Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2000, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2000
DV
5
Fréttir
Lögfræðingur með mál framleigðu Pólverjanna:
Snuðaðir um milljónir
Ljóst þykir að útlendingar þeir
sem hafa unnið hér á landi með
milligöngu íslensks fyrirtækis hafi
verið hýrudregnir um milljónir
króna. Lögfræðingur Samiðnar,
sambands iðnfélaga, hefur verið
með mál fimm Pólverja til athug-
unar. Einn þeirra hefur unnið hér
frá því í ágúst á sl. ári og fjórir frá
því í október. Sá fyrstnefndi hefur
unnið sér inn laun upp á ríflega 3
milljónir króna. Enn er ekki vitað
hvað hann hefur fengið í sinn hlut
af þeirri upphæð. Annar sem unn-
ið hefur hér frá því í október hef-
ur unnið sér inn laun upp á 2,3
milljónir. Af þeirri upphæð hefur
hann einungis fengið greiddar 700
þúsund krónur. Af þessu má ráða
að þeir útlendingar sem íslenska
fyrirtækið hefur fengið hingað og
ráðið til vinnu hjá öðrum fyrir-
tækjum hafi verið snuðaðir um
milljónir króna þegar öll kurl eru
komin til grafar.
Umræddir fimm Pólverjar eru
með atvinnuleyfi hér. Þá er vitað
um hóp Pólverja og Litháa, sem
umrætt fyrirtæki hefur fengið
hingað, sem eru ekki með atvinnu-
leyfi. Talið er að þeir séu rétt inn-
an við 20 talsins. Þessir menn eru,
að sögn viðmælenda DV sem hafa
unnið að þessum málum, mjög
hræddir og erfitt hefur reynst að
ná sambandi við þá.
„Þetta er ólögleg starfsemi,“
sagði Finnbjörn Hermannsson,
formaður Samiðnar, við DV. „Svo
hafa þeim verið greidd laun sem
eru langt undir öllu velsæmi. Þeir
sem eru með atvinnuleyfi hafa
verið að vinna yfir 300 stundir á
mánuði. Þeir eru að meðaltali með
um 400 krónur á tímann. Ég veit
ekki hvað umbjóðandinn hefur
verið að selja vinnu þeirra á, það
er eitthvað misjafnt."
Finnbjörn sagði að búið væri að
finna vinnu fyrir Pólverjana fimm
sem verið hefðu með atvinnuleyfi.
Þar ynnu þeir nú milliliðalaust og
fengju það kaup sem þeim bæri.
Að sögn viðmælenda DV sem
þekkja til aðbúnaðar útlending-
anna mun hann ekki vera upp á
marga fiska. Eru nefnd dæmi um
að allt að tíu menn búi í 60 fer-
metra íbúð. Þar þurfi þeir m.a. að
liggja á dýnum. Þessir einstakling-
ar sem eru án atvinnuleyfis hér
verða væntanlega sendir úr landi
þegar til þeirra næst. Finnbjörn
sagði að Samiðn hefði fullan hug á
að komast í samband við þá til
þess að sjá til þess að þeir fái rétt
laun fyrir þann tíma sem þeir hafa
unnið hér.
-JSS
stgr. verð aðeins
D4nZfllU kr.
stgr. verð aðeins
D4iUUU kr.
/ AEG hefur verið
/ í öruggum höndum hjá
Bræðrunum Ormsson
síðan 1922 og unnið sér
sess sem merki sem
stendur fyrir gæði og langlífi i
á heimilum íslenskra fjölskyldna. i
Það er 3 ára ábyrgð á vélunum frá m
okkur og afbragðs viðgerðarþjónusta auk þess sem við M
bjóðum uppá fría heimsendingarþjónustu á fl
Stór-Reykjavikursvæðinu.
Allir þessir þættir gera það að verkum, að
þegar þú þarft á góðum og traustum heimilistækjum
að halda, er öruggt að leita til okkar.
Elsta verslunarhúsið í Borgarnesi:
Fer ekki á flakk
- Húsfriðunarnefnd lagðist gegn flutningi 123 ára húss
DV-MYND DANÍEL vi ÓlAFSSOTJ
123 ár á sama staö
Búðarklettur verður enn um sinn á sínum stað að kröfu Húsfriðunarnefndar.
Húsið hefur staðið þarna við Brákarsund síðan 1877.
Eyrarbakki: \
Ekið á hross !
DV, BORGARNESI:
Frá því var greint í vor að Spari-
sjóður Mýrarsýlu hefði keypt Veit-
ingahúsið Búðarklett en húsinu
hafði verið mikið breytt enda elsta
verslunarhúsið í Borgarnesi. Árið
1877 lét Akra-Jón byggja verslunar-
húsið við Búðarklett í Borgamesi
og ári síðar íbúðarhús skammt þar
frá og stendur það enn lítið breytt.
Forráðamenn Sparisjóðsins
hugðust flytja húsið nær þjóðvegi 1
og töldu að það myndi auðvelda
sölu hússins. Húsfriðunarnefnd
skoðaði málið og lagðist eindregið
gegn því að húsið yrði fært. Og það
stendur, húsið sem þama hefur
staðið í 123 ár verður þar áfram.
-DVÓ
DV-MYND DANIEL V. ÓLAFSSON
Rúðamenn á fullu
Smiðir frá Límtré hf. á Flúðum á fullu við að byggja nýju
verstunarmiðstöðina.
Ný verslunar- og þjónustumiðstöð í Borgarnesi:
Rís með ótrú-
legum hraða
DV, BORGARBYGGD:______________________
Jólaverslun Borgfirðinga mun án efa
verða fjörleg í nýrri verslanahöll sem er
að risa í Borgamesi. Verslanir þar
verða tilbúnar undir lok nóvember.
Kaupfélag Borgfirðinga byggir nýju
verslunarmiðstöðina á Borgarbraut
58-60 í samstarfi við Ohufélagið hf. og
Samvinnulífeyrissjóðinn. Ný verslun
KB verður í húsinu, auk þjónustuaðila
eins og Sparisjóðs Mýrasýslu, Apóteks
Borgamess, VÍS og fleiri aðila. Félagið
sem stendur að framkvæmdum heitir
Borgarland ehf. Sólfell ehf. í Borgamesi
sér um framkvæmdir i alverktöku.
Grindin er reist úr límtré frá Límtré h/f
á Flúðum og em smiðir í óðaönn að
koma grind hússins fyrir. Byggingar-
hraði er mikiil og áætlað er að taka hús-
ið í notkun í lok nóvember þannig að
Borgfirðingar og Borgnesingar geta
keypt seinna aldamótakampavinið í
áfengisútsölunni hjá KB í nými verslun-
armiðstöð.
Sparisjóður Mýrasýslu hefur keypt
eldra verslunarhúsæði KB og er verið
að fara yfir kauptilboð sem Sparisjóðn-
um hafa borist. -DVÓ
aðeins
99.900
stgr.
Tvær í takinu
Ef þú skellir þér á bæði þurrkarann
og þvottavélina kostar parið
AEG lengi lifir
Ökumaður jeppa ók á hest á vegi
á Gaulverjabæjarvegi skammt frá
Eyrarbakka um klukkan 22.30 í
fyrradag. Fólkið í bílnum sakaði
ekki og hesturinn virtist vera
ómeiddur eftir atvikið. Jeppinn er
hins vegar smávægilega skemmdur.
Lausaganga búfjár er bönnuð á
svæðinu, en að sögn lögreglunnar á
Selfossi gengur erfiðlega að kenna
þeim fiórfættu umferðarreglurnar
og vill hún minna ökumenn á að
hafa augun hjá sér og aka varlega,
sérstaklega þegar dimmt er. -SMK
AEG W 1220
Alvöru þvottavél með 1200
snúninga þeytivindu
• Tekur 5 kg af þvotti
• Þvottahæfni: A flokkur
• Öll hugsanleg þvottakerfi
• Skynjunarkerfi
• Ullarvagga
• Ryðfrí tromla og belgur
AEG T50
Barkarlaus þurrkari sem
þéttir gufuna
• Stór tromla sem snýst í
báðar áttir
• 2 hitastig ____nfirL
• Tekur RdDIOfMIIST
Gcislagötu 14 * Símí 462 1300
B R Æ Ð U R N I R
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
www.ormsson.is