Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2000, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 29. ÁGÚST 2000 DV *34_________________________ Ættfræði__________________ Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson 90 ára Júlíus Steingrímsson, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85ára Sólveig Þorleifsdóttir, Austurvegi 50, Selfossi. Sæbjörg Jónasdóttir, Ásholti 42, Reykjavík. 80 ára______________________________ Agnar Pálsson, Noröurgötu 31, Akureyri. Einar Andrés Einarsson, frá Skálará, Keldudal í Dýrafirði, Grýtubakka 6, Reykjavík. Hann verður að heiman. Hulda Einarsdóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. Magnús Gunnlaugsson, Efri-Torfustöðum, Hvammstanga. Hann verður að heiman. Salvör Jakobsdóttir, Efstasundi 67, Reykjavík. 75_ára_________________________________ Hulda Gígja Geirsdóttir, Logafold 56, Reykjavík. Jón Theódór Guðlaugsson, Frumskógum lb, Hveragerði. Hann verö- ur að heiman á afmælisdaginn. Þorbjörg Þorbjörnsdóttir, Leynisbraut 10, Akranesi. 70 ára_____________________________ Bjami Siguróli Jakobsson, Baldursbrekku 1, Húsavík. Einar Magnús Guðmundsson, Gullsmára 7, Kópavogi. Helgi Jónsson, Hraunbæ 8, Reykjavik. Hann verður að heiman. 60 ára_________________________________ Dóra Magga Arinbjörnsdóttir, Öldugötu 42, Hafnarfirði. Halidór Þorsteinsson, Þiljuvöllum 36, Neskaupstaö. Kristján Yngvi Tryggvason, Birkihlíð 42, Reykjavík. 50 ára_________________________________ Guðni Erlendsson, Danmörku. Guðný Björg Hallgrímsdóttir, Eyjahrauni 41, Þorlákshöfn. Gunnar Snorri Snorrason, Breiðuvík 73, Reykjavík. Gunnar Þórisson, Björtuhlíö 13, Mosfelisbæ. Haraldur S Bergmann, Hátúni lOa, Reykjavík. Lúvísa Hafdís Kristinsdóttir, Árskógum 7, Egilsstööum. Valgerður Hermannsdóttir, Sæbólsbraut 28, Kópavogi. Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaöur í Kópavogi, Dimmu, Vatnsendabletti 247, Kópavogi. Sambýliskona hans er Anna Stella Snorradóttir. Þau taka á móti vinum og samstarfsfólki á heimili sínu á afmælis- daginn á milli kl. 17.00 og 19.00. 40 ára_________________________________ Björn Eriingsson, Skógarhæð 3, Garðabæ. Dagný Björk Þórgnýsdóttir, Hlunnavogi 10, Reykjavík. Erla Björk Gunnarsdóttir, Laugateigi 20, Reykjavík. Jóhann Kristinn Rafnsson, Dvergaborgum 8, Reykjavík. Margrét Árnína Hrafnsdóttir, Hafnargötu 23, Bakkafirði. Ólafur Hafsteinn Einarsson, Vallargerði 26, Kópavogi. Ólafur Magnússon, Eiðistorgi 1, Seltjarnarnesi. Ólöf Jónsdóttir, Birkigrund 59, Kópavogi. Sigfús Sigfússon, Suöurhvammi 17, Hafnarfirði. Sigurbjörg Sveinbjörnsdóttir, Silfurbraut 4, Höfn. Kristjana Ágústsdóttir húsmóðir á Akranesi Kristjana Ágústsdóttir húsmóðir, Höfðabraut 16, Akranesi, er áttræð í dag. Starfsferill Kristjana fæddist að Látrum í Aö- alvík i Sléttuhreppi og ólst þar upp og var þar í barnaskóla. Kristjana varð húsfreyja á Kirkjubæ í Skutulsfirði en þar bjó hún með manni sínum til 1951. Þá fluttu þau á Akranes þar sem hann starfaði við fiskvinnslu hjá Haraldi Böðvarssyni & Co í tuttugu og eitt ár og síöan við byggingar hjá Hús- verki hf. Kristjana hefur verið búsett og verið húsmóðir á Akranesi frá 1951. Fjölskylda Kristjana giftist 19.12. 1954 Krist- jáni Söebeck, f. í Gröf í Bitru 28.3. 1906, d. 22.8. 1975, bónda frá Kirkju- bæ í Skutulsfirði og síðan verka- manni á Akranesi. Hann var sonur Jóns Þórðarsonar, f. 9.4. 1856, d. um 1927, frá Hvalsá í Hrútafirði, og k.h., Hjálmfríðar Árnadóttur, f. 4.5. 1872. Böm Kristjönu og Kristjáns eru Sigríður Ingibjörg, f. 1.10. 1943, bankastarfsmaður í Reykjavík, en maður hennar er Einar Már Ein- arsson, slökkviliðsmaður á Kefla- víkurflugvelli, og á hún þrjú böm frá fyrra hjónabandi; Guðrún Ágústa, f. 26.6. 1947, húsmóðir á Selfossi, gift Sveini Sveinssyni lækni og eiga þau fjögur böm; Þröstur, f. 18.3. 1949, húsgagna- smiður á Álftanesi, kvæntur Rósu Þórisdóttur húsmóður og eiga þau Qögur böm;Rakel, f. 10.10. 1951, húsmóðir í Reykjavík, gift Guð- mundi Haraldssyni skipstjóra og eiga þau fjögur börn; Amfríður, f. 6.4. 1954, framkvæmdastjóri í Nýju- Mexíkó í Bandaríkjunum, gift Ravi Bhasker, lækni og bæjarstjóra í Socorro í Nýju-Mexíkó, og á hún fjögur böm; Kristján, f. 22.12. 1955, sölumaður í Reykjavík, og á hann fjögur böm; Valgerður, f. 24.1.1958, húsmóðir í Kópavogi, gift Pálma Þór Hannessyni húsasmið og eiga þau einn son; Kolbrún, f. 30.5.1965, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Hjálm- ari Guðmundssyni húsasmið og eiga þau þrjú börn; Ásdís, f. 31.10. 1967, skrifstofumaður i Kópavogi, gift Benedikt Ólafssyni rafvirkja- meistara og eiga þau tvö böm. Sonur Kristjönu er Jón Ágúst Gunnlaugsson, f. 16.9. 1961, nemi við Tækniskóla íslands, kvæntur Margréti Sigurðardóttur skrifstofu- manni og eiga þau tvö börn. Barnabörnin eru þrjátíu og eitt en langömmubörnin eru orðin fjórtán talsins. Systkini Kristjönu eru Ágústína Guðrún Ágústz, húsmóðir í Reykja- vik; Sigurður Ágústsson, símsmið- ur í Reykjavík; Petrína Rósa, hár- greiðslukona í Hafnarfirði. Foreldrar Kristjönu voru Ágúst Pétursson, bóndi á Látrum, og k.h., Sigríður M. Sigurðardóttir hús- freyja. Kristjana tekur á móti ættingjum og vinum í sal í félagsheimili ÍA við knattspymuvöllinn og sundlaugina á Akranesi laugard. 2.9. frá kl. 15.00. Filippus Hróðmar Birgisson fiskiðnaðarmaður og verkstjóri Filippus Hróðmar Birg- isson, fyrrv. sjómaður og síðan flskiðnaðarmaður og verkstjóri, Samtúni 30, Reykjavík, er flmmtugur í dag. Starfsferill Filippus Hróðmar fædd- ist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann var í Bama- skóla Siglufjaröar, lauk skyldunámi við Gagnfræðaskóla Siglufjaröar, stundaði nám við Fiskvinnsluskól- ann i Hafnarfirði og lauk prófum sem fiskiðnaðarmaður. Filippus Hróðmar fór ungur til sjós og var á síðutogurum og skut- togurum frá Sigluflrði, Ólafsflrði, Akureyri og ísaflrði í u.þ.b. tuttugu ár. Hann hefur síðan verið verk- stjóri við fiskverkun á Siglufirði, Stöðvarfirði, ísaflrði, Bíldudal og Drangsnesi. Fjölskylda Synir Filippusar Hróðmars era Aðalbjöm Sigurður, f. 17.2.1976, sjó- maður á Siglufirði; Guðbrandur Máni, f. 24.2. 1998, búsett- ur á Drangsnesi. Systkini Filippusar Hróðmars eru Alma Birgisdóttir, f. 26.5. 1939, sjúkraliði, búsett í Reykjavík; Elíngunnur Birgisdóttir, f. 26.12.1944, húsmóðir á Akureyri; Runólfur Birgisson, f. 4.3. 1948, framkvæmdastjóri á Siglufirði; Páll Birgisson, f. 4.3. 1948, d. 1969; Bjöm Birgisson, f. 12.8. 1949, vélvirki í Mosfellsbæ; Þor- steinn Birgisson, f. 8.8. 1951, tækni- fræðingur í Reykjavík; Þormóður Birgisson, f. 8.8. 1951, skipstjóri á Sigluflrði. Foreldrar Filippusar Hróðmars voru Birgir Runólfsson, f. 2.1. 1917, d. 5.5. 1970, vöruflutningabílstjóri, og Margrét H. Pálsdóttir, f. 5.3.1919, d. 9.7. 1998, húsmóðir. Filippus Hróðmar heldur upp á afmælið í Húsi Hitaveitunnar í Skeifunni laugardaginn 2.9. kl. 20.00. Vinir hans og kunningjar eru hjartanlega velkomnir. Sjötug Auöur Elíasdóttir húsmóðir á Akranesi Auður Elíasdóttir húsmóðir, Há- holti 15, Akranesi, varð sjötug í gær. Starfsferíll Auður fæddist á Þingeyri og ólst þar upp. Hún hefur lengst af stund- aði heimilisstörf. Fjölskylda Auður giftist 4.2. 1950 Kjartani H. Guðmundssyni, f. 18.6. 1923, fyrrv. aðaltrúnaðarmanni íslenska Jámblendifélagsins. Hann er son- ur Guðmundar Guðnasonar frá Hælavík á Homströndum og Jó- hönnu Bjamadóttur. Böm Auðar og Kjartans em Kol- brún Kjartansdóttir, f. 12.3. 1950, búsett í Reykjavík, en dætur henn- ar frá því áður eru Auður Sús- anna, Hafdís og Erla Linda en mað- ur Kolbrúnar er Bjarki Sigur- bjömsson og eiga þau tvö böm, Ástrós og Elísabetu Sunnu; Elín Hanna Kjartansdóttir, f. 2.8. 1954, búsett á Ákranesi, en maður henn- ar er Jón Vestmann og eru dætur þeirra Auður, gift Thomasi Fred- reksen, og er dóttir þeirra Isabella María, og Eva Lind en maður hennar er Ágúst Auðunsson og Fertugur Sigurjón Jónsson verkstjóri hjá Stáliðjunni Sigurjón Jónsson, verk- stjóri hjá Stáliðjunni, Stekkjarbergi 8, Hafhar- flrði, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurjón fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp í foreldrahúsum. Sigurjón var í Lækjar- skóla, lauk gagnfræða- prófl frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði 1977, stundaði nám við Iönskólann í Hafnarfirði, lærði þar vélvirkjun og lauk prófum í þeirri iðngrein. Sigurjón var vélvirki hjá Vél- smiðju Hafnarfjarðar um skeið og starfaði siðan hjá Norma í Garða- bæ. Hann var verkstjóri hjá Sjóla- stöðinni í Hafnarfirði á árunum 1985-90. Þá hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur meö öðrum sem hann stundaði allt til ársins 1998. Sigurjón hóf þá störf hjá Stáliðj- unni í Kópavogi 1998 þar sem hann hefur starfað síðan og er þar verk- stjóri. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 20.6. 1981 Kolbrúnu Sjöfh Ind- riðadóttur, f. 12.12. 1960, fulltrúa. Hún er dóttir Indriða Jónssonar, sem er látinn, og Kristbjargar El- iasdóttur sem er búsett í Hafnarfirði. Fósturfaðir Kolbrúnar Sjafnar er Agnar B. Jónsson. Dætur Sigurjóns og Kolbrúnar Sjafnar em Helena Sigurjónsdóttir, f. 7.3. 1981, nemi í tölvufræðum; Anna Margét Sigurjónsdóttir, f. 2.3. 1997. Bræður Sigurjóns eru Holgeir Jónsson, f. 25.9. 1963, kvæntur Guð- björgu Ragnarsdóttur, f. 8.1.1965, og eiga þau tvö böm; Magnús Jónsson, f. 25.4. 1969, en sambýliskona hans er Hjördís Elva Ingvadóttir, f. 30.11. 1963, og eiga þau einn son. Foreldrar Siguijóns eru Jón 01- geirsson, f. 31.8. 1933, f. John Fog Nilsen, og Margrét Magnúsdóttir, f. 12.10. 1932. Þau em búsett í Hafnarfirði. ' dóttir þeirra er Aþena Lind, og Thelma; Guðmundur Hafsteinn Kjartansson, f. 19.10.1961, búsettur á Akranesi, en kona hans er Þuríð- ur Baldursdóttir og eru böm þeirra Atli, Guðlaug og Jóhanna Gréta; Hörður Kjartansson, f. 19.10. 1961, búsettur í Reykjavik, en kona hans er Þórunn Elídóttir, synir þeirra Elí og Kjartan. Systir Auðar er Ema Eliasdóttir, f. 8.7. 1939, búsett á Akranesi, gift Þorsteini Ragnarsyni og eiga þau fimm böm. Foreldrar Auðar: Elías Kr. Jóns- son, f. 1.7. 1898, d. 23.12.1975, skrif- stofumaður á Þingeyri í Dýrafirði og síðar á Akranesi, og Jóhanna Þorbergsdóttir, f. 1.8. 1903, d. 26.12. 1987, húsmóðir. Auður verður að heiman á af- mælisdaginn. Ólöf Sigurjónsdóttir er látin. Hulda Jónatansdóttir Dunbar, Garden Grove, Kaliforníu, lést föstudaginn 18.8. Útförin hefur fariö fram. Smáauglýsingar 550 5000 Merkir Islendingar Sigurjón Rist vatnamælingamaður fædd- ist á Akureyri 29. ágúst 1917. Hann var sonur hins þekkta sundkappa, sundkenn- ara og fimleikakennara, Lárusar Rist, og k.h., Margrétar Sigurjónsdóttur. Seinni kona Sigurjóns er María Sig- urðardóttir, viðskiptafræðingur og kennari, en dætur þeirra eru Rannveig Rist, vélaverkfræðingur og forstjóri ísal, og Bergljót Rist dýralæknir. Sigurjón lauk stúdentsprófi frá MA 1938, prófi í hydromekanik frá Hermods Tekniske Institut í Málmey 1948, stund- aði nám í vatnafræði hjá Norges Vass- dragvesen 1948-49 og lærði jarðvatnsfræði hjá Geological Survey í Bandaríkjunum 1966. Sigurjón Rist Sigurjón var frumkvöðull að vatnamæling- um hér á landi sem urðu afar mikilvægar við alla áætlanagerð um orkubúskap þjóð- arinnar. Hann var forstöðumaður vatna- mælinga Raforkumálastjómar 1947-67 og síðan hjá Orkustofnun frá 1967 og þar til hann lét af störfum. Á löngum ferli annaðist hann dýptarmælingar stöðuvatna og skipulagði kerfisbundn- ar vatnsrennslismælingar. Þá var hann mikill ferðafrömuður um óbyggðir, var formaður Ferðafélags Akureyrar og Jöklarannsóknafélags Islands auk þess sem hann var formaöur Vatnafræðafélags Islands. Ævisaga Sigurjóns, Vadd’út í, kom út 1989. Hann lést 15. október 1994. 1 ISHiIIMMI Soffía Ingvarsdóttir veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriðjud. 29.8. kl. 13.30. Guörún Anna Oddsdóttir, Byggöarenda 16, Reykjavík, verður jarösungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík þriöjud. 29.8. kl. 15.00. Björn Guðmundsson, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, veröur jarösunginn frá Akraneskirkju þriðjud. 29.8. kl. 14.00. Guðmundur Skarphéðinsson frá Minna- Mosfelli, Mosfellssveit, veröur jarösunginn frá Mosfellskirkju þriöjud. 29.8. kt. 14.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.