Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 Skoðun 1>V || Spurning dagsins Kvíðir þú vetrinum? Ragnar Már Jónsson nemi: Já, helst þá kuldanum og erfiöu námi. Ólafur Sævarsson rekstrarstjóri: Nei, ég kvíöi ekki vetrinum, fínt aö fá snjó. Bjarki Sævarsson yfirþjónn: Ails ekki, þaö veröur heitt og gott í vetur. Hugrún Torfadóttir nemi: Nei, alls ekki. Fínt aö fá snjóinn aftur. Anna Vilhjálmsdóttir nemi: Nei, ég hlakka til aö fara á skíöi. Margrét Jónsdóttir nemi: Nei, ég hlakka til aö fara á skíöi og snjóbretti. Ég heyrði á fréttum á Skjá einum fyrir stuttu að sjónvarpsstöðin Omega hefði eytt heilum þætti í for- dæmingu á samkynhneigðum. Ég er nú að verða svolítið þreytt á Gunn- Eiri í Krossinum, Snorra í Betel og fleiri „frelsuðum“ postulum og þeirra sífellda barlóm um synd sam- kynhneigðra. Þeir veifa stanslaust framan í okkur Biblíunni og segja hana skrifaða af Guði, sem er auð- vitað kolrangt. Guð sem slíkur kann ekki að skrifa. Biblían er að sjáif- sögðu skrifuð af löngu liðnum mönnum sem sömdu jafnframt í hana allar reglur, þeirra tíma regl- ur. Biblian er góð og virt bók og vel skrifuð en hún kemur hinu góða al- heimsafli Guði hreint ekkert við. Kristnin er dásamleg trú, hún boðar kærleik. En það er ljótt að nota kristna trú til refsingar á mannlegu eðli, það hefur verið gert í gegnum aldirnar og mál að hætta því á nýju árþús- undi. Ég er kristin og trúi á Guð en ég get ekki ímyndað mér að hann hafi sérstaka óbeit á hommum og lesbíum umfram aðra ef kærleikur- inn og manngæskan eru þar í há- vegum höfð rétt eins og hjá okkur hinum. Með því að fordæma samkyn- hneigða er verið að reka þetta fólk út í ystu myrkur. Því halda þessir andans menn virkilega að það sé hægt að venja sig af samkynhneigð með trúarofstæki? Nei, þeir ættu að vita betur. Samkynhneigt fólk hefur alltaf verið til og mun alltaf verða til. „Kristnin er dásamleg trú, hún boðar kœrleik. En það er Ijótt að nota kristna trú til refsingar á mannlegu eðli, það hefur verið gert í gegn- um aldimar og mál að hcetta því á nýju árþúsundi. “ Þetta er ákveðin kynhneigð og hef- ur ekkert um persónuna að segja. Alveg eins og svertingjar eru ákveð- inn kynþáttur og það hefur ekkert með persónuna að gera heldur. Það sem er aðalatriði í okkar mannlegu samskiptum er kærleikur til allra manna, umburðarlyndi gangvart öðrum og ást á lífið. Það hefur heil- mikið með trúna að gera. Samkynhneigð Adda Guðrún Sigurjónsdöttir skrifar: Skammarlegt Hrafnkeil Daníelsson skrifar: Alveg er það með eindæmum að fyrirtæki sem einokar alla mjólkur- sölu í landinu skuli koma fram með eins skammarlegt tilboð og gert var í Dagblaðinu í dag, 24/8/00. Að bjóða bændum þetta er eins og grýta slasaðan mann. Flestir bænd- ur eru búnir með kvótann sinn og fá því ekkert fyrir mjólkina en þurfa samt að borga flutningskostn- að fyrir hana sé hún sótt til þeirra. Ekki þarf að spyrja hvernig þeir bændur fara að sem kláruðu kvót- ann í vor eða snemmsumars. Ekki hafa þeir úr miklu að moða í þá mánuði sem ekkert fæst fyrir mjólk- ina. Samt senda þeir hana í mjólk- urbúin sem græða á öllu saman. Bóndinn fær ekki neitt en Samsalan fær edlan skerfinn í sinn hlut. Það sýnir líka hversu óréttlátt þetta „Það vœri í lagi ef Mjólkur- samsalan hefði nú sýnt smáviðleitni og boðist til að lœkka verð á mjólk til móts við það sem útgjöld hjá henni lœkka þegarfleiri bœndur klára kvótann.“ kvótakerfi er gagnvart bændum í landinu og ekki að furða þó þeir hætti búskap í stórum stíl og enginn komi í staðinn. Þeir sem eftir eru berjast svo um kvótann til að geta aflað sér tekna út árið en hann er rifinn af þeim af stjórnvöldum af og til til þess að stemma stigu við fram- leiðslunni. Það væri í lagi ef Mjólk- ursamsalan hefði nú sýnt smávið- leitni og boðist til að lækka verð á mjólk til móts við það sem útgjöld tilboð hjá henni lækka þegar fleiri bænd- ur klára kvótann. Það er ekkert rétt- læti í því að fyrirtæki sem einokar markaðinn geti svipt heila atvinnu- grein tekjum sínum og grætt svo á öllu saman. Dagfari Sveitavargurinn vill enn meira íslensk sveitarfélög vaða áfram í botnlausri óráðs- íu, bruðli og vandræðagangi. Þetta veit forsætisráð- herra og þetta veit Dagfari lika. Þeir einu sem vita ekkert um málið eru sveitarstjómarmenn sem standa í miðju sukkinu upp fyrir axlir. Það er góðæri í landinu og hefúr verið um langan tíma. Það hlýtur því að teljast þó nokkuð merkilegt að sveitarstjómarmenn á krummaskuðum landsins skuli ekki hafa tekið eftir því. Davíð okkar Oddsson er samt búinn að tyggja þetta í landslýð aftur og aft- ur og er orðinn hundleiður á staglinu. Það virðist bara ekkert af þessu landsbyggðarpakki hlusta á sjálfan forsætisráðherrann. Ég hlýt því að álykta að það sé bara eitthvað að heima hjá þessu fólki. Við Davíð erum sammála um að það þurii að hlaupa undir bagga með smælingjunum. Þess vegna tókum við sjávarútveginn úr höndunum á fólki sem kunni ekkert með slíkan rekstur að fara. Bara sú að- gerð létti þungri byrði af sveitarfélögunum úti á landi. Það vita allir að sjávarútvegur hefúr verið baggi á þjóðinni nær alla tuttugustu öldina. Það er loks nú, eftir tilkomu kvótakerfisins, sem einn og einn dugnað- arforkur er farinn að græða eitthvað á þessu dæmi. Nú er sem sagt búið að létta útgerðarbagganum af stórum hluta landsbyggðarinnar svo sveitarstjómar- menn þurfa ekki að grenja út af því. Það er líka búið að bjóða frystihúsafólkinu svo þúsundum skiptir að flytja í sæluna í Reykjavík til að vinna göfúg störf í Við Davíð erum sammála um að það þurfi að hlaupa undir bagga með smœlingjunum. Þess vegna tókum við sjávarútveginn úr höndunum á fólki sem kunni ekkert með slíkan rekstur að fara. Bara sú aðgerð létti þungri byrði af sveitarfélögunum úti á landi. verslunarkringlum svo ekki þarf heldur að kvarta undan því. Víða um land er síðan búið að leggja niður fjölmörg fyrirtæki sem ekki er þá lengur hætta á að fari á hausinn. í staðinn hefúr verið komið upp öflugum fyrirtækjum á höfúðborgar- svæðinu sem skapa arð, fyrirtækjum fyrir lands- byggðarlýðinn að vinna í, og þannig hjálpar Davíð lítilmagnanum. Allt eru þetta þjóðþrifamál en samt kvarta sveit- arstjómarmenn og væla um að Davíð skaffi þeim ekki nægar tekjur! Heimtufrekjan er með ólíkind- um. Það virðist ekki duga að Davíð komi á fót góð- æri og bjóði landsbyggðafólkinu til veislu á höfúð- borgarsvæðinu. Sveitavargurinn vill enn meira. Hann vill eftir sem áður halda uppi hundrað pró- sent þjónustu um allt land. Öll krummaskuðin skulu rekin á fullum dampi þó þar sé vart nokkur hræða lengur. Svo eigum við að fara að verðlauna þessa krummaskuðastjóra fyrir allt bmðhð. Skilja þeir ekki nokkum skapaðan hlut? Davíð er búinn að segja að það verði að reka sveit- arfélögin með ráðdeildarsemi. Nú, ef menn treysta sér ekki til þess, þá geta menn bara hætt þessu ströggh eins og ahir aðrir og flutt til Reykjavíkur. Ekki er Davíð að skikka fólk til að búa í þessum vonlausu byggðum og hokra þar af einskærri sjálfseyðingar- hvöt Undarleg fram- kvæmd íbúi við Sogaveg sknfan DV ætti ekki að láta kerfiskallana stinga upp í sig þegar leitað er frétta. Starfsmaður gatnamálastjóra gerir það þegar hann segir í hálf- kæringi frá furðulegum fram- kvæmdum göngubrúar frá Sogavegi yfir að Skeifunni. Sannleikurinn er sá að brú þessi átti að koma í maí samkvæmt blaðafregnum. Á föstu- degi fyrir rúmum þrem vikum átti að opna brúna með pomp og prakt. Enn dregst þetta. Eitthvað er verið að rjátla við þessa brú en ljóst er að borgin er með seinlátan verktaka. Annað: Til hvers er þessi brú? Hún auðveldar fólki að komast úr fjölmennu hverfi yfir í athafna- hverfi Kringlunnar og nágrenni hennar. Eða hvað? Það var í raun ekki ætlunin. Frá brúnni liggja leið- ir að einu strætóskýli og inn á göngu- og hjólreiðastígana. Það var ekki meiningin í upphafi að koma á menningarsambandi við Skeifuna. Var brúin reist fyrir verktakana eða íbúa borgarinnar? Hæft starfsfólk á Kvennadeild Landspítala Kona skrifar: Ég varð fyrir þeirri óheppni fyrr í ár að þurfa að leggjast inn á spítala og var lögð inn á Kvennadeild Land- spítala. Ég hef ahtaf haft óbeit á spít- ölum og þess háttar og jafnvel orðið fyrir slæmri reynslu á sjúkrahúsum erlendis. Aht starfsfólk á Kvenna- dehd Landspítala er hins vegar th mikihar fyrirmyndar. Hjálpsemi og elskulegheit virðast einkenna aht viðmót. Því vh ég þakka þessu starfs- fólki sérstaklega fyrir góða umönn- un á erflðu tímabhi. Aumingjaskapur kristinna Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Þegar nokkrir svokahaðir kristnir menn köstuðu um daginn verðmæt- um ásatrúarmanna niður í Goðafoss sýndi það kaþólskan aumingjaskap íslenskra Lúthersmanna. Þegar mað- ur íhugar baráttu manna eins og Lúthers, Calvins og Knox fmnst manni ótrúlegt að frelsaðir menn skuli voga sér að haga sér svona. Sérstaða Súfistans Ari skrifar: Súfistinn í Máli og menningu er virkilega sérstakt kaffihús. Fyrir það fyrsta gefst gestum þess kostur á að gæða sér á dásemdum bók- menntanna nokkuð frjálst og í öðru lagi er kaffihúsið eitt af örfáum í borginni sem er reyklaust. Ekki má heldur gleyma því að dagskráin á Súflstanum bar af á annars vel heppnaðri Menningarnótt. wzmmm': Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.