Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.2000, Blaðsíða 26
42 MÁNUDAGUR 28. ÁGÚST 2000 DV Ættfræði__________________ Umsjón: KJartan Gunnar Kjartansson 85 ára__________________________ Einar Guömundsson, Bræðraborgarstíg 32, Reykjavtk. Guörún Lovísa Guömundsdóttir, Blönduhlíð 25, Reykjavík. Ingibjörg Hjartardóttir, Sævangi 2, Hafnarfiröi. 80 ára__________________________ Guömundur Björnsson, Gilsbakka 7, Hvammstanga. Hann verður að heiman. Klara Guömundsdóttir, Tjarnarlundi 13i, Akureyri. Sesselja Halldórsdóttir, Skjólvangi, Hrafnistu, Hafnarfiröi. 70 ára__________________________ Auöur Elíasdóttir, HSholti 15, Akranesi. Sigurjóna Sigurjónsdóttir, Smáratúni, Hellu. 60 ára__________________________ Ásta Aöalheiöur Garöarsdóttir, Skriöustekk 11, Reykjavík. Kristjón Sævar Pálsson, Lækjasmára 84, Kópavogi. Soffía Sæmundsdóttir, Gilstúni 19, Sauðárkróki. 50 ára__________________________ Björgvin Yngvason, Háuhlíö 4, Akureyri. Hallur Karlsson, Hverafold 33, Reykjavík. Hjördís Pétursdóttir, Kjarrhólma 22, Kópavogi. Kolbrún Gestsdóttir, Ferjubakka 2, Reykjavík. Kristinn Hjaltason, Koltröð 22, Egilsstöðum. Kristín Gíslína Magnúsdóttir, Heiöargili 2, Keflavík. 40 ára__________________________ Albert ísfjeld Haröarson, Kleppsvegi 26, Reykjavlk. Áslaug Guömundsdóttir, Miðholti 8, Hafnarfiröi. Guörún Elva Stefánsdóttir, Vestursíðu 6f, Akureyri. Hlynur Óskarsson, Vallarási 3, Reykjavlk. Hóimfríöur Á. Vilhjálmsdóttir, Veghúsum 13, Reykjavlk. Katla Lóa Ketilsdóttir, Lækjarhvammi 1, Selfossi. Kristín Gunnarsdóttir, Flúðaseli 63, Reykjavík. Óöinn Magnús Baldursson, Bjargartanga 17, Mosfellsbæ. Ragnhildur Sverrisdóttir, Gilsárstekk 5, Reykjavík. Sigrún Agnarsdóttir, Hringbraut 40, Hafnarfirði. Steinunn Zoéga, Rauðhólum, Vopnafiröi. Þórey Björg Gunnarsdóttir, Viðarási 53, Reykjavík. Suíurhlíö35 • Sími 581 3300 Persónuleg, alhliöa útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrír Einarsson útfararstjóri Sverrir Oisen útfararstjóri Baldur Fredriksen útfararstjóri Utfararstofa Islands allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Bjarni A. Bjarnason, Lerkilundi 1, Akureyri, lést fimmtud. 24.8. Ingibjörg Jónsdóttir, Marbæli, lést aö kvöldi fimmtud. 24.8. á Dvalarheimili aldraöra á Sauðárkróki. Marteinn Böövar Björgvinsson húsgagnasmiður, Yrsufelli 9, Reykjavlk, lést é Landspítalanum við Hringbraut fimmtud. 24.8. Útförin fer fram I kyrrþey að ósk hins látna. Tryggvi Bergsteinsson, Kirkjubraut 12, Innri-Njarövík, lést á Landspltalanum að morgni fimmtud. 24.8. Jarðarförin verður auglýst slðar. Sigríöur Þóra Árnadóttir, Gullsmára 7, Kópavogi, lést fimmtud. 24.8. á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi. Fólk í fréttum Þórólfur Sveinsson formaður Landssambands kúabænda Þórólfur Sveinsson, formaöur Landssambands kúabænda Þórólfur hefur setiö í stjórn Stéttarsambands bænda og síöar Bændasam- btakanna frá 1987 og er formaöur Landssambands kúabænda frá 1998. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, hefur verið í DV-fréttum að undanfömu vegna nýafstaðins landsfundar Landssambands kúabænda. Starfsferill Þórólfur fæddist á Sigríðarstöð- um I Fljótum 19.9.1949 en flutti með fjölskyldu sinni að Berglandi í Aust- ur-Fljótum er hann var á fyrsta ári og ólst þar upp. Hann var í bama- skóla í Fljótunum, stundaði nám við Bændaskólann á Hólum, lauk þaðan búfræðiprófi 1970, lauk landsprófi á Siglufirði, stundaði framhaldsnám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðikandidatsprófi 1975. Þórólfur starfaði hjá Búnaðar- sambandi Vestur-Húnavatnssýslu 1975-78, sinnti stundakennslu við Bændaskólann á Hvanneyri 1978-81, tók við búi aö Ferjubakka II í Borg- arfirði 1978 og hefur, ásamt konu sinni, stundað þar búskap síðan. Þórólfur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum bænda frá 1985. Hann hefur átt sæti í stjóm Stéttarsam- bands bænda og síðar Bænda- samtaka íslands frá 1987, var for- maður Framleiðsluráðs frá 1996 og þar til ráðið var lagt niður um síð- ustu áramót og hefur verið formað- ur Landssambands kúabænda frá 1998. Þá hefur hann starfað 1 fjölda nefnda og ráða um landbúnað. Þórólfur hefur sinnt söngstarfi og syngur nú með Samkór Mýramanna og í Kirkjukór Borgameskirkju. Fjölskylda Þórólfur kvæntist 5.6.1976 Sigríði Ingu Kristjánsdóttur, f. 16.5. 1949, bónda að Ferjubakka II. Hún er dóttir Kristjáns Guðjónssonar, bónda að Ferjubakka H, og Sigríðar Halldórsdóttur húsfreyju en þau eru bæði látin. Böm Þórólfs og Sigríðar Ingu eru Unnur, f. 27.2. 1976, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, búsett á Selfossi, í sambúð með Kristjáni Jó- hannessyni bifvélavirkja; Sveinn, f. 12.4. 1977, húsasmiður, búsettur að Ferjubakka H. Bræður Þórólfs: Jónmundur, f. 17.9.1945, d. 1958; Reynir, f. 6.4.1954, bóndi að Mýrarkoti í Skagafirði, kvæntur Kristínu Önnu Jónsdóttur bónda. Foreldrar Þórólfs: Sveinn Þor- steinsson, f. 13.5.1911, d. 1997, bóndi á Berglandi í Austur-Fljótum, og k.h., Unnur Guðmundsdóttir, f. 17.12. 1921, lengst af húsfreyja á Berglandi, nú búsett á Sauðárkróki. Ætt Sveinn var sonur Þorsteins, b. á Stóra-Grindli og í Barðsgerði, Jónassonar, vinnumanns í Viðvíkursveit er fór til Vest- urheims, Gíslasonar. Móðir Þor- steins var Björg vinnukona, dóttir Þorsteins Þorsteinssonar, og Sólveigar Tómasdóttur. Móðir Sveins var Ólöf Jónsdóttir, b. á Þorgautsstöðum í Stíflu, Jónssonar, b. á Hring, Jónssonar. Móðir Jóns á Þorgautsstöðum var Rósa Böðvarsdóttir. Móðir Ólafar var Sigurlaug Steinsdóttir, b. á Helgustöðum, Magnússonar, og Elísabetar Þorvaldsdóttur, b. á Helgustöðum, Gunnlaugssonar. Unnur er dóttir Guðmundar, b. á Berghyl, bróður Jóhanns, fóður Guðmundar, fyrrv. framkvæmda- stjóra Skálatúns. Guðmundur var sonur Benedikts, b. í Neðra-Haga- nesi, Stefánssonar, b. á Minni- Brekku, Sigurðssonar, b. á Torfu- stöðum í Svarfaðardal, Jónssonar. Móðir Stefáns var Marsibil Jóns- dóttir, bróður Björns, ættföður Blöndalættarinnar, föður Gunn- laugs sýslumanns, Magnúsar sýslu- manns, og Jóns Auðuns alþm.. Bjöm var einnig faðir Lárusar, amt- manns á Komsá, langafa Halldórs Blöndal alþingisforseta og Matthías- ar Johannessens, skálds og rit- stjóra, föður Haralds ríkislögreglu- stjóra. Móðir Benedikts var Guðríð- ur Gísladóttir, b. í Hrauni, og Sig- ríðar Ólafsdóttur. Móðir Guðmund- ar á Berghyl var Ingibjörg Péturs- dóttir, b. á Sléttu, Jónssonar, b. á Sléttu, Ólafssonar. Móðir Unnar er Jóna Guðmundsdóttir Stefánssonar, bróður Guðmundar á Berghyl. g Harpa Þ. Jónsdóttir húsmóðir á Akureyri Harpa Þorbjörg Jónsdóttir hús- móðir, Ránargötu 21, Akureyri, er fertug í dag. Starfsferill Harpa fæddist á Akureyri og ólst þar upp. Hún lauk grunnskólaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1976. Harpa starfaði hjá Niðursuðu- verksmiðju K. Jónssonar og Co sumrin 1974,1975 og 1976 og starfaði þar síðan samfleytt til 1983, að einu ári undaskildu er hún vann á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. Hún hefur síðan stundað ýmis störf, ver- ið ráðskona í sveit, stundað verslun- arstörf í Ferðanesti við Akureyri, verið dagmóðir og starfaö við Odd- eyrarskóla. Harpa var trúnaðarmaður á vinnustað á vegum Einingar er hún starfaði hjá K. Jónsson og Co og er hún starfaði við Oddeyrarskóla. Fjölskylda Harpa giftist 7.11. 1981 Guðjóni Eiríkssyni, f. 4.10. 1961, bifreiöa- stjóra og veiðimanni. Hann er sonur Eiríks Tryggvasonar, f. 18.9.1925, d. 13.5. 1996, bónda á Búrfelli í Mið- firði, og Guðrúnar Guðmundsdótt- ur, f. 18.9. 1925, fyrrv. húsfreyju á Búrfelli. Sonur Hörpu og Reinhards Rein- hardssonar, f. 6.9.1960, pípulagning- armanns, er Grétar Þór Reinhards- son, f. 15.9. 1979, starfsmaður við Pizzahöllina í Reykjavík, en unnusta hans er Sara Birgitta Birg- isdóttir, f. 20.4. 1981. Böm Hörpu og Guðjóns eru Hall- ur Öm Guðjónsson, f. 11.5. 1983, nemi, en unnusta hans er Ingibjörg Dagný Ingadóttir, f. 17.4.1983; Heiða Björg Guðjónsdóttir, f. 26.3. 1988, nemi. Systkini Hörpu, sammæðra, eru HaUur Þeyr Reykdal, f. 22.6. 1963, bifreiðarstjóri í Odense í Dan- mörku, kvæntur Kirstein Reykdal og eiga þau fjóra syni; Oddur Stefán Steinþórsson, f. 14.10. 1965, tækni- teiknari og gítarleikari í AUinge á Bomholm, kvæntur HeUe Jensen og eiga þau þrjú börn; Guðvarður Steinþórsson, f. 7.11. 1966, leikskóla- starfsmaður á Akureyri; Gréta MjöU Steinþórsdóttir, f. 20.12. 1967, húsmóðir í Odense í Danmörku en samhýlismaður hennar er Henning Storm Jacobsen og eiga þau tvo syni; Heiðbrá Rósa Steinþórsdóttir, f. 3.2. 1974, húsmóðir i Keflavík, en sambýlismaður hennar er Rúnar Ingvi Eiríksson, bifreiðarstjóri með eigin rekstur, og eiga þau þrjú böm. Systkini Hörpu, samfeðra, eru Rósa Jónsdóttir, f. 11.6. 1965, hús- móðir á Siglufirði, gift Jósteini Snorrasyni bifreiðarstjóra og eiga þau þrjú böm; Jóhann Þór Jónsson, f. 10.1. 1971, slökkvUiðsmaður á Ak- ureyri, en sambýliskona hans er Sonja Gústafsdóttir; Elín Björg Jónsdóttir, f. 27.11.1973, húsmóðir á Akureyri, gift Óskari Ingólfssyni bifreiðastjóra og eiga þau tvö böm; Kristjana Jónsdóttir, f. 11.3. 1976, húsmóðir á Seyðisfirði, gift Ásgeiri Ásgeirssyni bifreiðastjóra og eiga þau einn son; Aðalheiður Jónsdótt- ir, f. 16.12. 1986, nemi í foreldrahús- um. Foreldrar Hörpu era Jón Hlíð- berg Ingólfsson, f. á Hlíðarenda í Glerárþorpi við Akureyri 20.11. 1939, matreiðslumaður, og Gréta Kolbrún Guðvarðardóttir, f. á Siglu- firði 18.8. 1943, húsmóðir og starfs- maður á sambýli. Maður Grétu er Steinþór Haukur Oddsson, f. 5.6. 1941, tæknifræðing- ur og loftskeytamaður. Ætt Jón er sonur Ingólfs, fyrrv. b. í Gröf í Eyjafjarðarsveit, síðar á Ak- ureyri, Lárussonar, b. á Hreimsstöð- um í Hjaltastaðahreppi, Sigurðsson- ar, vinnumanns, Þorleifssonar. Móðir Jóns var Aðalheiður, iðn- verkakona og húsmóðir á Akureyri, Jónsdóttir, b. á Hlíðarenda í Krækl- ingahlið og síðar verkamanns í Hlíðarenda í Glerárþorpi, Jónsson- ar. Gréta er dóttir Guðvarðs Sigur- bergs, málarameistara á Akureyri, Jónssonar. Móðir Guðvarðar var Anna EgUsdóttir, b. á Tjörnum, Sigvaldasonar. Harpa tekur á móti gestum á heimUi sínu i dag frá kl. 16.00. Smáauglýsingar vlsirJs Torfi Bjamason, skólastjóri í Ólafsdal, fæddist 28. ágúst 1838. Hann var sonur Bjama Bjamasonar í Bessatungu og k.h., Ingibjargar Guðmundsdóttur frá Tind- um á Skarðsströnd Guðmundssonar. Torfi var líklega merkasti frumkvöð- uU að bættum búskaparhátttum hér á landi á 19. öldinni og mikiU athafna- og hugsjónamaður. Hann fór tU Skotlands, var þar fimm misseri að læra jarðyrkju og skrifaði þá þaðan bréf um búskapar- og landshætti í Ný félagsrit. Þá fór hann tvívegis tU Bret- lands og aUt til Nebraska í Bandaríkjun um tU að huga að landskostum. Torfi setti bú að Varmalæk í Borgarfirði 1868 og í Ólafsdal í Dölum 1971 en þar bjó hann Torfi Bjarnason í Ólafsdal tU ævUoka. Torfi stofnaði skóla í Ólafsdal fyrir bændasyni og hélt þar uppi skólastarfi þar tU bændaskólum var komið á stofn. Auk þess stofnaði hann Verslunarfélag Dalamanna 1885 og Kaupfélag Saubæ- inga og var forstöðumaður hvors tveggja. Hann setti upp tóvinnuvélar í Ólafsdal og smíðaði íjölda jarðyrkju- tækja. Þá vann hann mikið þjóðþrúa- verk er hann breytti lagi ljáanna sem notaði voru hér á landi. Kona Torfa var Guðlaug Zakaríasdótt- ir en meðal bama þeirra var Ingibjörg, skólastjóri Kvennaskólans á Akureyri, Ásgeir efnafræðingur og Ragnheiður, móðir Torfa sáttasemjara og Snorra skálds.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.