Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Side 16
16 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Gjörn Kárason A&stoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjðlmiðlunar: http://www.visirls Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreiíing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarbiað 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Guðni á réttri leið Áhugi þéttbýlisbúa á að eignast afdrep utan skarkalans hefur aukist undanfarin ár. Hann má sjá í þeim fjölda sumarhúsa sem risið hafa innan ákveðins radíuss þéttbýl- iskjamanna um land allt. í raun er sumarbústaður eða sumarhús vart réttnefni lengur því flest nýrri hús sem rísa eru heilsárshús, hituð ýmist með rafmagni eða heitu vatni og búin þeim þægindum sem flestir gera kröfu til. í þessum húsum og á þeim jarðarskika sem þeim fylgir skapar fólk sér sína eigin paradís, stundar skógrækt og ræktar land um leið og það bætir líkamlega sem andlega velferð og byggir upp þrek til þess að takast á við þau verkefni sem bíða. Aðra dreymir stærri drauma og vilja eignast jörð. Eft- irspum eftir jörðum hefur aukist undanfarin misseri og ár og jarðaverð hækkað um leið. Það er að vonum enda em umtalsverð verðmæti fólgin í jörðunum. Líkt og með sumarhúsalöndin ræður staðsetning miklu. Því em jarðir nærri þéttbýli að jafnaði dýrari en þær sem afskekktari eru. Hestamenn sækjast eftir jörðum til þess að geta bet- ur sinnt áhugamálum sínum, sem og þeir sem hafa áhuga á útivist og ekki síst skógrækt. Hlunnindajarðir sem fylg- ir veiðiréttur i ám eða vötnum njóta einnig sérstöðu. Ríkið er langstærsti jarðaeigandi landsins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur lýst áhuga á að selja rikisjarðir og það er vel. Jarðirnar em betur komn- ar í eigu áhugasamra einstaklinga eða félagasamtaka en ríkisins. Ráðherrann kynnti fyrr í sumar í ríkisstjóm hugmyndir um stórfellda sölu ríkisjarða. Samráðherrar hans tóku vel í þær þótt fram kæmi að farið væri með fullri gát við söluna. í DV á laugardag sagði frá því að engar ríkisjarðir fást nú keyptar hjá landbúnaðarráðuneytinu utan jarðir sem standa til boða ábúendum sem öðlast hafa forkaupsrétt. Breytinga er þó að vænta því að á vegum ráðuneytisins er unnið að endurskoðun jarðalaga sem meðal annars miðar að því að breyta kvöðum varðandi notkun þeirra jarða sem seldar em. Þær breytingar myndu auðvelda ríkinu að selja jarðir sinar öðrum en þeim sem hyggjast stunda þar hefðbundinn landbúnað. Alkunna er að margir leiguliðar sitja jarðir í ríkiseign og greiða fyrir lága leigu. Eðlilegra er að leiguliðarnir kaupi þær jarðir sem þeir eiga ábúðarrétt á og ráðherra hefur raimar skorað á þá bændur að nýta sér kaupréttinn til að eignast jarðimar. Stefna hans er og að selja fremur rikisjarðir sem losna úr ábúð en að byggja þær nýjum leiguliðum. Af 510 ríkisjörðum á forræði landbúnaðarráðuneytisins eru um 130 jarðir í eyði. Stefna þarf að sölu þessara jarða á næstu árum, án þess þó að ofbjóða markaðnum. Eðlilegt er að ríkið njóti þess áhuga sem markaðurinn sýnir jörð- unum og fái verð fyrir í samræmi við það. Leiguliðar í bændastétt geta nýtt rétt sinn til kaupa og áframhaldandi búskapar. Þess utan nýtast jarðirnar til dæmis hesta- mönnum, skógræktaráhugafólki og öðrum. Ágæt hugmynd er að skipta hluta ríkisjarða í smærri einingar svo fleiri geti eignast jarðnæði í dreifbýli án þess að kaupa heilu jarðirnar. Landbúnaðarráðherra hefur hreyft hugmyndum í þessa vem, til dæmis á Suðurlandi og i Borgarfirði, svo fjölga megi fólki í sveitarfélögum þar enda þrái margir þéttbýlisbúar slíka búsetu og nútíma- tækni og samgöngur geri mönnum mögulegt að starfa á höfuðborgarsvæðinu eftir sem áður. Guðni Ágústsson hefur hrist upp í stöðnuðu ráðuneyti og er á réttri leiö við imdirbúning sölu ríkisjarða. Jónas Haraldsson 33< DV Skoðun Sæla alsæla Þráin eftir betri heimi hefur verið drifkraftur í sögu mannsins frá upphafi vega. Um aldir hafa menn séð fyrir sér sæluríki þar sem ailt gengur að óskum. Trúarbrögðin benda sum að minnsta kosti í átt til betra lífs og viö hin kristnu biðj- um: til komi þitt ríki - og eigum þar við að allt verði samkvæmt viija skaparans. Ekki alit gull sem glóir í bókmenntum, myndlist, kvikmyndum og öðrum listgreinum er stöðugt leitast við að túlka veru- leikann, opna nýjar víddir og beina sjónum okkar til einhvers sem er æðra hinu hversdagslega. Hátíðir gegna líku hlutverki. Orðið hátið merkir eitthvað sem er yfir tíman- um, ofar hversdagsleikanum. Á há- tíðum hverfum við inn í annan veru- leika. Allt þetta ber vott um heil- brigða viðleitni mannsins til þess að lifa af og krydda tilveruna, glæða hana lífi og lit. Heilbrigt líf er sam- bland af hversdegi og hátíð, af striti og hvíld þar sem menningin gegnir Orn Bár&ur Jónsson prestur veigamiklu hlutverki. Allt er best í hófi, segir máltæk- ið. Stöðugar hátíðir geta gert mann leiðan og í sum- arbreyskjunni saknar fólk jafnvel rigningar og roks. Fjölmiðlar gegna mikil- vægu hlutverki i samtíð- iimi. Þeir túlka veruleikann en birta okkur líka á vissan hátt afskræmda mynd af honum. Og auglýsingar boða okkur betra líf í nýj- um bíl, utanlandsferð eða nýrri fatatísku. Valkostirnir eru óteljandi og tæki- færin fjölmörg. En á kjarapöllum lífsins er því miður ekki allt gull sem glóir. Þar leynast hættur og sviknar vörur innan um eðalmálma. Helsæla? I leitinni að sæluríkinu lenda margir á villustigum. Meðal ungu kynslóðarinnar eru margir fram- bærilegir einstaklingar og hæfileika- fólk en þar eru líka allt of margir sem velja að flýja veruleikann með því að nota hættuleg vímuefni eins og t.d. alsælu. Mig minnir aö hún „Kristin trú byggir á fagnaðarerindi, gleðitíðindum og hún boðar komu sæluríkis sem menn geta upplifað hið innra. “ hið innra við það að huga og sál er beint til æðri veruleika. Maður nokkur segist hafa orðið hafi einhvers staðar á prenti verið réttnefnd helsæla? Besta sælan er sú sem kostar ekkert, sú sem veröur til Hvað er þjóðkirkja? í sumar hefur spumingin um að- skilnað ríkis og kirkju fengið byr undir vængi. Áður en afstaða er tek- in í því sístæða álitamáli er nauð- synlegt að ræða hvers konar kirkja starfar í landinu og hver tengsl hennar við ríkisvaldið eru. Einkum er mikilvægt að gera sér grein fyrir að samkvæmt lögum og stjómarskrá er lútherska kirkjan í landinu ekki ríkiskirkja heldur þjóðkirkja. Þjóðkirkjuhugtakið er margrætt og það má skilgreina bæði út frá lög- fræðilegum sjónarhomum og guð- fræðilegum. Fyrir skömmu benti ég á hér í blaöinu (16. 8.) á að þjóðkirkja greinir sig einkum frá ríkiskirkju fyrri alda með lauslegum tengslum við ríkisvaldið, víðtæku sjáifstæði kirkjunnar i eigin málum og víð- feðmum rétti almennings til að taka þátt í kirkju- legri ákvarðanatöku - einkum á sóknargrund- velli. Ríkiskirkja er hins vegar líkust deild í ráðu- neyti. Yfirþjóðleg stofnun Frá bæjardyrum guð- fræðinnar blasir þjóð- kirkjuhugtakið allt öðru- visi við. í þessari merk- ingu má líta á þjóðkirkju sem kirkju sem telur það köllun sína að þjóna einni heilli þjóð, t.d. íslend- ingum heima og erlendis. Margt bendir til að til skamms tíma hafl is- lenska þjóðkirkjan gengið út frá þessum skilningi. Má í því sambandi Hjalti Hugason lektor benda á tengsl hennar við ís- lendinga í Vesturheimi, stöð- ur íslendingapresta í Kaup- mannahöfii, London og víðar og loks það sérkenni islensku þjóðkirkjunnar að hún hefur lengst af hvorki komið nærri kristniboðs- né hjálparstarfi í þriðja heiminum þótt nú hafi orðið nokkur breyting á. Á tímum alþjóöa- og fjöl hyggju á svo þjóðlegur kirkjuskilningur vart við. Kirkjan er í eðli sínu alþjóð- leg eða yfirþjóðleg stofnun. Sérhver kirkja er því kölluð til að þjóna mannkyninu í heild og mæta mann- legum vanda hver sem í hlut á. í því sambandi er hún ekki bundin af landamærum né þjóöemi. Þá hafa „Aðeins þjóðkirkjan er skyld til að halda úti þéttriðnu neti sókna og prestakalla sem nœr til landsins alls. “ líka komið fleiri kirkjur og trúfélög til starfa meðal íslendinga. Þjóð- kirkjan hefur því ekki einkaleyfi til þjónustu við þá. Þvert á móti ber henni að sýna samstööu með öðrum kirkjum um leið og hún gegnir hlut- verki sínu sem þjóðkirkja. Krafan um þjónustu Nú til dags er e.t.v. frjórra að líta á þjóðkirkju sem stofnun sem stöðu sinnar vegna er skyld til að vera vettvangur tilþeiðslu, sálgæslu og annars safhaðarstarfs meðal allra sem búa á íslandi og leita þjónustu hennar, óháð efnahag þeirra og bú- setu í þéttbýli eða dreifbýli. Auk þessa ber henni í samvinnu við aðr- ar kirkjur að bregðast við þörf ann- arra - ekki síst þjóða þriðja heimsins - fyrir kirkjulega umönnun í víðasta skilningi. Þannig bera lærisveinar Krists hver annars byröar. Það er krafan um þjónustu við alla sem til hennar leita sem greinir þjóð- kirkjuna frá öðrum trúfélögum. Þau geta einskorðað starf sitt við eigin fé- laga, stærsta þéttbýlið eða þá staði þar sem starf þeirra mætir bestri svörun. Aðeins þjóðkirkjan er skyld til að halda úti þéttriðnu neti sókna og prestakalla sem nær til landsins alls. Dragi þjóðkirkjan úr þjónustu sinni í dreifðum byggðum, geri hún það kostnaðarsamara eða torveldara að ná fundum hennar í sveit en borg eða láti hún stjómast af kirkjusókn grefur hún undan stöðu sinni sem þjóð- kirkju. Það er einkum „allsstaðamá- lægðin" sem helgar þá mismunun sem í þjóökirkjufyrirkomulaginu felst. Hjalti Hugason Með og á móti Fyrirtækin byggðu borgina Óeðlilegt ida í fyrirtœkjarekstrí? j „Það ætti frek- ' i. ar að spyrja I hvort það væri lllíy nokkur borg ef ekki kæmi til fyr- irtækjarekstur hennar. Síð- ustu hundrað ár hefur Reykjavíkurborg haslað sér völl á stöðugt fleiri sviðum og þannig gjörbreytt lífshátt- um okkar. Hvernig væri umhorfs í Reykjavík ef ekki kæmi til Reykjavíkurhöfn, rafmagnsveita, vatnsveita, vagnar og sorphirða, Stefán Pálsson /' ritstjórn Múrsins strætis- svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu breytast verkefni borgarinnar með tímanum, sum fyrir- tæki verða óþörf en önnur koma til sögunnar. Um þessar mundir er mikið talað um fjar- skiptafyrirtæki, sem sumir telja að eigi ekki að vera á verksviði borgarinar, en svipaðar raddir heyrðust einnig þegar ákveðið var að stofna rafmagnsveitu í bænum. Hver veit nema eftir 10-20 ár verði upplýsingaveitur taldar jafnsjálfsögð opinber þjónusta og vatns- eða hitaveita þykir í dag. Þeir sem harðast beita sér gegn fyr- irtækjarekstri borgarinnar ættu bara að kynna sér sögu Reykjavíkurborgar því af henni gætu þeir margt lært.“ „Sveitarfé- | lög hafa ákveð- ið lögbundið r hlutverk. Það fer því lang- best á því að þau sinni sínu þjónustuhlutverki vel en séu ekki í sam- keppni við fyrirtæki úti á markaðnum. Það fer sveitarfélögum aldrei vel eins og dæmiö um Línu.Net sýnir svo augljóslega. Þegar hið opinbera er komið út í slíkan atvinnurekstur eins og Lína.Net er þá verða óhjákvæmilega Gu&laugur Þór Þór&arson borgarfulltrúi árekstrar, enda önnur fyrirtæki á þessu sviði starfandi á mark- aðnum. Af hverju er Reykjavíkurborg að standa i slíkum rekstri? Þetta er nákvæmlega það sama og gömlu bæjarútgerðimar. Hvar ætla menn eiginlega aö draga mörkin varðandi þátttöku borgarinnar í atvinnurekstri? Af hverju fer hún þá ekki líka að reka matvöruverslun eða bif- reiðaverkstæði? Það má alveg eins búa til rök fyrir því sem er þó i raun haldlaus rök- semd.“ Dellur um Línu.Net hafa vakib upp ýmsar spumingar. Sumir telja afskipti borgarlnnar af rekstrf slíkra fyrirtækja vera óeðlileg og afturhvarf tll tíma bæjar- útgerða. Öðrum finnst þaö sjálfsagöur hlutur og mikilvægt að borgin sýni þannig frumkvæði sem til framfara horfi. ^efÞjóð VI sýnir ungkratar hafa ekki snúið ein- um einasta kóna af þeirri gerð. Eina hugsanlega afleiðingin af þessari auglýsingamennsku ungkratanna er að hleypidómamir fá ókeypis aug- lýsingu í fréttatímum og umræðu- þáttum.“ Af Andríki-VefÞjóöviljanum 25. ágúst vitni að einskærri trúargleði sem ríkti í hjörtum fólks sem beið þess á Péturstorginu í Róm að páfinn kæmi akandi inn á torgið. Fólkið söng af gleði og hvert andlit ljómaði. Það þarf ekki að ganga til Róms til að upplifa slíka gleði. Hana er að finna hjá fólki við kirkjulegar athafnir hér á landi og um allan heim. Trú er öll- um mönnum eðlislæg. Kristin trú byggir á fagnaðarerindi, gleðitíðind- um og hún boðar komu sæluríkis sem menn geta upplifað hið innra. Mannleg speki og rök leiða okkur ekki á veg hinnar sönnu sælu. Fjall- ræða Jesú sem hefst á Sæluboðunum (Matt. 5) flytur allt aðra uppskrift að sælu en við mannfólkið getum látið okkur til hugar koma. Sælan sem þar er boðuð er upprunnin í öðrum veruleika og því virkar hún dálítið á skjön við hyggju heimins sem er í rauninni lítið annað en heimska. Sanna sælu er að finna hið innra. Þar er alsæla sem ekki er veru- leikafirrt heldur veruleikatengd í víðasta skilningi þess orðs og nær til alls veruleikans, bæði hins sýnilega og ósýnilega. Öm Bárður Jónsson Fjárhagslegt fjaörafok „Heilsufræði er nýleg fræöigrein sem ryður sér mjög til rúms um þessar mundir. Hætta er hins vegar á að umræðan um kostnað í heil- brigðiskerfinu breytist í fjárhagslegt fjaðrafok ef ný meðferð gegn sjúk- dómi eða nýtt lyf er ekki sett I þjóð- hagslegt samhengi." Davíö Ingason lyfjafræöingur, Morgunblaöinu 25. ágúst Lélegir bófar „íslenskir bófar hafa hingað til ekki þótt miklir fagmenn og jafnan auðgripnir, enda margir aðeins hálfatvinnumenn í bransanum og réttindalausir. Er- lendis eru skálkar víða orðnir tæknivæddari og betur menntaðir í glæpafræðum, en þurfa engu að síður að þola þrengingar vegna þess að almenn öryggisgæsla, tæknivæðing og reynsla lögreglu er þar líka á hærra stigi en hér.“ Jóhannes Sígurjónsson, Degi 25. ágúst Fordómar og fáfræði „Lífeðlislegar orsakir alkóhólisma eru hinar sömu hjá körlum og kon- um en sálræn og félagsleg áhrif eru mismunandi og einnig er viðhorf samfélagsins til alkóhólisma kvenna mun fordómafyllra en í garð karla. Fordómar og fáfræði koma því mið- ur í veg fyrir að fólk leiti sér hjálp- ar því þeir sjúku eru stundum ekki síður en aðrir fordómafullir og fá- fróðir. Þegar fordómar og fáfræöi beinast að eigin persónu er ekki mikil von á bata.“ Sölvína Konráös, doktor í ráögefandi sálfræöi, Morgunblaöinu 24. ágúst Afhommun „Auðvitað fæst engin niöurstaða úr umræðum við menn sem vilja „halda landinu hreinu" eða „af- homma“ nágranna sína. Jafnvel víð- Mælirinn yfirfullur Hér á landi deyja að með- altali um 24 manneskjur ár- lega í umferðarslysum og um 230 slasast mjög alvar- lega. Hundruð annarra slasast minna. Að undan- fömu hafa umferðarslysin verið óvenju mörg á skömmum tima auk þess sem flestir þeirra sem látist hafa eða slasast alvarlega em ungir ökumenn og far- þegar þeirra. Nú er svo komið að þjóðin er harmi slegin yfir því ástandi sem ríkir á götum og vegum landsins og krefst þess að eitthvað verði gert til þess að spoma við þessari alvarlegu þróun. Fólk er einfaldlega slegið óhug og ótta við það eitt að leggja út á þjóðvegina - enda óvist um ferðalok og afleiðing- ar þeirrar ferðar. Niðurskurður bitnar á löggæslu í fyrsta skipti í þau 20 ár sem ég hef skipt mér af umferðaröryggis- málum á íslandi skynja ég mikinn ótta fólks um öryggi sitt og sinna nánustu í umferðinni. Allir sem ekiö hafa um þjóðvegina í sumar eru sammála um að þar sé ekki lengur ekiö hratt - heldur stundaður ofsa- akstur við afleitar aðstæður þar sem lífi og limum saklausra vegfarenda er stefnt í voöa. í starfi mínu sem forvarnafulltrúi VÍS og jafnframt vegna reynslu minnar sem fyrram lögreglumaður fæ ég daglega fjölda Ragnhei&ur Davíðsdóttir forvarnafulltrúi VÍS og þátttakandi í STANZ- hópnum símtala og tölvupóstsend- inga þar sem fólk hrópar á aðgerðir og segir mér jafti- framt skelfilegar sögur af ökuníðingum þjóðveganna. Nær allir segjast EKKI hafa orðiö varir við lögreglubif- reið við umferðareftirlit eða hraðamælingar - þrátt fyrir yfirlýsingar ráðamanna um aukna umferðarlöggæslu á vegum úti. Og víst er að neyðarköllin berast ekki eingöngu frá hinum al- menna borgara sem upplifir sig í stöðugri lífshættu á þjóðvegunum - heldur kvarta lögreglumenn sáran yfir van- mætti sínum og segjast margir hverj- ir ekki hafa tök á aö sinna starfi sínu vegna niðurskurðar á fjármagni til löggæslumála. Mörgum þeirra er ætlað að sinna löggæslu, einir síns liðs, á eftirlitssvæði sem spannar hundruð kílómetra. Stór hluti þeirr- ar löggæslu er í formi svokallaðra bakvakta þar sem lögreglumaðurinn sinnir eingöngu neyðarköllum. Það þarf ekki glöggan mann til að átta sig á að aíbrotin á þjóðvegunum blómstra sem aldrei fyrr við slíkar aðstæður - oft með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vefsí&a gegn slysum Mörgmn fyrrum félaga minna í lögreglunni, sem muna tímana tvenna, ofbýöur það ástand sem nú er í umferöarmálum þjóðarinnar og kenna samdrætti í umferðarlög- gæslu um stóran hluta umferðar- slysa á þjóðvegum landsins. Nú hef- ur stór hópur fólks, sem hefur fyrir löngu fengið nóg af ástandinu í um- ferðinni, tekið höndum saman og stofnað STANZ-hópinn sem er bar- áttuhópur almennra borgara gegn umferðarslysum. Sett hefur verið upp vefsíða með slóðinni www.stanz.is þar sem hægt er að lýsa yfir stuðningi við baráttuna við umferðarslysin og jafnframt koma á framfæri skoðunum og tillögum til bættrar umferðarmenningar. í und- irbúningshópi STANZ er breiður hópur fólks úr fjölmörgum ólíkum starfsstéttum og á ólíkum aldri sem allt á þaö sameiginlegt aö vilja fækka umferðarslysum á íslandi. Meðal þeirra eru foreldrar, systur og vinir þeirra sem látist hafa eöa slasast í umferðarslysum, fjölmiðla- fólk, leikarar, læknar, slökkviliðs- menn, lögreglumenn, prestar, fram- haldsskólanemar og fleiri. Nú þegar hafa fjölmargir sent inn athugasemd- fr og tillögur á vefsíðuna. Við fyrstu skoðun á innsendum athugasemdum kemur í ljós að flestir eru þeirrar skoöunar að aukin umferðarlög- gæsla og hert viðurlög sé besta leið- in til að fækka umferðarslysum. Inn- an tíðar mun STANZ-hópurinn boða til opins borgarafundar þar sem ástandiö í umferðinni verður tekiö til umræðu og settar fram tillögur fólksins í landinu um úrbætur sem skila raunhæfum árangri. Mælirinn er miklu meira en yfirfullur. Ragnheiður Davíðsdóttir „Allir sem ekið hafa um þjóðvegina í sumar eru sammála um að þar sé ekki lengur ekið hratt - heldur stundaður ofsaakstur við afleitar aðstæður þar sem lífi og limum saklausra vegfarenda er stefnt í voða. “ t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.