Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 7
7
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000
I>'V Fréttir
Ráðstefna um hamfarir haldin í Reykjavík:
Islenskt rannsóknar-
verkefni vekur athygli
- miðar að því að lengja viðbragðstíma björgunarsveita og íbúa
Meginefni alþjóðlegrar ráðstefnu
um hamfarir, sem haldin er í
Reykjavík þessa dagana, er viðbún-
aður sveitarfélaga við hamforum. Á
ráðstefnunni eru um 100 erlendir
gestir og um 130 íslendingar. Þar
með taldir eru Jóhannes Hermanns-
son, starfsmaður kerfisverkfræði-
stofu Háskóla íslands, og svissneski
snjóflóðasérfræðingurinn Charly
Wuilloud.
Jóhannes hélt fyrirlestur í gær
um hönnun bráðaviðvörunarkerfis
við eldgosum og jarðskjálftum.
„Þetta rannsóknarverkefni er
samstarfsverkefni Veðurstofu Is-
lands, kerfisverkfræðistofu Háskóla
íslands og hugbúnaðarfyrirtækisins
Stefju og miðar að því að lengja við-
bragðstimann þegar jarðskjálftar
eða eldgos verða, það er að segja
búa okkur til aukafyrirvara," sagði
Jóhannes. Hann útskýrði að við
þetta verkefni, sem kostað er af
Rannsóknarráði Islands, er stuðst
við upplýsingatækni eins og hún
gerist best í dag. Hugbúnaður og
tölvukerfi sem Veðurstofan hefur
byggt upp og notað í mörg ár - og
sagði meðal annars til um síðasta
Heklugos með nokkrum fyrirvara -
eru þróuð frekar í þessu verkefni.
„Við erum að reyna að þróa þessa
tækni þannig að við getum lengt
fyrirvarann svo til dæmis íbúar á
svæðinu, björgunarsveitir og al-
mannavamir geti fengið viðvörun
og hafi tíma til þess að undirbúa
sig,“ sagði Jóhannes. Hann bætti
því við að þetta væri eina rannsókn-
in þessa efhis í heiminum, að því að
hann best vissi.
Snjóflóðahætta
„I meginatriðum eru snjóflóða-
hættusvæði í Sviss og á íslandi sam-
bærileg og ráðstefnur sem þessar,
þar sem fólk deilir með sér þekk-
ingu sinni, eru afskaplega gagnleg-
ar. Báðar þjóðimar geta lært mikið
hvor af annarri," sagði Wuilloud.
Charly Jóhannes
Wuilloud Hermannsson
Veturinn 1998-1999 var einn sá
harðasti í manna minnum hvað
varðar snjóflóð í svissnesku Ölpun-
um. Ejöldi manna einangraðist
vegna snjóflóða og 17 manns létust.
Yfirvöld voru vel undirbúin fyrir
snjóflóð og er það hluti ástæðunnar
fyrir því að ekki létust fleiri í þess-
um hamforum. Til dæmis hefur í
Sviss verið búið til kort yfir helstu
hættusvæðin í Ölpunum og stað-
setningu björgunarliðs.
„Ég þekki ekki til íslenskra að-
stæðna en ég er hér til þess að segja
frá því hvemig við brugðumst við
snjóflóðunum veturinn 1998-1999,
bæði áður en atburðimir gerðust og
á meðan á þeim stóð. Þessar aðgerð-
ir eru kostnaðarsamar og fram-
kvæmd þeirra veltur á vilja stjórn-
valda til þess að borga fyrir öryggi
fólks. I Sviss fáum við mikið fjár-
magn vegna þess að við erum ekki
bara að vemda fólkið okkar heldur
líka hina fjölmörgu ferðamenn sem
leggja leið sína til Sviss,“ sagði
Wuilloud.
Á ráðstefnunni, sem lýkur á
morgun, fjalla fjölmargir aðrir ís-
lenskir og erlendir fræðimenn um
náttúmlegar hamfarir, sem og ham-
farir af mannavöldum, eins og um-
hverfisslys og hryðjuverk. Hún er
haldin i samvinnu við Local Aut-
horities Confronting Disasters and
Emergencies sem eru alþjóðleg sam-
tök sveitarfélaga gegn hamfomm.
Þetta er fjórða ráðstefnan af þessu
tagi en þær eru haldnar annað
hvert ár. -SMK
DV-MYND DANÍEL V. ÓLAFSSON.
Áleiöis til himins
Smiöir önnum kafnir viö aö slá upp mótum og járnabinda nýja himnastigann
sem leysir þann eldri af en hann var oröinn lélegur.
Nýr himnastigi
í Borgarnesi
DV, BQRGARNESI:__________________
Smiðir eru þessa dagana önnum
kafnir við að slá upp og jámbinda
fyrir steypuframkvæmdir nýjan
himnastiga í Borgamesi að sögn
Stefáns Kalmanssonar, bæjarstjóra í
Borgarbyggð. Sá gamli var orðinn
lélegur og varasamur á köflum og
verður sá nýi steyptur upp fyrir
haustið.
Himnastiginn liggur frá Borgar-
brautinni upp að fallegu kirkjunni í
Borgamesi og geta Borgnesingar þá
gengið til messu upp himnastigann
án vandræða í haust.
-DVÓ
Afleiöingar hamfara.
Þessa dagana fer fram rástefna um hamfarir í Háskóiabíói i Reykjavík, þar sem fjallaö er meöal annars um
afleiöingar Suöurlandsskjálftanna fyrr í sumar.
AEG
Nýttu hana í sláturtíð, framtíð,
berjatíð, nútíð, vertíð og gúrkutíð því
verðið er í þátíð
Sú blákalda staðreynd, að AEG
frystikisturnar okkar hafa verið á sama
verði í ríflega eitt ár, ætti að ylja mönnum
um hjartarætur.
Verðfrysting
3 ára ábyrgð
Vörunr. Heiti Brútta Utrar Netto Lítrar Hæð sm. Breidd sm. Dýpt sm. Körfur sem fylgja Læsing Einangrun þykkt í mm. Rafnotkun m/v 18°C umhv.hita kWh/24 klst. Verð áður Tllboðsverð
12HS HF 120 132 126 86 55 61 1 Nei 55 0,60 43.092 29.900
23HL HFL230 221 210 86 79 65 1 Já 55 0,84 47.843 33.900
29HL HFL290 294 282 86 100 65 1 Já 55 1,02 51.039 35.900
38HL HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 55 1,31 54.599 39.900
53HL EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 60 1,39 65.116 46.900
61HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 60 1,62 73.287 53.900
BRÆÐURNIR
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is
RáDIOrMUSf
Geislagötu 14 • Sími 462 1300