Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 I>V 2_______ Fréttir Ágreiningur stjórnarflokkanna um sölu Landssímans og ríkisviðskiptabankanna: Framsóknar f lokku r tefur einkavæðingu - segir Kristján Pálsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks DV-MYND NJORÐUR Sammála Þingflokkar ríkisstjórnarinnar hafa komið sér saman um niöurskurö á fjárlög- um þar sem samgöngumálin eru undir hnífnum. Sjálfstæðismenn funduöu í Vík og kynntu sér meöal annars fýlaverkun. Alþingismennirnir Árni Johnsen, Kristján Pálsson og Arnbjörg Sveinsdóttir horföu meö athygli á þar sem fugl- inn var reyttur. Inga Jóna Þóröardóttir, leiötogi Sjálfstæöismanna í Reykjavik, er greinilega hugsi yfir aöförunum. „Það er ljóst að þenslan hefur I verið of mikil og viðskiptahallinn líka þannig að verðbólgan hefur þanist meira en menn höfðu ætl- að. Einhvers staðar verður þá að skera niður og ganga á undan með góðu fordæmi. Og þetta er það minnsta sem við gátum gert. Tveir milljarðar í niðurskurði eru ekki nein svakaleg upphæð þegar litið er til þess að fjárlagafrum- varpið í heild sinni er yfir 200 milljarðar,“ segir Kristján Páls- son, alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi, um tveggja milljarða króna niður- skurð á áður ákveðnum fram- kvæmdum hins opinbera. Gert er ráð fyrir niðurskurðinum í drög- um að fjárlagafrumvarpi Geirs Haarde íjármálaráðherra sem kynnt var stjómarflokkunum um helgina en verður lagt fram á Al- þingi 1. október nk. Samstöðuleysi hindrar eignasölu Kristján segir stjómarflokkana stefna að því að ná verðbólgu í 1 ásættanlegt horf, 3 til 4 prósent, á næsta ári. „20 milljarða króna afgangur á ríkissjóði og sala eigna ættu að duga til þess að draga úr þenslunni og minnka skuldimar. Það er eitt meginmarkmiö ríkisstjórnarinnar að selja eignir ríkisins til þess að minnka skuldir þjóðarinnar bæði heima og erlendis. Þaö hefur því miður borið lítið á eignasölunni undanfarið en það er einfaldlega vegna þess aö það hefur ekki náðst nægilega góð samstaða um hvemig að henni skuli staðið. Sjálfstæðis- flokkurinn vill fara mun hraðar en Framsókn í þessum málum,“ segir Kristján. Landssímlnn ekki úrslitaatriði Kristján segir að Landssímann verði að selja á næsta ári, það sé ein forsendan í efnahagsstefnu rikis- stjómarinnar. Hins vegar sé ágrein- ingur meðal stjórnarflokkanna um málið. „Þar getum við bæði komið mjög góðu fyrirtæki á markað og náð inn verulegum gjaldeyri til þess að greiða niður okkar erlendu skuldir með því að gera söluna markaðshæfa á erlendum mörkuð- um. En samstaða um málið hefur ekki náðst,“ segir hann. Kristján segir ágreining stjóm- arflokkanna um sölu Landssím- ans annars vegar felast í því hvort selja eigi ljósleiðarkerfið með fyr- irtækinu og hins vegar í aðferð- inni viö söluna. „Það er spuming um að selja fyrirtækið til útlend- inga að hluta til; að vera í sam- vinnu við önnur stór fyrirtæki á þessu sviði í heiminum. Ég full- yrði ekkert um hversu langt menn vilja ganga i hinum flokkn- um en ég veit að þetta gengur allt mjög hægt og hægar í þeim flokki en hjá okkur,“ segir hann. Kristján telur brýnt að leysa ágreininginn um Landssímann mjög fljótlega. „Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað sem menn geri að úrslitaatriði en það er margt sem rekur á eftir í þessu máli“ segir hann. Ríkiö úr bankastarfsemi Auk sölu Landssímans felast stærstu eignasöluáform stjómar- flokkanna í áframhaldandi sölu ríkisviðskiptabankanna. Þar er einnig ágreiningur meðal stjómar- liðanna sem Kristján segir fyrst og fremst vera fólginn i hraðanum við söluna. „Það er alltaf spuming um hvað menn vilja gera hlutina af- dráttarlaust. Hvort þeir vilja draga lappimar í þessu árum saman eða láta hendur standa fram úr ermum. Það flnnst mörgum eðlilegt að ríkið dragi sig út úr bankastarfsemi og að nóg sé að það hafi það hluverk með hönd- um að hafa eftirlit með þessari starfsemi í gegn um Seðlabankann," segir Kristján Pálsson. -GAR Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks ósáttir við niðurskurð í samgöngumálum höfuðborgarinnar: Ahyggjur og vonbrigði - segir Júlíus Vífill. Vantar hugmyndaauðgi, segir Guðlaugur Þór „Þessar tillögur stjórnarinnar eru trúnaðarmál og maður verður að bíða til 2. október til að fá þetta stað- fest. Bersýnilega hafa þessar tillög- ur þó borist til fjölmiðla og það er vissulega áhyggjuefni og vonbrigði ef fresta á mikilvægum vegafram- kvæmdum í Reykjavík til að slá á þenslu í efnahagsmálum,“ segir Júl- íus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, um þann niðurskurð sem boöaður hefur verið í vegamálum þar sem ætlunin er að skera niður um 800 miOjónir króna í höfuðborginni. Frumvarp til ijárlaga var kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna um síðustu helgi þar sem kynnt voru áform um tveggja milljarða króna niðurskurð. Mestur hluti niðurskurðarins er í vegamálum á höfuðborgarsvæðinu. Július VífUl segir ósanngjamt að niðurskurðurinn lendi að mestu á höfuðborginni. „Við Reykvíkingar eigum auðvit- að að taka þátt í þessum aðgerðum eins og landsmenn aOir. Ekki vUj- um við að verðbólgan fari aftur af stað. Hins vegar gerum við þá kröfu að niðurskurðarhnífnum verði beitt Guölaugur Þór Júlíus Vífill Þóröarson. Ingvarsson. sem jafnast á aOa landsmenn og höf- uðborgarbúar sitji við sama borð og aðrir. 800 hundruð miOjóna niður- skurður hljómar ansi hár,“ segir Júlíus VífiO. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfuOtrúi Sjálfstæðisflokks, segist fagna því að ráðdeOd sé viðhöfð við gerð fjárlaga en bendir á að spara megi á fleiri sviðum en í samgöngu- málum Reykvíkinga. „Ég fagna ráðdeild og sparsemi en vOdi sjá meiri hugmyndaauðgi við gerð fjárlaga. Það má spara á fleiri sviðum en i samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu," segir Guð- laugur Þór. -rt Vatnssýni á Vestfjöröum laus við campylobacter: Vinnslubanni aflétt - enn vandamál vegna kólígerla á Bíldudal Vinnslubanni hefur verið aflétt af 12 fiskvinnslustöðvum á Patreksfirði og Bíldudal þar sem rannsóknir á vatni úr vatnsbólum á þessum stöðum sýndu að campylobactermengun var ekki lengur til staðar í því. Þá hefur verið leyfð sala á afurðum frá um- ræddum fisvinnslum, að sögn Guð- jóns Gunnarssonar hjá Fiskistofu. Mengunin kom upp í síðustu viku. Heilbrigðisyflrvöld beindu þegar þeim tilmælum tO íbúa stað- anna að aOt neysluvatn yrði soðið. Þá lokaði Fiskistofa 12 fiskvinnslu- stöðvum vegna mengunar- innar. „Sýnishom sem tekin voru af vatni á Patreksfirði og Bíldudal sl. fóstudag reyndust vera laus við campylobacter," sagði Ant- on Helgason, heilbrigðis- fuOtrúi Vestfjarða, við DV í gær. „Enn eru þó smávægi- leg vandamál á BOdudal vegna kólígerla. Menn vita þó hvar það vandamál liggur og verið er að reyna að leysa það í dag. Ég reikna Anton Helgason. með að tilmælum td fólks um að sjóða vatn verði aflétt í dag.“ Anton sagði vitað að vatnsbólið á BUdudal væri í lagi. Annað vatnsból hefði verið tengt inn á það en það vatnsból væri nú búið að af- tengja. „Þessi kólígerlamengun sem við erum að mæla núna gæti verið í jöfnunartanki sem er þama inni á. Þaö verður farið í að hreinsa hann í dag.“ Anton sagði ekki vitað með vissu hvað hefði valdið þeirri campylobactermengun sem mælst hefði í neysluvatni fyrir vestan í síðustu viku. Um væri að ræða lokuð vatnsból á báðum stöðum. Hins vegar væri skriðujarðvegur yfir tveimur þeirra sem væri fremur grófur. Möguleiki væri því á aö yfirborðsvatn hefði seytlað niður. Þannig væri hugsan- legt að fuglar í berjum hefðu valið menguninni. -JSS Davíð í dómarastól Brotist var inn á heimasíðu Hæsta- réttar og upplýsing- um þar breytt. Nafni Davíðs Odds- sonar forsætisráð- herra var bætt við á lista yfir dómara. Bylgjan greindi frá. Nýjar kenningar um kúariðu Hópur vísindamanna í Bretlandi segir að rannsóknir sýni fram á að kúariða geti borist í menn úr kind- um, svínum og kjúklingum. Gersemar í Rúmeníu Lögregla í Rúmeníu hefur lagt hald á talsvert af skartgripum sem talið er að 24 ára Rúmeni hafi stolið hér á landi. Þýfið fannst hjá móður mannsins sem hefur játað á sig sjö innbrot og situr i gæsluvarðhaldi.” Solveig Lára sett Fjölmenni var við guðsþjónustu í MöðruvaOakirkju í Hörgárdal á sunnu- dagskvöldið þar sem sr. Hannes Öm Blandon, prófastur í Eyjafjarðarpró- fastdæmi, setti sr. Solveigu Láru Guðmundsdóttur í embætti sóknarprests. Barnaspítala frestað? Skortur á bifreiðastæðum gæti orðið tO þess að byggingu bamaspít- alans á Landspítalalóðinni yrði frestað. Dagur sagði frá. Sættir í laxaheiminum? Laxaframleiðendur hafa nú mikla trú á að hægt verði að sætta sjónar- mið laxeldismanna og hinna sem vOja vemda vOlta laxastofna. Þetta kom fram á stjómarfundi Alþjóða- sambands laxaframleiðenda sem haldinn var hér. AOar ár í Noregi era nú orðnar fuOar af viOtum laxi eftir mögur ár. RÚV sagði frá. Gott gengi í bridge Islenska landsliðinu í bridge gengur ágætlega á Ólympíumótinu í bridge sem fer fram í Maastricht í HoOandi um þessar mundir. ísland er í 4.-5. sæti af 18 þjóðum í fjórða riðli keppninnar en fiórar efstu þjóðimar úr hveijum riðli komast áfram í útsláttarkeppni. -ÍS Útboð á farþegaferjum Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út rekstur á Breiðafjarðarferj- unni Baldri sem siglir miOi Stykkis- hólms og Brjánslækjar með við- komu i Flatey. Einnig verður rekst- ur Herjólfs boðinn út. Frestur tO að skOa tilboðum er til 11. september. Bylgjan greindi frá. Nýr fréttastjóri Sólveig Kristbjörg Bergmann hef- ur veriö ráðin fréttastjóri hjá sjón- varpsstöðinni Skjá einum. Hún tek- ur við starfinu af Sigursteini Más- syni. Sólveig hefur verið starfandi sem fréttakona á fréttastofu stöðvar- innar. Mbl. sagði frá. Fósturgallar greindir fyrr Bjóða á öOum þunguðum konum hér á landi upp á snemmómskoðun en það er ný tækni sem þróuð hefur verið í Bretlandi og gerir læknum kleift að greina afbrigðOegar þung- anir fyrr en áður. Mbl. sagði frá. Frá vegna veikinda HaOdór Blöndal, forseti Alþingis, hefur verið frá störfum um skeið vegna veikindá. Hann gekkst undir skurðaðgerð fyrif nokkrum dögum o£ er á góðum bata- vegi. Mbl. sagði frá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.