Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 10
10 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 I>V Fréttir Garðabær: Góð staða bæjarsjóðsins DV. GARDABÆ:_________________________ Greinilegt er að bæjarstjóri Garða- bæjar, Ingimundur Sigurpálsson, skil- ar góðu búi þegar hann flytur sig nið- ur í Pósthússtræti og gerist forstjóri Eimskips. Garðabær hefur lagt fram miiliuppgjör miðað við 30. júní 2000 þar sem fram kemur góð staða bæjar- félagsins. Samkvæmt milliuppgjöri eru bók- færðar skatttekjur 801,7 m.kr. sem er um 54% af áætluðum tekjum sam- kvæmt fjárhagsáætlun. Afgangur af rekstri er 253,0 m.kr. en fjárhagsáætl- un ársins gerir ráð fyrir að afgangur af rekstri verði 216,0 m.kr. Til fram- kvæmda hefur verið varið 222,5 m.kr. en fjárhagsáætlun gerir ráð fyrir að til framkvæmda verði varið 591,2 m.kr. Milliuppgjörið ber vott um að rekstur bæjarfélagsins sé í ■góðu jafiivægi og staða bæjarsjóðs sterk. -DVÓ Byrjendanámskeið Unglinganámskeið Kennsla í hóptímum og einkatímum • Raddtækni • Öndun Líkamsbeiting f® • Framkoma Upplýsingar í síma 898 0108 Smart 600 - skránrngarár rS9 Ekinn aöeins 14 þús. km, aukadekk, kúplingslaus, skipting 6 gíra, líknarbelgur, cd m/magasíni, allt rafdr. Verö kr. 1.290 þús. Áhvílandi bílalán, 700 þús. kr., geturfylgt. ATH.! Bíllinn er kjörinn til merkingar fyrir fyrirtæki - sérstakt útlit - mikiö auglýsingargildi. EVRÓPA BILASALA tákn um traust Faxafen 8 / Sfmi 581 1560 / Fax 581 1566 www.evropa.is Trans-Am Af sérstökum ástæðum er til sölu, ef viðunandi tilboð fæst, Turbo Trans-Am, árgerð '81, V8, 301,4,9 lítra, ekinn aðeins 65.000 frá upphafi. T-toppur. Sami eigandi í yfir 17 ár. Upprunalegt lakk (Trans-Am rauður) en þarfnast sprautunar. 100% ryðlaus. Vegna fullkomnunaráráttu eigandans er búið að endurnýja nánast allt kram bílsins, s.s. legur og hringi (STD stærð), olíudælu, bensíndælu, vatnsdælu, tímagír, knastás og undirlyftur. Allt nýtt í heddum ásamt stillanlegum rokkerörmum. Allt nýtt utan á mótor, s.s. nýjar pústgreinar og pústkerfi að og frá túrbínu, afgastúrbína, rafeindastýrður blöndungur og tölva, alternator, rafgeymir, pústkerfi úr ryðfríu stáli, bremsukerfi, allt inni í hásingu o.m.fl. Bílnum fylgir nýr stýrisbúnaður frá GM, gardínur úr áli í afturrúðu o.m.fl. Öll vinna unnin af fagmanni á viðurkenndu verkstæði. Bíllinn er á uppmnalegum Turbo Trans-Am álfelgum og nýjum GF Goodrich radial TA-dekkjum, að framan 245/60x15, að aftan 255/60x15. Einstakt tækifæri fyrir áhugasama sem langar að eignast gamlan vagn sem nálgast fornbílaaldurinn og er eins og nýr, ef ekki betri. Áhugasamir geta fengið nánari upplýsingar í síma 865 3727. DVWND EINAR J. Hús rifið í Skipholti Þetta hús í Skipholtinu hefur mátt muna fífil sinn fegri, en hafist var handa viö aö rífa þaö nú í vikunni. Þarna var m.a. Norræna félagiö eitt sinn meö aösetur. Vélsmiðja í Sandgerði: Frúin er forstjóri - en eiginmaðurinn stjórnar á gólfinu Vélsmiðjan Tikk ehf. hefur verið rekin í Sandgerði um nokkurt skeið með góðum viðbrögðum, enda hefur verið skortur á slíkri þjónustu um nokkum tíma. Það eru hjónin Mar- ía Anna Eiriksdóttir og Einar Bjamason sem eiga Tikk ehf. en þau byrjuðu í Garðinum fyrir um 10 árum og hefur vélsmiðjan stækkað jafnt og þétt þar til húsnæðið var orðið of lítið og gera þurfti einhverj- ar ráðstafanir. Bauðst þeim hjónum lóð á góðum stað við höfnina í Sandgerði og var þar reist 800 fermetra stórt stál- grindarhús með 10 metra lofthæð sem var að mestu leyti tilbúið um síðustu áramót. Er nú komin góð reynsla á starf- Frúln í forstjórastólnum Anna Eiríksdóttir stýrir vélsmiðjunni Tikk takk í Garöinum. DV-MYNDIR ÞORSTEINN Úr smiöjunni Starf$menn á gólfinu lúta stjórn eiginmánnsins, Einars Bjarnasonar. semina og næg verkefni en þau eru helst vinna við báta, auk viðgerða á vinnuvélum, og ýmis tilboðsverk. Um 15 manns vinna hjá þeim hjón- um. Það er María Ánna sem er framkvæmdastjóri en Einar sér um verkstjóm, stjómar á gólfinu eins og sagt er, auk þess sem böm þeirra vinna einnig í smiðjunni. Griðar- stórar dyr eru á húsinu sem gefur mikla möguleika á verkefnum því hægt er að taka þar inn minni báta og stórar vinnuvélar. Samhliða vélsmiðjunni er rekin verslun með öllum helstu verkfær- um og hlutum sem tilheyra rekstr- inum og þurfa því Sandgerðingar ekki lengur að fara í Keflavík eftir skrúfum og verkfærum. -Þorsteinn Sauðfjárslátrun hjá Goða hf. á Hornafirði: Tíu breskir atvinnu- slátrarar ráðnir - íslendingar fást varla til starfa í sláturhúsinu DV, HORNAFIRDI: ____________ Verið er að undirbúa sauðfjár- slátrun i sláturhúsi Goða hf. á Hornafirði. Byrjað verður á að slátra um 200 lömbum áður en hin eiginlega haustslátrun hefst en hún á að vera komin í fullan gang um 20. september. Goði hf. er örfárra daga gamalt fyrirtæki í kjötiðnaði og sláturhúsa- rekstri sem stofnað var 1. ágúst. Fyrirtækið varð til þegar fimm fyr- irtæki sameinuðust en þau eru Borgames-Kjötvörur ehf. í Borgar- nesi, Sláturhús og kjötvinnsla Hér- aðsbúa á Egilsstöðum, Kjötumboðið hf. í Reykjavík, Norðvesturbanda- lagið hf. á Hvammstanga og Þrí- hyrningur hf. sem rekið hefur slát- urhúsið á Höfn. Með þessari sam- einingu er Goði hf. stærsti slátur- leyfishafi landsins með rúmlega 40% markaðshlutdeild. Sigfús Þorsteinsson sláturhús- stjóri segir að í haust verði slátrað um 35 þúsund fjár í sláturhúsinu á Höfn. Vel hefur gengið að fá kven- fólk til vinnu í sláturhúsinu en verr að fá karlmenn. Sigfúsi líst ekki nógu vel á að manna sitt sláturhús eingöngu með konum svo hann ger- ir ráð fyrir að fá allt að 10 breska at- vinnuslátrara í haust. Undanfarin haust hafa 4-6 breskir slátrarar unnið í sláturhúsinu á Höfn og ver- ið harðduglegir. -Júlia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.