Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Page 2
2 MIÐVTKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000 Fréttir Aðeins einn starfsmaður Byggðastofnunar til Sauðárkróks: Forstjórinn hættir - heppilegur tími, segir Guðmundur Malmquist DV, SAUÐÁRKRÓKI: Guðmundur Malmquist, fram- kvæmdastjóri Byggðastofnunar, mun láta af því starfi um mitt næsta ár eða um það leyti sem stofnunin flytur til Sauðárkróks. Þá er ljóst að einungis einn af fimmtán starfsmönnum stofnun- arinnar i Reykjavík flytur með henni til Sauðárkróks, Friðrik Max Karlsson, yfirmaður rekstr- arsviðs. „Ég er búinn að starfa hjá stofnuninni í 15 ár og það er sýnt að við flutninginn á Sauðárkrók verða miklar breytingar á stofn- semina. Það er fjarri lagi að ég hafi eitthvað á móti því að starfa á Sauðárkróki en það hefði hvort eð er orðið til skamms tíma,“ sagði Guðmundur Malmquist í samtali við DV en Guðmundur er á 57. aldursári. Ekki hefur enn verið gengið frá starfslokasamningi við Guðmund en hann hefur að baki langan starfsaldur hjá op- inberum stofnunum, var t.d. í 15 ár hjá framkvæmdasjóði og Seðlabanka áður en hann réðst til Byggðastofnunar en þar áður starfaði Guðmundur uninni. Ég mat það svo að þetta væri heppilegur tími til að hætta þannig að nýr maður kæmi að því strax í upphafi að móta starf- i Vestmannaeyjum þannig að hann segist hafa reynslu af því að búa og starfa á landsbyggðinni. Það er því ljóst að við flutning- inn til Sauðárkróks mun að mestu koma nýtt fólk til starfa hjá Byggðastofnun sem verður til húsa i stjórnsýsluhúsinu en stofnunin á þriðjung í því húsi og þar er þróunarsviöið. Stærsti eig- andi hússins er sveitarfélagið Skagafjörður og i nýútkominni þriggja ára áætlun kemur fram að sveitarstjórnin hefur fyrirætl- anir um að selja sinn hlut í því. -ÞÁ Kurteisir Rússar vilja pólitískt hæli Tveir Rússar komu til lögregl- unnar á Fáskrúðsfirði sl. laugardag og óskuðu eftir pólitísku hæli á ís- landi. Þeir dvelja nú á vegum Rauða krossins á Hótel Bjargi á Fáskrúðs- firði meðan Útlendingaeftirlitið at- hugar þeirra mál. Að sögn lögreglunnar á Fáskúðs- firði virðist helst sem mennimir hafi komið „á puttanum" þangað. Þeir voru vegabréfs- og skilríkja- lausir og vildu ekki gefa upp hvern- ig þeir hefðu komið til landsins. Lögreglan sagði að þeir hefðu verið vel haldnir, kurteisir og vel til fara. Útlendingaeftirlitið kannar nú deili á mönnunum, hvemig þeir hafi komist til landsins, hvort þeir hafl gefið upp rétt nöfn o.s.frv. Er gert ráð fyrir að þeir verði sendir til Reykjavíkur þegar fyrstu athugun- um er lokið. Þar heldur áfram það ferli sem unnið er eftir þegar óskað er eftir pólitísku hæli hér á landi. -JSS mwiKufí DV-MYND KK Tveir fluttir á slysadeiid Harður árekstur varö á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku í Kópavogi seinnipartinn í gærdag. Farþegi annars bílsins kvartaði undan eymslum í höfði og fæti og annar ökumaðurinn fékk hnykk á bak og háls. Báðir voru fluttir á slysadeild. Víðir Valgeirsson, faðir Valgeirs sem hvarf af heimili sínu á Laugaveginum 1994: Tel mig vita hverjir frömdu verknaðinn Fjölskyldan varö ffyrir áfalli á síöasta ári Víðir missti eiginkonu sína og barnsmóður, Guðrúnu ípsen, á síðasta ári þeg- ar hún lést úr krabbameini. Börnin tvö, Ingólfur Snær, 4ra ára, og íris Björk, 8 ára, eru hálfsystkini Valgeirs heitins. „Ég einbeiti mér nú aö því að ala börnin mín upp, “ segir Víöir. „Ég ann mér ekki hvildar fyrr en þetta mál skýrist. Þetta hefur tekið mikið á þau sex ár sem liðin em frá því að Valgeir hvarf. Ég hef stöðugt unnið að því, ekki síst með lögregl- unni, að reyna að fá hið rétta fram. Ég tel mig nú vita hverjir frömdu verknaðinn - þau atriði eru í rann- sókn hjá lögreglunni," sagði Víðir Valgeirsson, faðir Valgeirs Víðisson- ar sem minnst var á mánudag í Graf- arvogskirkju, rúmum sex árum eftir að hann yfirgaf heimili sitt á Lauga- vegi þar sem sjónvarpið var skilið eftir í gangi og mynd sem hann hafði verið að teikna lá ókláruð. Faðirinn segir að um 8 þúsund ánamaðkar sem Valgeir hafði tínt hafi auk þess verið í kössum og boxum niðri í kjallara hússins. „Valgeir ætlaði sér greinilega að koma mjög fljótt aftur heim,“ segir Viðir. „En maður sá á ummerkjum, sjónvarpinu sem var í gangi og öðru, að hann hafði ekki komist," sagði Víðir sem missti eiginkonu sína, Guðrúnu Jónu fpsen, á síðasta ári. Banamein hennar var krabbamein. „Ég er alfarið að sjá um bömin okk- ar í dag,“ segir Víðir og bendir stolt- ur á lítil hálfsystkini Valgeirs heit- ins, þau Ingólf Snæ, fjögurra ára, og írisi Ósk, átta ára. „Ég hef trú á því að Valgeir hafi verið ginntur niður í bæ - honum hafi verið sagt að menn sem skuld- uðu honum pening hefðu sagst ætla að greiða honum. Síðan hefur hann verið barinn, settur í skott á bil og ekið með hann á brott. Valgeir hafði verið í óreglu og var búinn að vera að rukka aðra fyrir fíkniefni," segir Víðir. „Ég hef trú á því að hálfu kílói af amfetamíni hafl verið stolið frá honum eftir að honum var banað,“ segir faðirinn. Víðir er búinn að vera meira og minna að grennslast fyrir um afdrif sonar síns öll þau sex ár sem liðin eru frá hvarfi hans. „Þetta mál hefur aldrei verið rannsakað sem hefð- bundið morðmál. En ég sef ekki og verð ekki rólegur fyrir en þetta skýrist," segir Víðir. Hann segir að þegar Valgeir hvarf hafi flkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík rann- sakað málið og mönnum gengið vel að reyna að afla upplýsinga. „Mér fannst þeir hafa nánast verið að upp- lýsa málið. Siðan var málið flutt til RLR vegna ákveðinna reglna,“ sagði Viðir. Málið fór síðan til Lögreglunn- ar í Reykjavík þegar RLR var lagt niður þar sem því er nú haldið opnu. DV hefur heimildir fyrir því að lögreglan sé sem stendur að kanna ákveðna þætti í Valgeirsmálinu - nú eins og áður, sérstaklega á síðasta ári þegar ýmsar upplýsingar bárust og voru kannaðar, án þess þó að nægi- leg efni væru til kæru á hendur ein- hverjum. Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að Valgeirs- málið sé óupplýst. Ýmsar upplýsing- ar og tilgátur hafi komið fram en þær hafi ekki leitt til neins sem hönd á festi. -Ótt Veíðimálastofnun á Hóla? Sveitarstjómarmenn á Norðurlandi vestra vilja að aðalstöðvar Veiðimála- stofnunar verði fluttar að Hólum í Hjaltadal. Framkvæmdastjóri samtak- anna segir eðlilegt að flytja starfsemi Veiðimála- stofnunar, þar sem hún sé þegar með rannsóknarstarfsemi fyrir norðan. RÚV sagði frá. Barnaspítali á áætlun Hjálmar Ámason, formaður bygg- inganefndar Barnaspítalans, segir áætl- anir um nýjan spítala óbreyttar þó framkvæmdum við flutning Hring- brautar sé frestað. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri segir að ríki og borg hafi gert samkomulag um að þetta tvennt yrði ekki slitið úr samhengi. RÚV sagði frá. Gullæði í kræklingaræktinni? íslendingar taka kræklingarækt með trompi þótt margt sé óljóst varðandi framtið atvinnugreinarinnar. Mikill áhugi er á kræklingarækt hérlendis sem stendur og em tilraunir til ræktun- arinnar gerðar víða um land. Dagur sagði frá. Heimasíða ÁTVR ólögleg? Að mati tvennra samtaka sem vinna að vímuefhayömum er heimasíða Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins brot á lögum. Þar em myndir af áfengi ásamt stuttri innihaldslýsingu. Samtökin Vímulaus æska og Stórstúka íslands telja vefinn brot á lögmn um áfengisauglýsingar. RÚV greindi frá. Ungar konur fá HIV Undanfarin ár hefur einn einstak- lingur greinst á eins til tveggja mánaða fresti með HlV-smit. Sjúkdómurinn greinist æ sjaldnar meðal samkynhneigðra og er nú al- gengastur hjá gagnkynhneigðum kon- um á aldrinum 20-29 ára. 136 einstak- lingar hafa greinst HlV-smitaðir frá ár- inu 1983. Almæmi sem lokastig greinist æ sjaldnar. Stöð 2 greindi frá. Hundar drápu 60 kindur Tveir hundar virðast hafa hrakið Qárhóp, 450 ær og lömb, um beitarhólf skammt ffá golfvelli á Rangárvöllum og drepið ails 60 kindur, þar af 57 lömb. Aðkoman var ömurleg, dautt og sært og hrakið fé um allt. RÚV sagði frá. Lést í vinnuslysi Maðurinn sem lést er hann var að vinna við rúllubaggavél i Breiðdal á sunnudaginn hét Trausti Jónsson og var frá Grænuhlíð á Fljótsdalshéraði. Hann var ábúandi á Randversstöðum. Trausti var 23 ára, ókvæntur og bam- laus. Mbl. sagði frá. Ásdís Halla líkleg Yfirgnæfandi líkur era á því að bæjar- stjómin í Garðabæ ráði Ásdísi Höllu Bragadóttir sem næsta bæjarstjóra. Ásdís Haila, sem er fyrrverandi formaður ungra sjálfstæðis- manna og aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, er ein 14 umsækjenda. Stöð 2 greindi frá. Evrópumálin á dagskrá Evrópumálin eru ofarlega á dagskrá á fundi Samfylkingar- innar á Amarstapa. Framkvæmdastjóm- in hefur ákveðið að kalla til hóp sérfræð- inga til að semja skýrslu um samn- ingsmarkmið ef kæmi til aðildarvið- ræðna. RÚV sagði ffá. -GAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.