs
Ljósvetningagoða til að skoða kúa-
málið. Þegar Guðni var spurður að
því í síðustu viku hvað hann hefði
hugsað undir feldinum svaraði
hann því einu að hann hefði ekki
legið þar aðgerðalaus. Spumingin
er því þessi: Hvað var ráðhema að
gera undir feldinum?
Verður stækkað?
Það hefur varla
farið fram hjá al-
menningi að um
næstu helgi leika
ísland og Dan-
mörk landsleik í
knattspyrnu á
Laugardalsvelli.
Telja má víst að
uppselt verði á
leikinn en slík aðsókn á sér stað á
3-4 ára fresti. Þess á milli rúmar
Laugardalsvöllur vel þá sem þang-
að vilja fara til að horfa á knatt-
spymu. Hlns vegar hefur knatt-
spyrnuforustan blásið i herlúðra og
knýr nú á um stækkun stúkunnar
í Laugardal sem væntanlega mun
kosta hundruð milljóna króna.
Eggert Magnússon, formaður KSÍ,
segist eiga áhugaverðar hugmyndir
um stækkun stúkunnar á vellinum
sem hann ætli að sýna borgarstjóra
og verður fróðlegt að sjá hvort Egg-
ert tekst að fá borgarstjóra á sitt
band í þessu máli.
Nú liggja þeir
Án efa koma
margir spenntir á
völlinn á laugar-
dag, enda telja
sumir að nú sé
loksins kominn
tími á það að
Danir fái að finna
fyrir því og
„liggja í því“.
Atll Eðvaldsson landsliðsþjálfari
segir að til að sigur vinnist þurfi
allt að ganga upp hjá íslenska lið-
inu og Danir þuifi að eiga slæman
dag. Reyndar er það alltaf sama
sagan fyrir landsleiki hér heima, í
hvaða íþróttagrein sem er, að
landsliðsþjálfaramir eru sendir
fram og látnir fara með „klisjur" í
fjölmiölum sem eiga að þjóna þeim
tilgangi að fá fólk til að mæta.
Staðan er hins vegar sú núna, sér-
staklega miðað við úrslit lands-
leikja okkar í knattspyrnu á
heimavelli síðustu ár, að það yrði
gjörsamlega óviðunandi ef „Dan-
irnir liggja ekki í því“.
Sá stóri
Þrátt fyrir
litla laxveiði
í sumar
fréttum við
af einum
stórmn laxi
sem náðist
á land á
dögunum í ónefndri á fyrir norðan.
Svo stór var laxinn að hann festist
í ánni og þurfti tvær dráttarvélar
til að losa hann og draga hann á
land. Laxinn var skorinn á staðn-
um og sneiðunum skipt á milli
bæja í sveitinni og var þar kominn
mánaðarforði af mat. Beinagrind
laxins var siðan söguð niður og
beinin notuð í girðingarstaura sem
dugðu til að girða af afréttarland
sveitarinnar. Segið svo að það sé
ekki lengi von á einum!